Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 3
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðnar vísbendingar um að stórir erlendir aðilar hafi áhuga á því að koma að rekstri hótels í Reykjavík en til stendur að undirrita samkomulag ríkis og borgar um byggingu tónlist- arhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels í Reykjavík. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarsson- ar samgönguráðherra á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónust- unnar á Hótel Loftleiðum í gær. Forsvarsmenn íslenskrar ferðaþjónustu verða að miða áform sín og framtíðaráætlanir við þær breytingar sem fylgja því að færa höfuðstöðvar innan- landsflugsins frá höfuðborginni, sagði Sturla ennfremur. Þá varpaði ráðherra fram þeirri spurningu hvort ekki væri tímabært að horfa til framþróunar ferðaþjónustu á landsbyggðinni. „Þá er ég með í huga landfræðilega afmörkuð svæði á landsbyggðinni þar sem dregin yrði fram sérstaða og að- dráttarafl hvers svæðis fyrir sig, sérstætt náttúrufar, lands- hættir, saga, menning, sagði Sturla. Hann sagði að með þessari hugmynd væri litið lengra fram í tímann en oft áður hvað varðar uppbyggingu í ferðaþjónustu á afmörkuðum svæðum landsins. Hafa áhuga á að koma að rekstri hótels í Reykjavík FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR Örn Ólafsson, betur þekktur sem Haraldur pólfari, hefur ákveðið að hleypa af stokkunum umfangsmesta verkefni íslenskrar fjallgöngusögu með því að klífa hæsta tind hverrar heimsálfu innan næstu þriggja ára. Takist ætlunarverk hans verður hann annar maðurinn í veröldinni til að komast á suður- og norðurpólinn auk hæstu tinda heimsálfanna sjö. Tindarnir eru vel þekktir innan alþjóðlega fjallgöngusamfélagsins sem Hátindarnir sjö (e. Seven Summits) og er Everesttindur talinn sá erfiðasti af þeim. Tvö fjallanna hafa ekki ver- ið klifin af Íslendingi áður, þ.e. Vinson Massif (4.897 m), hæsta fjall Suðurskautslandsins, og Carstensz Pyramid (4.884 m), hæsta fjall Eyja- álfu. Hin fjöllin fimm eru Acocagua (6.960 m), hæsta fjall S-Ameríku, Elbrus (5.642 m), hæsta fjall Evrópu, Everest (8.848 m), hæsta fjall As- íu, Kilimanjaro (5.895 m), hæsta fjall Afríku, og McKinley (6.194 m), hæsta fjall N-Ameríku. Haraldur áætlar að klífa þrjú fjallanna, McKinley, Elbrus og Kilimanjaro, á tímabilinu júní til september á þessu ári og hyggst ganga á síðasta fjallið í röðinni, Everest, í síðasta lagi innan þriggja ára. Lengi dreymt um að klífa hæstu tindana „Mig hefur lengi dreymt um að klífa hæstu tinda heims,“ segir Haraldur. „Það var þó ekki fyrr en ég kom heim að loknum norður- pólsleiðangrinum að ég ákvað að láta til skar- ar skríða. Það sem hvetur mann til að takast þetta verkefni á hendur er ekki síst að fáir í heiminum hafa lokið því og raunar hefur ekki nema einn einasti maður farið á Hátindana sjö og suður- og norðurpólinn. Þar var að verki Bretinn David Hempleman-Adams sem tók alls 18 ár í að ganga á þessa „níu póla“ ef svo má segja. Í ljósi þess hef ég því ákveðinn metnað til að ná þessu marki á skemmri tíma en áður hefur þekkst.“ Þótt Haraldur sé betur þekktur sem skíða- göngumaður og pólfari, býr hann engu að síð- ur yfir áralangri reynslu í fjallamennsku, bæði í kletta- og ísklifri. Frá unglingsaldri hefur hann klifið helstu tinda landsins og stundað sérhæft ísklifur af erfiðustu gerð, auk þess sem hann hefur farið í nokkrar klifurferðir erlendis. Má nefna að hann var í hópi ís- lenskra klifrara sem fyrstir fóru í Staunings- Alpana á Grænlandi árið 1990. Þá hefur hann klifið í evrópsku Ölpunum. „Ég bý því að tölu- verðri reynslu í fjallamennsku en á Hátind- unum sjö mun ég þó stíga mín fyrstu skref í mikilli hæð. Ég hef varið drjúgum hluta af ferli mínum í langa skíðaleiðangra og finnst því spennandi að söðla um og halda áfram í fjallamennskunni þar sem frá var horfið og takast á við ný verkefni.“ Bakvarðasveit hefur verið mynduð vegna Hátindanna sjö og skipa hana hinir sömu og norðurpólssveitina, þeir Hallur Hallsson, Georg Ottósson og Skúli J. Björnsson. Talið er að leiðangrarnir muni kosta á ann- an tug milljóna króna og er tímaramminn fyr- ir tindana sjö um þrjú ár. Haraldur hyggst ganga á að minnsta kosti þrjú fjallanna á þessu ári og byrja á McKinley í júní. Brottför frá Íslandi hefur verið ákveðin 24. maí nk. „Síðan mun ég ganga á Elbrus í ágúst og Kil- imanjaro í september. Nánari tímaáætlun hef ég ekki gert vegna hinna fjallanna, en ég hyggst klífa þau á sem stystum tíma. Að loknu Kilimanjaro í haust mun ég ganga á Carstensz Pyramid, Vinson Massif, Aconcagua og enda á Everest.“ Haraldur Örn Ólafsson ákveður að ganga á Hátindana sjö Tekst á hendur stærsta fjallgöngu- verkefni Íslendings til þessa Morgunblaðið/RAX Haraldur Örn Ólafsson leggur af stað á fyrsta tindinn 24. maí. LÓAN er komin á höfuðborgar- svæðið. Í gærmorgun sá Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur tvær lóur saman í Grafarvogi og voru þær komnar í sumarbúning, að sögn hans. Og um hádegisbilið sá hann fjórar lóur. „Þessar tvær sátu á stöpli hérna úti í miðjum Grafarvogi en hinar fjórar flugu hér út voginn. Svo er að fjölga hérna á leirunni, bæði af tildru og öðrum fuglum,“ sagði Arnór. Þá sáust tvær lóur í gærmorgun á túninu fyrir framan Háskóla Ís- lands og fylgdi sögunni að þær hefðu verið prúðbúnar og flogið upp í átt að vesturbænum. Íslenska heiðlóan er eindreginn farfugl. Talið er að mestur hluti þess stofns haldi sig á Írlandi á vet- urna, en þó hafa lóur merktar á Ís- landi einnig fundist í Norður- Afríku, svo að dreifingin er greini- lega um nokkuð breitt svæði. Yfirleitt fer lóan að koma hingað í marslok, en stærstu hóparnir birt- ast þó ekki fyrr en liðið er á apr- ílmánuð. Í góðu vori halda fugl- arnir strax inn til landsins, en að öðrum kosti halda þeir sig mest í fjörum eða leita á náðir þéttbýlisins í von um æti í ófreðinni jörðu á milli húsa. Lóan er félagslynd árið um kring, en hóparnir taka að þynnast er líður að varptíma. Íslenski heiðlóustofninn er talinn hafa að geyma 200.000–300.000 varppör. Morgunblaðið/Ómar Lóan er komin í borgarlandið PÁLL Guðbergsson, félagi í Sport- kafarafélagi Íslands, segir að fall- byssukúlan, sem sagt var frá í Morg- unblaðinu í gær, hafi fundist í svokölluðu „sykurskipi“ sem strand- aði á Leiruboða skammt utan við Álftanes árið 1939. Hann telur ólík- legt að þessi kúla eða aðrar, sem félagar í Sportkafarafélaginu tóku úr skipinu, séu mjög gamlar og telur líklegast að þær séu frá síðustu öld. Páll sagði að „sykurskipið“ hefði verið frá Finnlandi og borið einkenn- isstafina ES-Vitre. Það hafi verið um 8.000 tonn. Skipið hafi legið á strand- stað í nokkurn tíma en hann segir að breska herliðið hafi notað það sem skotmark eftir að það kom hingað til lands árið 1940. Hann telur líklegt að kúlunni hafi verið skotið á skipið af Bretum frekar en að kúlan hafi verið ballest í skipinu. Páll sagði að félagar í Sportkaf- arafélaginu hefðu tekið nokkrar kúl- ur úr skipinu, auk akkeris og kýr- auga. Þetta hefði verið geymt á svæði félagsins í Nauthólsvík og kúl- urnar hefðu m.a. verið notaðar í kúluvarp. Hann sagði að kúlurnar væru í eigu Sportkafarafélagsins en þeim hefði fækkað í gegnum árin. Greinilegt væri að kúlurnar hefðu vakið forvitni margra sem leið hefðu átt um Nauthólsvíkina. Þess má geta að á Þjóðminjasafn- inu eru nokkrar járnkúlur sem fund- ust við Hrakhóla á Álftanesi og bár- ust safninu 1994. Kúlurnar eru liðlega 15 kíló og af sömu stærð og kúlan sem greint var frá í Morgun- blaðinu í gær. Halldór Baldursson læknir hefur rannsakað kúlurnar og skrifaði um þær grein í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1994. Niður- staða hans var sú að kúlurnar væru hluti af æfingasprengjum sem norski sjóherinn notaði hér við land í seinni heimsstyrjöldinni. Uppruni „fallbyssukúlunnar“ í Nauthólsvík ljós Kúlan kom úr finnska sykurskipinu STARFSMAÐUR Ístaks, sem var við vinnu í nýbyggingu í Smár- anum í Kópavogi, var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir vinnuslys í gærmorgun. Hann féll niður 6–8 metra eftir að upphengi- búnaður á vinnupalli gaf sig. Ekki var talið að hann hefði slasast al- varlega. Fulltrúi Vinnueftirlits rík- isins var kvaddur á vettvang og gerði kröfu um að farið yrði yfir búnað á öðrum pöllum við bygg- inguna. Féll niður af vinnu- palli ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.