Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 74

Morgunblaðið - 03.04.2001, Page 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚT ER kominn geisladiskurinn Simply Mortified með „hljómsveit- inni“ BS 2000. Þetta er diskur sem gefinn er út af plötufyrirtækinu Grand Royal Records. Það kemur þess vegna kannski ekki svo mjög á óvart að hér eru á ferðinni marg- frægur Ad-Rock (Adam Horovitz) úr Beastie Boys annars vegar, og vinur hans Awol (Amery Smith), sem trommað hefur með þeim pilt- um, hins vegar. Saman tveir eru þeir BS 2000. Diskurinn inniheldur 20 lög og eru þau öll eftir þá félaga nema eitt sem er eftir Granville Sascha Burland. Var maður nokkuð spenntur að sjá hvað verða vildi og byrjar diskurinn bara nokkuð vel, á orgelsmellnum „N.Y. is Good“. Gott klaufabárðadiskó sem er vel til þess fallið að hrista sig eftir … ef maður er í stuði … og einmitt staddur í góðu partýi. Þannig eru þau nokkur, eins og lagið „No Matter What Shape Your Stomach Is In“ og lagið „New Gouda“ sem er einnig dans- smellur en það er eitt af betri lögum plötunnar. Í laginu „The Scrappy“ kveður svo við kunnuglegan Beastie-tón, og er því ekki að neita, að maður bregst nokkuð glaður við í fyrstu (því af þeim fallegu tónum verður maður víst seint svikinn), og þó …, er hann bara hálfur einhvern- veginn eða einn þriðji kannski? Auð- vitað. Samt vil ég nú minnast á enda- sprettinn í laginu umrædda, sem er ein helsta snilld plötunnar. En það eru öskur ekki ósvipuð því að Andr- és Pönkönd sé að ganga af göflun- um, afturábak og bregði sér út úr líkamanum, á 500 kílómetra hraða. Nema hvað – maður verður seint taugaveiklaður af því að hlusta á lög eins og „Buddy“, „Extractions“ eða „Flossin at Lawson“ sem eru rólegri lög disksins og vekja mann til um- hugsunar um „San Fran-hippann“ sem kannski er aldrei svo langt und- an hjá Kananum. Annars eru lögin oft nokkuð svona „Benelúxpönkskotin“ (ef einhver skilur það) og lögin „Sick For A Reason“, „Better Better“, „Wait a minute“, „Dig Deeper“, „Boogie Bored“ og „In The Basement“ eru ágætislög en ekkert af þeim stendur upp eða niður úr. Þetta eru svona blátt áfram og beint af augum-lög. Ekkert þung eða krefjandi. Meira svona undanrennupönk (Bene- lúx=undanrenna). Tjah, án þess að vera með ein- hverjar meiningar þá fær maður á tilfinninguna að það hafi ekki verið tekið neitt rosalega á, við sköpun og útsetningar þessara laga. Rétt er í því samhengi að minnast á lagið „The Side To Side“ sem er dans- kennslulag í „lifandi“ flutningi þeirra félaga og er örugglega lýs- andi fyrir stemninguna sem ríkir í herbúðum þeirra. Hún er sumsé léttleikandi. Lokalagið er huggulegt „klappið saman höndunum útgöngu- lag“. Ég ætla nú að leyfa mér að segja að það hefði kannski verið sniðugt að hafa ögn færri lög sem þá hefðu not- ið sín betur. Um leið eru allar slíkar kenningar eins og hvert annað væl því þetta er „spontant“ plata og þá er bara málið að kýla á allan graut- inn eða sleppa honum annars …, eeþþaaaaagíííí! Djammlyktin er nokkuð ríkjandi. Kannski aðeins um of. Annar á org- elið og hinn á settinu í geðveikum fíl- ing, þið vitið (sko þeir). Þó er þetta auðvitað alveg kex- hress plata úr hinni últrahressu Beastie-fjölskyldu sem aldrei hefur slegið slöku við í „hressinu“ og aldr- ei svikið mann með því heldur. Hér er alls ekki um neitt tónlist- arlegt þrekvirki að ræða hjá pilt- unum, enda leyfi ég mér að efast um að það hafi verið ætlunin. Ég geri því skóna að þetta hafi verið svona „látið vaða“-skref frá þeirra hendi, hafandi þarna einstaklega gott tæki- færi á útgáfu með plötufyrirtæki og allar græjur innan seilingar og svo- leiðis á það náttúrulega að vera. En þarna eru engar nýjungar á ferðinni sem bæta einhverju við líf manns. Engar stórar uppgötvanir. Manni finnst dálítið eins og maður hafi heyrt þetta áður. Platan er nokkuð hrá og það er það besta við hana, al- veg tilvalin í næsta partí en ekki mikið meira … ERLENDAR P L Ö T U R Margrét Kristín Blöndalpælir í Simply Mortified, nýrri plötu dúettsins BS 2000 sem sam- anstendur af Ad-Rock úr Beastie Boys og félaga hans Awol. Undanrennupönk með „hippahopp“-ívafi ÞAÐ VAR glatt á hjalla enda fjöl- menni þegar hjónin Ásta Berghildur Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson tóku formlega í notkun sinn glæsilega hestabúgarð að Hestheimum í Ása- hreppi í Rangárþingi föstudaginn 24. mars. Karlakórinn Heimir úr Skaga- firði kom til að heiðra húsráðendur en þau Ásta Begga og Gísli eru fædd og uppalin í því fagra héraði. Nokkr- ar glæsilegar hestasýningar voru haldnar og tók landbúnaðarráð- herra, Guðni Ágústsson, þátt í þeirri fyrstu og bar lof á húsráðendur og árnaði heilla. Þarna er á skömmum tíma búið að byggja upp hesthús fyrir nær fimm tugi hrossa, reiðhöll, veitingaað- stöðu, stórt íbúðarhús auk þjónustu- og gestahúss. Ætlunin er að vera með fjölbreytta þjónustu fyrir hesta- áhugafólk, svo sem hestaleigu, kennslu, tamningu og þjálfun hrossa o.fl. og segja nýju ábúendurnir að þeir séu vel í sveit settir fyrir slíka starfsemi. Hátíð í Hestheimum Helga Guðnadóttir formað- ur hestamannafélagsins Geysis afhendir Ástu B. Ólafsdóttur gjöf en við hlið þeirra eru Gísli Sveinsson, eiginmaður Ástu, og dætur þeirra, Katla og Inga Berg. Félagarnir Gunnar og Njáll eru þekktir fyrir allt annað en að láta góðan gleð- skap framhjá sér fara: Jón Smári Lár- usson og Sigurður Sigmundsson. Morgunblaðið/Sig. Sigmunds. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra reið mjúklega á Léttfeta.                         !"! #$%$& Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Fös 6. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 21. apríl kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 27. apríl kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS AUKASÝNINGAR V. MIKILLAR EFTIRSPURNAR MENNINGARVERÐLAUN DV 2001 BLÚNDUR & BLÁSÝRA e. Joseph Kesselring Lau 7. apríl kl. 19 5. sýning Fös 20. apríl kl. 20 6. sýning Lau 28. apríl kl. 19 MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 8. apríl kl 14 – NOKKUR SÆTI LAUS Sun 22. apríl kl 14 – ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH:Sýningin er túlkuð á táknmáli Sun 29. apríl kl 14 – NOKKUR SÆTI LAUS ÍD KRAAK EEN OG KRAAK TWEE eftir Jo Strömgren POCKET OCEAN eftir Rui Horta Fim 5. apríl kl. 20 – 6. sýning Sun 8. apríl kl. 20 Sun 22. apríl kl. 20 LISTDANSSKÓLI ÍSLANDS VORSÝNING Mið 11. apríl kl. 20 Litla svið KONTRABASSINN e. Patrick Süskind Fim 5. apríl kl. 20 2. sýning - ÖRFÁ SÆTI Lau 7. apríl kl. 19 3. sýning Fim 19. apríl kl. 20 4. sýning ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Sun 8. apríl kl. 20 Sun 22. apríl kl. 20 Fim 26. apríl kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR! Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is sýnir í Tjarnarbíói       2. sýning fimmtudaginn 5. apríl. 3. sýning föstudaginn 6. apríl. 4. sýning mánudaginn 16. apríl (annan í páskum). Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:            3 2   B   * 2    :B   0 2   B    2    *B ! " # $ ) 2   CB ! " # $  2    DB ! " # $ : 2   *:B ! " # $% &' ()**    $ # +$$  9  CB       **B       *CB       *DB   ! " # $   :  ,, # $% &  *-.  &$   / ) 2    CB    2  #   B ! " # $ : 2    **B ! " # $ C 2   *)B ! " # $ D 2    *B  ,, # $% +01  && 2   3*  +$     3 * B     *B ,% 45    ,% 67     *CB 8      *DB  67%97  % Smíðaverkstæðið kl. 20.00: +01  && 2   3*  +$     9  CB   #   B     **B    *)B      *B  % Litla sviðið kl. 20.30: ' (+  . :" ;< = ( $  9  CB *$, $ ,$= >$:!% % ,?% $$$@ ,?% 9          +=$$$  "%8A % ,% 4984B =%8% ,% 49867% 552 3000 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 flyst í Loftkastala vegna mikillar aðsóknar lau 21/4 örfá sæti laus fim 26/4 örfá sæti laus sun 29/4 örfá sæti laus Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fös 6/4 örfá sæti laus mið 11/4 nokkur sæti laus sun 22/4 örfá sæti laus SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG KL. 20 lau 7/4 nokkur sæti laus fös 27/4 nokkur sæti laus Síðustu sýningar! 530 3030 Opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 mið 4/4 UPPSELT fim 5/4 UPPSELT lau 7/4 UPPSELT sun 8/4 UPPSELT mið 11/4 UPPSELT fim 12/4 UPPSELT - Skírdagur Ath! Sýningar færast eftir 12/4 í Loftkastala Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar opnar hún í viðkom- andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is   Í HLAÐVARPANUM Eva - bersögull sjálfsvarnareinleikur 22. sýn. þri. 3. apríl kl. 21 örfá sæti laus 23. sýn. þri. 10. apríl kl. 21.00 24. sýn. fim. 19. apríl kl. 21.00 25. sýn. lau. 21. apríl kl. 21.00 26. sýn. fös. 27. apríl kl. 21.00 HÁALOFT - geðveikur gamaneinleikur Aukasýning í Geðheilbrigðisviku 3<$ $$  $ $ #        +1&  + CC4 D7CC % $$$%       > #    ! " # $ 6% >%   *  +=$$$  $$ E ,$ $$ ,% 49F4G   $ $= > >$ $$% H  I56 4I77% % , $%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.