Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 52

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 52
UMRÆÐAN 52 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Frábær fyrirtæki 1. Eitt þekktasta þvottahús borgarinnar sem býður upp á gífurlega aukningamöguleika. Góður og mikill vélakostur. Mikil umsvif sem auðvelt er að stórauka. Frábært fyrirtæki fyrir duglega einstaklinga sem vilja gera það gott. Mikið af föstum viðskiptavinum. 2. Frábær videóleiga sem hefur verið starfrækt í mörg ár og mjög þekkt. Örugg tekjulind. Tölva og nýtt kerfi fylgja með. 3. Falleg blómabúð, sem er mjög þekkt og hefur gott orð á sér. Skemmtileg vinna. Laus strax. Góð staðsetning. 4. Ný sólbaðstofa með 8 bekkjum þar af tveir túrbó. Góð velta, góðir bekkir, frábær staðsetning. Þægileg greiðslukjör. 5. Fríkuð hársnyrtistofa fyrir táninga og unglinga á besta stað í borginni. Kúl staður sem allir þekkja og sækja. 6. Heilsustúdíó með hitaklefa, Eurowave rafnuddtæki, standljósa- bekk og hljóðbylgjutæki til að brjóta niður appelsínuhúð. Nudd- tæki, leirvafningur o.m.fl. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. AÐ GEFNU tilefni sér undirritaður ástæðu til þess að blanda sér inn í hina opinberu umræðu sem átt hefur sér stað um framtíðarnýtingu Arn- arnesvogs. Hér er um afar mikilvægt mál að ræða fyrir framtíð Garðabæjar og miklu skiptir að rétt verði að málum staðið. Þar sem starfi minn veldur því að margir Garðbæing- ar koma að máli við mig á degi hverjum, og á þann hátt innviklaður í bæjarlífið, þykir mér sýnt að hin opinbera umræða, er átt hefur sér stað um málið, hafi á engan hátt gefið rétta mynd af almennri af- stöðu Garðbæinga. Af samtölum mínum við fjölda fólks veit ég að flestir Garðbæingar líta einkar jákvæðum augum á til- lögur um bryggjuhverfið og óska þess að menn ræði málið á málefna- legum nótum. Heildarhagsmunum Garðabæjar hefur ekki verið haldið á lofti í hinni opinberu umræðu. Náttúruvernd breidd yfir sérhagsmuni Fáir en nokkuð háværir menn hafa komið fram opinberlega og beitt sér gegn tillögum að nýju bryggjuhverfi í Arnar- nesvogi. Einn þeirra er Tómas H. Heiðar sem tókst nýlega að leggja heila opnu í sunnudags- útgáfu Morgunblaðs- ins, „blaði allra lands- manna“, undir sínar eigin skoðanir í nafni Garðbæinga og fá í við- tali að tjá sig heldur frjálslega svo ekki sé kveðið fastar að um „náttúruperluna“ Arn- arnesvog. Í viðtalinu er gefið í skyn að fjörur verði eyðilagðar með bryggjuhverfi í Arnar- nesvogi. Öllum ætti að vera það ljóst, sem skoðað hafa tillöguna, að ekki stendur til að spilla neinum náttúru- legum fjörum. Slíkt er einfaldlega rangt. Landfyllingin mun ganga út frá þeirri landfyllingu er fyrir er í voginum og því ekki koma nærri neinum fjörum er ekki hefur verið raskað. Höldum okkur við stað- reyndir málsins. Mikið hefur verði sungið um fugla- líf í voginum. Staðreyndin er sú að það tekur fáum öðrum stöðum fram. Fuglinn í voginum hefur hins vegar árum saman haft næringu sína úr skólpi er veitt hefur verið í voginn, að öðru leyti er fátt sérstakt við hann, og ástæða er til að ætla að hann hafi sig á brott fyrst lokað hef- ur verið fyrir skólplögnina. Önnur ummæli andstæðinga bryggjuhverf- is hafa verið á svipuðum nótum. Þau eru fjarri því að vera málaefnaleg. Eftir stendur að Arnarnesvogur- inn er engin sérstök náttúruperla, nema eitthvað verði aðhafst í þá átt að fegra hann. Það sást vel í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Vogurinn get- ur orðið fallegur með skemmtilegu samspili sjávar, byggðar og útivist- arsvæðis. Þar liggja hagsmunir Garðbæinga. Það er háalvarlegt mál að reyna að fela sérhagsmuni þröngs hóps bak við náttúruverndarhugtak- ið. Slíkt leiðir aðeins til gengisfell- ingar hvorra tveggja, manna og nátt- úru. Ábyrg umfjöllun og niðurstaða Það er engin ástæða til annars en að ætla að fjölmiðlar, Garðbæingar og bæjaryfirvöld taki á málinu af þroska og skynsemi. Miklir hags- munir eru í húfi fyrir Garðabæ sem hér mun verða mótaður til framtíðar. Tillögurnar um bryggjuhverfi í Arn- arnesvogi eru hófsamar og skynsam- legar og bænum mjög mikilvegar. Ekki get ég með neinu móti merkt annað en að mikill meirihluti íbú- anna sé sama sinnis. Enginn ætti að láta það framhjá sér fara að skoða sýninguna, sem hefur verið komið fyrir á Garðatorgi, og gefur ágæta mynd af bryggju- hverfinu og nánasta umhverfi. Hér er komið tækifæri til að fegra voginn og veita fjölmörgum tækifæri til að búa í skemmtilegu hverfi við hafið. Hugsanlegt er að þar verði „líf og fjör“ eins og Tómas H. Heiðar dreymdi um í viðtalinu í Morgun- blaðinu. Margoft hefur komið fram að það vanti fjölbreytilegri úrræði í íbúða- málum ungs fólks og eldri borgara í Garðabæ. Bryggjuhverfið býður upp á afar góða lausn á þessu mikilvæga máli. Siglingaklúbbur Garðabæjar, sem lengi hefur legið í dvala, fengi góða aðstöðu og myndi lifna aftur við. Efnahagslega skiptir bryggju- hverfið bæjarfélagið miklu. Nýir íbú- ar myndu styrkja samfélagið og reynast mjög mikilvægir verslun og þjónustu í bænum. Verslunarkjarn- inn Garðatorg hefur átt erfitt upp- dráttar og ný Smáralind mun ekki auðvelda starfsemi þar. Þétting byggðar og bryggjuhverfi í Garðabæ myndu ekki aðeins vega upp á móti þeirri ógn, heldur er hún algjörlega í takt við þá ágætu umræðu um skipu- lagsmál, sem nú fer hvarvetna fram á öllu höfuðborgarsvæðinu. Garðabær er hluti af höfuðborg- arsvæðinu öllu og verður að fylgja þróun þess. Augljóst er að metnaður stendur til þess að Garðabær fari fyrir öðrum, þegar þróa skal gott samfélag, og toga þá jafnan í sömu átt bæði bæjaryfirvöld og íbúarnir. Við hvorki erum né viljum vera sveit í borg. Eðlilegt og sjálfsagt er að gefa sem flestum tækifæri til þess að búa við voginn, þar sem Jökulinn ber við loft, og það væri mikið heillaspor inn í 21. öldina fyrir þá fjölmörgu, sem hvergi vilja eiga annars staðar heima en í Garðabæ. Ég tel kosti bryggjuhverfis augljósa og eru hér þó aðeins nokkrir taldir. Auðvitað ber að umgangast landið af fullri virðingu og fara að tillögum sér- fróðra manna, þegar ákvarðanir eins og þessar eru teknar, enda er bæj- arstjórnin ekki líkleg til að níðast á neinu því, sem henni hefur verið til trúað. Þess vegna er full ástæða til þess að beina því til ábyrgra fjöl- miðla, bæjarstjórnar og Garðbæinga allra, að þeir fjalli um málið af ábyrgð og skynsemi en láti ekki til- finningar eða háværa minnihluta- hópa ráða ferðinni. Til þess er málið of mikilvægt. Þar sem Jökulinn ber við loft Árni M. Emilsson Bryggjuhverfi Það er háalvarlegt mál að reyna að fela sér- hagsmuni þröngs hóps, segir Árni M. Emilsson, bak við náttúruverndar- hugtakið. Höfundur er útibússtjóri Búnaðarbankans í Garðabæ. NÚ styttist óðum í samræmdu prófin. Ýmsar tilfinningar eru farnar að gera vart við sig hjá tíundubekking- um: Eftirvænting, kvíði, spenna, kapp, vonleysi, streita, þreyta, bjartsýni, reiði… Viðbúið er að fjölskyldur með sam- ræmduprófakandídata innanborðs upplifi allan tilfinningaskalann á næstu vikum. Þær til- finningar sem allir upp- lifa sem þreyta sam- ræmd próf eru þó eflaust þessar: Til- hlökkun og feginleiki! Ekki er það þó í öllum tilfellum tilhlökkun eftir próf- unum sjálfum, heldur tilhlökkun eftir að þessi próf, sem hafa vofað yfir þeim í tíu ár, verði afstaðin og svo feginleiki að þeim loknum, yfir því sama. Fimmtudaginn 26. apríl nk. lýkur svo samræmdum prófum þetta árið. Um hádegi er spennan í hámarki, prófin að baki og ekkert aftur tekið; allir upplifa feginleikann en hann er gjarna blandinn miklu tilfinningaróti. Þetta er flestum tíundubekkingum erfiður dagur, þótt gleðin virðist alls- ráðandi á yfirborðinu. Vertu til staðar fyrir barnið þitt! Eflaust átt þú að vera í vinnu um hádegisbilið fimmtudaginn 26. apríl nk. og líklega er langt síðan þú tókst þér leyfi til að vera heima hjá þessu barni. En gerðu það núna ef þú mögulega getur. Þú getur verið viss um að þennan dag þarf barnið þitt á þér að halda og það strax að prófinu loknu. Tíminn frá próflokum þar til vinnudegi lýkur hefur reynst mörg- um unglingnum skeinuhættur á loka- degi samræmdra prófa. Víða í skólum tíðkast að halda upp á próflokin með krökkunum með því að fara með þau í ferðalag. Þannig gefst krökkunum færi á að halda upp á þessi tímamót með heilbrigðri samveru, upplifa eitt- hvað skemmtilegt saman meðan mesta spennan líður úr huga og kroppi. Samtökin Heimili og skóli hvetja mjög til þessara ferða og vona að þeir skólar sem ekki eru farnir að huga að þessu bretti nú upp ermarnar og vindi bráðan bug að því! Þar sem best er að þessum ferðum staðið eru þær árvisst sam- vinnuverkefni skólayf- irvalda, foreldra og nemenda, undirbúnar með góðum fyrirvara og af kostgæfni og fyr- irkomulag, verkaskipt- ing og valdsvið eru á hreinu. Erfiður vikudagur Sem fyrr segir lýkur prófunum á fimmtu- degi. Það þýðir að þótt farið sé í eins til tveggja daga ferðalag til að njóta lífsins og draga úr spennu blasir samt helgin við þegar heim er komið. Mörg ferðalaganna eru því lengri þetta árið og ná allt fram á sunnudag. Landssamtökin Heimili og skóli skora á skólafólk og foreldra að huga vel að tilfinningalegri velferð tíundu- bekkinga á næstu vikum og að lokn- um samræmdum prófum. Nú ríður á að sýna þeim alla þá ást, stuðning, að- hald og hvatningu sem við megnum, hjálpa þeim að skipuleggja tíma sinn, gæta að mataræði og svefnvenjum og gefa sér tíma til að ræða við þau um lífið og tilveruna, nútíð og framtíð. Samræmdu prófin nálgast! Anna Margrét Stefánsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra. Próf Heimili og skóli skora á skólafólk og foreldra, segir Anna Margrét Stefnisdóttir, að huga vel að tilfinningalegri velferð tíundubekkinga á næstu vikum og að loknum samræmdum prófum. NÚ ER unnið að úrbótum í öryggismál- um ferðamanna. Ein ástæða þess er fjölgun ferðamanna. Önnur ástæða eru slys sem ferðamenn hafa orðið fyrir og sú þriðja felst í auknum öryggiskröf- um ferðaþjónustu- fólks, einkum í þeim geira sem fæst við af- þreyingu, s.s. báta- ferðir, vélsleðaferðir og erfiðar göngur. Enn er ekki ljóst hvernig þessum mál- um verður skipað eða hvernig fer með ör- yggisstaðla, öryggissúttektir, reglugerðir og eftirlit með öryggis- málum. Ekki má heldur gleyma því að öryggismál eru nátengd um- hverfismálum, þ.e. hvernig starf- semin er skipulögð á vettvangi og hvaða viðmið eru notuð við skipan öryggismála. Ýmis fyrirtæki starfa nú þegar eftir öryggisreglum sem þau hafa sett sér sjálf. Er ýmist um eigin reglusmíði að ræða eða þá að farið er eftir erlendum fyr- irmyndum. Nú þegar eru komin hér fram ný öryggistæki, t.d. í fjarskiptum. Allt eru þetta framfarir. Menn bíða þó spenntir eftir því hvað nýskipuð stjórnarnefnd leggur til um öryggismál í ferðaþjónustu. Hjá Línuhönnun var unnið yfirlit yfir hvaða þætti í um- hverfi og rekstri ör- yggismálin snerta og sitthvað lagt fram um stöðuna (2000). Í framhaldi af því kom m.a. fram að það þarf að setja og samræma staðla eða reglur en líka sérsníða slíkt efni; og enn fremur að allt þarf það að gerast í sam- vinnu við sérfræðinga og fyrirtæk- in í greininni. Fyrir fáeinum dögum vakti frétt athygli á visir.is og í Morgun- blaðinu þess efnis að fyrirtæki í af- þreyingarþjónustu hafi tekið upp ákveðið vinnulag við reksturinn. Var það gert fyrir atbeina Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Við- skiptavinir fá blað í hendur, t.d. frá vélsleðaleigu á jökli. Á því eru nokkrar staðhæfingar eins og sú að viðkomandi telji sig fullfæran um að fara í tiltekna ferð, að hann eða hún hafi kynnt sér öryggisreglur og leiðbeiningar fyrirtæksins, sé meðvitaður um að ferðin geti haft hættur í för með sér, hafi ekki neytt vímuefna/áfengis, samþykki að ábyrgð fyrirtækisins nái ein- göngu til óhappa sem verða vegna galla eða rangra vinnubragða starfsmanna o.s.frv. Undir þetta skrifa farþegar áður en ferð hefst. Svona starfshættir eru vissulega til bóta og þeir skerpa öryggisvit- und allra. Um leið setja þeir fyr- irtækjunum ákveðnar skyldur; ein- faldlega þær að öryggisreglur þeirra, viðmið og starfshættir séu fullnægjandi. Meðan ekki er til sam- og sérhæft öryggismála- „kerfi“ og eftirlit, staðlar o.s.frv. getur farþeginn ekki verið viss um að svo sé og að hann sé að und- irrita nothæft plagg. Leikmenn vita ekki hvort öryggisviðmið og starfshættir fyrirtæksins X í ein- hverri grein afþreyinga séu full- nægjandi nema staðfesting á því komi til. Ég hef sjálfur skrifað undir viðlíka skjöl erlendis. Þá hafa þau t.d. verið með þeim hætti að fyrirtækið lýsir því yfir að við- miðum/reglum UIAA (Alþjóða Alp- ínismasambandsins) og t.d. WWF (um sjálfbæra ferðamennsku) sé fylgt og merki stofnananna er á plöggunum. Ekki er þetta gagnrýni heldur sett fram til að minna á að við verðum að vinna málin í réttu sam- hengi og í réttri röð. Staðfesting- arplagg fyrirtækjanna ýtir á að ör- yggis- og umhverfismálum fyrirtækja í ferðaþjónustu sé kom- ið á eðlilegan grunn sem allra fyrst. Ég er meðvitaður um… Ari Trausti Guðmundsson Ferðaþjónusta Öryggismál, segir Ari Trausti Guðmunds- son, eru nátengd umhverfismálum. Höfundur er ráðgjafi hjá Línuhönnun hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.