Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 53
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 57 organistanámskeiði Hauks, sem haldið var á Skálholtsstað í haust leið, var þessi lítilláti öðlingur heiðraður og fékk þá m.a. að gjöf tvo hljómdiska með eigin orgelleik frá hljómleikum heima og erlendis og hafði Máni Sig- urjónsson valið upptökurnar. Mána sagðist síðar svo frá, að hann hefði átt fullt í fangi með að vinsa úr ótölu- legum fjölda hljóðritana, sem voru hver annarri betri og flutningurinn ákaflega vandaður og hrífandi. Þótt fár myndi trúa að óreyndu, er Haukur, svona grannur og nettur, talsverður matmaður, og að því skapi óviðjafnanlega gestrisinn og veitull. Hann veit sem er, að matur er mannsins megin; primum edere, deinde philosophari, sögðu þeir gömlu, mötumst fyrst, tölum svo um heimspeki á eftir, (slow-food hreyf- ingin núna?). Haukur etur tvímælt dag hvern og helst ekki undir þrírétt- uðu og drekkur kaffi og meðþví á eft- ir. Hann er og vel að sér um gamla, ís- lenska matargerð, sem byggðist á þakklátssemi, virðingu og nýtni. Hann man þá tíð, þegar hrossvambir voru hakkaðar austur á Bakka og þóttu herramannsmatur, saltar sjálf- ur ket ofaní tunnu á haustin, leggur bútung í pækil, herðir fisk, tekur slát- ur, svíður svið, reykir magála og súrsar bringukolla, hringir upp góð- kunningja sína í matarbúðunum og spyr hvort bjúgun núna séu ekki áreiðanlega á fyrsta degi, biður um að þetta fjórir fimm kindaskrokkar verði hengdir upp fyrir sig í nokkur dægur áður en hann komi að sækja þá og á alla flínkustu kjötiðnaðar- menn, fisksala og matreiðslumeistara Reykjavíkur að hjálparhellum og virktavinum. Steikarar í mötuneyti Stjórnarráðsins í Arnarhváli hafa sagt mér, að sá dagur hafi enn ekki komið yfir þá, öll þau ár sem Haukur hefur gegnt embætti söngmálastjóra, að þeir hafi náð að tilreiða svo máltíð að hann fylgdist ekki grannt með matseðlinum og framgangi elda- mennskunnar í farsíma, skref fyrir skref, allt frá því hráefnis er aflað eða það tekið úr geymslu að morgni, uns viðurhlutamiklum lögmálum hinnar göfugu matargerðarlistar og potta- galdurs hefur verið nákvæmlega hlýtt og rjúkandi réttirnir eru komnir á diskana fólksins um hádegisbil. Haukur er mikill unnandi gamalla minja. Hann er í því efni ekki ólíkur þýska rithöfundinum Stefáni Zweig, sem safnaði öllu sem snerti horfna snillinga og tók frá sérstakt herbergi til varðveislu þessara helgu dóma. Þar stóð meðal annars skrifborð Beethovens og á því litla peninga- skrínið, sem hann hafði farið um hrumum höndum á banasænginni til að greiða bústýrunni þóknun hennar, einnig slitur úr búreikningum hans og lokkur úr gráu hárinu. Fjöðurstaf Goethes geymdi Zweig undir gleri til þess að standast þá freistingu að taka hann í allsendis óverðuga hönd sér. Enn dýrmætari gripi fann Zweig í húsinu, þar sem hann bjó ungur í Vín. Fullorðin kona, sem kenndi á píanó, sagði honum, að móðir hennar á ní- ræðisaldri væri hvorki meira né minna en dóttir dr. Vogels, líflæknis Goethes, og hefði árið 1830 verið haldið undir skírn af Ottilíu von Goethe í viðurvist Goethes sjálfs. Zweig sundlaði. Hann baðst leyfis að fá að heimsækja gömlu konuna og þá kom í ljós að hún átti í fórum sínum margt af húsmunum ofurmennisins, sem æskuvinkona hennar og sonar- dóttir Goethes hafði gefið henni, með- al annars ljósastjaka, sem staðið hafði á skrifborði skáldsins í húsinu við Frauenplan í Weimar. Ég rifja þetta upp af þeirri ástæðu, að svona er Haukur líka. Hann ber þessa sömu lotningu fyrir snilld frá liðnum tíma, gengnum séníum, minn- ugur á gullkorn, sem þau létu sér um munn fara, andaktugur frammi fyrir hverju einu, sem tengist lífi þeirra og afrekum í listinni og af má læra. Ég varð vitni að því, þegar Haukur gekk að sjá íbúðarhúsið í Weimar, þar sem Franz Liszt bjó og var vanur að fleygja sér á Biedermeier-legubekk- inn í dulúðugri stofunni og þar sem stóri Beckstein-konsertflygillinn hans stendur innan um virðulegar mubblur í nýklassískum stíl, og þessi þykku, dökkrauðu, viktoríönsku gluggatjöld í mildri, hlýrri birtu frá kertastjökunum mörgu, og ég hygg að fáir muni hafa skoðað þetta af eins djúpu innsæi, ríkri samheyrileika- kennd og með jafnmikla helgi í huga og íslenski söngmálastjórinn: Drag skó þína af fótum þér, því að sá stað- ur, sem þú stendur á, er heilög jörð. Haukur nam síðar á Ítalíu hjá góð- vini Jóhannesar páfa XXIII., ítalska orgelsnillingnum Fernando Germani í Rómu, meistara einstæðrar pedal- tækni, þar sem beitt er bæði hæl og tá. Þegar sá settist hjá drottningu hljóðfæranna, var það einn listilegur samsöngur, líkt og niður margra vatna. Germani þótti framúrskarandi góður að flytja orgelverk eftir J.S. Bach, Frescobaldi, César Franck og Max Reger. Hann vildi leika bundið, en ekki slitið og höggvið, eins og er í móð núna; beiddi auk þess nemendur sína lengstra orða að vera ekki á iði við hljóðfærið, láta ógert að taka ákafleg andköf og ekki heldur skæla sig svona mikið framaní meðan þeir væru að spila. Hann mun oft hafa haft á orði, að í Víti væri aragrúi af fólki, sem hefði gefist færi á að ástunda hið góða og fagra, en látið það samt undir höfuð leggjast. Hér er erfitt að neita sér um að skjóta því inn í textann, að ómögulegt er að ímynda sér, að þessi ummæli eigi við um Hauk, því leitun er á jafnvelviljuðum, umtalsfrómum, gestrisnum og hjálpfúsum manni og hann er, ætíð boðinn og búinn til þess að hlaupa undir bagga, þar sem þörf er á og má ekkert aumt sjá, að hann freisti ekki af öllum kröftum að ráða þar á bót. Haukur hafði forgöngu um að Tón- skóli þjóðkirkjunnar eignaðist fágæt- lega dýrmætt nótnasafn Germanis árið 1992 og var efnt til söfnunar til þess að fjármagna kaupin og lögðu héraðssjóðir prófastsdæmanna, sóknarnefndir, organistar, kórafólk og fleiri fram peninga til þess að þetta mikla ævintýri gæti orðið. Bókasafn- ið er nú varðveitt í eldtraustum skáp- um hjá ríkisféhirði, en ljósmynduð af- rit auðveldlega aðgengileg öllum organistum landsins og nemendum Hauks í Tónskólanum, en einnig út- lendingum sem koma hingað í þeim tilgangi einum að skoða þetta; þetta eru hvorki meira né minna en nótna- hefti með samanlögðum orgelbók- menntum veraldarinnar, þeim er máli skipta, og hvert tónverk inn- virðulega merkt með hraðafyrirmæl- um, fraséringum, styrkleikabreyt- ingum, bindibogum, fingra- og fótsetningu, registréringum og margvíslegum öðrum athugasemd- um hins hálærða meistara og snill- ings. Með þessum línum er látin í ljósi sú von, að þjóðkirkja Íslands mætti lengi enn njóta starfskrafta Hauks, hugmynda hans, framkvæmdasemi, vinhlýju og alúðar. Við Ágústa færum honum og hans góðu konu, Grímhildi Bragadóttur bókasafnsfræðingi, inni- legar blessunar- og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Gunnar Björnsson. Í dag, 5. apríl, fæddist fyrir réttum 70 árum á Eyrarbakka Haukur Guð- laugsson, Söngmálastjóri þjóðkirkj- unnar. Haukur stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1945 til 1951 og lauk þaðan þaðan burtfarar- prófi í píanóleik, en aðalkennari hans þar var Árni Kristjánsson. Hann stundaði síðan nám í orgelleik við Staatliche Hochschule für Musik í Hamborg 1955 til 1960 hjá prófessor M.G. Förstemann og svo framhalds- nám í orgelleik við Conservatorio di Santa Cecilia í Róm 1966, 1968 og 1972 hjá Maestro Fernando Ger- mani. Kynni hans af þeim merka manni leiddu til ævarandi vináttu þeirra og Haukur hefur verið ótrauð- ur við að halda á lofti minningu og heiðri þessa læriföður síns. Haukur var skólastjóri Tónlistar- skóla Vísis á Siglufirði og söngstjóri Karlakórsins Vísis 1951 til 1955. Hann var skólastjóri Tónlistarskól- ans á Akranesi 1960 til 1974, organisti við Akraneskirkju frá 1960 til 1974 (og svo aftur 1992 til 1993) og hann fór m.a. með kór kirkjunnar í stór- merkilega ferð til Ísraels. Á Akranesi var Haukur einnig söngstjóri Karla- kórsins Svana frá 1960 til 1976 og kenndi við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar 1971 til 1973. Frá 1974 hefur Haukur gegnt stöðu söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og skólastjóra Tón- skóla þjóðkirkjunnar. Hann hefur staðið fyrir árlegum námskeiðum fyr- ir organista og kórfólk síðastliðin 25 ár og skipulagt tvær menningar- og námsferðir, aðra til Leipzig og Vín- arborgar en hina til Parísar og Róm- ar. Hann hefur haldið einleikstón- leika á orgel og píanó og kórtónleika í Þýskalandi, á Ítalíu, í Ísrael, í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Noregi og víða um Ísland. Einnig hafa verið gerðar hljóðritanir á orgelleik hans og kór- söng undir hans stjórn fyrir útvarp og sjónvarp og hefur hluti af því verið gefinn út á hljómplötum. Sem söng- málastjóri hefur hann auk þess gefið út fjöldann allan af kór- og orgelverk- um. Árið 1984 var Haukur sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu. Haukur hefur samið og gefið út Kennslubók í organleik í þrem bind- um sem komið hefur út á íslensku og ensku þar sem hann leggur höfuð- áherslu á pedaltækni þá sem kennd er við læriföður hans, Fernando Germani. Sem söngmálastjóri í 27 ár hefur Haukur sinnt heilli kynslóð af org- anistum og kórfólki í starfi. Einn af eiginleikum hans er að hann má ekk- ert aumt sjá, hvorki hjá mönnum né dýrum og hann hefur sérstaklega lagt sig fram um að sinna þeim sem minna mega sín. Margir hafa verið „dubbaðir upp“ í það að vera organ- istar án þess að hafa til þess nokkra menntun, sérstaklega úti á landi, og þetta fólk hefur þurft á uppörvun og aðstoð að halda sem Haukur hefur verið ótrauður við að veita því. Á org- anistanámskeiðunum í Skálholti hef- ur Haukur fengið slíkt fólk til þess að gera hluti sem það myndi aldrei láta sig dreyma um að gera og þar kemur einnig til annar eðlisþáttur hans, en nóg hefur hann af þrákelkninni til þess að gefast ekki upp þó sagt sé nei og oftast hefur hann sitt í gegn á end- anum, eða eins og einu sinni var sagt, að hann væri „mjúklega ýtinn“. Nú kemur að því að Haukur láti af starfi og þá er það þakklæti fólksins sem er hans mestu laun fyrir óeig- ingjarnt starf og ég veit að það er honum dýrmætara en innantómt skjall. Nokkrir vinir hans og velunn- arar hafa því í tilefni af þessum tíma- mótum stofnað útgáfusjóð til þess að gefa út á geisladiskum hljóðritanir á orgelverkum sem hann hefur leikið og á kórverkum sem hann hefur stjórnað. Ég vil því leyfa mér að vísa til auglýsingar þar um ef einhver hef- ur áhuga á að taka þátt í þessum sjóði og senda honum heillaóskir. Ég sjálfur vil þakka Hauki einlæga vináttu sem varað hefur nú í 23 ár, en ég hef verið náinn samstarfsmaður hans síðan 1979. Komið hefur fyrir að okkur hafi greint á málefnalega og um tíma lágu leiðir okkar ekki saman, en við bárum gæfu til þess að jafna þann ágreining og nú um 13 ára skeið hefur þar ekki borið skugga á, eftir að við lærðum hvor á annan. Í tilefni þessara tímamóta sendi ég því hon- um og fjölskyldu hans mínar innileg- ustu heillaóskir og þakklæti og þar mæli ég fyrir munn margra sem notið hafa umhyggju hans og hlýju. Smári Ólason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.