Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ ValgerðurHelgadóttir fæddist í Reykjavík 12. desember 1902. Hún lést á Landa- kotsspítala 21. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Helgi Magnússon járnsmið- ur og kaupmaður, f. 8. maí 1872, d. 13. mars 1956, og kona hans, Oddrún Sig- urðardóttir húsmóð- ir, f. 19. sept. 1878, d. 6. maí 1969. Þau eignuðust tólf börn og af ellefu systkinum Valgerðar eru nú tvær systur á lífi, Katrín, fyrrv. skólastjóri, f. 1906, og Jó- hanna Katrín, fyrrv. tækniteikn- ari, f. 1920. Valgerður lauk hjúkrunarnámi við Bispebjerg Hospital í Kaup- mannahöfn árið 1931 og stundaði síðan framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og síðar í Austurríki, Svíþjóð, Englandi og víðar. Hún starfaði á Vífilsstaðaspítala 1932, Landspítala 1932–34, var yfir- hjúkrunarkona Elli- og hjúkrunarheimil- isins Grundar 1934– 37 og Skörping Sanatorium í Dan- mörku 1939–1940 og yfirhjúkrunarkona Reykjalundar frá stofnun hans 1945 til 1961. Valgerður gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stétt sína. Hún var heiðursfélagi SÍBS, ævifélagi í Rauða krossi Íslands, henni var veittur heiðurspeningur forseta Íslands 1956 og sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1987. Útför Valgerðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fyrir margt löngu sat ég þögull í einu af mörgum fjölskylduboðum á heimili afa míns og ömmu, Oddrúnar Sigurðardóttur húsmóður og Helga Magnússonar járnsmiðs og kaup- manns, og hlýddi á föðursystur mína Valgerði Helgadóttur segja mér frá æskuheimili sínu. Í stórum bókaskáp sem stóð í öndvegi stofunnar rak ég fljótt augun í bók sem heitir Hundrað ár í Þjóðminjasafni sem Kristján Eld- járn tók saman. Ég minnist þess hve mér fannst hundrað ár vera langur tími, eiginlega óskiljanleg tímaeining. Nú eru tæplega hundrað ár síðan Val- gerður frænka mína fæddist og í raun er slíkur æviferill óskiljanlegur þeim sem telur sig enn bera æskublóma í hjarta. Á þeim tæpu hundrað árum sem Valgerður frænka lifði gekk veröldin í gegnum miklar hörmungar, eins og tvær heimsstyrjaldir, kalt stríð, stéttabaráttu og þurfti að auki að þola valdahroka geðsjúkra einræðisherra um heim allan. Draumaborgir risu og hnigu, fyrirheitnu löndin komu í leit- irnar og sukku jafn hratt í sæ, hundr- uð milljónir manna lágu í valnum og á siðferðisþrek einstaklinga var látið reyna um gjörvalla jarðarkringluna. Hörmungum tuttugustu aldarinnar virtust engin takmörk sett. Í sama viðfangi leituðu milljónir manna, sem betur fer, leiða til þess að búa íbúum jarðarinnar betri sama- stað. Framlag manna var misjafnt, sumir unnu alla sína tíð í nafni friðar og mannúðar og aðrir gengu til vinnu sinnar með það eitt í huga að reynast nýtir þjóðfélagsþegnar og lögðu þannig sitt lóð á vogarskálarnar. Val- gerður frænka mín var þarna mitt á milli. Hún tók frá fyrstu tíð virkan þátt í lífinu með það í huga að gera gagn og vinna öðrum heilt. Ung að ár- um ákvað hún að leggja fyrir sig hjúkrunarstörf en þá voru ekki marg- ar konur sem höfðu þann starfa hér á landi. Segja má að hjúkrunarstéttin hafi verið ný af nálinni á Íslandi í upp- hafi tuttugustu aldar og uppbygging hennar varð hröð og mjög merkileg fyrir margra hluta sakir eins og lesa má í prófritgerðum Erlu Dórisar Halldórsdóttur sagnfræðings frá Há- skóla Íslands. Vinkona Valgerðar, hún Sigríður Eiríksdóttir sem var fyrsti formaður Félags íslenskra hjúkrunakvenna árið 1919, var þar mikill örlagavaldur og ég þykist vita að þær konur sem stóðu henni næst höfðu góð áhrif á hvernig hjúkrunar- kvennastéttin mótaðist á næstu ára- tugum. Valgerður frænka hóf námið 25 ára að aldri og vann meðan á náms- tímanum stóð á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði í tæpt ár. Áður hafði hún numið verslunarfræði í London og París og bjó því yfir góðri tungumálakunnáttu þegar að hjúkrunarnáminu kom. Eft- ir tveggja ára hjúkrunarnám hér heima hélt Valgerður út í heim og stundaði margvíslegt nám víða um Evrópu á þriðja og fjórða áratugnum. Hún lauk framhaldsnámi við Bispe- bjerg-sjúkrahúsið fræga í Kaup- mannahöfn árið 1931 og átti þá eftir það að dvelja í Austurríki og Dan- mörku við nám og störf. En Valgerður fór ekki varhluta af einum skæðasta sjúkdómi aldarinnar þar sem hún smitaðist af berklum á fjórða áratugnum og dvaldi meðal annars á berklahæli í Danmörku rétt fyrir stríð. Hún kom heim í hinni frægu ferð með Esjunni frá Petsamo eftir að stríðið var skollið á í október- mánuði 1940. Það má nærri geta að heimkoma hennar var öllum mikið fagnaðarefni. Eftir að Valgerður náði sér af berklunum tók við farsæll ferill á sjúkrahúsum í Reykjavík og ná- grenni. Áður hafði hún unnið bæði sem hjúkrunarkona á röntgendeild Landsspítala Íslands og á Vífilsstaða- spítala, en að auki varð hún yfirhjúkr- unarkona á Elliheimilinu Grund. Hin eiginlega prófraun Valgerðar var starf hennar við uppbyggingu Reykjalundar við hlið Odds Ólafsson- ar yfirlæknis en þar var hún yfir- hjúkrunarkona frá stofnun árið 1945 og átti sinn þátt í að móta endurhæf- ingarstarfið, sem vakti athygli víða um lönd, allt til ársins 1961. Á þennan hátt var Valgerður þátttakandi í miklu ævintýri sem einkenndi öldina sem við höfum nýverið kvatt. Tækni- bylting þess tíma miðaðist mikið við að létta fólki lífið og þar var baráttan við sjúkdóma forgangsmál. Með nokkrum sanni má segja að þar hafi mannskepnunni tekist hvað best upp og í þeim þjóðarher var Valgerður frænka í það minnsta fullgildur fót- gönguliði. En í lífi Valgerðar endurspeglast ekki aðeins veraldarsaga tuttugustu aldar heldur fyrst og fremst saga fjöl- skyldu sem óx og dafnaði í hjarta Reykjavíkur nær alla öldina. Heimilið sem Valgerður fæddist í stendur enn uppi og í lok síðasta árs var haldin þar hundraðasta jólahátíðin. Það hlýtur að láta nærri að vera einsdæmi hér á landi. Heimili afa og ömmu stóð lengst af í Bankastræti, frá upphafsárum ald- arinnar í Bankastræti 6 og fram til ársins 1932 en þá flutti fjölskyldan í nýtt hús handan götunnar, í Banka- stræti 7. Þar var fjölskyldan búsett fram yfir 1960 er amma ásamt nokkr- um börnum sínum flutti að Miklu- braut 50, en eins og áður sagði þá stendur heimilið enn uppi á þeim stað. Valgerður var elst tólf systkina og að fjölskyldunni stóð gríðarlegur frænd- garður sem tengdist heimilinu í Bankastræti 6 og 7 sterkum tryggða- böndum. Umfang heimilisins var oft á tíðum ótrúlegt: á milli fimmtán og tuttugu manns í heimili og stöðugur gestagangur. Börnin settu mikinn svip á heimilið ásamt vinnukonum sem jafnan voru nokkrar og heimilis- kennarar aðstoðuðu við uppeldi dætra og sona þeirra Oddrúnar og Helga. Börnin nutu almennt góðrar menntunar. Valgerður fór til dæmis í Kvennaskólann og á árunum milli 1920 og 1940 héldu öll börn þeirra Oddrúnar og Helga, sem á lífi voru, út í heim til frekara náms. Öll komu þau aftur og báru með sér nýjan anda sem setti svip sinn á líf fjölskyldunnar. Heimili ömmu og afa hélt áfram að verða miðdepill alls fjölskyldulífsins langt fram eftir tuttugustu öldinni og var það sannarlega enn eftir að ég fór að muna eftir mér á árunum upp úr 1960. Á hverju ári voru haldnar ótal af- mælisveislur, allir hátíðisdagar fóru fram í faðmi fjölskyldunnar og aðrir tyllidagar voru nýttir til að ná fólkinu saman. Eftir að Valgerður frænka hafði látið af störfum vegna heilsu- leysis og flutt aftur heim til móður sinnar varð hún einn af föstu punkt- unum í tilveru okkar sem vorum að vaxa úr grasi á fyrri hluta aldarhelm- ingsins síðari. Það fór ekki framhjá þeim sem tengdust fjölskyldunni að systkinum sínum var Valgerður eins og besti vinur og félagi enda voru árin orðin mörg, sem batt þau sterkum böndum. Hún setti sig aldrei úr færi að gera systkinabörnum sínum eitt- hvað gott í þau fjölmörgu skipti sem leiðir okkar lágu saman í Bankastræti eða á Miklubraut. Í samtali okkar sem í upphafi var vikið að tók ég eftir því hve innileg lýsing Valgerðar var af æskuheimili hennar. Hún ræddi um foreldra sína af svo mikilli virðingu og elsku að ég, unglingurinn sem þóttist heldur bet- ur vera karl í krapinu, komst við. Með látlausri frásögn leiddi hún mér fyrir sjónir hvernig hægt væri að njóta samvista við sama fólkið í rúman mannsaldur, eins og afi og amma gerðu, og hafa þannig jákvæð áhrif á alla aðra samferðamenn sína. Í lýs- ingu Valgerðar fólst svo mikill skiln- ingur á mannlegu atferli að ég fékk ósjálfrátt áhuga á að þekkja betur langa sögu fólksins sem ég hafði haft í kringum mig alla ævina. Ég sótti í frásagnir Valgerðar, föður míns Magnúsar, og allra systkinanna og ég er ekki frá því að þessi áhugi hafi haft áhrif á starfsval mitt síðar á lífsleið- inni, er ég ákvað að nema sagnfræði. Ég skynjaði í samtölum við þessa ætt- ingja mína hversu mikilvægt það er að byggja á sterkum grunni, og sá grunnur var fjölskyldan í lífi allra frænda minna og frænkna. Í heila öld hefur hún verið sú varða sem við frændsystkinin höfum síðar haft að leiðarljósi. En nú er mikilvægur steinn burtu tekinn úr þessu kenni- leiti lífs okkar og Valgerðar verður sárt saknað af öllum sem til hennar þekkja. Ég vil nota tækifærið og votta eft- irlifandi systrum Valgerðar Helga- dóttur, þeim Katrínu og Jóhönnu, innilega samúð mína sem og öðrum aðstandendum, og kveð góða frænku með miklum söknuði. Sigurður Gylfi Magnússon. Elsku góða Valgerður frænka. Það hljómar svo ótrúlega að þú sért farin upp til himna. Ég get þó huggað mig við það að ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Allar heimsóknirnar til ykk- ar systranna og þú tókst alltaf á móti mér með bros á vör og sagðir mér óteljandi margar sögur af þér þegar þú varst yngri og varst að ferðast um heiminn. Að ógleymdum öllum jólun- um sem ég og fjölskylda mín eyddum á Miklubraut 50 með ykkur systrun- um. Þessum minningum mun ég aldr- ei gleyma og ég er viss um að við eig- um eftir að hittast aftur. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þinn frændi, Jóhann Már Helgason. Ein af frumherjum íslenskrar hjúkrunarstéttar, Valgerður Helga- dóttir fyrrverandi yfirhjúkrunarkona Reykjalundar er látin. Valgerður lauk hjúkrunarnámi árið 1931 og átti síðar eftir að leggja fyrir sig hjúkrun berklasjúklinga en þegar hún lauk námi tröllreið berklaveikin íslensku þjóðinni. Ekki fór hún varhluta af þessum sjúkdómi sjálf því hún smit- aðist af berklum og átti lengi í þeirri baráttu en fékk að lokum bata. Á þessum tíma gat hjúkrunarstarfið verið lífshættulegt þeim sem við það störfuðu því að hjúkrunarkonurnar gátu sjálfar smitast af ýmsum smit- sjúkdómum af þeim sjúklingum sem þær höfðu hjúkrað. Mér hlotnaðist sá heiður að eiga viðtal við Valgerði Helgadóttur árið 1995. Það atvikaðist þannig að þegar ég var á síðasta ári í sagnfræðinámi mínu við Háskóla Íslands hafði ég ákveðið að taka fyrir í rannsókn minni upphaf hjúkrunarstéttar á Íslandi. Kennari minn og leiðbeinandi rann- sóknarinnar, dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur, tjáði mér að frænka hans, Valgerður, væri með- al fyrstu hjúkrunarkvenna sem starf- að hefðu á Íslandi og hún hefði eflaust frá ýmsu að segja. Ég heimsótti Val- gerði að heimili hennar að Miklubraut 50 og veitti hún mér mjög gagnlegar upplýsingar um hjúkrunarnámið, hjúkrunarstarfið og þær hugmyndir sem hjúkrunarkonur höfðu um hjúkr- unarstarfið á þessum tíma. Þessar upplýsingar urðu mér ómetanleg heimild í BA-ritgerð minni og einnig birtist viðtalið sem ég átti við hana í Tímariti hjúkrunarfræðinga í des- ember árið 1996. Námsferill Valgerðar var einkar glæsilegur en snemma lá það fyrir að hugur hennar hneigðist að hjúkrun. Þegar Valgerður hóf hjúkrunarnámið árið 1927 sá fagfélag þeirra örfáu hjúkrunarkvenna sem störfuðu á Ís- landi, Félag íslenskra hjúkrunar- kvenna, um skipulag námsins. Þar í fararbroddi fór frú Sigríður Eiríks- dóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Íslenskir hjúkrun- arnemar hófu námsferil sinn hér á landi en urðu síðan að halda í lokanám í hjúkrun á sjúkrahús í Danmörku eða í Noregi. Árið 1929 hélt Valgerður til Kaup- mannahafnar í lokanám í hjúkrun eft- ir að hafa starfað í námi við hinar ýmsu sjúkrastofnanir hér á landi. Hún lauk hjúkrunarnámi frá Bispe- bjerg Hospitalet í Kaupmannahöfn árið 1931 með glæsilegum árangri. Eftir að Valgerður hélt til Íslands vel menntuð hjúkrunarkona þurfti hún ekki að kvíða atvinnuleysi því mikill skortur var á hjúkrunarkonum til starfa. Hún hóf að starfa við hjúkrun berklasjúklinga við Vífilsstaðahælið. Hinn 1. febrúar árið 1945 hófst starfsemi Vinnuheimilisins SÍBS að Reykjalundi og var Valgerður ráðin sem yfirhjúkrunarkona vinnuheimil- isins. Valgerður tók þátt í undirbún- ingi að stofnun heimilisins og starfaði þar til ársins 1961. Starfsemi heimilis- ins miðaði að því að bæta líkamlegan og andlegan hag berklasjúklinga sem sumir hverjir höfðu dvalið á berkla- hælum í allt að tíu ár. Valgerður var eina hjúkrunarkonan sem starfaði við heimilið í byrjun en þar dvöldu að jafnaði 17 sjúklingar. Það má segja að Vinnuheimilið að Reykjalundi hafi verið óskabarn ís- lensku þjóðarinnar og voru menn stoltir yfir starfsemi þess. Árið 1956 komu dönsku konungshjónin Friðrik IX og Ingrid drottning í heimsókn til Íslands. Heimsóttu þau Vinnuheim- ilið að Reykjalundi og tók Valgerður á móti konungshjónunum. Í tilefni af komu þeirra var Valgerði veittur heiðurspeningur forseta Íslands fyrir vel unnin störf í þágu berklasjúklinga. Ásamt því að sinna krefjandi hjúkrunarstarfi á Reykjalundi sinnti Valgerður ýmsum félagsstörfum inn- an Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna. Hún var ritstjóri Tímarits Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og sat nefndarfundi Samvinnu hjúkrun- arkvenna á Norðurlöndum (SSN- samtaka). Lífsgöngu merkrar konu er lokið. Ég votta systrum Valgerðar, Katrínu og Jóhönnu, og Sigurði Gylfa Magn- ússyni og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Erla Dóris Halldórsdóttir. Ei þó upp hún fæddist í öðlingahöllum, látasnilld lipur var henni sem lofðungafrúvum. Kurteisin kom að innan, – sú kurteisin sanna! – siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. (Bj. Th.) Fröken Valgerður stóð úti og beið okkar þegar við ókum í hlað á Reykja- lundi. Það var vor og mikil birta. Þetta var um miðjan maí 1945. Nokkur smáhýsi stóðu á örfoka mel í námunda við yfirgefna herskála. Það geislaði af litlu hvítu húsunum í sólskininu. Útsýnið af melnum var vítt og fagurt. Fröken Valgerður bauð okkur inn í vinnustofu sína í læknabragganum. Þar vorum við hjónin innrituð sem vistmenn númer 29 og 30. Að því loknu lögðum við þrjú land undir fót og skoðuðum staðinn. Fröken Val- gerður sagði okkur í stuttu máli hvernig hið stóra sameiginlega heim- ili starfaði og hún vænti þess að vist- menn væru virkir þátttakendur. Gönguferðinni lauk við hús númer fimm í neðri röð, sem varð heimili okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá fröken Valgerði. Hún var glæsileg kona og virðuleg, með fallegt bros og einstaklega fágaða framkomu. Frök- en Valgerði var gefinn ómetanlegur hæfileiki til að umgangast fólk eins og hæfði hverju sinni. Hvort sem um var að ræða presta eða preláta, kónga eða keisara, auk allra annarra, fataðist henni aldrei. Hvorki sást á henni hik né fum. Af látleysi og háttvísi mætti hún gestum sínum og viðmælendum. Það fór ekki hátt, en við fundum það fljótt, að fegurð í orði og verki var fröken Valgerði hugstæð og eiginleg. Allt varð fágað og fagurt sem hún kom nálægt. Mér er til dæmis minn- isstætt þegar við komum til borðhalds í borðstofubragganum, hversu fallega var lagt á borð, með blómaskreyting- um og kertaljósum þegar það átti við. Við settumst ekki strax, heldur stóð hver maður á bak við stól sinn þar til húsmóðirin, fröken Valgerður, bauð okkur að gjöra svo vel. Það var stíll yfir borðhaldinu. Á örfoka meln- um var ekki stingandi strá, en fröken Valgerður lét setja upp fánastöng á miðju hlaði og bjó til steinhæð í kring- um hana. Hún safnaði blómum í stein- hæðina. Það gerðum við líka og það var ánægjulegt að færa fröken Val- gerði blóm sem hún kom fyrir í kring- um fánastöngina. Þær fröken Val- gerður og fröken Snjáfríður, matreiðslumeistari staðarins, rækt- VALGERÐUR HELGADÓTTIR Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.