Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 21 Bolungarvík - Dansdagur Ung- mennafélags Bolungarvíkur var haldinn 1. apríl sl. í íþróttahúsinu Árbæ. Laddawan Dagbjartsson íþróttakennari hefur heldur betur blásið lífi í dansiðkunina hér í Bolungarvík í vetur en um fjöru- tíu einstaklingar hafa verið í danskennslu hjá henni í vetur, og má segja að dansdagurinn sé eins konar uppskeruhátíð vetrarstarfs- ins þar sem iðkendur kepptu í samkvæmisdönsum og buðu um leið upp á frábæra skemmtun sem hátt í tvö hundruð manns sóttu. Dagskráin hófst á því að fjögur pör fullorðinna sýndu slow foxtr- ott og börn af leikskólanum Glað- heimum ásamt börnum úr yngstu bekkjum grunnskólans túlkuðu í dansi Súpermann. Í danskeppninni tóku þátt átján pör í aldursflokkunum 6 til 7 ára, 8 til 9 ára, 10 til 11 ára og 12 til 13 ára og kepptu í cha cha cha, jive, enskum valsi og quick step. Þá sýndi danshópurinn „Prím- usdans“ með frjálsri aðferð og El- ínbet Rögnvaldsdóttir fékk áhorf- endur með sér á hreyfingu áður en dansdeginum var slitið. Að sögn Ladawan Dagbjartsson er stefnt að því að fara með nokk- ur danspör á Íslandsmeistaramót danssambands Íslands í grunn- sporum, sem haldið verður í Reykjavík í maí nk. Fulltrúar frá Danssambandi Ís- lands, þar á meðal formaður þess, ætluðu að vera viðstaddir þessa danshátíð ungmennafélagsins í Bolungarvík en sökum veðurs komust þau ekki vestur. Dómarar á danskeppninni voru þau Sveinbjörn Björnsson, Sig- urrós Eva Friðþjófsdóttir og Kar- itas Hafliðadóttir. Morgunblaðið/Gunnar HallssonKeppendur í flokki 10 til 11 ára í léttri sveiflu. Dansinn stiginn í Bolungarvík Stykkishólmi - Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Snæfells- nesi var haldin í Stykkishólmskirkju mánudaginn 26. mars. Í keppninni tóku þátt nemendur í 7. bekk í grunnskólunum í Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík og Hellis- sandi. Til úrslita mættu 15 nemend- ur frá áðurnefndum skólum. Úrslita- keppnin var virðuleg og auk keppenda voru flutt tónlistaratriði úr Grundarfirði og Stykkishólmi. Formaður dómnefndar var Bald- ur Sigurðsson, rektor Kennarahá- skólans. Hann og Þórður Helgason eru upphafsmenn þessarar keppni. Í fyrsta sæti varð Sædís Alda Karlsdóttir, Grunnskóla Eyrarsveit- ar, Gígja Jónsdóttir, Grunnskóla Ólafsvíkur í öðru sæti og Áslaug Karen Jóhannesdóttir, Grunnskóla Eyrarsveitar. Þetta er í þriðja skiptið sem skól- arnir á Snæfellsnesi taka þá í upp- lestrarkeppni, en í fyrsta skipti sem allir skólarnir taka þátt í „Stóru upplestrarkeppninni“. Það kom fram hjá Baldri Sigurðs- syni að keppnin hófst í nóvember á „degi íslenskrar tungu“. Markmið keppninnar er að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði og glæða áhuga fólks á töluðu máli. Stóra upplestrarkeppn- in er greinilega jákvætt framlag og hvati til að efla áhuga nemenda á töl- uðu máli. Það kom fram að nemend- ur hafa lagt mikið á sig til að lestur þeirra væri áheyrilegur og var gam- an að heyra þessa ungu krakka lesa upp Lokahátíðin í Stykkishólms- kirkju var skipulögð af undirbún- ingsnefnd sem í voru fulltrúar frá Skólaskrifstofu, Heimili og skóla og Samtaka móðurmálskennara. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þessir nemendur unnu til verð- launa. Gígja Jónsdóttir, Ólafs- vík, Sædís Alda Karlsdóttir, Grundarfirði og Áslaug Karen Jóhannesdóttir, Grundarfirði. Grundfirð- ingum gekk vel í upp- lestrarkeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.