Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 62
MINNINGAR 62 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ fór ég með Helga og Eiríki. Helgi keyrði oftast og þá var sannarlega líf í tuskunum. Mér er minnisstætt að þegar slagsmál stóðu sem hæst var Helgi sá sem ævinlega var fyrstur til að bera klæði á vopnin. Helgi var alltaf hlýr maður sem einnig gustaði mikið af á svo skemmtilegan hátt. Ég minnist með söknuði þeirra stunda í Akbraut, bernskuheimili mínu, þegar Helgi leit inn. Það var sérstaklega um jólin og áramótin, þá sátum við systkinin og Helgi, spiluðum, tefldum skák og hljógum dátt. Þetta mun alltaf lifa í minningunni. Helgi var góður námsmaður og aflaði sér rafvirkjamenntunar hér fyrir austan. Hann jók menntun sína síðar sem ég kann ekki skil á, alla- vega veit ég að honum gekk vel í starfi og hann var virtur af sínu sam- starfsfólki. Helgi var hamingjusamlega giftur Sigríði Sveinsdóttur, konu sem hafði einstakan kærleika til að bera og var hún honum stoð og stytta í öllu. Ég trúi, Helgi minn, að þér muni líða vel hinumegin. Ég veit að gleðin mun fylgja þér þar eins og hér. Ég votta konunni þinni, börnunum þín- um og öllum öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Verum óhrædd að vona. Í hvert sinn sem við finnum angan dauðans á haustin þá vitum við að tími vorrósanna kemur á ný. (Samuel Taylor Coleridge.) Einar Guðbjartsson. Það er undarlegt að hugsa til þess að ekki skuli vera nema nokkrir mánuðir síðan við vorum saman sex, Guðmundur og Sigga, Margrét og Bjarni, Eiríkur og Jónína – þrenn hjón – sem nutum þess að eiga sam- an kvöldstund, fara í ferðalög eða bara fá okkur kaffi saman heima hjá einhverju okkar og nú sitjum við eft- ir þrír einstaklingar sem hver um sig hefur misst maka sinn og ástvin. Við Sigga erum vinkonur frá æskudögum í Verzlunarskólanum og vinátta hennar og Margrétar var enn eldri, það var Sigga sem kynnti mig fyrir Eiríki, sem varð eiginmað- ur minn, og svo kom að því að hún kynnti Guðmund fyrir okkur og var hann strax boðinn velkominn í hóp- inn sem varð samheldinn og góður vinahópur. Guðmundur Helgi og Sigga voru oftar en ekki þau sem áttu frum- kvæði að því að hópurinn hittist. Það eru margar glaðar minningar sem koma upp í hugann um matarklúbb- inn okkar, fjalla- og veiðiferðir. Svo var það nú seinast í sumar að þau kölluðu hópinn saman austur í bú- staðinn sinn í Grímsnesinu og þar áttum við sérstaklega ánægjulega samverustund sem gott er að ylja sér við þegar ástvina nýtur ekki við lengur. Í bústaðnum sínum áttu Sigga og Guðmundur sér griðastað þangað sem þau leituðu til hvíldar og upp- byggingar frá erli daganna. Þau höfðu byggt hann upp frá grunni og allt bar þar vott um mikla natni og alúð. Guðmundur var sannur höfð- ingi heim að sækja og einstakur gestgjafi sem aldrei fannst hann eiga nóg að bera á borð fyrir gesti sína svo að oft var ævintýri líkast. Það var skemmtilegt að fylgjast með honum þegar hann naut sín vel í eldamennskunni við að töfra fram alls konar rétti – allt átti að vera ná- kvæmlega eftir uppskriftinni, bragð- ið rétt, steikingin rétt og þetta tókst honum líka svo sannarlega. Elsku Sigga mín, Kristín og Gerð- ur, Helga og fjölskylda, hugur minn er nú hjá ykkur. Þetta var svo snöggt og er svo sárt og ykkar er missirinn mestur og lítið getum við mennirnir gert annað en beðið góðan Guð um styrk og huggun fyrir ykkur öll um leið og við þökkum fyrir góðan og mætan mann. Blessuð sé minning hans. Jónína Eggertsdóttir og fjölskylda. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Aftur og aftur koma þessi orð Kahlil Gibran upp í hugann síðan þú, Helgi minn, varst svo snögglega hrifinn burt frá okkur. Það var sannarlega glatt á hjalla þegar við Stokkseyringarnir hitt- umst á okkar árlegu skemmtun, og núna í heimahögum. Þú umkringdur ættingjum og vinum, eins og venju- lega hrókur alls fagnaðar, með þín- um hnyttilegu svörum og skemmti- legu sögum frá gömlum dögum. En allt í einu var þín lífsganga á enda, og þó allt hafi verið gert, sem í mannlegu valdi stóð þér til bjargar, þá er aðeins einn sem ræður. Hann kallaði þig til starfa guðs um geim. Minningarnar hrannast upp frá bernsku- og æskuárum. Við munum lítinn móðurlausan dreng koma hlaupandi yfir túnið heim að Akbraut til þess að samein- ast systkinahópnum. Það var svo sjálfsagt að deila mömmu okkar með þér, ef þú þurftir á að halda. Leikir og prakkarastrik hjá ykkur strákunum, svo og skemmtanir og ævintýralegar ferðir á unglingsárum gleymast seint – enda oft rifjaðar upp, – allt það bras, sem ávallt bjarg- aðist. Oft var setið yfir heimspekilegum hugleiðingum, tekið í tafl og auðvitað hugað að skólalærdómi, sem þú þurftir ekki að hafa mikið fyrir, allt lá opið fyrir þér. Þegar kom að æðra námi skildi dá- lítið leiðir, en þið strákarnir voruð það lánsamir að lenda stundum sam- an í vinnu. Þá var gaman að fá ykkur í heimsókn, spjallað og hlegið langt fram á nótt. Lífsferill þinn var margbrotinn, þú gerðist athafnamaður mikill, varst oftar en ekki í forsvari, hvort sem var í atvinnu eða áhugafélögum. Þitt mesta gæfuspor var þegar þú kvæntist henni Siggu þinni, stóðuð þið ætíð saman sem einn maður, stofnuðuð fallegt heimilli og eignuð- ust tvær dætur. Það var okkur svo mikils virði að halda sambandi eins og hægt var. Fundum við að eins var með ykkur bæði. Við systkinin frá Akbraut minn- umst ætíð með þakklæti þinnar miklu tryggðar og vináttu við okkur og foreldra okkar. Elsku Sigga, Kristín, Gerður, Helga og Lilja, guð gefi ykkur styrk til þess að horfa fram á veginn. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að ekki geti syrt jafn sviplega og nú. Og aldei er svo svart yfir sorgarranni að ekki geti birt fyrir eilífa trú. (M. Joch.) Kristín María Waage. Það var mikið áfall þegar við hjón- in fréttum að Guðmundur Helgi vin- ur okkar hefði orðið bráðkvaddur að- faranótt 25. mars síðastliðinn. Skömmu áður höfðum við talað um hvað langt væri síðan við hefðum hitt Siggu og Guðmund. Upphaf kynna okkar voru 1976 þegar ég réðst til starfa sem kennari í rafiðnaði við Iðnskólann í Reykja- vík. Guðmundur var þá einnig að hefja sinn kennsluferil á rafiðnaðar- sviði við skólann. Það kom fljótt í ljós að Guðmundur hafði flesta þá kosti til að bera sem góðan kennara má prýða. Hann hafði mikla faglega þekkingu og var að auki handverks- maður svo af bar. Hann var skýr í framsetningu og stálminnugur svo við lá að maður þyrfti ekki að fletta í bókum því fljótlegra var að spyrja Guðmund. En það sem mestu skipti var að hann var hreinskiptinn og drengur góður. Við fórum saman í uppeldis- og kennslufræðinám við Kennarahá- skólann og útskrifuðumst 1982. Það var gaman að vera með Guð- mundi í námi. Hann gleypti ekki við kenningum fræðimeistaranna nema að vel athuguðu máli og átti til að vitna í Íslendingasögurnar máli sínu til stuðnings. Við hjónin áttum því láni að fagna að fara með Guðmundi og Siggu í ógleymanlega ferð til Danmerkur vorið 1982 ásamt fleiri rafiðnaðarkennurum. Eftir þá ferð styrktust vináttuböndin og höfum við haldið góðu sambandi síðan, þó í erli tímans hafi stundum liðið allt of langur tími milli samfunda. Við vor- um farin að sjá fram á fleiri sam- verustundir þar sem þau voru búin að reisa glæsilegan sumarbústað ekki langt frá okkar. En nú hefur það komið í ljós sem raunar er löngu þekkt að enginn ræður sínum næt- urstað. Við hjónin kveðjum Guðmund með söknuði. Siggu og dætrunum vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að guð gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg. Sigurður Pétur og Edda. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég kveðja vin minn og starfs- félaga Guðmund Helga. Það er stórt og mikið skarð höggvið í okkar litla starfshóp hjá Nesi við skyndilegt fráfall hans. Við Guðmundur störfuðum saman í 18 ár og sá Guðmundur meðal ann- ars um viðhalds- og tæknilegu málin á skipum Ness. Ég kvaddi Guðmund Helga á föstudeginum, þá kátan og hressan, enda var hann að fara á Stokkseyr- ingagleði daginn eftir. Þar veiktist hann skyndilega og lést skömmu síð- ar. Guðmundur Helgi var einstök persóna, opinskár og hreinskilinn. Hann var vinmargur og hrókur alls fagnaðar í samsætum, enda lá hon- um hátt rómur og frásagnir hans voruskemmtilegar. Hann var mikill áhugamaður um lax- og silungsveiðar og stundaði þá iðju af kappi. Hann var félagi í Stangaveiðifélaginu Ármönnum og fór hann oft með þeim vinum að veiða. Eins hafði hann mikinn áhuga á fluguhnýtingum. Hann átti góða konu, hana Sigríði, sem hann hældi oft og dætrunum þremur. Hann átti tvö barnabörn og var það yngra aðeins mánaðargam- alt. Ég votta Sigríði, dætrum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur. Ég vil þakka þér, Guðmundur minn, fyrir góð og löng kynni sem voru þó allt of stutt. Guðlaug (Didda). Ekki óraði okkur hjónin fyrir að starfsmannaþorrablótið í febrúar yrði síðasta samverustund okkar í þessu lífi með Guðmundi Helga. Stundum er sannleikurinn svo ósanngjarn og sár, – stundum stend- ur maður svo agndofa frammi fyrir orðnum hlut, – stundum verður mað- ur svo ógnarsmár þegar það rennur upp fyrir manni að ekkert er hægt að gera, engu verður breytt, hversu heitt sem maður óskar sér. Þannig var okkur innanbrjóst eftir að hún Sigga hringdi í okkur að morgni sunnudagsins 25. mars til að tikynna okkur að hann Guðmundur hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Við ásamt öðrum sem tilheyra starfsmannahópnum í Kennarahús- inu og fjölskyldum þeirra höfum á undanförnum árum notið nærveru Guðmundar þegar hópurinn hefur hist til að gera sér glaðan dag eða í starfsmannaferðum innan lands og utan. Í öllum tilfellum var hann hrókur alls fagnaðar og lagði sitt lóð á vogarskál gleði og samkenndar í hópnum. Kímnigáfa hans var einstök og oft höfum við notið þess að rifja upp í huganum hnyttin tilsvör og at- hugasemdir sem hann setti fram á sinn einstaka hátt. Það verður vissu- lega fátæklegra í hópnum þegar hans nýtur ekki lengur við og hans verður sárt saknað. Mestur er þó harmur þinn og söknuður, elsku Sigga, dætranna og annarra ástvina. Við eigum þá ósk heitasta að algóður Guð styrki ykkur og leiði. Við vonum að minningin um góðan eiginmann, föður og vin verði ykkur leiðarljós inn í framtíðina. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum viljum við hjónin kveðja kær- an vin og félaga. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Guð- mundi Helga. Guð blessi minningu hans. Björg og Eiríkur. Ótímabært fráfall Guðmundar Helga er okkur veiðifélögum hans mikið harmsefni. Skarð hans verður ekki fyllt og víst er að félagahópur- inn er fátækari á eftir. Guðmundur var litríkur persónuleiki, gefandi og hafði einstakt lag á að lyfta geði þeirra sem voru í návist hans. Sameiginleg áhugamál tengja menn gjarna vináttuböndum. Veiði- skapur er einkar vel til þess fallinn. Jafnt háir sem lágir deila saman lífi sínu, oft í nokkra daga samfleytt, gefa sér tíma til samræðna og njóta saman þeirrar uppsprettu gleði sem fögur náttúra og glíman við vatnabú- ann er. Við þessar aðstæður öðlast menn gjarna djúpa innsýn í eigin- leika hver annars þar sem einlægni og samkennd er ríkjandi. Guðmundur var góður drengur, hjálpsamur og jákvæður. Hann bjó yfir fágætum hæfileikum til að sjá skoplegu hliðar tilverunnar. Óvænt- ar og bráðskemmtilegar athuga- semdir hans með hljómmikilli röddu munu ekki gleymast þeim sem nutu félagsskapar hans jafnt í veiði sem við önnur tækifæri. Hin létta lund var óbrigðul, smitandi og hressandi. Hvorki skipti hann skapi né lagði styggðaryrði til nokkurs manns. Þessir eiginleikar færðu honum marga vini og kunningja sem sóttust eftir návist hans. Hans verður lengi saknað í Dugguvoginum, Félags- heimili Ármanna, við fluguhnýting- ar, á félagsfundum eða öðrum sam- komum, þar sem hann gladdi félaga sína með fjörlegum frásögnum og hnyttnum tilsvörum. Guðmundur var gæfumaður í einkalífi og vinum hans duldist ekki að fjölskylda hans var honum mikils virði. Eiginkonu hans, dætrum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Það er bjart yfir minningu Guðmundar Helga. Bragi Guðbrandsson, Svend Richter. Kveðja frá Stokkseyringafélag- inu í Reykjavík og nágrenni Laugardagurinn 24. mars rann upp bjartur en dálítið svalur. Sólin kom upp og yljaði og mildaði allt. Lítið átthagafélag, sem staðist hefur tímans tönn, fór á heimaslóð til að halda upp á árshátíð sína. Langur undirbúningur og um- hugsun var að baki. Tilhlökkun og gleði að hitta gamla vini og sveit- unga. Fjallahringurinn í kringum Suðurlandsláglendið glæstur í heið- ríkjunni. Snjór á fjöllum en alautt á láglendi. Móttaka heimamanna eins og best verður á kosið. Fólk hittist, minnist, fagnar og gleðst. En undir lok ánægjulegrar kvöld- stundar gerist það. Einn af okkar ágætu félögum fell- ur og strax er ljóst að alvara er á ferðum. Allt breytist í ótta, upplausn og harm. Öll viðbrögð nærstaddra vina hans voru hárrétt og hjálp barst svo fljótt sem auðið var, en ekkert gat komið í veg fyrir að hans hinsta stund í þessu jarðlífi væri upp runn- in. Þannig er það stundum og þá finnum við hvað við erum lítil og magnlaus fyrir því óumflýjanlega. Guðmundur Helgi Guðmundsson fæddist á Stokkseyri og ólst þar upp. Hann hafði sterkar taugar til upp- runa síns og átthaga. Hann stjórnaði árshátíðum okkar stundum og var mjög jákvæður og skemmtilegur félagi. Hann var greindur vel, mikill námsmaður og áreiðanlega eftirsótt- ur og virtur í störfum sínum. Við félagar hans í Stokkseyringa- félaginu og aðrir sveitungar hans er- um miður okkar og harmi slegnir yf- ir ótímabæru fráfalli hans, sem svo sárt og óvænt bar að. Við kveðjum Guðmund Helga Guðmundsson með þökk og virðingu og vitum að það væri í hans anda, að Stokkseyringar héldu áfram að hitt- ast, minnast og gleðjast. Sigríði eiginkonu hans, sem mest hefur misst, börnum hans, Lilju systur hans, svo og öðrum vanda- mönnum og vinum, sendum við sam- úðarkveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja þau í sorginni. Blessuð sé minning Guðmundar Helga Guðmundssonar. Einar Jósteinsson. Hann var drengur góður. Hreinn og beinn, bóngóður, gekk óhikað til verks og kunni ekki að hvísla. Hann var ótæmandi sagnabrunnur, skemmtikraftur hinn mesti og ómissandi í hverja veiðiferð. Það verður ekki farið í Grímsá án Guð- mundar Helga, heyrðist oft sagt, og nú er spurning hvort Ármannahollið í Lundarreykjadalinn leggist ekki fljótlega af. Við félagarnir erum sár- reiðir örlögunum að taka Guðmund Helga frá okkur svona fyrirvara- laust. Við áttum eftir að gera svo margt saman, fara í margar veiði- ferðir, hlæja og hlusta á hann fara með heilu kvæðabálkana og segja sögur af skemmtilegu fólki. Það er stórt skarð fyrir skildi og hart að trúa því að hávær rödd þessa mikla öðlings sé þögnuð. En auðvitað þagnar hún aldrei. Við heyrum hana óma áfram, djúpa og seiðandi, á sama hátt og einn félagi okkar heyrði hana einu sinni þvert yfir flugstöðvarsalinn í Frankfurt, í gegnum hátalaraglamur innan um mörgþúsund manns, eins og enginn annar væri til í heiminum en þessi mikli Íslendingur sem lá aldrei lágt rómur. Í okkar huga einkenndi þennan góða dreng fyrst og fremst fölskva- laus gleði og grómlaus framkoma. Ekki var miklum sálarflækjum fyrir að fara hjá Guðmundi Helga. Talað var hreint út um hlutina, þannig að fyrir ókunnuga gat það jafnvel á köflum verið svolítið sláandi. En auðvitað kunnum við félagarnir að taka því og kunnum að auki vel að meta það. Dæmi um þetta var þegar hann þáði laxinn í Grímsá um árið. Kolbeinn var að sækja eftirlegulax inn í geymslu þegar hann gekk beint í flasið á Guðmundi sem var að koma af veiðistað, fisklaus og dálítið stúr- inn. Túrnum var að ljúka og Kol- beinn spurði hvernig hefði gengið. Það var venju fremur þungt í Guð- mundi, enginn fiskur. Jú, segir þá Kolbeinn, hérna hefurðu einn og réttir honum fiskinn. Vinur okkar horfði undrandi á Kolbein, tók við laxinum og sagði hikstalaust: Tja, minni gat hann nú ekki verið. Það er mikill sjónarsviptir að Guð- mundi Helga fyrir fluguveiðifélagið Ármenn. Margir hafa lýst söknuði sínum undanfarna daga. Síminn hef- ur hringt og á hinum enda línunnar verið daprir Ármenn sem þurftu að létta á hjarta sínu. Einum rómi ljúka þeir lofi á Guðmund Helga og blessa minningu frábærs karakters sem átti sér engan líkan. Hann var okkur mikils virði. Það lifnaði yfir öllum í félagsheimilinu Árósum þegar Guð- mund Helga bar að garði. Bros færð- ist yfir varir viðstaddra og mann- skapurinn beið spenntur eftir því sem verða vildi. Hvað skyldi hann nú segja? Hnyttilegar athugasemdir flugu og kannski lúmsk skot sem áttu oftar en ekki vísun í þjóðskáldin eða Íslendingasögurnar. Þessi höfðingi tók virkan þátt í félagsstarfi okkar, mætti gjarnan með þvinguna sína til að hnýta flug- ur á mánudagskvöldum og hafði uppi ýmsar athugasemdir um menn og málefni. Það verður erfitt að fylla skarðið sem Guðmundur Helgi skil- ur eftir sig í góðum hópi. Við vottum Sigríði Sveinsdóttur og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir um ókomin ár í hjarta okkar allra. Fyrir hönd Ármanna, Kolbeinn Grímsson og Ragnar Hólm Ragnarsson. „Bless og takk fyrir skemmtilegt kvöld.“ Þannig kvöddumst við í leigubílnum eftir þorrablót starfs- manna í Kennarahúsinu fyrir nokkr- um vikum. Ekki datt okkur þá í hug að þetta væri okkar síðasta stund með vini okkar Guðmundi Helga. Þess vegna viljum við lengja þessa síðustu kveðju um nokkur orð. Hann hefur skyndilega og fyrir- varalaust verið hrifinn brott frá fjöl- skyldu og vinum, aðeins 59 ára að GUÐMUNDUR HELGI GUÐMUNDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.