Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 25 Á OPNUM borgarafundi um framtíð smábátaútgerðar, sem Reykjanes, félag smábátaeigenda á Reykjanesi, stóð fyrir í veitingahúsinu Vitanum í Sandgerði í fyrrakvöld, kom fram að mikilvægt væri að fresta gildistöku laga um krókaveiðar sem kveða á um kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa og eiga að taka gildi 1. september í haust. Þingmennirnir Gunnar Birgisson, Sjálfstæðisflokki, Guðjón A. Krist- jánsson, Frjálslynda flokknum, Árni Steinar Jóhannsson, Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði, Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingunni, og Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, auk Arnar Pálssonar, framkvæmda- stjóra Landssambands smábátaeig- enda, fluttu framsöguræður en síðan voru fyrirspurnir og frjálsar umræð- ur undir stjórn Gunnars Pálmasonar, fundarstjóra. Engin rök fyrir kvótasetningu Húsfyllir var og fékk framsaga Gunnars Birgissonar sérstaklega góðan hljómgrunn. Hann benti á að smábátaútgerðin væri vistvæn, at- vinnuskapandi og byggðavæn og með því að þrengja að þessu útgerð- arformi væri þrengt að hinum dreifðu byggðum landsins. Útgerð smábáta væri líka fjárhagslega hag- kvæm og þeir duglegu fengju að njóta sín. „Ég styð þetta útgerðar- form og vona að greininni verði tryggð viðunandi framtíð með nýjum lögum um fiskveiðistjórnun,“ sagði hann. Guðjón A. Kristjánsson lagði út frá ýmsum tölulegum staðreyndum. Í máli hans kom fram að aflaúthlutun í aflamarkskerfinu hefði ekki gert það að verkum að sá hluti flotans hefði veitt úthlutaðan steinbít, ýsu og ufsa. Hefðu smábátarnir ekki veitt um- framafla af steinbít, þ.e. umfram það sem gert var ráð fyrir að yrði veitt, væru enn 9.000 til 10.000 tonn óveidd af steinbítskvótanum undanfarin fjögur ár. Þótt afla smábátanna væri bætt við afla aflamarksbáta væru 800 tonn óveidd á sama tímabili. Leyfi- legum afla hefði ekki verið náð og fyrst og fremst hefðu aflamarksskip- in skilið hann eftir, aðallega vegna tegundatilfærslu í karfa og grálúðu. Sömu sögu væri að segja af ýsuveið- um. Milli 30.000 og 40.000 tonn hefðu ekki verið veidd af aflamarksflotan- um sl. átta ár, en smábátaflotinn hefði bjargað 18.000 tonnum af ýsu á land á þessum tíma vegna þess frels- is sem hann hefði. Ástandið væri líkt í ufsaveiðunum. Þar hefðu verið óveidd meira en 90.000 tonn af úthlutuðu aflamarki á sl. átta árum og allt upp í 15.000 tonn á ári notuð í tegundatil- færslu, en krókabátar, sem hefðu mátt veiða samtals um 11.500 tonn á tímabilinu, hefðu veitt um 14.000 tonn. Guðjón sagði að umframveiði smá- báta hefði bjargað því sem ella hefði verið skilið eftir í hafinu og engin rök væru fyrir því að kvótasetja um- ræddar tegundir heldur væri hag- kvæmt að viðhalda ríkjandi kerfi. Skoða stefnuna í heild Árni Steinar Jóhannsson sagði að skoða þyrfti sjávarútvegsstefnuna í heild sinni og ekki væri eining innan endurskoðunarnefndarinnar. Mark- aðsöflunum hefði verið hleypt laus- um og útlit væri fyrir að innan skamms yrðu þrjú til fimm fyrirtæki sem tækju allan aflann auk þess sem útgerðin gæti flust úr landi en þetta yrði að koma í veg fyrir. Vinstri- grænir hefðu lagt til að vægi strand- veiða yrði aukið en farið yrði frá ríkjandi kerfi með svonefndri af- skriftarleið og kvótinn innkallaður eftir ákveðnu kerfi, hann afskrifaður um 3 til 5% á ári. Magn stóru fyr- irtækjanna yrði að minnka og fara ætti niður í smærri einingar. Hann sagði að ný sjávarútvegsstefna Evr- ópubandalagsins, svonefnd Græn bók, gengi út frá þessari hugsun; að stærri skipin eigi aðeins tilverurétt á úthafinu og á sameiginlegum svæð- um en síður innan lögsögu. Auka beri vægi strandveiða og svæði eigi að hafa aukinn rétt út af ströndinni þar sem fólkið býr. Allt þetta yrði að skoða hér, en Evrópusambandið stæði langtum framar í t.d. því að meta vægi og gildi vistvænna veiða. Fresta um ár Lúðvík Bergvinsson taldi ekki hættu á að útgerðin flyttist til út- landa og ástæðulaust að mála skratt- ann á vegginn í því sambandi. Hann sagði að Samfylkingin hefði ásamt Frjálslynda flokknum lagt til að kvótasetningu yrði frestað um eitt ár enda fráleitt að taka þetta mál út og festa það í sessi meðan endurskoð- unarnefndin væri í gangi. Aflamarks- kerfið væri gott kerfi því óheftur að- gangur að auðlindinni skaðaði þegar til lengri tíma væri litið. Kristján Pálsson velti fyrst og fremst fyrir sér stöðu Suðurnesja, hvernig hún hefði breyst og hvernig hún myndi breytast. Hann sagði að þar sem ekki lægi fyrir að endur- skoðunarnefndin skilaði af sér bráð- lega gæti vel farið svo að umrædd lög tækju ekki gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir ár. Hann sagðist telja rétt að setja kvóta en þá þyrfti að vera sæmilega góð sátt um það og menn yrðu að sjá hagsýni í því. Setja lög Í máli Kristjáns kom fram að trillubátaútgerð Suðurnesjamanna hefði dregist saman, afli þeirra í ýsu, steinbít, karfa og ufsa hefði dregist saman um 40% frá 1998 til 2000, og vitnaði í tölur frá Fiskistofu í því sambandi. Samdráttur hjá krókabát- um á Suðurnesjum næmi um 2.000 tonnum en á Vestfjörðum hefði afli krókabáta aukist um 7.000 tonn. Með þetta í huga sagðist hann velta því fyrir sér hvað Suðurnesjamenn græddu á því að fresta gildistöku lag- anna. Hann vildi tryggja hag trillu- karla á svæðinu og teldi að það borg- aði sig að setja kvóta en fresta yrði gildistöku laganna vegna þess að nauðsynleg sátt hefði ekki náðst því endurskoðunarnefndin hefði ekki unnið heimavinnu sína. Útgerð krókabáta mikilvæg Örn Pálsson sagði að núverandi veiðikerfi krókabáta væri mjög mik- ilvægt. Það væri í uppnámi og yrði krókakerfið aflagt yrðu margfeldisáhrif afleið- inganna óyfirstíganleg. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu hefðu 2.138 tonn af sjófrystum ýsu- flökum fært þjóðinni 938 milljónir í tekjur en sama magn af ferskum ýsu- flökum 1,3 milljarða eða 100 milljón- um meira en útflutningsverðmæti loðnu til manneldis á síðustu vertíð. Virðisaukinn og atvinnustarfsemi honum tengd væru í verulegri hættu yrði lögum um stjórn fiskveiða ekki breytt. Afli í ýsu og steinbít minnkaði um 9.000 tonn á landsvísu en útflutn- ingsverðmætið væri á þriðja milljarð. Línuútgerð yrði aðeins lítið brot af því sem hún nú væri með tilheyrandi atvinnuleysi og fólksflótta. Byggða- lög færu í gjörgæslu og skattbyrði al- mennings ykist. Því yrði að fresta gildistöku laganna og festa núver- andi kerfi í sessi. Fjörugar umræður Að framsöguræðum loknum tóku við fjörugar umræður. Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar, sagði að öll sú framþróun sem hefði átt sér stað og væri við lýði í útflutningi á ferskum fiski væri vegna krókabáta og SFAÚ væru algerlega háð því að kerfið yrði óbreytt. Ragnar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja, sagði að ef lögin um krókabáta kæmu til framkvæmda 1. september nk. yrði rekstur margra minni fisk- markaða úti á landi mjög erfiður. Einkum og sér í lagi markaða sem byggðu eingöngu á krókabátum. Ályktun Í lok fundar var eftirfarandi álykt- un samþykkt: „Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til stjórnvalda að af- nema ákvæði laga um krókabáta sem koma eiga til framkvæmda 1. sept- ember nk. Komi tilvitnuð lagaákvæði til framkvæmda er ekki aðeins verið að þverbrjóta það samkomulag sem gert var við smábátaeigendur árið 1996, heldur er einnig verið að ganga í algjört berhögg við öll yfirlýst markmið fiskveiðistjórnunarlag- anna. Er þá ótalið allt sem sagt hefur verið um nauðsyn þess að ná sátt um þessi mál. Það rekstrarumhverfi sem skap- aðist með tilkomu krókakerfanna hefur gert að verkum að fjölmörg einstaklings- og fjölskyldufyrirtæki hafa sprottið upp og víða hafa hinar smærri strandbyggðir byrjað að rísa á ný, eftir langt tímabil hnignunar. Þessa þróun má rekja beint til þess að stjórnvöld höfðu frumkvæði að því að leita sátta við smábáta- eigendur. Í því ljósi hófu þeir að skipuleggja framtíð og fjárfestingar. Framkvæmd laganna mun í einni svipan stöðva þessa framvindu og gera vonir þær og væntingar sem eflst hafa síðustu misserin að engu. Fundurinn brýnir því stjórnvöld til verka. Öflug smábátaútgerð er einn helsti lykill að aukinni sátt um fyrirkomu- lag fiskveiðanna ásamt því að gegna fjölþættu hlutverki í atvinnu-, félags- og efnahagslífi þjóðarinnar. Það hlutverk ber stjórnvöldum að hafa í öndvegi.“ Morgunblaðið/RAX Húsfyllir var í Vitanum í Sandgerði á opnum borgarafundi um framtíð smábátaútgerðar. Frestun laga mikilvæg Öflug smábáta- útgerð lykill að aukinni sátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.