Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 19

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 21 Bolungarvík - Dansdagur Ung- mennafélags Bolungarvíkur var haldinn 1. apríl sl. í íþróttahúsinu Árbæ. Laddawan Dagbjartsson íþróttakennari hefur heldur betur blásið lífi í dansiðkunina hér í Bolungarvík í vetur en um fjöru- tíu einstaklingar hafa verið í danskennslu hjá henni í vetur, og má segja að dansdagurinn sé eins konar uppskeruhátíð vetrarstarfs- ins þar sem iðkendur kepptu í samkvæmisdönsum og buðu um leið upp á frábæra skemmtun sem hátt í tvö hundruð manns sóttu. Dagskráin hófst á því að fjögur pör fullorðinna sýndu slow foxtr- ott og börn af leikskólanum Glað- heimum ásamt börnum úr yngstu bekkjum grunnskólans túlkuðu í dansi Súpermann. Í danskeppninni tóku þátt átján pör í aldursflokkunum 6 til 7 ára, 8 til 9 ára, 10 til 11 ára og 12 til 13 ára og kepptu í cha cha cha, jive, enskum valsi og quick step. Þá sýndi danshópurinn „Prím- usdans“ með frjálsri aðferð og El- ínbet Rögnvaldsdóttir fékk áhorf- endur með sér á hreyfingu áður en dansdeginum var slitið. Að sögn Ladawan Dagbjartsson er stefnt að því að fara með nokk- ur danspör á Íslandsmeistaramót danssambands Íslands í grunn- sporum, sem haldið verður í Reykjavík í maí nk. Fulltrúar frá Danssambandi Ís- lands, þar á meðal formaður þess, ætluðu að vera viðstaddir þessa danshátíð ungmennafélagsins í Bolungarvík en sökum veðurs komust þau ekki vestur. Dómarar á danskeppninni voru þau Sveinbjörn Björnsson, Sig- urrós Eva Friðþjófsdóttir og Kar- itas Hafliðadóttir. Morgunblaðið/Gunnar HallssonKeppendur í flokki 10 til 11 ára í léttri sveiflu. Dansinn stiginn í Bolungarvík Stykkishólmi - Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfells- nesi var haldin í Stykkishólmskirkju mánudaginn 26. mars. Í keppninni tóku þátt nemendur í 7. bekk í grunnskólunum í Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík og Hellis- sandi. Til úrslita mættu 15 nemend- ur frá áðurnefndum skólum. Úrslita- keppnin var virðuleg og auk keppenda voru flutt tónlistaratriði úr Grundarfirði og Stykkishólmi. Formaður dómnefndar var Bald- ur Sigurðsson, rektor Kennarahá- skólans. Hann og Þórður Helgason eru upphafsmenn þessarar keppni. Í fyrsta sæti varð Sædís Alda Karlsdóttir, Grunnskóla Eyrarsveit- ar, Gígja Jónsdóttir, Grunnskóla Ólafsvíkur í öðru sæti og Áslaug Karen Jóhannesdóttir, Grunnskóla Eyrarsveitar. Þetta er í þriðja skiptið sem skól- arnir á Snæfellsnesi taka þá í upp- lestrarkeppni, en í fyrsta skipti sem allir skólarnir taka þátt í „Stóru upplestrarkeppninni“. Það kom fram hjá Baldri Sigurðs- syni að keppnin hófst í nóvember á „degi íslenskrar tungu“. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði og glæða áhuga fólks á töluðu máli. Stóra upplestrarkeppn- in er greinilega jákvætt framlag og hvati til að efla áhuga nemenda á töl- uðu máli. Það kom fram að nemend- ur hafa lagt mikið á sig til að lestur þeirra væri áheyrilegur og var gam- an að heyra þessa ungu krakka lesa upp Lokahátíðin í Stykkishólms- kirkju var skipulögð af undirbún- ingsnefnd sem í voru fulltrúar frá Skólaskrifstofu, Heimili og skóla og Samtaka móðurmálskennara. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þessir nemendur unnu til verð- launa. Gígja Jónsdóttir, Ólafs- vík, Sædís Alda Karlsdóttir, Grundarfirði og Áslaug Karen Jóhannesdóttir, Grundarfirði. Grundfirð- ingum gekk vel í upp- lestrarkeppni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.