Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 03.04.2001, Blaðsíða 78
FÓLK Í FRÉTTUM 78 ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VORU þær Eirún Sig-urðardóttir, Dóra Ísleifs-dóttir, Jóní Jónsdóttir ogSigrún Hrólfsdóttir sem fengu hugmyndina að þessu sam- starfi og hafa síðan farið um víðan völl og breitt út boðskap sinn, í meira en 50 gjörningum. Síðastliðin ár hafa þær ferðast nokkuð reglu- lega til útlanda til sýningahalds og annarra verkefna. Trúðu þínum eigin augum Samstarf Gjörningaklúbbsins er einna líkast samstarfi hljómsveitar eða fyrirtækis, þar sem allir vinna að sameiginlegu markmiði og sleppa takinu á sínu eigin egói og búa til nýtt stórt sam-egó. „Hópvinna hefur alltaf verið til í myndlist en það hefur yfirleitt ver- ið á lauslegum samstarfsvettvangi. Hjá okkur er þetta aftur á móti í frekar föstum skorðum,“ segja klúbbmeðlimir. Í rúmt ár hafa stúlkurnar verið með skrifstofu í miðborg Reykjavíkur, þar sem þær vinna að list sinni og skipuleggja aðgerðir. „Markmið okkar var í upphafi, og er enn, að gera skemmtilega myndlist, og skemmta okkur sjálfum í leiðinni. Með því að líta þannig á hlutina getum við von- andi líka skemmt öðrum. Við fjöll- um mikið um tilfinningar og það sem höfðar meira til hjartans en vitsmunanna,“ segja þær um stefnu klúbbsins. „Við viljum líka gera list sem höfðar til allra, ekki bara myndlistarmanna. Það hefur alltaf verið okkar markmið að gera myndlist sem allir skilja, þó svo að hún veki kannski stundum fleiri spurningar en hún svarar. En þá er best að trúa sínum eigin augum og svara spurningum hugans með hjartanu.“ Gjörningaklúbburinn eða ILC Í upphafi var stefnan að gera að- eins gjörninga, en svo fóru hlutirnir að vinda uppá sig og þær fóru að vinna með aðra þætti í list. Grunnurinn liggur samt alltaf í gjörningunum. „Fyrir okkur eru gjörningar form sem getur hitt beint í hjarta fólks. Það er líka mjög viðkvæmt form, vegna þess að öll tilgerð verður svo áberandi og augljós þegar maður er í svo mikilli nálægð,“ segir klúbburinn. Nafnið á klúbbnum varð fyrst til á íslensku, Gjörningaklúbburinn, en fljótlega þurfti enskt nafn og varð þá til nafnið „The Icelandic Love Corporation“. Skammstöfunin ILC er svo nýjasta gælunafnið á klúbbnum og er mikið notað um allan heim enda einstaklega þjált og virkar vel, að sögn klúbbfélaga. Gjörningar með glæstum brag Þegar Gjörningaklúbburinn byrj- aði keyptu þær smáauglýsingu þar sem auglýstir voru „Gjörningar með glæstum brag, við öll tæki- færi“. „Það að við gerum gjörninga við öll tækifæri er svolítið sérstakt. Okkur finnst enginn einn staður betri en annar. Við höfum gert gjörninga í brúðkaupum og afmæl- um og okkur finnst það alveg eins spennandi og að koma fram í stórum söfnum í útlöndum. Þarna eru misjafnir hópar sem gera ólíkar kröfur en allir fá eitthvað fyrir sinn snúð.“ Allir gjörningar eru skipulagðir þótt þeir séu aldrei beinlínis æfðir. „Ekkert getur í rauninni misheppn- ast þegar maður leyfir öllu að ger- ast. Við tölum bara saman í gjörn- ingunum ef eitthvað er óljóst.“ Áhorfendur geta líka brugðist við á allan mögulegan hátt, það er líka óvissuþáttur.“ Æðri verur í London Núna í janúar fór klúbburinn til London að flytja tvo gjörninga á „London Art Week“. Þá viku voru opnanir í flestum galleríum og mik- ið að gerast í listalífinu. „Okkur fannst heiður að vera í þessu samhengi. Það voru alls kon- ar merkilegir hlutir í gangi, fólk sem við lítum upp til að opna sýn- ingar og heimsfræg gallerí og lista- menn með í leiknum.“ Það var sýningarstjórinn Lotta Hammer, sem kallaði þær til leiks en hún rak stórt gallerí í London áður en hún hóf að vinna sem sjálf- stæður sýningarstjóri. Hún rekur einnig lítið sýningarrými sem heitir LAB og þar var sýnt myndband og ýmsir fylgihlutir eða „leifar“ frá gjörningum stelpnanna. „Það var gott trix hjá henni að fá okkur til að koma, vegna þess að við förum með okkar list til fólksins á torgin og í klúbbana. Það þarf ekki að koma til okkar. Þetta var því mjög góð kynning fyrir bæði okkur og hana, og skemmtilegt fyrir flesta, vonandi,“ segja þær. Annar gjörningurinn var á næt- urklúbbi sem heitir Cargo og er í Hoxton-hverfinu. Þar var haldið kampavínsboð eftir opnun í Tate Modern. „Þar fengum við mjög skrýtnar „poppstjörnu“-móttökur. Fólk gargaði og blístraði og veifaði. Við svona aðstæður förum við alveg í „popparapakkann“, og fólk fékk nákvæmlega það sem það vildi frá okkur, hvatningar og sjálfsvirð- ingar-/ástarboðskap.“ Þeir gjörn- ingar sem klúbburinn flutti í Lond- on heita „Higher Beings Love Champagne“ og „Higher Beings Love Fireworks“ og eru hluti af seríu þar sem þær eru æðri verur að breiða út boðskap um betri heim og fegurðina í okkur öllum. Meðfylgjandi eru myndir frá Lundúnareisunni og lýsing á öðrum gjörningnum. „Þessir gjörningar eru eins og gott lag sem hægt er að spila aftur og aftur án þess að fá leið á því,“ segja klúbbmeðlimir að lokum. Gjörningaklúbburinn við störf í kampavínsboði í London Vonandi er þetta allt hægt í raunveruleikanum Ljósmynd/Gjörningaklúbburinn Fyrir fimm árum komu fjórar ungar mynd- listarstúlkur saman í Reykjavík og ákváðu að stofna klúbb. Það var enginn venjulegur klúbbur. Þetta var Gjörningaklúbburinn. Unnar Jónasson hitti þær og fékk að vita allt um klúbbinn, gjörninga og ILC. „Í Cargo-klúbbnum verðum við æðri verur. Við munum útskýra fyrir fólkinu hvað er í vændum. Fyrst setjum við lítinn heim í bað. Í bala sem er fullur af kampavíni. Við munum dekra við heiminn og láta honum líða vel. Við munum fylla hann sjálfs- trausti með því að segja honum að hann sé hugrakkur, sterkur og fallegur. Allir viðstaddir munu hvetja heiminn til dáða. Eftir baðið festum við heiminn við björgunarhring. Við munum segja honum að vera ekki hræddur og að það, sem sé um það bil að fara að gerast, sé mjög spennandi. Allt mun verða gott. Á meðan á þessu stendur fá út- valdir gestir risastjörnuljós frá okkur. Fólkið sem fær stjörnu- ljós mun svo fylgja okkur út. Fyrir utan bíður leigubíll og bíl- stjóri. Við munum biðja bílstjórann að fara með heiminn niður að Thames-ánni, og kasta honum útí. Þá mun hefjast ferð litla heimsins, útí stóra heiminn. Áð- ur en við fáum bílstjóranum heiminn biðjum við alla við- stadda að tendra stjörnuljósin, og loka augunum, og senda heiminum uppörvandi og hug- hreystandi hugskeyti. Tökumaður mun síðan fara með í leigubílnum niður að ánni og skjalfesta þegar litli heim- urinn leggur af stað. Við verðum eftir í klúbbnum að gantast við fólkið og skála í kampavíni til að fagna tímamótunum.“ Heimurinn er hetja Ljósmynd/Gjörningaklúbburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.