Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 28

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 28
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG ER mjög spennt yfir að vera að fara á hátíðina, enda gefur það mér tækifæri til að koma í alveg nýja heimsálfu,“ sagði Helga þegar blaða- maður náði af henni tali áður en hún lagði land undir fót. „Sama mætti segja um Leif heppna, sem hefur aldrei komið á þessar slóðir, þótt víð- förull sé,“ bætir Helga við og hlær. Helga setti upphaflega upp leikrit- ið Leif heppna í samvinnu Reykjavík – menningarborg Evrópu árið 2000 og landafundanefnd og var það frum- sýnt í Washington við opnun víkinga- sýningar Smithsonian-stofnunarinn- ar. Þá sýndi Helga leikritið á Spáni, og mun á næsta ári halda til Victoria í Kanada en þangað hefur henni verið boðið með sýninguna. Tasmanía er ríki í Ástralíu sem tek- ur til eyjarinnar Tasmaníu og ná- lægra smáeyja. Hátíðin „Ten Days on the Island“ er viðamikil listahátíð sem helguð er menningu eylanda. „Um er að ræða mjög metnaðarfulla og vel skipulagða listahátíð, og verða þar flutt atriði á ólíkum sviðum lista og menningar.“ Þvottur breytist í víkingaskip Helga mun sýna Leif heppna á 15 ólíkum stöðum í Tasmaníu meðan há- tíðin stendur yfir, en hún hófst 30. mars síðastliðinn og stendur til 8. apr- íl. „Sýningin mín er það atriði sem fer hvað víðast á hátíðinni, enda er um farandleikhús að ræða og því auðvelt að ferðast með sýninguna á milli staða.“ Auk þess mun Helga flytja fyrirlestur um leikritun á Íslandi, sem m.a. verður sjónvarpað í heimildar- mynd um hátíðina á ABC-sjónvarps- stöðinni, og halda leiklistarnámskeið fyrir börn á King Island. Leifur heppni er sjötta uppfærsla farandleikhússins Tíu fingur sem Helga hefur rekið frá árinu 1993. Um er að ræða sýningar sem Helga leikur í, auk þess að notast við brúður og leikmynd til að skapa myndrænt leik- hús. Í Leifi heppna leikur Helga þvottakonuna Ísafold, sem jafnframt er sögumaður. „Ísafold er að taka nið- ur þvott af snúru meðan hún segir söguna af Vínlandsfundi Leifs heppna og föruneytis. Hún fer síðan á mikið flug, enda mikil sögukona, og notar þvottinn og snúruna til að búa til heilt leikhús. Þar birtast t.d. víkingaskip, tröllskessur og hið fagra Vínland,“ segir Helga. Höfundur leikmyndar- innar er Petr Matásek, en Þórhallur Sigurðsson leikstýrði verkinu. Eftir að Helga lýkur sýningum í Tasmaníu mun hún koma heim og halda áfram að sýna leikritið í grunn- skólum víða um landið, eins og hún hefur gert með önnur leikrit á vegum leikhússins. „Þar sem ég hef sýnt leik- ritið í skólum hef ég reynt að vekja umræður og vangaveltur um efnið. Í þessum búningi er sagan færð nær krökkunum, og þau fara að velta fyrir sér ýmsum hlutum, sem sögulegar heimildir ná ekki til, t.d. hvort Leifur hafi orðið sjóveikur á leiðinni,“ segir Helga. „Mannkynssagan er, þegar öllu er á botninn hvolft, eins og aðrar sögur og mér finnst mikilvægt að skólabörn læri að mynda sér eigin skoðanir og túlkanir á því sem þar stendur,“ segir Helga að lokum. Helga Arnalds sýnir leikritið Leifur heppni í Tasmaníu. Vínlandsfund- urinn í leikræn- um búningi Helga Arnalds brúðuleikkona sýnir um þessar mundir leikritið Leifur heppni á listahátíðinni „Ten Days on the Island“ sem haldin er í Tasmaníu. NÚ stendur yfir í Norræna húsinu kynning á menningu frá Norður- botni í Svíþjóð og lýkur 6. apríl. Fimmtudagur - kvikmyndir frá Norðurbotni. Kl. 12 heldur Per-Erik Svensson fyrirlestur um Filmpool Nord og kvikmyndagerð í Norðurbotni. Kl. 16 verður sýnd heimildamyndin Blóðslóð eftir Gunillu G. Bresky. (50 mín.) Fjórar stuttmyndir eru á dagskrá: Kl. 17: Anton eftir Reuben Sletten. (26 mín.) Kl. 17.30: Fyrir flóðið eftir Mika Ronkainen. (26 mín.) Kl. 18: Isko-Matti og ástin í stjórn Paul-Anders Simma. (20 mín.) 18:30: Rackelhane eftir handriti Hannu Paavonen. (40 mín.) Túlkunarbox eru á staðnum. Norðurbotns- dagar NÚ stendur yfir í kvik- myndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Norræna húsinu. Yfirskrift hátíðarinn- ar er Pólitík. Fimmtudagur Norræna húsið: Opið kl. 14–18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf: Áróðursmyndir. Kl. 15, ýmsir titlar. Gryfja: Heimild- armyndir: Kl. 14 Le Joli Mai eftir Cris Marker. Kl. 16 Án titils eftir Pétur Má Gunn- arsson. MÍR-salurinn: Kl. 20: Rúss- neska kvikmyndin Reynsluár Tékkóslóvakíu eftir A. Kolos- hin, (1969). Kvikar myndir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.