Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 56

Morgunblaðið - 03.04.2001, Side 56
MINNINGAR 56 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingi Karl Jó-hannesson, lög- giltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og fyrrum fram- kvæmdastjóri, var fæddur 11. septem- ber 1928 í Hvammi í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík aðfara- nótt 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson, fræðimað- ur, kennari og versl- unarmaður m.m. á Drangsnesi og síðar í Reykjavík og Kópavogi, f. 25. des. 1906 á Svanshóli, Kaldr- ananeshreppi, d. 20. nóv. 1984 í Reykjavík, og sambýliskona hans, Elínbjörg Sigurðardóttir, þá hús- freyja á Drangsnesi, síðast versl- unarmaður í Reykjavík, f. 17. sept. 1908 á Brúará, Kaldrananes- hreppi, Strandasýslu, d. 28. jan. 1986 í Reykjavík. Elínbjörg bjó um skeið á Fjalli á Skeiðum og síðar Bjargi, Hrunamannahreppi, Ár- nessýslu, o.v. ásamt Inga Karli syni sínum og seinni manni, Brynjólfi Ketilssyni, bónda og síðar véla- manni í Reykjavík, f. 26. sept. 1901 á Álfstöðum á Skeiðum, d. 31. mars 1997 í Reykjavík. Dóttir Elínbjarg- ar og hálfsystir Inga Karls er (Ragnheiður) Ester Guðmunds- dóttir, húsfreyja á Laugarvatni, f. 9. jan. 1927 á Hólmavík, en hennar maður er Þorkell Bjarnason, bú- fræðingur, bústjóri, bóndi og hrossaræktarráðunautur á Laug- arvatni, f. 22. maí 1929 í Straumi, Garðahr., Gullbringusýslu. Ingi Karl kvæntist 16. janúar 1952 Corneliu Mariu Scheffelaar-Jó- hannesson, húsfreyju og lyfjatækni í Haag og Reykjavík, f. 4. febr. 1928 í Wateringen í Hollandi, d. 3. jan. 1980 í Reykjavík, og eignuðust þau fjögur börn. Seinni kona Inga Karls, Margrét J. Jóhannsdóttir, húsfreyja og verslunarmaður, f. 10. ágúst 1928 á Siglufirði, uppalin á Ólafsfirði, lifir mann sinn. Börn Inga Karls og Corneliu eru þessi: 1) Leo(nardus Johannes Will- em), forstöðumaður Bæjar- og hér- aðsskjalasafns Kópavogs, f. 1. júlí menntum í Leyden, Hollandi. Í Hol- landi bjuggu þau Ingi Karl og Cornelia Maria fyrstu hjúskapar- árin, þar fæddust þeim fyrstu tvö börnin og þar hófst raunverulegur starfsferill hans. Hjá stórfjölskyld- unni í Haag, hjá stríðsekkjunni Jo- hanna Maria Troost-Scheffelaar, móður Corneliu og börnum hennar hennar sjö, stóð fyrsta heimilið og á þessum tíma varð hollenska Inga Karli sem annað móðurmál. Síðari árin í Haag starfaði hann fyrir hol- lenska flugfélagið KLM, en árið 1957 fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur, þar sem tvö yngri börnin fæddust. Á Íslandi starfaði hann framan af hjá ferðaskrifstofunni Orlof en síðar hjá pólska sendi- ráðinu um skeið og á sama tíma var hann enskukennari við Mála- skólann Mími. Síðar réðst hann til Lýsis hf. og starfaði hjá því fyr- irtæki í fimmtán ár, gerðist svo framkvæmdastjóri Hjálparstofn- unar kirkjunnar um eins árs skeið. Síðan stofnaði hann eigið fyrir- tæki, Evrópuviðskipti hf., og keypti auk þess annað, Netasöluna hf. Rak hann bæði fyrirtækin um nokkurt árabil, en seldi síðan Neta- söluna og rak áfram Evrópuvið- skipti og fékk fleiri hluthafa til liðs við sig. Hann seldi síðar hlut sinn í fyrirtækinu en tók út úr því nokk- ur umboð og stundaði áfram inn- flutning á ýmsum hollenskum vörum, en annar traustur aðili, þ.e. fyrirtækið Jón Hjartarson, tók að sér dreifinguna. Samhliða fyrir- tækjarekstrinum starfaði Ingi Karl sem dómtúlkur og skjalaþýðandi, þulur og þýðandi fyrir sjónvarp. Eftir að hann dró sig að mestu út úr viðskiptalífinu sneri hann sér í auknum mæli að þýðingum skáld- og fræðirita meðfram sjónvarps- þýðingum og gerði auk þess nokkra útvarpsþætti sem hann flutti sjálfur. Mest vann hann við þýðingar úr ensku og hollensku og var jafnframt ásamt öðrum próf- dómari í hollensku í prófum fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur. Ingi Karl var um tíma virkur félagi í Amnesty International og einnig í Kiwanis-hreyfingunni. Hann átti lengi sæti í stjórn Strandamanna- félagsins og var formaður hluta þess tíma, einnig sat hann lengi í ritnefnd Strandapóstsins. Þá var hann um tíma í stjórn Hollensk-ís- lenska félagsins. Útför Inga Karls fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 1952, kvæntur Guð- rúnu Karlsdóttur, for- stöðumanni skráning- ardeildar, Lands- bókasafni Íslands – Háskólabókasafni, og eru börn þeirra a) Karlotta María, B.A. í frönsku, f. 17. jan. 1977, og b) Gunnar Leó, B.A. í almennum málvísindum og tón- listarkennari, f. 5. júlí 1978; 2) Ingi Karl, inn- kaupastjóri hjá Metró í Reykjavík, f. 17. nóv. 1954, sonur hans og sambýliskonu I, Elínar Önnu Ant- onsdóttur, kennara og fyrrum að- stoðarskólastjóra, er a) Anton Karl, stúdent frá VÍ, f. 12. apríl 1980, dóttir með sambýliskonu II, Ragnheiði Skarphéðinsdóttur bankastarfsmanni, er b) Anna María, f. 23. maí 1998, en dóttir Ragnheiðar og fyrrum sambýlis- manns hennar, Gunnars Braga Kjartanssonar, er Hildur Imma, f. 7. júní 1987; 3) Ellert, starfsmaður Útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 25. janúar1959, kvæntur Guðnýju Hjálmarsdóttur leikskólakennara og er dóttir þeirra a) Elínbjörg, f. 19. des. 1992, en sonur Guðnýjar og fyrrum sam- býlismanns hennar, Árna Óla Frið- rikssonar, er Hjálmar, iðnskóla- nemi, f. 16. sept. 1982; 4) Anna María, myndlistarmaður, f. 6. júní 1962, dóttir hennar og Rúnars Guðbrandssonar, leikara og leik- stjóra, er a) Mist, f. 16. júní 1984, en b) Freyja, f. 20 sept. 1989, er dóttir hennar og Þórs Túliníus, leikara og leikstjóra. Ingi Karl vandist í æsku við ým- isleg sveitastörf. Tengslin héldust alla tíð við æskuslóðir í Árnessýslu, ættingja þar og venslamenn, einn- ig við Strandir og Strandamenn, búendur og burtflutta. Hugur Inga Karls stóð frá upphafi meira til bóknáms en búskaparstarfa. Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 stundaði hann háskólanám í bókmenntum í Vín í Austurríki. Eftir Vínardvöl- ina nam hann verslunarensku í Leeds, Englandi. Síðar stundaði hann háskólanám í ensku og bók- Elskulegur tengdafaðir minn hefur nú kvatt þetta jarðlíf og eftir sitjum við og veltum fyrir okkur rökum lífs- ins. Fram í hugann streyma svip- myndir frá síðustu dögum hans hér og einnig löngu liðnum dögum. Það er gott að leyfa huganum að reika óhindrað. Ein skýrasta myndin frá fyrri tíð skýtur upp kollinum, nokk- urra daga ferðalag á Strandir á átt- unda áratugnum, á ættarslóðir Inga Karls. Þrír bílar í för, tengdaforeldr- ar mínir, Ingi og Nellý (Cornelia) á einum, þá við Leo á öðrum, Ingi yngri og unnusta hans á þeim þriðja. Hver fjölskylda með sitt farteski, tjald, prímus og svefnpoka, að ógleymdri rífandi glaðværðinni sem fylgdi hópnum hvar sem hann fór. Það var hásumar, sól skein í heiði, landið fag- urt. Þetta voru okkur ókunnugar slóðir, en Ingi, tengdafaðir minn, þekkti þarna fjöllin, firðina, sveitirn- ar og fólkið á ýmsum bæjum. Ferðin varð í alla staði ógleymanleg og þess vegna fórum við síðar aðrar ferðir á Strandir og nutum alls fróðleiksins úr þeirri fyrstu. Annarrar ferðar minn- ist ég í sömu andrá, enda var hún líka farin þetta sama, sólríka sumar. En þótt þá væri aftur farið yfir Holta- vörðuheiði lá leiðin þessu sinni fram hjá veginum út á Strandir, en þess í stað yfir Hrútafjarðará og yfir í mitt byggðarlag í Húnaþingi vestra. Þessu sinni voru einnig þrír bílar í för, þó ekki alveg þeir sömu. Þar voru þau Nellý og Ingi ásamt dóttur sinni Önnu Maríu og systursyni Nellýar, Stefáni, á sínum bíl, franski verslun- arfulltrúinn á Íslandi og kona hans hollensk (vinkona Nellýar) með börn- um sínum tveimur á öðrum bíl og síð- an við Leo á þeim þriðja. Lagt var upp frá Reykjavík síðla dags, þ.e. eft- ir vinnu á föstudegi, og því orðið mjög áliðið þegar norður var komið. En þá kom í ljós að tímasetningin var hár- rétt. Á brún Bjarganna sem skilja að Vesturhóp og Víðidal staðnæmdust bílarnir þrír og virtust næstum því eins dolfallnir og fólkið sem út úr þeim steig og trúði varla sínum eigin augum þar sem hauður og haf brann saman í eldrauðri miðnætursólinni. Mörg minningabrot af þessu tagi sækja fram í hugann. En minningarnar eru jafn marg- víslegar og þær eru margar. Ekki er síðra að minnast allra góðu stund- anna heima í stofu, minnast þess hve nýbökuðum foreldrum þótti gott að geta skroppið í heimsókn til sinna nánustu með börnin ung og njóta með þeim samverustunda. Eða þá að fá stöku sinnum að sleppa um stund við barnaamstrið og skreppa frá, vit- andi börnin í góðum höndum í afahúsi á sunnudagseftirmiðdegi. Stundum gat líka barnabarni verið boðið með afa og ömmu í sund, og þá var nú gaman. En því miður naut ömmunn- ar ekki nógu lengi við. Eftir veikindi sem fyrst varð vart rétt fyrir mitt ár 1979 lést Nellý í byrjun árs 1980, langt um aldur fram. Veikindin höfðu virst tvísýn, að minnsta kosti lengi vel. Áfallið var mikið fyrir alla fjöl- skylduna og langar, erfiðar stundir voru framundan. Rótleysi sótti á Inga og sumarið eftir þennan missi ferðað- ist hann um gamlar slóðir í Hollandi. Þar sótti hann sér hugarró hjá göml- um vinum og vandamönnum og bjó lengi að þessari ferð eftir að hann kom aftur heim til Íslands um haust- ið. Drottinn gaf og drottinn tók og gaf enn á ný góða gjöf. Á árinu 1981 kynntist Ingi indælli konu, Margréti Jóhannsdóttur, og varð hún síðari eiginkona hans. Þetta var einnig síð- ara hjónaband hennar. Auk starfa sinna utan heimilisins sinnti Margrét heimili þeirra Inga af mikilli natni, sá hverja hans þörf og uppfyllti, þannig að hans tími nýttist sem best. Þau bjuggu framan af á Framnesvegi í Reykjavík og fluttust síðar á Birki- mel, en þegar þar var komið sögu flutti Ingi vinnu sína að mestu leyti heim, fyrst í aukaherbergið í risinu en síðar niður í sjálfa íbúðina. Þegar Margrét hætti að vinna utan heimilis- ins gafst henni enn meiri tími en áður til að sinna heimilinu og sannarlega var það heimili til fyrirmyndar. Margrétarbakstur varð frægur í fjöl- skyldunni og börnin urðu þess mjög hvetjandi, að komið yrði á regluleg- um ferðum á Birkimel með það fyrir augum m.a. að hjálpa til að gera góð- gætinu skil. Stóð það svo um margra ára bil að farið var á föstum vikudegi. Frá þessum tíma eru margar góðar minningar sem ekki verða raktar hér. Margrét og Ingi fóru iðulega ferðir saman út á land á sumrum og fyrir kom að þau dvöldust í sumarhúsum, en stundum hjá ættfólki hennar á Ak- ureyri eða í Borgarnesi, og komu stundum við á Siglufirði og Ólafsfirði, æskuslóðum Margrétar. Í bakaleið- inni komu þau stundum við á Stóru- Borg í Víðidal hjá foreldrum mínum, en skemmtileg þótti okkur samsvör- unin í nöfnum þeirra, Margrét og Karl og Margrét og Ingi Karl. Um tíma dvöldust þau Margrét og Ingi Karl á sumrum á Eyrarbakka, í húsi sem Ástríður Hannesdóttir, ekkja Jóns Halldórssonar, fóstra Margrét- ar, hafði átt meðan hún lifði. Voru þær Margrét mjög nánar og hafði Ásta, eins og hún var ævinlega köll- uð, óskað eftir að þau hefðu aðgang að húsinu eftir sinn dag meðan þau vildu. Þetta var lítið, skrítið og nota- legt hús og þangað var gaman að koma. Hluti af þeirri stórfjölskyldu býr á Eyrarbakka og varð dvölin á Eyrarbakka fyrir bragðið enn eftir- sóknarverðari. Eftir því sem árin liðu dró svo smátt og smátt úr utanbæj- arferðum þeirra Inga Karls og Margrétar en þá höfðu þau myndir úr ferðunum til að orna sér við. Megi nú myndir og góðar minningar varpa ljósbrotum fram á veginn og draga úr söknuðinum eftir hlýjan fjölskyldu- föður og maka. Ingi Karl var skemmtilegur maður í viðræðum og hafði hann áhuga á hinum margvíslegustu málefnum. Líklega fyrst og fremst hugvísinda- maður í sinni en starfaði þó um skeið mikið á viðskiptasviðinu og lét einnig félagsleg mál til sín taka. Skólaskáld var sagt að hann hefði verið í mennta- skóla, sjálfur var hann þó lítt fyrir að flíka slíku. Af svipuðum toga var sú hvöt sem leiddi til þess, að fyrir svo sem áratug síðan innritaðist hann í enskan fjarskóla þar sem kennd var smásagnagerð. Meðan þetta nám- skeið stóð þurfti hann að skila inn ýmiss konar prófúrlausnum til að sanna hæfni sína og auk þess nokkr- um frumsömdum smásögum á ensku. Hlaut hann svo einkunnir og um- sagnir fyrir. Líklega var þetta hálf- gert, ef ekki algert, leyndarmál í byrjun, að minnsta kosti hafði það staðið um hríð þegar af fréttist. Nokkrar sögur lásum við Leo og sáum að hann hafði fengið gott fyrir og jafnframt hrós fyrir stílbrögð og hugmyndaauðgi. Eflaust hefði hann getað náð árangri á þessu sviði hefði hann lagt það eitthvað fyrir sig, en til þess gafst naumast tími frá brauð- stritinu. Þetta er gamla sagan um að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi. Síðustu bókina sem Ingi Karl þýddi gaf hann börnum sínum í jóla- gjöf um síðustu jól. Þessa bók bar oft á góma meðan hann var að þýða hana. Hún er merkileg og átakanleg saga frá tímum rauðu khmeranna og gat ég ekki lagt hana frá mér fyrr en lestrinum var lokið. Þannig hittist á, að þýðingunni lauk hann á afmælis- degi Margrétar, konu sinnar, 10. ágúst sl. Þá hafði hann um skeið þurft að stytta nokkuð vinnutíma sinn frá einum degi til annars, þar sem heils- an gaf honum ekki nægileg grið. Þýð- ingin er afburða góð, enda var honum það lagið að fara náið eftir frumtexta en snúa honum jafnframt á vandaða íslensku sem bar engan útlendan keim. Minningin lifir um mætan mann. Guðrún Karlsdóttir. Elsku afi. Ég á svo margar hlýjar minningar um þig og ömmu frá því ég var lítil. Sérstaklega eru mér minn- isstæðar ferðirnar í Vesturbæjar- laugina. Ég man líka eftir því þegar þú komst heim frá útlöndum og sagð- ist vera með „brall í bauk“ handa mér, og eins hvað mér fannst skrítið að heyra röddina þína í sjónvarpinu. Því miður var ég svo ung þegar amma lést, að ég fékk ekki tækifæri til að kynnast henni betur. Þig hitti ég hins vegar reglulega fram til hins síðasta, því að við komum svo oft í kaffi til ykkar Margrétar eða þið til okkar. Með aldrinum fór ég að hafa mikinn áhuga á erlendum tungumál- um og fannst mér störf þín við þýð- ingar og túlkun mjög spennandi. Eig- inlega má segja, að áhugasvið okkar hafi verið svipuð, þar sem þú hafðir lagt stund á tungumál og bókmenntir og ég hef í mínu frönskunámi lagt stund á bókmenntir og málvísindi. Eins virðist hafa verið einhver útþrá í okkur báðum, einhver þörf fyrir að sjá ný lönd og kynnast öðrum þjóð- um. Það var alltaf svo gaman að ræða þessa hluti við þig, þú skildir þetta svo vel. Viku áður en þú yfirgafst okkur tókstu svo þétt í höndina á mér og horfðir svo lengi í augun á mér, að mér fannst eins og þú værir að horfa á mig í síðasta sinn. Það stóð líka heima, að stuttu seinna sigraði þessi illvígi sjúkdómur líkama þinn. Það var okkur, fjölskyldu þinni, mikils virði að fá að vera návistum við þig á þínu eigin heimili síðustu stundir þín- ar hér. Hvíli sál þín í friði, elsku afi minn, þín sonardóttir, Karlotta María Leosdóttir. Elskulegur föðurafi minn er látinn. Hann var mér góður og átti ég marg- ar ánægjustundir með honum. Bless- uð sé minning hans. Gunnar Leó Leosson. Það er óvænt að kveðja nú mág minn og góðan vin, sjálfum finnst mér aldur okkar ekki teljandi hár, en það er tæpt ár á milli. Dauðinn kom samt ekki alveg á óvart, Ingi fékk krabbamein fyrir nokkrum árum en læknaðist í bili, þar til holskeflan reið yfir á ný og varð ekki stöðvuð. Ingi Karl var kurteis maður og prúður í framgöngu, hvers manns hugljúfi en ruddi sér ekki til rúms með hávaða eða látum. Var flug- greindur og vel að sér, mikill tungu- málamaður, vann við kennslu á fyrri árum. Þá rak hann innflutningsversl- un um tíma. Ingi var löggiltur dómtúlkur og vann oft við réttarfarsmál og hjá sjónvarpi við þýðingar á kvikmynd- um og stundum þulur. Þar nýttust hæfileikarnir vel, röddin var þýð og sefandi. Fannst okkur kynning hans á dýralífsmyndum ógleymanleg, næmið brugðið tilfinningu en lífg- andi. Elínbjörg móðir Inga og Brynjólf- ur stjúpi hans voru bændur í Árnes- sýslu, síðast í Útey í Laugardal, um nokkurra ára skeið. Þá var Mennta- skóli á Laugarvatni enn óstofnaður. Hjónin í Útey tóku það ráð að flytja sig á mölina, til að auðvelda unga pilt- inum að mennta sig, en hann tók stúdentspróf um tvítugsaldur. Ingi Karl kvæntist 1952 hollenskri myndarkonu, kölluð Nelly, en í Hol- landi var Ingi við nám. Þau settust síðar að í Reykjavík, eignuðust þrjá syni og dóttur, allt vel gert fólk, menntamenn, sem eignuðust börn og buru og hafa komið sér vel fyrir í Reykjavík. En „skjótt getur sól brugðið sumri“, Nelly, eiginkona Inga, lést 1980 aðeins rúmlega fimm- tug. Nú bregðum við okkur austur í sveitir og léttum sporið. Ingi var al- inn upp við sveitastörf, frískur strák- ur, hafði gaman af íþróttum og varð liðtækur. Á íþróttamótum ung- mennafélaganna hér í hásveitum Ár- nessýslu var til siðs að hittast árlega og etja kappi. Við Laugdælir áttum þar „hauk í horni“, Ingi var sprett- harður og stökkvinn og dró inn mörg stig í okkar pott. Þetta var á „sund“- árum okkar Laugdæla, sem þekkt voru, þó reynt væri að hafa annað til jafns. Hestamennsku hafði drengurinn INGI KARL JÓHANNESSON Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Á heimasíðu okkar utfarir.is má finna: Undirbúningur á útför. Myndir af kistum. Myndir af kórum og söngvurum. Listi yfir sálma. Verð á öllu sem lýtur að útför. Símar 567 9110 og 893 8638 runar@utfarir.is Rúnar Geirmundsson útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.