Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 46

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 46
UMRÆÐAN 46 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR litið er yfir árangur hlutabréfasala á síðustu mánuðum, gæti maður freistast til að hugsa að þeir hefðu gert eitthvað slæmt við skynfæri sín. Aðal verðfréfasalans hlýtur að vera nefið, nefið sem hann eða hún hefur fyrir breytingum á markaði og þróun hans á næstu árum. Það er engu líkara en að verðbréfasalarnir hafi sett staðdeyfilyf í þetta nef, lyf sem um leið og það eyðileggur skynjun þeirra fyrir breytingum fyllir þá ofmetnaði. En þetta er fáránleg hugmynd, verð ég að viðurkenna, því jafnvel þó slíkt lyf væri til, myndi engum heilvita verð- bréfasala detta í hug að eyðileggja þannig aðalatvinnutæki sín. Það er líklegra að núverandi nið- ursveifla stafi af því sem Ketill Magnússon, heimspekingur og há- skólakennari, hefur greint sem síld- artorfueinkennin. Þau lýsa sér í því að margir sem eiga viðskipti á verð- bréfamarkaðnum bregðast eins við breytingum, og þar af leiðandi verða sveiflur í verði hlutabréfa afar ýktar á báða bóga. Hann bendir á að flestir þeir sem vinna að þessum málum hafi sams konar menntun og læri því sömu viðbrögðin. Þar ofan á bætist að miklu máli skiptir í verðbréfafyr- irtækjunum að klæðast eins, hegða sér eins og skera sig ekki úr. Flestir starfsmenn vinna gjarnan á einu gólfi og renna allir saman í eitt í hug- um fólks, vegna þess hversu mjög þau reyna að líkjast hvert öðru. Þess vegna skrúfast upp verð á tæknifyr- irtækjum eitt árið og fellur síðan hratt á því næsta. Þetta líkist hegðun síldartorfunnar, sem öll hreyfist í sömu átt. Forráðamenn bank- anna segjast hafa ráðið fólk með fjölbreytta menntun til starfa und- anfarin ár. En það er greinilegt að þau sem taka ákvarðanir um fjárfestingar eru að meginhluta til með menntun á viðskipta- sviði, enda hlýtur það að teljast eðlilegt. Þar eru líka eðlisfræðingar, stærðfræðingar, hag- fræðingar og verk- fræðingar, fólk sem ber skynbragð á tölur. Þar er hins vegar ekki að finna fólk sem hefur sérþekkingu á því hvernig fólk vinnur með upplýsingar, þó við lifum í hagkerfi sem er kennt við upplýs- ingar. Sú sérþekking er um innihald upplýsinga og það hvernig fólk til- einkar sér upplýsingar, vinnur úr þeim og hagnýtir þær. Þetta eru t.d. upplýsingastjórnendur, þekkingar- stjórnendur og upplýsingafræðing- ar. Á hinn bóginn hefur ekki vantað fólk úr tæknihliðinni. Því miður hef- ur tæknifólkið reynst afar illa í stakk búið að vita hvernig fólk vinnur með upplýsingar, heldur hefur það ein- blínt á upplýsingatækni og mögu- leika hennar tækninnar vegna. Þeg- ar minnst er á rekstur upplýsinga- kerfa hugsa allir um tæknibúnað en leiða ekki hugann að breytingum hjá starfsfólki. Margir tala um þekking- arstjórnun sem tölvuvætt skjala- stjórnunarkerfi, en kjósa að gleyma stórum þáttum hennar sem snúast um óskráða þekkingu. Versta afleið- ingin af tæknihyggjunni er að alltof oft hefur verið litið fram hjá þeirri staðreynd, að það er mannlegur hé- gómi eða mannleg skynsemi sem ræður því á endanum hvenær fólk kaupir vöru eða þjónustu. Í stað þess að velja fólk til starfa sem gæti temprað sveiflur hafa þær þess vegna magnast upp. Það verður að segja verðbréfasölum til sann- mælis að almenningur hefur leitt verðbréfaæðið á síðustu árum. Það hefur ekki vantað að framsýnt fók hafi bent á innihaldsleysi upp- sprengds verðs á tækni- og netfyr- irtækjum en það langaði engan að hlusta á slíkt. Tæknifyrirtæki og þá sérstaklega netfyrirtæki gengu á verði sem samsvaraði yfir 100 ára hagnaðarvon. Var fólk búið að gleyma því að til langs tíma litið verðum við öll dauð, svo vitnað sé til orða Keynes? Undanfarið ár hefur verð hlutabréfa í þessum fyrirtækj- um lækkað ört og margir halda að þar með hafi ákveðin leiðrétting átt sér stað, og jafnvel að botninum sé náð. Betur ef satt væri. Hagnaðar- von flestra þessara fyrirtækja hefur dottið enn meira niður á fyrstu mán- uðum þessa árs. Verð þeirra í hlut- falli við hagnaðarvon er jafnvel enn fráleitara en það var fyrir tveimur árum. Nef verðbréfasala Sveinn Ólafsson Verðbréfamarkaður Það er mannlegur hégómi eða mannleg skynsemi sem ræður því á endanum, segir Sveinn Ólafsson, hvenær fólk kaupir vöru eða þjónustu. Höfundur er upplýsingafræðingur. HINN 7. apríl næst- komandi verður kosið um sameiningu Engi- hlíðarhrepps og Blönduóssbæjar í Aust- ur- Húnavatnssýslu. Á Blönduósi búa rúmlega níu hundruð manns og í Engihlíðarhreppi búa sjötíu manns. Hreppsnefnd Engi- hlíðarhrepps átti frum- kvæðið að því að óska eftir sameiningarvið- ræðum við sveitar- stjórn Blönduóss í sept- ember síðastliðnum og í framhaldi voru skipaðir starfshópar sveitar- stjórnarmanna sem var falið að fjalla um alla málaflokka í rekstri sveitar- félaganna. Þegar starfshópar skiluðu af sér var skipuð samstarfsnefnd sem mótaði tillögur um sameiningu sveit- arfélaganna. Í desember síðastliðn- um var ákveðið á sameiginlegum fundi sveitarstjórnanna að fram skyldi fara kosning um sameiningu. Í byrjun mars kom út kynningar- bæklingur um áhrif sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga og var honum dreift á svæðinu. Í kjölfarið, eða 21. og 22. mars, voru haldnir kynningarfundir fyrir íbúa sveitar- félaganna. Þar kom fram að fjárhags- legur ávinningur verður við samein- ingu og má þar nefna rekstur grunnskóla og yfirstjórn. Íbúar hljóta að horfa í það hvernig skattfé þeirra nýtist og vilja að sem mestrar hagræðingar sé gætt. Þrátt fyrir það virðist sem íbúar sveitarfélaganna beri blendnar til- finningar til sameiningar og jafnvel að margir sýni þessu lítinn áhuga þar sem sameiningin er svo „lítil“. Ef af sameiningu verður nær íbúatalan 997 eins og staðan er í dag. Í mínum huga snýst þessi sameining þó ekki um stærð þessara sveitar- félaga sem vonandi verður til í framhaldi af þessari kosningu. Ég lít svo á að þessi samein- ing geti verið fyrsta skref í stærri samein- ingu á svæðinu. Ég vil trúa því að ef þessi sameining nær fram að ganga þá muni Hún- vetningar vakna og átta sig á því að við erum að dragast aftur úr. Árni Jónsson frá Sölvabakka lýsti því skemmtilega í kynningarbæklingnum sem gefinn var út í til- efni sameiningarkosn- inganna: „Héraðsnefndin hefur reynst seinvirk og þung í vöfum og hafa mál þokast þar í gegn með hraða snigilsins og varla það ef þau hafa þá ekki dáið drottni sínum eða orðið að byggðasamlagi við misjafna ánægju þeirra í sýslunni sem utan þeirra standa.“ Þetta eru orð að sönnu og mig langar að benda íbúum þessara sveit- arfélaga á að við búum við örar breyt- ingar í íslensku samfélagi og þurfum að hreyfast hraðar en snigillinn! Við höfum heldur ekki efni á neinni til- finningasemi þar sem við erum að dragast aftur úr eins og áður sagði í stað þess að stefna fram á við. Við skulum ekki bíða eftir lagasetningu að ofan, höfum dug í okkur til að gera þetta sjálf. Við þurfum að standa saman um að efla atvinnulífið á svæðinu en ekki að pukra hver í sínu horni. Standa sam- an í að sporna við fólksflótta af svæð- inu. Standa saman og ná fram hag- ræðingu í rekstri skólanna á svæðinu og svona mætti lengi telja. Í Austur-Húnavatnssýslu eru tíu sveitarfélög með rúmlega 2.200 íbú- um. Sameining sveitarfélaga hefur verið til umræðu um alllangan tíma á meðal almennings og hluta sveitar- stjórnarmanna en frumkvæði Eng- hlíðinga er fyrsta skrefið sem tekið er í formlegum viðræðum. Sveitar- félögin tíu starfa saman á héraðsvísu, bæði á vettvangi héraðsnefndar og ýmissa byggðasamlaga og samstarfs- verkefna. Það sem hefur komið mér á óvart eftir að ég tók sæti í bæjar- stjórn Blönduóss er hve þungt og seinlegt er að vinna á héraðsvísu. Ég tel að við sameiningu sveitarfélaga mun kerfið léttast, málin sem brenna á okkur fá skjótari afgreiðslu sem gerir það að verkum að íbúar verða ánægðari. Ég vil lýsa ánægju minni með frumkvæði Enghlíðinga að óska eftir sameiningarviðræðum og vona að fleiri sveitarfélög í Austur-Húna- vatnssýslu fylgi í kjölfarið. Ég hvet alla íbúa til að mæta á kjörstað hinn 7. apríl og styðja sameiningu og leggja með því sitt af mörkum til að styrkja framtíðarhagsmuni svæðis- ins. „Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér!“ Jóhanna G. Jónasdóttir Sameiningarkosning Ég hvet alla íbúa til að mæta á kjörstað hinn 7. apríl, segir Jóhanna G. Jónasdóttir, og styðja sameiningu og leggja með því sitt af mörkum til að styrkja framtíð- arhagsmuni svæðisins. Höfundur er fulltrúi Á-listans í bæjarstjórn Blönduóss. A llt sem er gert byggist á grunni þess sem áður var. Þannig mótast öll þróun, þótt sumar uppfinn- ingar virðist á stundum hafa stokkið alskapaðar úr höfðum vís- indamannanna. En allt á sér fortíð – hún er bara misjafnlega ljós þegar horft er á hluti í samtím- anum. Sömu lögmál gilda um byggingar. Hús er hluti af hverfi sem á sér fortíð í borg sem á sér sögu. Þannig hljóta allar nýjar byggingar að taka mið af um- hverfinu og því sögulega sam- hengi sem þær rísa í. Þetta viðmið virðist þó ekki allt- af haft í hávegum við undirbúning nýbygginga. Stundum eru hús reist í stíl sem er í hróplegu ósam- ræmi við húsin í kring. Og stund- um taka byggingar, reistar á auð- um svæðum, alls ekki mið af því náttúrulega umhverfi sem þar er að finna. Náttúr- an getur nefnilega gegnt hlut- verki „hverf- ismyndar“ þar sem verið er að taka nýtt land undir þéttbýli. Þar sem ekki er fyrir byggingastíll eða saga, ætti landið sjálft að vera mótandi um það útlit sem nýju hverfi er ljáð. Um þetta mætti nefna mörg dæmi. Í hjarta þýsku borgarinnar Erfurt er til dæmis að finna vatnasvæði; áin Gera liðast í gegnum borgina. Á sínum tíma voru hús reist á árbökkunum en einnig á brú sem nær árbakka á milli, Krämerbrücke. Er þetta að sögn heimamanna eina yf- irbyggða brúin norðan Alpafjalla sem búið er í, en svipaðar yf- irbyggingar er t.d. að finna í Flór- ens (Ponte Vecchio) þótt af ólíkum meiði séu. Í stað þess að fylla upp í árfarveginn eða veita vatninu annað var ánni í Erfurt leyft að halda sér og hverfið reist á for- sendum náttúrunnar. Um hús sem taka mið af sögu- legu samhengi mætti einnig nefna mörg dæmi. Tökum nýtt aðsetur Listasafns Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu. Rétt ár er nú liðið síðan sýningarsalir voru þar opnaðir, en húsið sjálft er á sjötugsaldri og gegndi áður hlutverki vöru- geymslu og skrifstofuhúss. Við endurbyggingu þess var áhersla lögð á að halda í sérkenni hússins, varðveita portið í miðju þess og halda yfirbragði hins íslenska iðn- aðararkitektúrs sem húsið ber vitni um. Forráðamenn hússins hafa sagt að virðingin fyrir fortíð- inni hafi einmitt verið einn helsti styrkur tillögu arkitektastofunnar Studio Granda, sem sigraði boðs- keppni um endurbætur Hafn- arhússins. Í gegnum húsið gengur jafnframt „bryggja“ sem tengir norður- og suðurálmu hússins, en hún liggur á nákvæmlega sama stað og trébryggjan sem eitt sinn gekk frá gamla hafnarbakkanum í sjó fram. Svona er hægt að taka mið af sögunni og reisa brýr og bryggjur milli fortíðar og framtíðar. Þó með nýstárlegum hætti, svo útkoman beri ekki keim steingervingar. Á öllum tímum hefur þó víða verið ráðist í framkvæmdir sem menn með meiningar kalla „skipulags- glæpi“. Á þetta bendir ítalski arkitektinn Pier Luigi Cervellati í riti sínu Fagra borgin, sniðugri bók frá nýliðnum áratug sem fjallar um hvernig endurheimta megi fegurð hnignaðra borga (en þær eru margar á Vesturlöndum, að hans mati). Ekki er rými fyrir dæmin hér, en Cervellati minnist m.a. á miðborg Flórens sem orðin sé að einum, stórum, þrúgandi sölubás. Miðborg Napólí sé einnig í hættu þar sem yfirvöld hafi feng- ið þá hugdettu að skipta út „sjúsk- uðum hverfum“ – sem sagt þeim sögulegustu – fyrir nýbyggingar. Selflytja svo þaðan alla íbúa til þess að rýma fyrir túristum og viðskiptum. Slysum af þessum toga hefur góðu heilli víða verið afstýrt, þótt mörg hafi náð að limlesta fallegar borgir. Úr miðborg Reykjavíkur mætti taka sem dæmi Bernhöft- storfuna sem grið var gefin á síð- ustu stundu og veitir borg- armyndinni nú ómetanlega tengingu við liðna tíð. Tjarnargöt- unni var einnig stefnt í voða um tíma, þegar efnt var til samkeppni um nýtt útlit hennar á því tímabili sem „gömul“ hús þóttu bók- staflega „ljót“. Frá þessari sam- keppni var sagt á fyrirlestri sem ég sótti einu sinni um borg- arskipulag og sýndar voru myndir af verðlaunatillögunni. Kliður fór um salinn og fólki rann kalt vatn milli skinns og hörunds, því gráir kumbaldar sem þá þóttu „mód- ern“ höfðu verið teiknaðir í stað allra reisulegu íbúðarhúsanna sem Tjarnargötuna prýddu. Sem betur fer náðu tillögurnar ekki fram að ganga og gömlu húsin festu sig í virðingarsessi. Í bók Cervellatis er bygging- arlandi líkt við garð og borgum líkt við söfn. Bent er á að borgir skuli ávallt skipulagðar sem ein heild, rétt eins og evrópskir garð- ar á 19. öld, þar sem heildar- uppdrættir voru forsenda alls. Samkvæmt þeirri hugmynd dugir ekki að skipuleggja kjarna, út- hverfi og iðnaðarhverfi sem svæði A, B og C heldur skal allt borg- arlandið vera svæði A. Þetta þýðir í yfirfærði merkingu að Naustin, Múlarnir og Sundahverfið eiga skilið jafnmikla athygli og um- hyggju og Kvosin og Vatnsmýrin, svo dæmi séu nefnd. Í hugmynd- inni um landið sem garð, felst einnig að ætíð skuli tekið tillit til náttúrulögmála og umhverfissjón- armiða við framkvæmdir. „Þegar jafnvægi er raskað á einum stað, þarf að endurheimta það á öðr- um,“ segir Cervellati og fjallar sérstaklega um græn svæði, út- blástur frá bílaumferð og vatnsbúskap landsvæða. Hugmyndin um borgina sem safn er hinn meginþátturinn í hugmyndum arkitektsins. Þar er þó ekki átt við að borgir breytist í kirkjugarða gamalla húsa eða for- malínkrúsir fyrir forna list, líkt og orðið hafa örlög heimaborgar hans, Feneyja. Átt er við að borg skuli vera lifandi safn í sjálfri sér, staður sem kennir og kemur á óvart, birtir söguna á hverju horni og hvetur til hugsunar og sköp- unar. Safn sem minnir á upprun- ann og samtímann í senn. Allt framansagt kristallast í lík- ingu úr téðri bók: Við vitum að maður sem missir minnið tapar glórunni. Hið sama hendir borg sem tapar minjum sínum. Hún tapar glórunni. Borg fyrir fólk II Maður sem missir minnið tapar glór- unni. Hið sama hendir borg sem tapar minjum sínum. Hún tapar glórunni. VIÐHORF Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.