Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 57

Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 57 kynnst frá blautu barnsbeini og kunni vel að halda við taum. Við mág- ar tókum okkur stundum til og riðum lengri ferðir. Byrjunin var sú að við vorum beðnir fyrir hóp útlendinga í öræfaferð, í nokkra daga. Fórum við um Þingvallasveit, Grímsnesafrétt og austur í Biskupstungur og seinna fór- um við um Geysis-Gullfoss-svæðið og austur í Hreppa. Kennsla og skýr- ingar Inga á gangtegundum, skap- ferli og fjörþáttum íslenska hestsins svo og náttúrunni allri þótti farþeg- um alveg frábær. Dagarnir liðu við þýðingar og bókagrúsk, nema einn daginn kynntist Ingi eftirlifandi konu sinni og jafnöldru, Margréti J. Jó- hannsdóttur frá Siglufirði, mikilli sómakonu, sem annaðist hann af stakri prýði í veikindunum, síðustu vikurnar. Við hjónin í Þröm eigum ekki lengur von á þeim Inga Karli og Margréti saman að stinga inn nefinu, er jörð fer að blikna, þau komu svo oft í september. Þær ljúfu stundir munu geymast í hugskoti okkar. Við þökk- um allri fjölskyldunni vináttu og biðj- um þeim, saknaðarfullum, allrar blessunar. Þorkell Bjarnason. Kynni okkar Inga Karls hófust fyr- ir 12 árum þegar sonur hans og dóttir okkar stofnuðu heimili. Samskiptin síðan hafa tengst gleðistundum sem við höfum deilt með fjölskyldum okk- ar. Þrátt fyrir að Ingi Karl væri mik- ill athafnamaður og ætti annríkt við sérhæfð störf átti hann alltaf tíma fyrir fjölskylduna og reyndist gleði- gjafi á þeim vettvangi. Það lifnaði alltaf yfir samkvæminu þegar Ingi Karl og Margrét birtust. Hann Ingi gaf sér ætíð tíma til að hlusta á það sem þeir yngstu úr hópnum höfðu að segja, gerði sér grein fyrir að börn þurfa á athygli þeirra fullorðnu að halda. Slíkt er einskonar lykill að því að þau séu fús til að hlusta á það sem við sem eldri erum viljum segja þeim. Ég minnist þess þegar 6 ára dótt- urdóttir var að basla við að búa til skútu úr dagblaði eftir fyrirmynd sem Ingi afi hafði gert en eitthvað fór úrskeiðis í sköpunarverkinu og þol- inmæðina þraut. Þá réttir hún mér blaðið og spyr hvort ég kunni að gera skútu úr svona blaði. Ég bar mig mannalega og taldi mig kunna það frá því að ég var ungur eins og hún. Ég braut blaðið eftir kúnstarinnar reglum svo úr varð skúta. Sú litla virti sköpunarverkið fyrir sér og bar það saman við skútuna Inga afa. Kvað síðan upp þann dóm að skútan frá Inga afa væri miklu fallegri, en sjálfur sá ég engan mun nema að önn- ur var gerð úr morgunblaðinu en hin úr DV, en dómur hennar stóð óhagg- aður ég hlaut falleinkunn við hliðina á Inga afa. Þessi greindi og háttprúði maður naut trausts og virðingar allra sem hann umgekkst. Hann var mann- þekkjari, fjölhæfur og vandvirkur við þau störf sem hann tók að sér og á ýmsan hátt kölluðu bæði á sérþekk- ingu og nákvæmni. Hann bjó yfir mikilli tungumálakunnáttu og helg- aði sig störfum sem því tengdust. En það eitt að kunna tungur framandi þjóða nægir ekki til að skýra efnið fyrir þá sem horfa og hlusta, þar þarf einnig að koma til næmi og innsæi í lífshætti og aðstæður viðkomandi þjóðar. Þar brást Inga Karli ekki bogalistin. Þættir sem hann annaðist fyrir Ríkissjónvarpið eru sönnun þess, þar reynir á hæfni þess sem semur og flytur textann. Röddin hans Inga mild og skýr hljómar sem ljúfur undirleikur í takt við myndina sem birtist á skjánum. Síðustu samfundir okkar Inga Karls voru á aðfangadagskvöld sl. Hrörnunareinkennin voru augljós en hann var að venju málhress og glaður þegar hann handfjallaði jólapakkana og hún vinkona okkar sem þá var orð- in 8 ára stjórnaði athöfninni. Þeir eru margir sem sakna vinar í stað við frá- fall þessa heiðursmanns. Við sem setjum þessi orð á blað finnum að það hefur komið skarð í fjölskylduna. Margréti sendum við hugheilar samúðarkveðjur ásamt öllum öðrum nákomnum ættingjum og vinum. Við eigum það öll sameiginlegt að vilja slá skjaldborg um minningu þessa merka manns. Hjálmar og Stefanía. 5 4                   !+= ; + 0   . *">   , $ *)        6 $      #   0   00  1    3      7      $     %    (  " $& #"   8     )) )  " # / 2 &    =*% 3?3 % ! "    ! " %  &*  .  &2    0""* % < ,"    + / (    %'  '3 5 4                   @ +/      /"    #   0   )  #(  A&   "$   ' " % 0""*3 A&  7   &    / 2 A&  B""     % ,$ 3 A&  / 203+   0"  % ;" 3 A&  &   3 "'*   +  *"  A&   %      '  '%'  '  '3 9   :+1 =+  ,&"(CD /% *"" 'E  ,    *       3          00   ( "  "( % ()%$ "  3                    ; !+!+0= '  /   $%"&*  ,  9& $& 9      0  1    9 ""$       :     3+  $     */ 2,  3 5 4     %"    )   01!  ," CF *#., $(.  ,  6       *       3           00  7      $   %    8 %%  ,   " # 0 (.- ',   % !%<  ' "   0    ' " 0 (. % + "&* = ",   3 5 4                     9:/9 49 ;   ."  / $  55 0 "     9& $&          /"( "   %   *3 =%.   $    $          -;<(;=/>? '6-> -;<(;=/99@=>? 4   4  "  . 2"   * 3 '  4                 G/9 49 ;  9  *..C5  ,    *        6 $       )   00  7      $   %  8 %%  ,   $ ($    ! ( E   "";"  % ) -(  E    "B" % < E   %(  E   $* 0"* % %'  '3 5 4      "  "   + )  / ==0  *  5C *#., $(. ,   %%         6      ' %     *  1   2   /  / *  % %, /    &   %'* &   4  */   &   *" /    4&* /3/""* ;" /""* = */""*3 !"   !0== ; + 0  7' ..  E,  $*             0   0"( '*( &   3  %"      4  ) =7!9 8 - :9:=+9 #$*  ' )$* % " +H  $  < " ,  ', $4  ! "      A     '         :     # .  &  "  %     *3 5 4 "      "      +:+= 0:9== + ; 4; ,   % *       !            ! (0*   0* %  0*   0*    &*  &    '  '%'  '  '3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.