Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 71
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 71 MIG langar til að benda lesendum Morgunblaðsins á athyglisverða grein Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar í Morgunblaðinu 27. mars. Hún tengist umræðum í „Silfri Egils“ á Skjá einum fyrir nokkrum dögum og einnig „Málinu“, sem er þáttur á sömu sjónvarpsstöð. Hann ræðir þar um nýja stétt manna eða svo- kallaða „síðdegisspjallara“. Jón skilgreinir orðið „síðdegisspjallari“ í grein sinni á skýran og skemmti- legan hátt og lýsir afstöðu sinni til þeirra. Grein Jóns snýst númer eitt, tvö og þrjú um það göfuga gildi í siðuðu samfélagi manna að hver og einn hafi rétt á því að hafa skoðun og tjá sig um hana, sama hvort þeir hafi á réttu eða röngu að standa, eða hvort skoðun þeirra sé góð eða ill, andstætt „Illhugakenningunni“ . Ég veit að Jón er mikill fagmað- ur en ekki síður hugsjónamaður um grundvallarréttindi manneskjunn- ar. Hann er að ræða um svo mikil grundvallargildi að þau varða hverja einustu mannveru. Þetta eru gildi sem þarf að ræða ofan í kjöl- inn, ekki bara af síðdegisspjöllurum sem þyrla upp moldviðri heldur líka síðdegisspjöllurum sem líkjast Jóni Steinari. Sjónvarpið er sterkur miðill og það er synd að jafntærar hugmynd- ir um mannréttindi og ég veit að Jón hefur, skuli ekki skila sér betur til þjóðarinnar. Það er auðvelt „að villast af vallarsýn“ eins og hann kemst svo skemmtilega að orði. Mig minnir að Voltaire hafi verið málsvari hins menntaða einveldis en Jón vitnar í setningu sem höfð er eftir honum og er líklega það fal- legasta sem sagt hefur verið um rétt manna til að tjá skoðanir sínar. „Þó að ég fyrirlíti skoðanir þínar er ég fús til að láta lífið fyrir rétt þinn til að tjá þær.“ Þrátt fyrir að Jón telji sig ekki verðskulda þann heiður að vera líkt við Voltaire að þessu leyti, segist hann ekki tilbúinn að deyja fyrir málefnið. Sannleikurinn er hins vegar sá að Jón hefur eitt stórum hluta lífs síns í að verja og minna fólk á þessi gildi. Aðferð hans er hins vegar að vera töff og ögrandi, þess vegna fer hann í taugarnar á mörgum. Oftar en ekki eru það þeir sem ögra mest sem vekja okkur af vær- um blundi. Ég legg til að stétt síð- degisspjallara verði opnari og það- an heyrist líka ígrundaðar lífs- skoðanir. Sérstaklega um grund- vallargildi í samfélagi manna. STELLA GRÓA ÓSKARSDÓTTIR, Fífumýri 5, Garðabæ. Illhugakenningin Frá Stellu Gróu Óskarsdóttur: Á UNDANFÖRNUM misserum hafa kjörnir fulltrúar Reykvíkinga í borgarstjórn Reykjavíkur að nokkru leyti misskilið hlutverk sitt. Meiri- hlutinn í borgarstjórn virðist standa í þeirri trú að það sé þeirra hlutverk að standa í fyrir- tækjarekstri í samkeppni við einkaaðila. Að það sé hlutverk borgarinnar að stofna og reka fyrirtæki á hinum almenna markaði. Standa fyrir stofnun fjarskiptafyrirtækis og eyða tíma sínum í það að ákvarða hvers konar þjónusta þar skuli veitt og hvaða ekki. Hlutverk borgarfulltrúa á hverjum tíma hlýtur að snúast um það að reka það sveitarfélag sem þeir eru kjörnir til. Að efla og bæta borgina, útrýma biðlistum á leikskól- um, lóðaskorti, skipuleggja ný hverfi og fleira í þeim dúr. R-listinn, sem nú fer með völd í borginni, hins veg- ar ákveður að leika sér með fé borg- arbúa. Eyða nokkur hundruð milj- ónum í það að stofna fyrirtæki sem einkaaðilar og fagfjárfestar eru mun hæfari til. Eingöngu til þess að vonir nokkurra borgarfulltrúa um frama í viðskiptum nái fram að ganga. Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort lína.net eigi tilverurétt eða ekki. Rekstur þess er í öllu falli betur kominn í höndum einkaaðila. Borg- arfulltrúar R-listans hafa herfilega misskilið hlutverk sitt, hafi þeir nokkurn tímann vitað hvert það er. STEINÞÓR JÓNSSON, bakari, Hléskógum 18. Borgar- fulltrúar í fyrirtækja- rekstri Frá Steinþóri Jónssyni: Steinþór Jónsson Mjúk gó l fe fn i Ármúla 23, sími 533 5060 Fallegar kápur stuttar og síðar þykkar og þunnar Úrval af yfirhöfnum á góðu tilboðsverði Opið laugardaga frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Áskorun hugljómunar (Enlightenment Intensive) í Bláfjöllum 17. til 20. maí. Hver ert þú? Markmiðið er hugljómun, bein upplifun á sannleikanum. Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðfinnu í símum 562 0037 og 869 9293, Rögnu Norðdahl í símum 564 3118 og 863 3960 og Lindu Konráðsdóttur í síma 861 1278. Leiðbeinandi Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir. Hef opnað sálfræðistofu Júlíus Einar Halldórsson sálfræðingur hefur opnað sálfræðistofu þar sem boðið er upp á almenna sálfræðiþjónustu, s.s meðferð, ráðgjöf, rannsóknir og áfallahjálp. Símapantanir í síma 869 6260 á milli kl. 18.00—19.00 alla virka daga. Hægt er að leggja inn pantanir eða fá upplýsingar um þjónustuna í netfangi: juliuseh@its.is . Öllum fyrirspurnum um þjónustuna svarað. Fermingartilboð Snittur, brauðtertur, alhliða veisluþjónusta Pantið tímanlega Stúdíó Brauð, Arnarbakka 2 - sími 577 5750
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.