Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VOR ER í lofti, sá árstími sem kveik- ir áhugann hjá mörgum að fá sér hund. Útivistir hundaeigenda verða jafnframt tíðari. Íslendingar eru margir hverjir framtakssamir heilsuræktendur. Heilsuræktarstöðvar eru þétt settn- ar og er það vel. Líklegt er þó að ekkert jafnist á við að leggja rækt við líkama sinn úti í fersku lofti. Meðal okkar er dýrategund, sem sértskaklega þarf að treysta á sam- viskusemi okkar til að fullnægja hreyfiþörf hennar sem best og þarf það helst að fara fram undir berum himni. Það er hundurinn. Fátt er þeim kærara en að fá að hlaupa um, uppgötva nýtt og kanna gamalt, sýna sig og leika sér eða fá að gelta af gleði. Greinarhöfundur talar af nokkuri reynslu. Hundar hafa verið samferða mér í 20 ár og er ég oft spurður, sem mér þykir alltaf jafn- sérkennilegt; „ hvort þeir þurfi ekki mikla hreyfingu?“ Ég svara „að þeir fái þá hreyfingu sem mér sjálfum er holl og nauðsyn- leg“. Flestum kemur svarið á óvart! Sumir skilja það ekki. Ég leita út í náttúruna fyrst og fremst sjálfs mín vegna, hundarnir eru minn félagsskapur. Íslensk nátt- úra þykir mér alltaf jafnspennandi, mögnuð, breytileg og gefandi, hún er aldrei eins. Það kostar ekkert að að njóta hennar og stutt er í dýrðina. Lífsgæði sem útlendingar öfunda okkur af en ótrúlegur fjöldi íslend- inga er blindur fyrir. Algengt er að á daglegu rölti mínu verði hundar á vegi mínum. Skyldi engan undra. Hundahald er vinsælt. Að eiga og umgangast heilbrigðan hund með góða lund eru forréttindi. Félagsskapurinn er frábær og óskaplega gaman að vera með hóp hunda, tvo eða fleiri saman. En það undarlega er, að þegar fer- fætlingarnir verða á vegi mínum, er sjaldnast við hlið þeirra húsbóndi. Á undan eða eftir mjakast áfram bif- reið og í versta falli mæti ég slíku farartæki á hröðu skriði og oft nán- ast vitstola af hræðslu hund, sem hleypur langt á eftir bifreiðinni að berjast við að halda í við eiganda sinn í bílnum. Ótrúlegur ósiður, sorgleg lífsreynsla, skelfileg leti. Undir stýri situr oft fullfrískt fólk, upptekið við að flýta sér að klára rúntinn fyrir hundinn, malandi í far- síma, sinnandi tóbaksfíkn sinni eða raðandi í sig skyndibita og gosdrykk á meðan ferskt vatn rennur í læk skammt frá bílnum! Útivið er oftar en sjaldan frábært veður, en hundeigandinn er hrein- lega of latur til að fylgja besta vini sínum þann stutta spotta, sem hann þarf á að halda daglega. Myndin, sem blasir við manni er eins öfugsnúin og mögulegt er. Allt er gert, sem ekki ætti að gera. Halda sumir hundaeigendur að hundahald sé heilsuspillandi og best sé að of- reyna sig ekki með því að rölta með hvutta? Hundur vill finna fyrir nálægð húsbónda síns. Því er dapurt að sjá suma þessa húsbændur sitja sem fastast við stýrið, fjarstýra dýrinu með bílflautunni eða stjórna því með hrópum, köllum, jafnvel skömmum og fúkyrðum út úr bílnum ef því þóknast ekki að lesa hug hins sér- kennilega innstillta eiganda síns. Engin skóli er betri fyrir hunda en þegar hundurinn skilur eiganda sinn og öfugt. Hundum þarf að leiðbeina, stundum að róa þá, oft að hvetja, sí- fellt að hrósa og mikið að snerta. Til þess að hundurinn geti skilið hús- bónda sinn, þarf eigandinn fyrst að skilja hund sinn og helst þekkja ögn persónuleika hans. Aðeins tími, ein- beiting, þolinmæði, áhugi og einlæg- ur vilji gerir mann og hund sem eitt. Takmark, sem fáum tekst að ná! Ís- lendingar eru líklega of agalausir, góðir hlutir gerast hægt, of hægt fyrir Íslendinga. Aðstæður til slíks samruna eru þó einstakar í íslenskri náttúru, oft spölkorn í burtu, einu fegursta sköpunarverki sem fyrir- finnst. Það tekst engum hundaeig- anda sem alltaf er límdur niður í bíl- sæti. Mér verður ætíð orða vant, þegar ég upplifi svona atburði og kemur þá fyrst upp í hugann það, sem sagt er við æskuna þegar hún óhlýðnast „skammist ykkar“. Besti vinur ykk- ar á betra skilið. Ræktið litlu skinnin af meiri ábyrgð. Hafið og hugfast, að daglega skuldið þið eigin sál og skrokk það, sem allir hundar þrá hvað mest, fatlaðir óska sér einskis heitar, rúmliggjandi dreymir um, stríðshrjáðir sjá aðeins í hyllingum og sumum sjúklingum er ráðlagt að tileinka sér – hreyfingu í faðmi frið- sællar náttúru. Hundar og heilsu- rækt eiga samleið. ÁRNI STEFÁN ÁRNASON Ölduslóð 38, Hafnarfirði Er hundahald heilsuspillandi? Frá Árna Stefáni Árnasyni: Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Fátt er hundum kærara en að fá að hlaupa um, uppgötva nýtt og kanna gamalt, sýna sig og leika sér eða fá að gelta af gleði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.