Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 61 =%.  9    8  $&       00  #   0        -;<(;=/>? '6-> -;<(;=/99@=>? !*  ' 1 "  3 ✝ GuðmundurHelgi Guðmunds- son fæddist á Blómst- urvöllum á Stokks- eyri 10. júní 1941. Hann lést á Stokks- eyri hinn 25. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Guðmunds- son, Þorkelssonar hreppstjóra á Syðra- Velli og í Hrútsstaða- Norðurkoti í Flóa, f. 7. apríl 1893 á Syðra- Velli, d. 7. ágúst 1983, og Helga Páls- dóttir b. í Vorsabæjarhól í Flóa, f. 30. maí 1896, d. 11. júní 1941. Systir Guðmundar er Lilja Steinunn f. í Vorsabæjarhól, f. 21. ágúst 1924: Maður hennar var Ragnar Breið- fjörð bryti, f. 20. júní 1917, d. 21. júlí 1972. Synir þeirra eru: Svein- björn Sævar, f. 24. ágúst 1944, Páll Steinar, f. 9. janúar 1949, og Guð- mundur, f. 7. júní 1955. Við andlát móður Guðmundar tók Freygerður Árnadóttir, Bræðraborg, hann í fóstur til þriggja ára aldurs. Frá þeim tíma var fóstra Guðmundar og bústýra föður hans Jónfríður Ólafsdóttir frá Sellátranesi við Pat- son, starfsmaður Alþingis, f. 3. mars 1964. Dætur þeirra eru: Hrefna, f. 6. febrúar 1995, og Þór- dís, f. 25. febrúar 2001. Guðmundur ólst upp á Stokks- eyri og stundaði rafvirkjanám hjá Kaupfélagi Árnesinga og við Iðn- skólann á Selfossi 1959–1962. Hann starfaði sem rafvirki og seinna rafvirkjameistari við hafn- argerð í Þorlákshöfn og í Njarðvík, einnig við Búrfellsvirkjun og Þór- isvatn. Prófi frá Tækniskóla Ís- lands lauk hann 1971 og var í fyrsta hópi þeirra sem luku námi raftækna (rafiðnfræðinga). Hann var einn af stofnendum Iðntækni, sem var eitt af fyrstu hönnunar tölvufyrirtækjum landsins. Guð- mundur vann við sjómennsku á ýmsum skipum, bæði sem rafvirki og vélstjóri. Þriðja stigs vélstjóra- námi lauk hann frá Vélskóla Ís- lands 1976 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands 1982. Hann kenndi við Iðn- skólann í Reykjavík frá 1976–1992 í rafvirkjadeild. Hann var einn af stofnendum skipafélagsins Nes hf. og starfaði þar sem tæknilegur framkvæmdastjóri frá árinu 1983 til dauðadags. Hann var búsettur í Reykjavík. Guðmundur var mikill áhugamaður um stangveiði og var félagi í Stangveiðifélaginu Ár- menn. Útför Guðmundar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. reksfjörð, f. 23. apríl 1904, d. 10. mars 1987. Hinn 27. nóvember 1976 kvæntist Guð- mundur Sigríði Sveinsdóttur, píanó- kennara og fulltrúa tónlistarskólakennara hjá Kennarasambandi Íslands, f. 27. nóvem- ber 1946 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Sveinn Rósinkrans Jónsson, bifreiða- stjóri, f. 22. september 1907 á Hvilft við Ön- undarfjörð, d. 14. febrúar 1992, og Þorgerður Sveinsdóttir, kennari, f. 6. mars 1907 á Kolsstöðum, Miðdölum, Dalasýslu. Dætur Guðmundar og Sigríðar eru: Kristín, f. 11. apríl 1977, við nám í ensku og ítölsku í Háskóla Íslands, og Gerður, f. 10. júní 1979, í fornámi í Myndlistar- skólanum í Reykjavík. Unnusti hennar er Jón Pétur Jónsson. Guðmundur eignaðist dóttur með Jónu Reimarsdóttur, f. 15. júní 1941, d. 22. janúar 1999. Hún er Helga Guðmundsdóttir, aðstoðar- maður tannlæknis, f. 20. júlí 1967. Maður hennar er Hlöðver Ellerts- Það er ávallt sárt að sjá á eftir góðum vinum, ekki síst þegar þeir falla frá langt um aldur fram, snöggt og óvænt eins og nú hefur gerst. Við sem eftir lifum drúpum höfði og spyrjum spurninga sem enginn kann svör við. Á slíkum stundum skynjum við kannski best smæð okkar gagn- vart almættinu. Það mun hafa verið fyrir rúmum aldarfjórðungi að við kynntumst Guðmundi Helga, þegar þau Sigga systir og mágkona byrjuðu að vera saman. Ekki þarf að orðlengja það að okkur féll strax afar vel við Guð- mund, sem æ síðan hefur reynst okkur og börnum okkar traustur og einlægur vinur. Þegar litið er til baka koma í hug- ann ótal minningar um ánægjulegar samverustundir, um jól og áramót, við ýmis tímamót í lífi okkar og Guð- mundar og Siggu, barna fjölskyldn- anna, foreldra, tengdaforeldra, vina og vandamanna. Ekki síst hefur ver- ið ánægjulegt að heimsækja fjöl- skylduna í Strýtuselið, en það þekkja frændfólk og vinir Guðmund- ar og Siggu að þau hafa verið höfð- ingjar heim að sækja, þar sem með- fædd gestrisni og alúð þeirrra beggja hafa svo sannarlega notið sín. Guðmundur var starfssamur mað- ur, sem lagði metnað sinn í að leysa það sem honum var trúað fyrir vel af hendi, enda vinsæll og virtur á sínu starfssviði. Hann var margfróður og minnugur svo eftir var tekið og áhugasamur um samferðamenn sína. Hann hafði gott skopskyn og gat á góðum stundum sagt sögur af mönnum og málefnum þannig að viðstöddum gat beinlínis orðið illt af hlátri. Guðmundur var áhugasamur stangveiðimaður og naut þess að dvelja við ár og vötn í góðra vina hópi. En fyrst og síðast var Guðmundur ástríkur eiginmaður, faðir og vinur, sem lét sér annt um fjölskyldu sína og vini. Í því ljósi er gott fyrir ástvini hans að minnast hans. Elsku Sigga, Kristín, Gerður, Jón Pétur, Helga og fjölskylda. Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi til að tak- ast á við þetta mikla áfall. Blessuð sé minning Guðmundar Helga Guðmundssonar. Helga og Valdimar. Síminn hringdi snemma sunnu- dagsmorguninn 25. mars síðastlið- inn, í símanum var Sigríður systir mín, og sagði að hann Guðmundur sinn hefði orðið bráðkvaddur kvöldið áður, austur á Stokkseyri þar sem þau voru að skemmta sér með Stokkseyringafélaginu. Eg held að sjaldan hafi eg orðið jafnhissa og trúði varla mínum eigin eyrum. Svona óvæntar andlátsfréttir eru eins og slys hafi orðið, svo óvænt og skyndileg sem þau nú eru. Guð- mundi mági mínum kynntist eg fyrir um það bil 25 árum, þegar hann og Sigga systir mín voru að draga sig saman. Guðmundur kom strax vel fyrir, virkaði lífsreyndur og vann sér þegar traust með djúpri rödd sinni og yfirveguðu fasi. Hann reyndist svo við nánari kynni öndvegispiltur. Hann var mjög vel að sér um hin ólíklegustu málefni, bæði á sínu sviði í tæknimálum, svo og t.d. í bók- menntum, en hann kunni utanað ein- hver ósköp af ljóðum og gat þulið upp úr sér heilu ljóðabálkana og vitnaði meðal annars oft í Hávamál. Sömuleiðis var hann ágætlega að sér í Íslendingasögunum. Guðmundur var rafiðnfræðingur að mennt og vann hin ýmsu störf tengd menntun sinni. Hann var meðal annars kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík og kynntist þar mörgum og var mjög vel liðinn sem kennari. Hann sagði sjálfur svo frá að hann hefði unun af að vera með ungu fólki. Seinna gerð- ist hann svo tæknilegur fram- kvæmdastjóri skipafélagsins Ness hf. og vann þar er hann féll frá langt um aldur fram. Guðmundi var margt til lista lagt og alls staðar þar sem hann kom að verki var unnið af þvílíkri nákvæmni og vandvirkni að unun var að sjá ár- angurinn. Minnist eg þá t.d. sum- arbústaðar, sem þau Sigga byggðu sér austur í Grímsnesi, þar er alúðin í fyrirrúmi. Það var sama hvort verið var að matreiða kjöt eða fisk á grill- inu eða hvaðeina sem hann tók sér fyrir hendur, allt var gert af ná- kvæmni og yfirvegun. Við minnumst góðra stunda með Guðmundi, Siggu, Kristínu og Gerði, bæði hér í Reykjavík og austur á Höfn, í sum- arbústöðum og á ferðalögum. Þökk- um góð kynni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jón og Guðrún. Í dag er til moldar borinn góður vinur og félagi til margra ára, Guð- mundur Helgi Guðmundsson. Með honum er genginn afar góður drengur, sem ávallt mun verða minnst sem heilsteypts og hrekk- lauss manns, manns sem ekki gerði á hlut annarra en stóð líka fast á sínu, manns sem var tilbúinn að rétta hjálparhönd hvernig sem á stóð og hver sem í hlut átti. Vinátta og félagsskapur okkar frænda hefur staðið síðan við sem unglingar unnum saman í bygging- arvinnu á Selfossi fyrir nær 45 árum og aldrei borið skugga á. Síðan hafa leiðir legið saman, ýmist í leik eða starfi. Er við hjónin fórum að byggja reyndist Guðmundur Helgi okkur betri en enginn þegar að raflögnum kom. Þar var hann hjálparhella eins og hvað eina sem kvabbað var á hon- um með, akstur eða annað. Mesta gæfuspor Guðmundar Helga var er hann gekk að eiga eft- irlifandi eiginkonu sína, Sigríði Sveinsdóttur. Þau byggðu sér ein- býlishús í Strýtuseli 7, og nú síðustu misserin hafa þau verið að leggja lokahönd á sumarhús í Þrastaskógi. Hvort tveggja ber natni og vand- virkni Guðmundar Helga gott vitni. Hann kastaði aldrei aldrei hendi til við nokkurt verk. Sigríður má nú ásamt dætrunum og afastelpunum hans sjá á eftir eiginmanni, föður og afa í blóma lífsins. Óvænt og fyrirvaralaust kom kall- ið er hann var staddur í árlegum fagnaði vina og sveitunga í Stokks- eyringafélaginu, sem hann lét sjaldnast fram hjá sér fara enda stór þáttur í lífi hans að rækta samband við vini og kunningja. Fyrir allnokkrum vikum ákváðum við Guðmundur Helgi ásamt konum okkar að fara í smáferðalag til út- landa og varð helgin 24.–25. mars fyrir valinu en þegar í ljós kom að árshátíð Stokkseyringafélagsins féll á sömu helgi fékk hann ferðinni flýtt um eina viku. Þessi síðasta ferð okk- ar með Guðmundi Helga og Sigríði aðeins viku fyrir andlát hans mun ávallt verða ein af bestu minning- unum um þennan góða dreng. Elsku Sigga, megi góður guð hugga og styrkja ykkur öll. Hannes og Ása. Lífið er skrítið, raunar oft óskilj- anlegt og þegar dauðinn heggur skörð í raðir ástvina okkar vakna spurningar sem aldrei verður svar- að. Þannig er því nú farið þegar frændi minn og vinur Guðmundur Helgi er allur. Ég segi vinur vegna þess að ég á marga kunningja, en fáa vini sem hann var. Nú þegar ég kveð frábæran mann og góðan dreng með nokkrum fátæklegum orðum koma upp í hugann margar góðar minn- ingar. Helgi eins og ég kallaði hann var einn af mínum lærifeðrum, til dæmis hvað snerti rafmagnsfræð- ina. Ævinlega þegar ég lenti í vand- ræðum, þá var hringt eða farið til Helga, sem í mínum augum bókstaf- lega vissi allt um rafmagn, hvort heldur um var að ræða flóknar stýr- ingar, töflur, bílarafmagn eða mót- ora. Aldrei kom ég að tómum kof- unum þar. Alveg frá því að ég man eftir mér voru ferðirnar til Stokks- eyrar eftirminnilegar. Maður fékk að gera svo margt, sem tíu til tólf ára strákur mátti ekki gera í Reykjavík. Helgi kenndi mér nefni- lega að keyra bílinn sinn, „Bjölluna“, sem var mikil upplifun fyrir strák- patta. Helgi var góð fyrirmynd fyrir mig. Hann var ævinlega hrókur alls fagnaðar og gott að vera nálægt honum hvar sem var og gaman að ræða við hann um heima og geima. Þeirra samverustunda verður sárt saknað. Ég þakka Guðmundi Helga fyrir frábæra samfylgd og þær góðu minningar sem lifa með mér. Megi hann hvíla í friði. Eftirlifandi konu hans, Sigríði, dætrum þeirra, Kristínu og Gerði, svo og Helgu dóttur hans og fyrri sambýliskonu, tengdasyni og barna- börnum sendum við Andrea og Daníel okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Páll Ragnarsson. Það er lamandi að fá símtal til út- landa á sunnudagsmorgni með til- kynningu um snögglegt lát sam- starfsmanns og góðs félaga. Sá sem setur þessar fátæklegu línur á blað hitti Guðmund Helga fyrst fyrir um 25 árum, en kynni okkar urðu meiri og nánari síðastliðin tíu ár, er við sátum saman í þriggja manna stjórn Skipafélagsins Ness hf. ásamt Pálma Pálssyni framkvæmdastjóra félagsins. Frá árinu 1983 hefur Guð- mundur Helgi starfað sem tæknileg- ur framkvæmdastjóri Skipafélags- ins Ness hf., sem hefur á und- anförnum árum gert út þrjú til fjögur eigin flutningaskip auk leigu- skipa. Guðmundi Helga hefur alla tíð verið mjög annt um viðhald og við- gang skipa félagsins og hafa skip Ness hf. verið til fyrirmyndar hvar sem þau hafa komið í höfn hér heima og erlendis. Fyrir tilstilli hans hafa skipin getað siglt án nokkurra tæknilegra frátafa svo árum skiptir. Slíkt er besti mælikvarðinn á góða tæknilega stjórnun skipa. Guðmundur Helgi var mjög sam- viskusamur að eðlisfari og lagði sig fram við að vanda vel til allra verka sem hann hafði með að gera. „Ekk- ert fúsk“ voru hans einkunnarorð. Guðmundur var mjög vel liðinn með- al sinna starfsmanna og þeirra ótal mörgu sem hann átti viðskipti við vegna útgerðarinnar bæði erlendis og hér á Fróni. Engu að síður var hann fastur fyrir og stóð á meiningu sinni enda fékk hann oftast sitt fram. Ég átti því láni að fagna að fara í nokkra laxveiðitúra með Guðmundi Helga. Hann var ekki bara sérlega duglegur og glúrinn fluguveiðimað- ur heldur var hann hrókur alls fagn- aðar þegar menn komu í hús. Það eru ekki fáar sögurnar sem hann hefur sagt með sinni einstaklega hressandi rödd og fengið menn til að veltast um af hlátri. Hann var maður sem hélt uppi stemmningunni á kvöldin og slíkan veiðimann þarf að hafa með í hverri veiðiferð ef vel á að takast til og þá ekki síst ef lítið eða ekkert veiðist. Á kveðjustund koma fram í hug- ann minningar um ánægjulegar samverustundir og minningar um ferskan, kröftugan og hreinskilinn samstarfsmann og félaga. Um leið og Guðmundi Helga eru þökkuð sér- lega vönduð og farsæl störf í þágu skipafélagsins Ness hf. sendum við Ólöf frú Sigríði og dætrunum Krist- ínu og Gerði hugheilar samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja þær í djúpri sorg. Guðmundur Ásgeirsson. Ég trúi því varla enn að hjartað í Guðmundi Helga hafi bilað. Því það var úr gulli. Trúi því varla enn að ferðin okkar góða í Hlíðarvatn í september hafi verið sú síðasta. Ég sé hann fyrir mér, meðalmann á hæð, samsvarandi sér vel, nokkuð stórgerðan í framan en myndarleg- an, hallandi undir flatt, kominn í veiðigallann og með húfuna, búinn að setja saman, er að velja sér flugu úr boxinu með alls konar vangavelt- um og athugasemdum, talandi lágt og dragandi seiminn. Myndin sú mun ylja mér héðan í frá. Guðmundi Helga lá annars alls ekki alltaf lágt rómur sem betur fer, því orðheppnin var dæmalaus og iðulega talaði hann í stórbrotnum líkingum, sem gjarnan hófust eða enduðu með mergjuðum vísum og var þá kveðið fast að. Hann var hreinskiptinn maður, gat fokið í hann ef honum þótti rangt farið með, hrókur alls fagnaðar á mannamótum, leit eftir að engan skorti neitt, kunni að stríða mönnum svo að upphefð þótti í, reyndi aldrei að vera skemmtilegur, en var það ósjálfrátt. Guðmundur var kvæntur Sigríði Sveinsdóttur frænku minni. Þannig kynntumst við og hittumst við ýmis tækifæri, en vináttan varð að mestu til á bökkum veiðivatna og svo innan veggja stangveiðifélagsins Ár- manna. Guðmundur var einn af höfð- ingjum þess félags án þess í raun að gera sér grein fyrir því sjálfur. Hann var mikill fluguveiðimaður og ein- stakur veiðifélagi með öllu sem í því felst. Þær verða víst ekki farnar allar þær ferðir sem við Guðmundur Helgi höfðum ráðgert að fara saman í sumar eða þær sem átti að fara að ári eða enn síðar. Ekki vantaði þar áformin og skipulagið. En nú er vinur minn lagður af stað í annars konar ferðalag og án nokkurs samráðs við mig eða aðra veiðifélaga eins og hann var vanur. Og kemur ekki til baka. Mikið skelf- ing mun ég sakna hans. Af einlægum hug þakka ég þessum öðlingi fylgd- ina og samveruna. Hilmar Finnsson. Í dag er til foldar borinn Guð- mundur Helgi Guðmundsson frá Blómsturvöllum á Stokkseyri. Helgi eins og ég og mín systkini kölluðum hann var dagfarsprúður maður og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Þannig var einmitt ástatt þessa örlagaríku nótt sem hann dó. Mig grunar undir niðri að hann hefði einmitt viljað fara svona, á glaðri stund. Helgi var þannig maður sem alla vildi gleðja og mátti ekkert aumt sjá. Útgeislunin var slík að öllum leið vel í návist hans, ég trúi því í einlægni að honum muni líða eins. Helgi missti móður sína þegar hann kom í þennan heim. Hann ólst upp á Blómsturvöllum á Stokkseyri hjá föður sínum, systur og stjúp- móður. Það var stutt á milli heimila okkar, Blómsturvalla og Akbrautar, þar sem við systkinin slitum barns- skónum. Eiríkur bróðir minn og Helgi voru jafnaldrar og mjög ná- tengdir, ég sem litli bróðir naut þess að Helgi gaf sér alltaf tíma til að sinna mér þegar hann kom í heim- sókn. Eins og ég vék að áðan var hann gamansamur og hann hafði oft á orði þegar hann kom í heimsókn: „Maður er ekki fyrr búinn að reka trýnið inn úr dyrunum en þú, Einar minn, heimtar að fá að koma í eina skák.“ Skipti þá engu þótt hann og bróðir minn væru að fara út að skemmta sér. Þetta er bara lítil dæmisaga úr bernskunni, hvernig mann Helgi hafði að geyma. Svo liðu árin og fyrstu böllin, sveitaböllin svokölluðu, sem ég fór á, GUÐMUNDUR HELGI GUÐMUNDSSON SJÁ BLS. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.