Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 59

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 59
Okkur skorti aldrei neitt, en það sem meira var, við bjuggum við ör- yggi og festu og góða fyrirmynd í þér og ömmu. Þú varst iðinn, kappsam- ur, metnaðargjarn, heiðvirður og drenglundaður maður. Þú varst glaður á góðri stund og yfirmáta gjafmildur maður og rausnarsamur heim að sækja. Ég minnist þín síðar sem góðs vinar, er við áttum saman einlægar og góðar samræður. Því þannig varstu, einlægur og góður. Þú varst mitt skjól. Alltaf gat ég reitt mig á þig. Þú varst alltaf þar. Þú varst svo góður við mig. Elsku hjartans afi minn. Aldrei fæ ég launað þér. En það fær Guð. Krafa lögmálsins var rituð í hjarta þitt, með því að samviska þín bar því vitni og hugrenningar. Þú ert Guðs. Því kveð ég þig með friði í hjarta, full virðingar og þakklætis. Þín Aldís. Jæja, þá er því lokið, afi minn. Ég var nú alinn upp í þeim anda að mað- ur eigi ekki að vera að gaspra of mik- ið um jákvæðar tilfinningar sínar í garð annarra. En fyrst þú ert farinn, þá er óhætt að koma eftirfarandi orðum áleiðis til þín. Fyrst vildi ég segja þér að ég þreyttist aldrei á að heyra þig segja mér frá því þegar þú varst ungur á Englandi við verzlunarnám og var fyrstum íslenskra knattspyrnu- manna boðinn atvinnusamningur í útlöndum – hjá Aston Villa – í kjölfar frækilegrar framgöngu með utan- deildarliði. Þetta gekk ekki í gegn því þetta var á kreppuárunum og at- vinnuleyfi torsótt fyrir útlendinga. Guð blessi kreppuna, því hvar væri ég ef þetta hefði gengið upp? Þessa sögu sagði ég hróðugur öllum vinum mínum og félögum og þótti þeim mikið til koma. Og eins sagði ég þeim söguna af því þegar þú hafðir lagt skóna á hilluna en á þig var skorað að spila einn leik enn – þýðingarmik- inn bikarúrslitaleik gegn erkifjend- unum Valsmönnum. Þú slóst til og gekkst til leiks. Í seinni hálfleik var skallaður úr þér bróðurparturinn af glæstum framtönnunum. Þú varðst frá að hverfa, höfuðið vafið sárabind- um. Staðan var jöfn. Þrátt fyrir and- mæli læknis og þjálfara heimtaðirðu að fara aftur inná. Og inná fórstu til þess að skora sigurmarkið og tryggja bikarinn. Ég hef löngum hugsað að hafi lífið eitthvert gildi þá hljóti það að felast í þeirri auðnu að fá að upplifa þó ekki sé nema eina slíka glæsta stund á sinni tíð. Þú átt- ir þónokkrar. Og þannig var það. Þú varst hetja æskuára minna og fyrirmynd. Ég stend ævinlega í þakkarskuld við þig fyrir þann ljóma sem þú varpaðir yf- ir daga mína og tilveru og ég hef búið að síðan. Þú kemur við sögu nær allra þeirra gleðiríku minninga sem ég sæki í bláma þessara ylhýru ára. Mín fyrsta minning er þessi: ég var fimm ára og flaug í fyrsta sinn einsamall frá Ísafirði suður til þín. Ég man það eins og það hefði verið í gær þegar ég mætti þér í flugvall- arbyggingunni þar sem þú stóðst frakkaklæddur með hattinn, glæsi- legur svo af bar, og veifaðir til mín. Mér leið strax vel í návist þinni og fylltist stolti yfir að þetta skyldi vera afi minn. Allar götur síðan var það mitt stærsta tilhlökkunarefni að fá að fara suður í Skjólin til þín og ömmu. Fyrst keyrðum við heim til ömmu og þaðan á skrifstofuna við Tryggvagötu þar sem ég dúndraði Adidas-boltum í veggi á meðan þú sinntir bréfaskriftum við stóra eik- arborðið. Það var töluverður akkur í því að eiga afa sem átti heilu lag- erana af fótboltum og takkaskóm. Naut ég ómældrar virðingar og vin- sælda á meðal félaga minna út á þá staðreynd. Svo var það þegar ég sem fyrr kom frá Ísafirði að amma hafði strax á orði að ég skyldi klipptur. Þú fórst á skrifstofuna og skildir mig eftir á rakarastofunni við hliðina þar sem gamalgróinn KR-ingur klippti KR- inga. Þú sagðir honum að stytta hár- ið aðeins og snyrta. Og hvílík snyrt- ing! Rakarinn var víkingur til verka og linnti ekki látum fyrr en ekkert var eftir óskert og ósnyrt. Gleymi ég aldrei viðbrögðum þínum þegar þú komst að sækja mig. Þú ólgaðir af reiði og jóst yfir vesalings manninn þvílíkum skömmum að hann lyppað- ist niður yfirbugaður. Aldrei hafði nokkur maður skammað annan mann fyrir mína hönd fyrr og áttir þú alla mína aðdáun og þakkir fyrir. Síðar varð mér ljóst að viðbrögð þín byggðust einnig á kvíða yfir því að þurfa að skila mér svona útlítandi til ömmu. Svo fórum við saman á fótbolta- velli og þú heilsaðir stóru, feitu, köll- unum með vindlana og alltaf sátum við í heiðursstúku. Það var mér kannski óhollt, því ávallt síðan hefur mér þótt erfitt að venja mig af heið- ursstúkum og er meinilla við að borga mig inn á leiki. Það er rétt, afi, eins og sumir sögðu, að þú dekraði mig dáldið – en það varð held ég eng- um að tjóni. Og auðvitað vildi ég verða fótboltastjarna eins og þú varst. Þú komst einu sinni að horfa á mig spila alvöruleik á Seltjarnarnes- inu. Ég sá þig, varð taugaóstyrkur og gat ekki neitt. Þegar að seinni hálfleik kom varstu horfinn. Ég skoraði þrjú mörk. Ég veit ekki hvort þú vissir það en ég vona að þú hafir haft spurnir af því. Og minningarnar halda áfram að streyma um hugann: Þegar við spörkuðum saman bolta á túninu við sumarbústaðinn þinn við Krosshól, spretthlaupin, útreiðartúrarnir, bíltúrarnir, ferðir okkar í útlöndum og boxhanskarnir sem þú gafst mér. Allar þessar minningar um þig og mig eru vafðar hlýrri birtu bernskuára. Óendanlegum léttleika og fjöri. Það er orðið langt síðan við áttum saman nánar stundir. Líklega var það fáeinum dögum eftir að amma dó og ég settist að í Skjólunum hjá þér um stundarsakir. Það var í fyrsta sinn sem við lyftum glasi saman og drukkum við ótæpilega þá nótt. Þú lést gamminn geisa um ást þína á ömmu, ykkar fyrstu kynni og lífs- hlaup vítt og breitt. Þá voru það full- orðnir menn sem ræddust við. Ég man sögu þína alla og mun halda henni á loft svo lengi sem ég lifi. Nú ert þú farinn og ég sit hér víðs fjarri í útlöndum og hugsa tilbaka þegar við vorum bestu vinir. Þá er bara eftir að kveðja. Okkar á milli vil ég að þú vitir að ég kann ekki að lýsa þakklæti mínu fyrir alla þá ósviknu gleði sem þú af örlæti þínu veittir mér þegar þú varst og hést. Eignist ég einhvern tíma barnabörn þá skal ég leitast við að vera þeim sá er þú varst mér. Við spörkum nokkrum boltum hinum megin þegar þar að kemur. Glúmur Baldvinsson. Hann afi Björgvin er dáinn. Sadd- ur lífdaga. Við sem eftir sitjum gleðj- umst yfir góðum minningum um hann. Gleðjumst yfir góðum minn- ingum um mann sem svo sannarlega átti farsæla ævidaga. Hann stóð framarlega á sviði íþrótta og verslunar en umfram allt átti hann góða eiginkonu og stóran hóp af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Þung voru þó sporin þegar hann fylgdi Möllu dótt- ur sinni síðasta spölinn og víst er að hann saknaði ömmu Dídíar mikið eftir að hún féll frá fyrir bráðum tíu árum. Það sannar gamalt ástarbréf frá ömmu sem hann hafði nýlega dregið upp úr pússi sínu. Við kynntumst afa sem dugmikl- um og örlátum manni. Engin voru jólin án þess að hann kæmi færandi hendi með eplin og mandarínurnar og sumarið var ófullkomið án ánægjustundanna uppi í Mosó með afa og ömmu. Við minnumst þess þegar afi hringdi að loknum prófum til að athuga hvernig hefði gengið eða þegar hann mætti fyrstur allra á fæðingardeildina með blóm til að fagna nýju barnabarnabarni. Og ekki síst brosum við í kampinn þegar við rifjum upp fyrstu kynni hans af nýjum tengdabörnum í fjölskylduna. „Spilarðu fótbolta? Ertu í KR?“ voru gjarnan fyrstu spurningarnar sem hinir nýju tengdasynir barna hans fengu að heyra. Þeir vissu þá að KR var það fótboltafélag sem átti hug hans allan. Það sýndi hann líka í verki með því að mæta á alla fót- boltaleiki KR fram á síðasta dag. Þessar og fleiri minningar koma upp í hugann þegar afi er kvaddur. Við þökkum honum góðar stundir og trúum því að honum líði vel og sé hjá ömmu Dídí og Möllu. Guð blessi minningu þeirra. Höskuldur, Aldís, Arna og Ásdís. Sem börn sköpum við okkur myndir af þeim sem eru í kringum okkur. Allt er þetta fullkomið fólk. Eftir því sem árin líða og við þrosk- umst blandast tilfinningar og skoð- anir hugmyndum okkar og veröldin tekur á sig nýja mynd. Minning mín um afa minn er óljós mynd greypt í huga stúlkubarns. Hópurinn í Skjól- unum var stór og fyrirferðarmikill. Ég var hluti af heildinni en oft fannst mér sem ég væri utanveltu. Fram- ferði barns sem neitaði að horfa framan í myndavélina þegar fjöl- skyldumyndin var tekin segir eflaust allt. En hvort sem það voru örlögin sem skrifuðu fjölskyldusögu okkar eða æðri máttarvöld, þá stóð ég uppi ríkari. Ég átti fleiri afa og ömmur en vinir mínir, ég var umvafin ást og at- hygli frá tveimur öfum og fimm ömmum. Þrátt fyrir að ég og afi byndumst aldrei nánum böndum þá voru tengslin sterk og órjúfanleg. Það var ekki fyrir mörgum árum sem ég fann að ég er hluti af honum og hluti af ömmu Dídí – en þá var amma farin og afi tekinn að reskjast. Hlutir sem virtust flóknir voru í raun afar einfaldir. Við Bríet heimsóttum afa oft upp á skrifstofu á Tryggvagötunni með mömmu. Ég sé hann sitja við skrif- borðið, hann sinnir erindum í síman- um og bendir okkur á að setjast í græna leðursófasettið. Á borðinu fyrir framan sófann var skál með plastávöxtum. Af hverju skyldi afi, sem flytur inn alla þessa ávexti, vera með gervi? Við bitum einu sinni í einn til að sannreyna að hér væri um gerviávexti að ræða. Skemmtilegast við þessar heimsóknir var þegar afi sendi okkur niður á lager til Atla til að velja nýja skó, ýmist fyrir skólann eða sveitina. Það var svalt að eiga afa sem flutti inn Adidas. Eitt árið út- vegaði hann okkur stelpunum í bekknum mínum keppnistreyjur fyrir skólamótið í handbolta. Þær þóttu flottastar það árið. Ég heyrði um afrek afa á knattspyrnuvellinum, hann var hnarreistur á velli og spil- aði með hjartanu. Ég hjólaði niður í Skjól með fyrstu medalíuna mína. Amma var montin og ánægð fyrir hönd mína en mér fannst sem afi skildi fyrir hvað medalían stóð. Reyndar átti hann erfiðara með að skilja af hverju ég lék með Gróttu en ekki með KR. Hann mætti þó með ömmu til að sjá okkur hampa Ís- landsmeistaratitli – það var viður- kenning fyrir mig á þessu Gróttu- máli. Vænst þykir mér þó um tímann sem við áttum saman með ömmu og afa á Ítalíu. Við fjölskyldan heim- sóttum þau og áttum með þeim frá- bæra daga þar sem við höfðum þau útaf fyrir okkur. Hápunktur ferðar- innar var að sjálfsögðu dagurinn sem við eyddum í Feneyjum. Þar uppfyllti amma draum okkar systra um að sigla á gondóla um stræti borgarinnar. Afi hefur unnið marga sigra bæði á sviði íþrótta og viðskipta. Ég lærði það í gegnum starf mitt að hann hlúði vel að íþróttinni sem var hon- um kærust og lagði mikið af mörk- um. Heiðarleiki, traust og vinnusemi voru einkunnarorð hans. Þegar ég raða saman minningarbrotum fæ ég heildarmynd mína af afa. Sú mynd er barnsleg en ég vil halda í hana. Ég er stolt af afa og enn fremur er ég stolt af því að segja að ég sé afkomandi hans. Ég efast ekki um að það séu atvik í lífi afa sem hann vildi að hefðu farið öðru vísi. Hlutir verða ekki teknir aftur en við lærum af þeim og þrosk- umst. Amma og afi voru uppi á öðr- um tíma en við þekkjum og ég veit að þau elskuðu hvert og eitt okkar jafn- mikið. Arfleifð þeirra er hluti af mér. Vala Pálsdóttir. Þegar mér barst tilkynning um að vinur minn og samherji, Björgvin Schram, væri látinn kom mér það ekki á óvart. Hann hafði ekki gengið heill til skógar síðustu árin en mætti þó á hvern knattspyrnuleik KR sem hann gat. Björgvin var einn af svip- mestu íþróttafrömuðum á síðustu öld. Þar kom hann víða við og studdi þar öll góð mál er máttu verða íþrótt- um til framdráttar. Hann ólst upp í íþróttafjölskyldu, því bræður hans voru virkir íþróttamenn í KR og var bróðir hans, Gunnar, um tíma for- maður félagsins. Björgvin ólst upp á Stýrimanna- stígnum þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann var því sannur Vest- urbæingur og sjálfgert að hann gengi í KR eins og bræður hans. Á þeim tíma var gott fyrir unglinga sem áhuga höfðu á knattspyrnu að alast upp í Vesturbænum, þar sem mikið var af opnum svæðum sem hægt var að æfa sig á fyrir verðandi knattspyrnumenn. Björgvin not- færði sér þessa aðstöðu vel. Þegar hann kom svo undir handleiðslu Guð- mundar Ólafssonar, er æfði þá alla flokka KR, sá hann fljótt að Björgvin var efni í mikinn knattspyrnumann. Þegar hann var 12 ára var hann far- inn að leika með keppnisliði KR í 3. flokki og 1926 var hann einn af þeim sem færðu KR heim þann stóra sigur að sigra í öllum flokkum það árið. Á þessum árum verður Björgvin einn af okkar fremstu knattspyrnu- mönnum og verður Íslandsmeistari með liðinu sínu aðeins sautján ára að aldri. Eftir að Björgvin er farinn að leika með meistaraflokki er hann kominn í fremstu röð knattspyrnu- manna okkar og leikur í 14 ár með liðinu. Á þessum árum er hann val- inn í úrvalslið Íslands, eða landslið okkar eins og það heitir nú, og þá oft sem fyrirliði. Á þessum tíma stundaði Björgvin nám í Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan prófi. Eftir prófið vildi hann læra meira í sínum fræðum og fór til náms í London. Þar hóf hann að leika knattspyrnu með einu þekktasta félagi Lúndúnaborgar. Eftir nokkra leiki er hann lék með liðinu var honum boðið að gerast at- vinnumaður og leika framvegis með þessu ágæta og fræga félagi. Sem betur fór fyrir íslenskt íþróttalíf hafnaði Björgvin þessu ágæta boði og sagðist ætla heim að afloknu námi. Þetta sýnir aðeins að á þessum tíma var hann kominn í fremstu röð knattspyrnumanna Evrópu. Eftir að Björgvin kom heim hélt hann áfram að leika með sínum fyrri félögum allt til ársins1943. Jafnhliða því að Björgvin hélt áfram að leika knattspyrnu var hann kjörinn í stjórn KR 1934 og sat þar í fimm ár, þar af þrjú ár sem varafor- maður. Hann lét strax til sín taka og var meðal annars í forystuliði þeirra manna er hófu nú baráttu fyrir því að félagið eignaðist land er hægt væri að byggja á grasvelli. Hann hafði kynnst þegar hann lék í Eng- landi þeim reginmun sem er að leika á grasvöllum í stað malar, eins og hér var gert. Hann var því einn af þeim er færðu félaginu að gjöf land- svæði í Kaplaskjóli til að byggja framtíðargrasvelli, en á þeim hefur nú verið leikið síðan 1951. Þegar uppbygging KR-svæðisins hófst var Björgvin ávallt í farar- broddi að styðja þær framkvæmdir eftir fremsta megni. Þá var lítið um styrki frá því opinbera. Hinn fjár- hagslegi vandi hvíldi á herðum félagsmanna. Sjálfboðavinna og fjár- söfnun var því stöðugt í gangi. Þar var Björgvin einnig í forystusveit- inni. Hann sat um áratuga skeið í vallarnefnd félagsins og síðar í hús- stjórn. Alls staðar lagði hann gjörva hönd að verki og sýndi félagsmönn- um gott fordæmi. Hann var fyrsti maður að mæta til sjálfboðaliðsvinnu og í öllum þeim fjársöfnunum sem reknar voru, þá með hlutaveltum og beinum sníkjum, var gott að eiga hann að. Hann átti því mjög stóran þátt í velgengni KR. Árið 1937 kvæntist Björgvin mik- ilhæfri konu, Aldísi Þ. Brynjólfsdótt- ur. Var hún mjög félagslynd og studdi Björgvin ávallt í hans félags- málum. Eignuðust þau sjö börn er öll eru mjög félagslega sinnuð og fetuðu í fótspor foreldra sinna. Þar á meðal er Ellert B. Schram, sem dyggilega hefur fetað í fótspor föður síns sem afburðaknattspyrnumaður, marg- faldur Íslandsmeistari og síðar for- maður KSÍ og nú forseti ÍSÍ. Þá var Ólafur um tíma formaður HSÍ. Þegar börnin voru uppkomin hóf Aldís að taka beinan þátt í félags- störfum KR. Gerðist hún þá formað- ur KR-kvenna. Sá félagsskapur hef- ur unnið ómetanleg störf fyrir félagið og stendur enn traustum fót- um að glæða áhugann fyrir sönnum félagsanda og styðja við bakið á starfsemi KR. Nokkru eftir að Björgvin hætti að leika knattspyrnu sneri hann sér af alvöru að því að hér yrði stofnað knattspyrnusamband. Á þeim tíma voru ekki til nein slík sambönd, en um þetta leyti hafði ÍSÍ breytt lögum sínum um að slíkt væri hægt. Hann var viss um að slík stofnun mundi styrkja íþróttina og tryggja að fram- farir yrðu örari og hægt væri að hefja víðtækt samstarf við aðrar þjóðir. Með slíkri samvinnu mundi glæðast áhuginn og við sæjum betur hver staða okkar væri miðað við getu annarra þjóða. Þetta undirbúnings- starf, sem margir knattspyrnufor- ystumenn stóðu að með Björgvini, bar þann árangur að 1947 var stofn- að Knattspyrnusamband Íslands. Þegar sambandið var stofnað höfðu slík sambönd lítinn fjárhagslegan grundvöll að starfa á. En Björgvin tók ótrauður að sér gjaldkerastörfin í þessu nýja sambandi. Stjórnaði hann þeim málum farsællega og að níu árum liðnum tók hann að sér for- mennsku KSÍ og gegndi þeirri stöðu í 12 ár. Þegar eftir stofnun hóf KSÍ sam- vinnu við Norðurlöndin um lands- leiki og varð vel ágengt. Einn fræg- asti landsleikur okkar á þessum tíma var sigurinn yfir Svíum árið 1951, en þeir voru þá ólympíumeistarar. Sýn- ir það best að við áttum þá frábærum knattspyrnumönnum á að skipa. Eft- ir vel unnin störf í 21 ár skilaði Björgvin af sér virtri íþróttastofnun bæði hér heima og erlendis. Samtímis því að Björgvin sat í stjórn KSÍ var hann í Sam- bandsstjórn ÍSÍ og vann þar stöðugt að framgangi íþróttamála í landinu. Leiðir okkar Björgvins lágu víða saman. Við vorum báðir Lionsfélag- ar í áratugi. Þar vann Björgvin mikið að hvers konar líknarmálum og var þar að vanda drjúgur í söfnun fyrir þau fjölbreyttu mál sem klúbburinn vann að hverju sinni. Þá var hann einnig í borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna og vann þar ötullega að öllum góðum málum fyrir borgina. Björgvin rak lengst af sitt eigið innflutningsfyrirtæki, sem var virt fyrir örugga þjónustu. Sýndi það best að hann hafði mikla skipulags- hæfileika og þess vegna var sóst eftir starfskröftum hans í hvers konar félagsstörf, sem hann leysti alltaf af hendi með mikilli kostgæfni og lip- urð. Það var sérstakt happ fyrir hvern og einn að fá tækifæri til að starfa með Björgvini. Skipulagshæfileikar hans voru einstæðir, sem varð til þess að meiri og betri árangur náðist en ella. Þar sat einlægni og traust vinátta við alla samstarfsmenn í fyr- irrúmi. Sú vinátta við þennan heið- ursmann var ávallt mikils metin af vinum hans. Nú þegar leiðir skilja vil ég þakka Björgvini langa og trausta vináttu og stuðning á liðnum árum. Fjölskyldu Björgvins sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Gísli Halldórsson. Þegar ungir menn líta til framtíð- ar og hvers þeir óski sér helst í lífinu verður gjarnan ofarlega á óskalist- anum að eignast peninga og völd. Þegar árin færast yfir og athafnaár- in eru að baki komast menn gjarnan að því að víst hafi verið gott að eiga fé og hafa völd, en við bætist sú eign- in sem mönnum þykir mest um verð, kynni við góða menn og vinátta þeirra. Vinur okkar hjóna Björgvin Schram er fallinn. Þegar við fluttum hingað í Sörla- skjól fyrir rúmum 40 árum var fjörugt mannlíf á báða bóga. Á eina hönd bjó Wathne og fjölmenn fjöl- skylda hans, á hina Schram, þar sem SJÁ SÍÐU 60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 59

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.