Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 73

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 73 DAGBÓK Gullsmiðir LAURA ASHLEY LAURA ASHLEY Laugavegi 99, sími 551 6646. Rýmingarsala hefst í dag, 3. apríl. Vegna flutnings verða eldri vörur seldar með 30-70% afslætti.  Kvenfatnaður  Gluggatjaldaefni  Veggfóður  Veggborðar  og fleira Verslunin flytur í Bæjarlind 14-16 í byrjun maí Vinsælu mjúku regngallarnir með bómullar- og/eða flísfóðrinu komnir. o g L a u g a v e g i 4 Heildverslun Til sölu einstaklega skemmtileg heildverslun með gjafavörur. Flytur inn sérstæðar gjafavörur sem eru mjög vinsælar og gefa vel af sér. Aðeins 2 til 3 starfsmenn. Velta um 33 millj. Frábær framlegð. Góð viðskiptasambönd bæði innlend sem erlend. Einstakt tækifæri fyrir dugleg hjón eða samhæfða einstaklinga sem vilja vinna mikið og þéna vel. Góður lager og mikið af nýjum vörum á leiðinni. Er laus strax af mjög sérstökum ástæðum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins:Þú ert þekktur fyrir að leggja þig fram í hvívetna og þess vegna leitar fjöldinn til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú verður að skipuleggja starf þitt svo að þú drukknir ekki í verkefnum dagsins. Og þegar þú hefur náð tökum á hlutunum máttu ekki missa þau aftur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er til lítils að ganga gegn um daginn með bundið fyrir augun. Þú verður að horfast í augu við raunveruleikann og taka þátt í honum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að haga orðum þín- um þannig að meiningin kom- ist til skila án þess að þú móðgir aðra. Það þýðir þó ekki að þú eigir að liggja á skoðunum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Því betur sem þú rannsakar málin þeim mun fljótari ertu að vinna þau og nærð betri árangri. Láttu aðra ekki tefja þig að tilefnislausu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Yfirmenn þínir eru ánægðir með störf þín svo þú getur baðað þig í sviðsljósinu um sinn. Mundu bara að ofmetn- ast ekki, því dramb er falli næst. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þig langi til þess að hafa puttana í öllum sköpuðum hlutum er þér það ekki ætlað svo hættu því. Þér líður áreið- anlega betur á eftir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að sigrast á þeim erfiðleikum sem skjóta upp kollinum í samskiptum við samstarfsmenn þína. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að vinna skoðunum þínum fylgi og það gerirðu best með því að vera heiðar- legur og tala svo að enginn sé í vafa um fyrir hvað þú stend- ur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt óvænt ferðalag komist á dagskrá. Þú hefur hvort eð er mjög gaman af ferðalögum svo sláðu bara til. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vilji er allt sem þarf og þú verður að stilla þig inn á að vilja hlutina áður en þú freist- ar þess að framkvæma þá. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það sem þú aðhefst núna hef- ur áhrif á það sem þú átt ógert. Enginn kemst hjá af- leiðingum verka sinna eða getur falið þær fyrir sjálfum sér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér gengur einhvern veginn ekki að einbeita þér að því sem þú ert að gera. Taktu þér tíma til þess að kanna heils- una og kippa henni í lag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT SAGT UPP ÚR ÞÖGN Þekki eg óminn þessa hljóms, þarf ei umtal meira; nálæg þruma dauða og dóms dunar mér við eyra. Ber nú margt fyrir brúnaskjá, sem betra væri að muna. En feigum horfi eg augum á alla náttúruna. Bólu-Hjálmar. Þegar horft er á allar hend- ur skyldi maður ætla að auð- velt væri að segja fyrir um sagnir og spilamennsku. Og reyndar er það stundum mögulegt, en oftar en ekki er raunveruleikinn of lygi- legur til að hægt sé að sjá hann fyrir. Hér er spil frá landsliðskeppni Breta 1984. Þetta var einvígisleikur og aðeins spilað á tveimur borðum: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ 86 ♥ Á10854 ♦ Á7 ♣ ÁG98 Vestur Austur ♠ K1054 ♠ G932 ♥ K632 ♥ – ♦ K1096 ♦ DG8542 ♣2 ♣1063 Suður ♠ ÁD7 ♥ DG97 ♦ 3 ♣KD754 Spilið féll. En ekki í sex hjörtum í NS, unnum með yfirslag, eins og „minni spá- menn“ gætu ætlað. Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Flint Brock Sheehan Forrester Pass 1 hjarta Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 6 lauf Allir pass Þetta er ekki slæmur samn- ingur, en Flint var vel með á nótunum og kom út með lítið hjarta frá kóngnum fjórða. Forrester svínaði, en Shee- han trompaði og skipti yfir í spaða. Forrester gat ekki annað en prófað drottn- inguna og fór fyrir vikið tvo niður, því austur fékk aðra stungu: 100 í AV. Nokkur óheppni og alls ekki ólíkleg niðurstaða. En á hinu borðinu komust NS aldrei inn í sagnir! Vestur vakti þar á tveimur hjörtum, sem sýndi kerfisbunið þrí- lita hönd (4441) með fjórlit í hjarta og 11–15 punkta. Eitthvað smávegis vantaði upp á punktastyrkinn í vest- ur, en sögnin heppnaðist fullkomlega. Austur sagði tvo spaða og fékk að spila þann samning. Hann náði að skrapa saman átta slögum og tók fyrir það 110. Sem er góð tala þegar 7 hjörtu vinn- ast í hina áttina, en dugði þó aðeins til að fella spilið. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Með morgunkaffinu Viðskiptanetið og Skák- félagið Grand Rokk héldu fyrir skömmu veglega mótaröð í hraðskák. Keppnin samanstóð af tveim úrtökumótum og úr- slitamóti er haldið var með útsláttarfyrirkomulagi 31. mars sl. Margir af sterk- ustu hraðskákmönnum þjóðarinnar tóku þátt í mótinu og var nýj- asti meðlimur Grand Rokks, Stefán Kristjáns- son, einn þeirra. Staðan kom upp í einvígi Róberts Harðarsonar (2250), hvítt, og Davíðs Kjartans- sonar (2195). Skákmaður Grand Rokks árið 2000 hefur ásamt for- seta félagsins grandskoðað Morra-gambít í Sikileyjarvörn. Þeir félagar hafa án efa oft leitt menn í gildrur líka þeirri sem framhaldið ber með sér: 7. e5! dxe5? Svartur lendir í óyfirstíganlegum hremm- ingum eftir þetta. 7…Rg4 hefði verið skárri kostur. 8. Dxd8+ Kxd8 Ekki var björgulegra að leika 8...Rxd8 þar sem eftir 9. Rb5 er svartur illa settur. Framhaldið tefldi hvítur af fítonskrafti: 9. Rg5! Kc7 10. Rb5+ Kb8 11. Rxf7 Hg8 12. Rxe5! Rxe5 13. Bf4 og svartur gafst upp enda staða hans illa leikin. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. COSPER Því miður herra minn, konan þín er ekki orðin nógu góð. Grasekkja segir þú. Það kemur sér vel því ég er grænmet- isæta. Það hlýtur að vera eitthvað að spegl- inum.       MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.