Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÍKLEGT þykir að ákvörðun sam- keppnisráðs í máli fyrirtækjanna sem annast heildsöludreifingu á grænmeti og ávöxtum verði vísað til dómstóla og endi fyrir Hæstarétti. Fyrirtækin hafa þegar tekið ákvörð- un um að vísa málinu til úrskurð- arnefndar samkeppnismála. Stað- festi úrskurðarnefndin ákvörðun samkeppnisráðs verða fyrirtækin að greiða sektina, samtals 105 milljónir króna, meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Ákvæði um viðurlög er að finna í 52. gr. samkeppnislaga, en þar segir að samkeppnisráð geti lagt stjórn- valdssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn bann- ákvæðum laganna. „Við ákvörðun sekta skal hafa hliðsjón af eðli og umfangi sam- keppnishamla og hvað þær hafa staðið lengi. Sektirnar renna til rík- issjóðs. Við ákvörðun stjórnvalds- sekta skv. 1. mgr. skal tekið tillit til þess skaða sem samkeppnishöml- urnar hafa valdið og þess ávinnings sem þær hafa haft í för með sér. Sektir geta numið frá 50 þúsundum til 40 milljóna króna, en þó allt að 10% af veltu sl. almanaksárs af þeirri starfsemi sem í hlut á hjá hverju því fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að sam- keppnishömlunum ef sannanlegur ábati þeirra af broti gegn samkeppn- isreglum laga þessara hefur numið hærri fjárhæð en 40 milljónum króna.“ Beita þyngstu refsingum Samkeppnisráð er því í þessu máli að nota vald sitt til að beita þyngstu refsingum. Þyngsta refsing er lögð á Sölufélag garðyrkjumanna enda tel- ur samkeppnisráð að brot fyrirtæk- isins séu mjög alvarleg. „Með hátt- semi SFG hefur verið brotið gegn einna þýðingarmestu ákvæðum sam- keppnislaga og gegn þeirri grund- vallarreglu að fyrirtæki á markaði skuli taka sjálfstæðar ákvarðanir um tiltekna markaðshegðun sína.“ Samkeppnisráð segir í úrskurði sínum að við ákvörðun sektarfjár- hæðar verði samkeppnisyfirvöld að líta til þess hversu lengi hin ólög- mæta háttsemi hafi varað, auk eðlis brotsins, alvarleika þess og um- fangs. Bent er á að árið 1999 hafi Fengs-samsteypan velt um tveimur milljörðum króna og þar af hafi SFG velt rúmlega 1,1 milljarði. „Þá telur samkeppnisráð ljóst að ávinningur fyrirtækjanna af minnk- andi samkeppni var mikill. Af gögn- um sem reifuð hafa verið í málinu er einnig ljóst að afkoma SFG fer mjög batnandi eftir að fyrirtækið náði samkomulagi við keppinauta sína um verðsamráð og markaðsskipt- ingu. Til dæmis má nefna að hagn- aður SFG sjálfs nær tvöfaldaðist milli áranna 1998 og 1999 og hagn- aður Banana margfaldaðist, ef ein- ungis er litið á árin 1997, 1998 og 1999. Svipaða sögu má segja af Ban- anasölunni (nú Feng). Þá hefur einn- ig komið fram að forsvarsmenn sam- stæðunnar hafa kynnt innan fyrirtækisins gífurlega aukningu á tekjum á þessu tímabili,“ segir í úr- skurði samkeppnisráðs, en ráðið sektar SFG um 40 milljónir. Brot Mata ehf. umfangsminni Samkeppnisráð notar svipað orða- lag þegar það er að lýsa brotum Ágætis. Talað er um að brot Ágætis hafi verið „mjög alvarleg“. Fyrir- tækið hafi „brotið gegn þýðingar- mestu ákvæðum samkeppnislaga“. Fram kemur í úrskurðinum að árs- velta Ágætis hafi verið 1,1 milljarður árið 1999. Samkeppnisráð sektar fyrirtækið um 35 milljónir. Samkeppnisráð telur einnig að brot Mata ehf. á ákvæðum sam- keppnislaga hafi verið „mjög alvar- leg“. Fyrirtækið hafi brotið gegn „þýðingarmestu ákvæðum sam- keppnislaga“. Ársvelta Mata árið 1999 var 759 milljónir eftir því sem fram kemur í áliti samkeppnisráðs. Ráðið sektar Mata um 30 milljónir og vísar í því sambandi til þess „að brot Mata eru ekki jafn umfangs- mikil og annarra aðila“. Málinu vísað til úrskurðarnefndar Samkvæmt samkeppnislögum hafa aðilar máls fjórar vikur til að taka ákvörðun um hvort úrskurði samkeppnisráðs er vísað til úrskurð- arnefndar samkeppnismála, en nefndin er sjálfstætt stjórnvald. Nefndin verður að úrskurða í málinu sex vikum eftir að henni berst kæra. Fulltrúar grænmetisfyrirtækjanna hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að vísa úrskurðinum til úrskurðar- nefndarinnar. Sætti grænmetisfyrirtækin sig ekki við úrskurð úrskurðarnefndar samkeppnismála geta þau höfðað mál fyrir dómstólum. Ef úrskurðar- nefndin hafnar rökum samkeppnis- ráðs og úrskurðar grænmetisfyrir- tækjunum í vil getur samkeppnisráð ekki höfðað mál fyrir dómstólum til að fá fyrirtækin dæmd. Á þetta reyndi í svokölluðu Myllumáli, en þá ónýtti úrskurðarnefndin úrskurð samkeppnisráðs á þeirri forsendu að ekki hefði verið farið að formlegum fresti í málinu. Samkeppnisráð ákvað að höfða mál fyrir héraðs- dómi, en því var vísað frá með þeim rökum að samkeppnisráð hefði ekki lögvarða hagsmuni af málinu. Hugsanlegt er hins vegar að t.d. Neytendasamtökin gætu höfðað mál ef samtökin verða óánægð með úr- skurð úrskurðarnefndar samkeppn- ismála í máli grænmetisfyrirtækj- anna. Yfirgnæfandi líkur eru á að sá aðili sem tapar málinu fyrir héraðs- dómi vísi málinu til Hæstaréttar. Verða að greiða sektirnar innan þriggja mánaða Samkvæmt úrskurði samkeppnis- ráðs eiga grænmetisfyrirtækin að greiða þær sektir sem ráðið ákvarð- aði innan þriggja mánaða. Þá á úr- skurðarnefnd samkeppnismála að hafa kveðið upp sinn úrskurð. Fyrir- tækin verða lögum samkvæmt að greiða sektirnar jafnvel þó að þau höfði mál fyrir almennum dómstól- um. Ef úrskurðarnefndin tekur ákvörðun um að lækka sektirnar stendur sú ákvörðun þangað til dóm- stólar taka aðra ákvörðun. Samkeppnislög gera ráð fyrir að skjóta megi ákvörðun samkeppnis- ráðs um sektir til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð hefur heimild til að beita dagsektum ef ekki er farið að ákvörðunum sem teknar hafa ver- ið á grundvelli laganna. Þá er í 57. gr. að finna ákvæði sem veita heim- ildir til að dæma aðila í fangelsi. Þar segir: „Brot gegn lögum þessum, reglum og fyrirmælum settum sam- kvæmt þeim varða fésektum, varð- haldi eða fangelsi allt að fjórum ár- um ef sakir eru miklar.“ Úrskurði samkeppnisráðs í máli grænmetisfyrirtækjanna vísað til úrskurðarnefndar samkeppnismála Líklegt að málið fari fyrir Hæstarétt Talverður tími kann að líða áður en endanleg niðurstaða fæst í máli samkeppnisráðs gegn grænmetisfyrirtækjunum. Málið fer til úrskurðarnefndar samkeppnismála og þaðan fer það líklega til almennra dómstóla. KJARTAN Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segist ósáttur við að almennir garð- yrkjubændur séu gerðir að saka- mönnum í tengslum við þá ákvörðun samkeppnisráðs að beita þrjú fyr- irtæki á grænmetis- og ávaxtamark- aði sektum fyrir verðsamráð. „Ég er erlendis og ekki í hita leiks- ins, hef ekki séð þessa skýrslu og ekki Moggann einu sinni. En ég heyri þó að minnsta kosti að það er verið að gera hinn einstaka garðyrkjubónda að einhverjum glæpamanni í þessu máli, það er ómaklegt. Mér finnst nú að Samkeppnisstofnun fari offari því það eru auðvitað tilteknir menn sem eru bæði í stjórnum og fram- kvæmdastjórar þessara fyrirtækja og það eru ekki einu sinni garð- yrkjubændur sem eiga öll þessi fyr- irtæki sem um ræðir. Þetta er bara fólk sem vinnur heima á sínum búum og er að reyna að hafa lífsviðurværi af þessari fram- leiðslu. Þetta meinta samráð sem tal- að er um getur ekki sýnt að garð- yrkjubændur hafi verið að hagnast mikið,“ sagði Kjartan. Garðyrkju- bændur ekki sakamenn í þessu máli VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, segir að ráðið muni ekki tjá sig í bili um þá ákvörðun samkeppnisráðs að beita þrjú fyrirtæki stjórnvaldssektum fyrir víðtækt ólöglegt samráð á markaði með kartöflur, ávexti og grænmeti. Aðspurður hvort Verslunarráðið tæki undir þá afstöðu samkeppnisyf- irvalda að endurskoða bæri laga- ákvæði í því skyni að efla samkeppni og lækka verð á grænmeti og ávöxt- um til neytenda sagði Vilhjálmur: „Það er einboðið að skoða þarf þau mál. Það þarf að gerast alveg án samhengis við þetta mál,“ sagði hann. Skoða þarf inn- flutningsmálin óháð þessu máli „ÞETTA er í raun miklu grófara en ég hélt það væri. Þetta ólögmæta samráð er búið að valda þannig tjóni hjá neytendum að það verður að taka afar hart á þessu,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neyt- endasamtakanna, um viðbrögð sam- keppnisráðs við ólöglegu samráði fyrirtækja á grænmetis- og ávaxta- markaði. „Það er búið í gegnum ólögmætt og mjög gróft athæfi að hafa af neyt- endum heilmikla fjármuni. Ég hlýt að gera þá kröfu að þeim stjórn- valdssektum sem núna verða lagðar á fyrirtækin verði skilað til neytenda í formi afnáms tolla á þessa heil- næmu vöru, grænmeti,“ sagði Jó- hannes í samtali við Morgunblaðið. „Ég verð að viðurkenna að þetta er verra en ég hélt. Menn reka upp ramakvein yfir því hvers konar sekt- arupphæðir þetta eru. En það þarf að taka hart á þessu og í raun er ekkert verið að taka harðar á þessu hér en gert er í Evrópu. Þeir voru til dæmis margir milljarðarnir sem lagðir voru á Tetrapak á sínum tíma, sem er reyndar með einokun hér á landi, en það er annað mál. Ég tel þessar stjórnvaldssektir síst vera of háar miðað við umfang þess tjóns sem þessir menn hafa valdið. Það er í raun útilokað að reikna það út því þetta háa verð hef- ur í mörgum tilvikum gert neyt- endur afhuga vörunni. Og jafnvel þó að varan komi inn síðar á lægra verði er ekki þar með sagt að neyt- andinn kaupi hana strax. Það má segja að grænmetisframleiðendur og dreifingaraðilar hafi í raun skotið sig í fótinn með þessu, en það er þeirra vandamál,“ sagði Jóhannes. Miklu grófara en ég hélt það væri og á þessu verður að taka Á FUNDI sínum í gær samþykkti miðstjórn Alþýðusambands Íslands ályktun þar sem einokunartilburðir og hringamyndun, sem söluaðilar á grænmeti hafa stundað undanfarin ár og nú hafa verið dregnir fram í dagsljósið, eru fordæmdir harð- lega. „Fyrir liggur að íslenskt launafólk og neytendur allir hafa orðið að greiða ólögmætt verðsam- ráð þessara aðila dýru verði um árabil með alltof háu verði á þess- um mikilvægu neysluvörum. Þetta gerist á sama tíma og launafólk hefur ítrekað í kjarasamningum fært fórnir til að tryggja stöðug- leika í verðlagi og efnahagslífinu almennt,“ segir ennfremur í álykt- uninni en yfirskrift hennar er „samsæri gegn neytendum“. ASÍ bendir á að verðsamráð og okur á ávöxtum og grænmeti til ís- lenskra neytenda undanfarin ár eigi sér stað í skjóli ofurtolla ís- lenskra stjórnvalda á þessar vörur. Í ályktuninni er þess krafist að kerfi innflutningshafta og ofurtolla á ávexti og grænmeti verði endur- skoðað frá grunni. Minnt er á að ASÍ hafi frá upphafi gert alvar- legar athugasemdir við fram- kvæmd íslenskra stjórnvalda á GATT-samningnum. Varað hefði verið við því að þar væri fyrst og fremst lögð áhersla á að geta hald- ið leyfilegum tollum sem allra hæstum. Að loknum fundinum þar sem ályktunin var samþykkt fóru for- setar ASÍ og fulltrúar í miðstjórn í Melabúðina í vesturbæ Reykjavík- ur og keyptu þar grænmeti. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að samráð söluaðila á grænmeti og ávöxtum væri með ólíkindum. ASÍ hafi undanfarin ár gert kjarasamn- inga þar sem þess var gætt að samningarnir myndu ekki raska verðlagi. „Það hefur tekist í aðal- atriðum. Á sama tíma er þetta að gerast varðandi svona mikilvægan þátt í neyslunni,“ sagði Grétar. „Maður spyr sig, án þess að ég sé að ýja að einhverju eða hafi grun- semdir um eitthvað, er þetta kannski svona á fleiri sviðum.“ Grétar segir að ASÍ muni ræða við stjórnvöld vegna málsins á næstunni og náið verði fylgst með verðlagi á grænmeti og ávöxtum en Grétar gerir ráð fyrir því að verðið muni fara lækkandi. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, sagði að þeim sem hefðu gerst sekir um verðsamráð ætti að refsa af fullri hörku. „Þetta er hreinn og klár þjófnaður hjá þeim mönnum sem hafa stýrt þessu,“ sagði Hall- dór. Ályktun miðstjórnar ASÍ um söluaðila á grænmeti og ávöxtum Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Að loknum miðstjórnarfundi var haldið í Melabúðina þar sem miðstjórn- armenn festu kaup á ávöxtum og grænmeti. Ingibjörg R. Guðmunds- dóttir (t.v.), formaður Landssambanda íslenskra verslunarmanna, stjórnaði innkaupunum að mestu en fékk aðstoð hjá Grétari Þorsteins- syni, forseta Alþýðusambands Íslands. Fordæmir einokunar- tilburði og hringa- myndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.