Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 77 HARÐKJARNASENAN á Ís- landi er í þvílíkum blóma. Músíktil- raunir hafa verið hernumdar af hljómsveitum sem tilheyra harð- kjarnamenningunni og aragrúi er af öðrum úrvals hljómsveitum sem eru að gera þessa senu að einu því mest spennandi í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. En þó að íslensk rokk- og harðkjarnabönd séu góð er nauðsynlegt öðru hvoru að fá nýtt blóð inn á tónleikasenuna til að auka fjölbreytnina. Hljómsveitirnar Millsbomb og Di- spirited eru staddar hér á landi vegna verkefnis sem efla á samvinnu ungra evrópskra hljómsveita. Tón- leikarnir á Gauknum voru þeir síðari sem aðstandendur Skarkala stóðu fyrir og eiga þeir hrós skilið. Maður vonar að framhald verði á þessu samstarfi og að ungar íslenskar hljómsveitir fái einnig tækifæri til að spila erlendis. Fyrst til að hefja leik var ein besta harðkjarnahljómsveit Íslands, Snafu. Þetta er gríðarlega hörð hljómsveit, vel spilandi og státar af góðum söngvara. Snafu keyrði áfram eðalrokkið með góðum lögum og náði fljótt að kynda upp í mannskapnum. Næst á svið var Vígspá, sem að mínu mati kom, sá og sigraði. Vígspá var alveg meiriháttar, lögin voru frábær, bandið gríðarlega þétt og Bóas söngvari í alveg hættulega miklu stuði. Þvílíkur kraftur og stemning sem piltarnir gátu framleitt, nálægð- in við tónleikagesti fullkomin og lokalagið „Yesterday don’t mean shit“ eftir Pantera var skemmtilegt innlegg. Ég hálfvorkenndi Dispirited sem koma frá Svíþjóð, ekki fyrir það að vera sænskir heldur fyrir að þurfa að fara á svið á eftir Vígspá. Það reynd- ist samt ekki þörf á því, Svíarnir voru fljótir í gang og við tók þungt dauða-/ruslrokk (death/thrash met- al) árgerð 1990–1992, úrvals nost- algía. Dispirited voru í gríðarlegum ham og kunnu áheyrendur að meta það sem þeir höfðu fram að færa og stigu nokkur dansspor í pyttinum. Dispirited kvöddu Gaukinn með löngu klassísku lagi Sepultura „Cha- os A.D.“ og áttu salinn algjörlega á meðan. Eftir storm Svíanna mætti Mills- bomb. Millsbomb er sex manna sveit frá Austurríki sem spilar þungarokk með rapp- og hipp hopp-áhrifum. Hljómsveitin skartar tveimur söngv- urum sem bæta hvor annan upp en eru ásamt félögum sínum mjög líf- legir á sviði. Lög þeirra Millsbomb- manna voru þó ekkert meiriháttar, hálfgert léttmeti eftir það sem áður hafði dunið yfir. Best tókst þeim upp í tveimur pönklögum sem þeir áttu í kistunni. Millsbomb eiga sínar góðu hliðar, sterkust er sviðsframkoman en mínusinn var tímaeyðsla og kannski einu aukalaginu of mikið. Síðastir á svið voru kóngarnir í Mínus. Strákarnir mættu fullir af orku og tilbúnir í að sprengja hljóð- múrinn. Einn, tveir, þrír, rokk og ról. Krummi söngvari hlykkjaðist og fleygði sér um sviðið á meðan hann öskraði og söng. Hljómsveitin, sem er gríðarlega þétt, varð að gæta sín á að verða ekki í vegi fyrir honum. Það var eins og maðurinn væri andsetinn af Iggy Pop. Því miður lenti Mínus í vandræðum með trommusettið og þar að auki í tímahraki þar sem Millsbomb hafði teygt lopann of mik- ið. Þar af leiðandi fengu tónleika- gestir ekki nema fimm lög með Mín- us en þeim var það bætt upp því Mínus endaði eins og The Who. Öll- um hljóðfærunum fleygt í gólfið, trommusettið tætt í sundur og skila- boðin skýr. Engin aukalög. Eðal- kvöld með ofsaþungu rokki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hinir austurrísku Millsbomb voru hinir mestu grallaraspóar. Skarkali á Gauknum TÓNLIST H l j ó m l e i k a r Skarkali – Tónlistarhrina í Reykja- vík. Til umsagnar er seinna kvöldið sem fram fór miðvikudaginn 28. mars. Fram komu: Snafu, Vígspá, Dispirited (frá Svíþjóð), Millsbomb (frá Austurríki) og Mínus. GAUKUR Á STÖNG Jóhann Ágúst Jóhannsson HIN RAUÐA Berlín, eins og höf- uðborg Þýskalands var stundum kölluð um 1930, stuttu áður en nas- istar tóku völdin, hefur lifað tímana tvenna. Menn hafa farið mismjúkum höndum um þessa dömu sem er reyndar langt frá því sjálf að vera lítil og saklaus. Hún hefur veitt mörgum húsaskjól í gegnum aldirnar og menn hafa sýnt þakklæti sitt á mismann- úðlegan máta. Menn blindaðir af ást til hennar og þeirrar þjóðar sem hún tilheyrir hafa framið viðurstyggilega glæpi gagnvart mannkyninu, þess valdandi að hún hefur þurft að þola sprengjubræði sem jafnaði hana nánast við jörðu. Stuttu síðar þegar sigurvegarar seinni heimsstyrjaldar- innar fóru að þrasa sín á milli datt þeim ekkert betra ráð í hug en að skipta verðlaunagrip sínum í tvennt og reistu múr meðfram hryggjarsúlu Berlínar. Myndasaga vikunnar Berlin: City of Stones eftir Jason Lutes er í flokki sögulegra bókmennta, er skáldsaga en segir raunsæislega frá lífi nokk- urra Berlínarbúa árið 1928, tími rót- tækra skoðana og þar af leiðandi mikilla skoðanaárekstra. Fyrir fyrri heimsstyrjöldina var Berlín iðnaðarrisi en stríðið og eft- irmálar þess hrundu af stað bylting- um um gjörvallt Þýskaland. Hinn 9. nóvember 1918 stóð Phil- ipp Scheidemann, formaður hinna félagslegu lýðræðissinna, á svölum Ríkisdagsins (þinghúsið) og tilkynnti stofnun þýska lýðveldisins. Nokkr- um klukkustundum síðar stóð Karl Liebknecht á svölum Borgarhallar- innar og lýsti yfir stofnun hins frjálsa lýðveldis jafnaðarmanna. Í janúar árið 1919 var Karl myrtur ásamt MYNDASAGA VIKUNNAR Berlin: City Of Stones book 1 eftir Jason Lutes. Útgefin af Drawn & Quarterly árið 2001. Fæst í mynda- söguverslun Nexus. Birgir Örn Steinarsson Bræði í Berlínarborg Rósu Luxemburg af fyrrum her- mönnum Þýskalandskeisara en þeir ruddust inn í borgina og bundu þann- ig blóðugan enda á uppreisnina. Þegar lesandi bókarinnar kemur til sögu eru að verða tíu ár frá því að Karl og Rósa voru myrt og flokkur kommúnista er að verða stærsti starfandi stjórnmálaflokkurinn í Berlín. Lesandinn fylgist með þegar hin unga listakona Martha Muller kemur til borgarinnar í lest, þar sem hún hittir blaðamanninn Kurt Severing, og fylgist svo með hvernig hún, Kurt og þær persónur sem flækjast inn í söguþráðinn fóta sig á strætum borg- arinnar á þessum viðkvæmu tímum. Þetta er fyrsta bókin af þremur og ber þess sannarlega merki því les- andinn er skilinn eftir í lausu lofti eft- ir lesturinn. Vissulega er mikið um pólitík, hvort sem lesandanum líkar það betur eða verr, en hún er þó ekki sögumiðja bókarinnar. Boðskapur- inn er skýr, að hjálpa lesandanum að skilja forsögu seinni heimsstyrjald- arinnar og að sýna fram á hversu ólíkar aðstæðurnar eru í dag. Einn boðskapur er þó framar öllum öðr- um, í Berlín og á öllum stöðum býr og bjó venjulegt fólk með skiptar skoð- anir á lífinu. Í dag er flæði upplýs- inga og skilningur meiri og okkur ber að fagna því og læra af liðnum at- burðum og gömlum syndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.