Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 27
ERLENT K O R T E R Bjóðum nú mikið úrval af mjög vönduðum borðstofuhúsgögnum frá Skovby á frábæru verði! B O R Ð S T O F U H Ú S G Ö G N Sími 581-2275 568-5375 Fax 568-5275 húsgögn Ármúla8-108Reykjavík Fáanlegt í Kirsuberjavið Mahogny Beyki Ask Eik VINSÆLDIR norsku konungsfjöl- skyldunnar hafa aldrei verið minni ef marka má skoðanakönnun sem gerð var fyrir Dagbladet og birt var í gær. Samkvæmt henni vilja 59% Norðmanna að Noregur verði áfram konungsríki. 64% voru hlynnt því í janúar og 71% í maí í fyrra. Skýring þessa er talin vera um- deildir lífsförunautar systkinanna Hákons krónprins og Mörtu Lovísu. Sambýliskona Hákons, Mette-Marit Tjessem Hoiby, var einstæð móðir er prinsinn kynntist henni en barns- faðir hennar hefur verið dæmdur fyrir eiturlyfjaeign. Í síðasta mánuði sýndu norskir fjölmiðlar síðan út- drátt úr mynd Ara Behn, sem sagð- ur er unnusti Mörtu Lovísu, þar sem vændiskonur sáust taka kókaín í nös. Haft var eftir Behn síðar að hann væri andvígur neyslu eitur- lyfja en bæði hann og Mette-Marit hafa vikið sér undan því að svara hvort þau hafi neytt eiturlyfja. Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur stuðningur við norsku kon- ungsfjölskylduna að jafnaði verið um 75%–80%. Noregur Konungsfjöl- skyldan óvin- sælli en fyrr BANDARÍSKIR embættismenn segjast ekki geta staðfest að áhöfn njósnavélarinnar, sem neydd var til að lenda í Kína á sunnudag, hafi tek- ist að eyðileggja leynilegan hátækni- búnað til að hann félli ekki í hendur Kínverjum. Fyrst yrðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar að fá tækifæri til að ræða einslega við áhöfnina sem er í haldi. Flugvélin, sem er skrúfuþota af gerðinni EP-3E Aries II með 24 manna áhöfn, rakst á kínverska her- þotu og flugmanns hennar er sakn- að. Sjónvarpsstöðin CNN hefur full- yrt að búnaðurinn hafi verið eyðilagður. Njósnavélin skemmdist nokkuð við áreksturinn og nauðlenti á eyj- unni Hainan. Kínverskir fulltrúar hafa verið viðstaddir fundi banda- rískra stjórnarerindreka með áhöfn- inni. „Aðstæður voru ekki með þeim hætti að þeir gætu rætt trúnaðar- mál,“ sagði Rex Totty, talsmaður Kyrrahafsherstjórnar Bandaríkj- anna, í gær. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Kínverjar láti vélina í friði. Ljóst þykir að áhöfnin muni hafa reynt að þurrka út sem mest af gögnunum í tækjabúnaði flugvélarinnar en ósennilegt að það hafi tekist að fullu. Sérstaklega hannaðar handsprengj- ur eru um borð og ætlaðar til að sprengja tækin í tætlur en einnig má notast við sleggjur og axir. Geysimikið er af tölvum og full- komnum hátæknibúnaði í vélinni þótt hönnun hennar sé gömul. Er andvirði hans talið vera um fjórar milljónir dollara, um 370 milljónir króna. Neðan á skrokki vélarinnar er fjöldi loftneta sem eru fær um að nema fjarskiptasendingar af öllu tagi og greina ratsjármerki og gögn- in eru síðan greind í tölvum. Síðan er meðal annars hægt að nota upplýs- ingarnr til að búa til tæki er hægt er að nota til að trufla ratsjármerki ef til ófriðar kemur. Verða gögn seld Rússum? Paul Beaver, sérfræðingur í hern- aðarfræðum og talsmaður varnar- málafræðastofnunar í London, segir að um áfall sé að ræða fyrir Banda- ríkjamenn ef Kínverjum hafi tekist að rannsaka vélina og búnað hennar. „Kínverjar munu sennilega selja Rússum gögnin og allir munu því fá aðgang að upplýsingum um eina af fullkomnustu njósnaflugvélum í heimi.“ Fréttaskýrendur segja að Kín- verjar muni áreiðanlega komast að ýmsum mikilvægum leyndarmálum með því að rannsaka vélina. Haft er eftir sérfræðingum að þeir muni geta dregið ályktanir af því hvaða búnaður sé um borð og áttað sig á því hverju Bandaríkjamenn hafi mestan áhuga á í viðbúnaði kínverskra stjórnvalda. Eitt af því sem Kínverjar gætu notað eru svonefndar „segulsmá- sjár“ sem hægt er að láta endur- skapa gögn sem þurrkuð hafa verið út af hörðum tölvudiskum eða að minnsta kosti hluta þeirra. Líkurnar á að hægt sé að ná aftur í gögnin aukast ef hægt er að kæla örgjörv- ana fljótt eftir að búið er að ná þeim úr tækjunum. Segulsmásjár hafa verið notaðar til að framkalla gögn á flugritum sem fundist hafa í braki eftir slys. Flugvélin er hluti af sveit er geng- ur undir gælunafninu „Heimsskoð- endurnir“. Um borð eru m.a. 16 sér- fræðingar í fjarskiptahernaði og bækistöð vélarinnar er á Kadena- herflugvelli Bandaríkjamanna á jap- önsku eynni Okinawa. Hver EP-3 flugvél kostar um 36 milljónir doll- ara, rösklega þrjá milljarða króna, og hafa þær verið mikið notaðar af friðargæsluliði Atlantshafsbanda- lagsins í Bosníu. Bandaríska njósnaflugvélin sem Kínverjar náðu Klófesta margvís- leg leyndarmál Washington, Kadena-flugstöðinni í Japan. AP, AFP, The Daily Telegraph.      3  " >B0&<   9 7    "  7&    $ 0C" %    ?  9    %   0&<  93  " &   ,   7&      &   &     "   &  !*, %  %  7&     % & %  %    ;   )  (( $ $  %     )   )   &  ? *,     ;  &       , )   $"  %     )   %&  &<  9    )   %  C          ,  &   A <     9  &   0    %            EINN af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar í Afganistan, Ahmad Shah Masood, átti fund með utan- ríkisráðherra Frakka, Hubert Vedrine, í París í gær. Masood, sem er í sinni fyrstu Evrópuferð, falast eftir erlendri aðstoð í stríð- inu gegn stjórn talibana sem fara með völd í nær öllu Afganistan. Masood óskar einnig eftir því að Pakistanar verði beittir auknum þrýstingi um að láta af stuðningi sínum við talibana, en Pakistanar eru ein fárra þjóða sem viðurkennt hafa harðlínustjórn talibana. „Við þörfnust allrar hugsanlegr- ar hjálpar sem ríki geta gefið okk- ur til að endurheimta land okkar,“ sagði Masood á blaðamannafundi í gær sem fram fór að loknum fund- inum með utanríkisráðherranum. Samkvæmt heimildum AFP- fréttastofunnar gekk fundurinn mjög vel en heimildamaðurinn vildi ekki tjá sig opinskátt um hvað hefði verið rætt. Masood, sem hlaut viðurnefnið Panjshir- ljónið eftir viðureignir sínar gegn sovéska hernum á níunda áratugn- um, er þrátt fyrir ósigra eina raunverulega hindrunin fyrir því að talibanar nái völdum í öllu Afg- anistan. Stjórn þeirra hefur verið fordæmd um heim allan fyrir kúg- un kvenna og nú nýverið fyrir eyðileggingu á fornum búddalík- neskjum. Í dag mun Masood ávarpa Evr- ópuþingið og hvatti Nicole Font- aine, forseti þess, til þess í gær að Evrópuríki styddu við bakið á and- stæðingum talibana. Litið hefur verið á heimsóknina sem skref í áttina að því að Evr- ópulönd hyggist taka upp harðari stefnu gagnvart stjórn talibana. Heimsóknin er einnig álitin sigur fyrir Masood sem hingað til hefur hlotið lítinn stuðning erlendis þrátt fyrir að fjölmörg ríki séu andsnúin talibönum. Masood, sem er 49 ára gamall, er varaforseti og varnarmálaráð- herra hins íslamska ríkis Afgan- istan sem nýtur stuðnings Samein- uðu þjóðanna sem réttmæt stjórnvöld í Afganistan. Liðsveitir Masoods ráða þó eingöngu yfir um 10% landsvæðis í Afganistan. Leiðtogi afgönsku stjórnarandstöðunnar Falast eftir aðstoð Evrópuríkja París. AFP. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.