Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 18
Selfossi - Á bænum Súluholti í Flóa er Ferguson-traktorinn í miklu uppáhaldi og á dögunum voru 50 ár liðin frá því fyrsti Fergusoninn var keyptir þangað og á þeim tímamótum gekk Helgi Sigurðsson bóndi í Súluholti frá kaupum á nýjum Ferguson hjá Betri bílasölunni á Selfossi. Nú eru á bænum átta Massey Fergu- son-traktorar. „Okkur líkar vel við þessar vél- ar. Þær hafa reynst vel og þjón- ustan hefur verið góð því svo lítið hafi þurft á því að halda,“ sagði Helgi. Hann sagði að fjórar kyn- slóðir á bænum hefðu notað eða keyrt Fergusoninn en það var afi Helga, Guðmundur Helgason bóndi sem keypti fyrsta traktor- inn fyrir 50 árum. Nýi traktorinn er MF 4255, alhliða vél. Á Ferguson í fimmtíu ár LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ný verslun! Framköllun Myndavélar Fylgihlutir Viðgerðir Vorum að opna nýja verslun með alhliða ljósmyndaþjónustu Til fermingargjafa: Vorum að taka upp úrval af stafrænum myndavélum. Einnig úrval af venjulegum vélum. Laugavegur Þjóðskjala- safn N óatún H öfðatún Á sholt Hlemmur Grindavík - Aðalfundur Hitaveitu Suðurnesja var haldinn nýlega í Eld- borg í Svartsengi og í framhaldi var stofnfundur Hitaveitu Suðurnesja hf. Með þessum stofnfundi runnu Hita- veita Suðurnesja og Rafveita Hafn- arfjarðar saman í eitt fyrirtæki. Dagskrá aðalfundar Hitaveitu Suðurnesja (HS) var með hefð- bundnu sniði að mestu leyti en Ing- ólfur Bárðarson stjórnarformaður bauð fundarmenn velkomna og þá sérstaklega starfsmenn Rafveitu Hafnarfjarðar sem daginn eftir yrðu starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja hf. Þá flutti Júlíus Jónsson forstjóri skýrslu sína og kom víða við. Fram kom í máli Júlíusar að raforkufram- leiðslan hjá HS var rúmlega 60% meiri en notuð er á svæðinu en um- framrafmagnið var allt selt og er aukningin að mestu komin til vegna orkuvers 5 sem tekið var í notkun í lok árs 1999. Hagnaður eftir fjár- magnsgjöld var tæplega 342 milljónir kr. sem er öllu lakari útkoma en á síð- asta ári en undanfarin 16 ár hefur fyrirtækið skilað hagnaði. Allir taxtar hjá fyrirtækinu eru búnir að vera óbreyttir frá 1.október 1991 en að sögn Júlíusar er því um sparnað að ræða hjá heimilum á svæðinu upp á a.m.k. 85.000 – 90.000 kr. á ári. Ný raforkulög, ólög? „Í maí samþykkti stjórn HS að velja nefnd þriggja manna sem vinna ætti að drögum að framtíðarsýn fyr- irtækisins og stefnumótun. Ástæðan var aðallega sú að margvíslegar breytingar kunna að verða á næstu árum og eru önnur orkufyrirtæki far- inn að undirbúa sig undir þær. HS mun mæta nýjum kröfum og hættum og hagnýta sé ný sóknarfæri,“ sagði Júlíus. Það sem vekur Júlíusi mestan ugg fyrir hönd fyrirtækisins er nýtt skipulag virkjunar- og orkumála en frumvarp að nýjum raforkulögum hefur verið lagt fram. Júlíus og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hafa sett fram blað með athugasemd- um um ný raforkulög en þar gera þeir m.a. athugasemdir við það að mark- aðsráðandi fyrirtæki í framleiðslu geti verið í smásölu, sérstök aðför sé gerð að þeim veitum með fleiri en eina vöru þar sem þeim er skylt að skipta sér upp í fjöldann allan af fyr- irtækjum í stað þess að láta fjárhags- legan aðskilnað í hefðbundnum dreifi- og framleiðsluveitum duga. Þá gera þeir félagar ýmsar athugasemd- ir við raforkuflutninginn og opinbera eftirlitsþáttinn. Að lokum minntist Júlíus á það að HS hefði starfað í rúm 26 ár eða nákvæmlega 9.587 daga ef hlaupárin hafa verið talin rétt. Ný lög um Hitaveitu Suðurnesja hf voru samþykkt 15. mars sl. og fengu númerið 10 árið 2001. „Með stofn- fundinum hér í dag er verið að ná hluta þeirra mark- miða sem stefnt var að með samkomulaginu frá 15. október 1998 eða fyrir nær tveimur og hálfu ári. Þetta hefur því tekið langan tíma en ég sé fyrir mér, að við- ræður fari fljótlega af stað við önnur orkufyrirtæki á svipuðum nótum,“ sagði Júlíus. Júlíus ítrekaði þær skoðanir sínar að mikil- vægt væri fyrir þetta nýja fyrirtæki að hafa stækkun- armöguleika því án útrásar yrði HS hf litla fyrirtækið þegar raforkufyrirtækin verða orðin 4-5 í landinu, bæði markaðslega og í möguleikum á frekari virkjunum. Undirritaður var stofnsamningur fyrir Hitaveitu Suðurnesja hf og var þar fríður flokkur manna sem tyllti sér við háborð eða alls 10 aðilar. Þegar svona samruni verður er fyrsta spurningin hjá starfsmönnum hvaða áhrif hefur þetta á mig og mitt starf. Fulltrúar starfsmannafélaga bæði Rafveitu Hafnarfjarðar og Hitaveitu Suðurnesja fluttu ávarp en ljóst má vera að góður samhugur er hjá starfsmönnum fyrirtækisins nýja og allir ákveðnir að gera veg nýja fyr- irtækisins sem mestan. „Fastráðnir starfsmenn halda sínu hjá báðum fyrirtækjum og má segja að starfsmannamál séu í höfn en ein- ungis á eftir að ná til þeirra sem eru erlendis eða náðist ekki í af öðrum ástæðum,“ sagði Júlíus um leið og hann varpaði á tjaldið hugmyndum að nýju skipuriti í fyrirtækinu. Þá sagði Júlíus að gjaldskrá hafi lækkað um 10% í Hafnarfirði þann 1. mars sl. og stefnt sé að því að samræma gjald- skrá 1. október og tók hann það sér- staklega fram að færa ætti niður verðið í Hafnarfirði til að ná því markmiði en ekki hækka hér á Suð- urnesjum. Þá kynnti Júlíus hug- myndir að nýju merki eða eins og hann orðaði það „poppa upp gamla merkið“. Þá sagði hann jafnframt frá því að viðræður við önnur orkufyr- irtæki hæfust á allra næstu vikum. Ekki öll vötn til Reykjavíkur Guðmundur Árni Stefánsson flutti ávarp fyrir hönd þingmanna Reykja- nesumdæmis og óskaði fundarmönn- um til hamingju með daginn. Þá var Guðmundur Árni sérlega ánægður með það að ekki skyldi öll stækkun fara í átt til Reykjavíkur. Þá tók fulltrúi frá iðnaðar- og fjár- málaráðuneytinu til máls og bað fyrir kveðju frá ráðherrum ráðuneytanna. Þá tóku til máls þeir Magnús Gunn- arsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem talaði fyrir hönd Suðurnesjamanna. Hitaveita Suðurnesja og Raf- veita Hafnarfjarðar sameinast Morgunblaðið/GPV Ingólfur Bárðarson, stjórnarformaður og fyrrverandi forstjóri HS, afhendir Ingólfi Aðalsteinssyni lágmynd sem viðurkenn- ingu fyrir gott starf. Að ofan er verið að undirrita stofnsamning nýja fyrirtækisins. SKIPULAGS- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar úthlutaði nýverið um 35 lóðum fyrir íbúðar- og at- vinnuhúsnæði í bænum. Lóðirnar eru við göturnar Lágseylu, Steinás, Stapabraut og Mánagrund. Að sögn Ellerts Eiríkssonar er um óvenjulega mikinn fjölda lóða að ræða, sé miðað við síðustu misseri, enda segir hann eftirspurnina eftir lóðum töluverða. Hann segir fjölgun í bænum vera í takt við óskir bæj- aryfirvalda. „Á síðasta ári var fjölgunin 2,2 prósent en við óskum eftir því að hún sé svona 1,5 til 2 prósent. Sem betur fer er ásókn í að flytjast hing- að og því er mikil umframeftirspurn eftir húsnæði.“ Byggingarsvæðið í nyrsta hluta Keflavíkur kallast Norðurvellir og segir Ellert það nú vera fullbyggt. „Núna erum við því komnir á leið- arenda í norðurátt og það var fyr- irséð að þegar uppbyggingu á því svæði lyki færi uppbyggingin öll fram í syðri hluta Reykjanesbæjar eða Njarðvíkum.“ Götuheitið fengið úr sjávarútveginum Nokkur hluti lóðanna fer undir atvinnuhúsnæði en það verður allt við Stapabraut, sem er meðfram Reykjanesbrautinni. Að sögn Ell- erts er þegar nokkuð um atvinnu- starfsemi við götuna og segir hann þetta með ráðum gert vegna há- vaðamengunar. „Við erum að reyna að búa til eins konar náttúrulegan hljóðmúr með þessu og þannig minnka umferðarniðinn hjá íbúðar- húsunum sem eru nær sjónum.“ Þær lóðir sem var úthlutað til íbúðarbygginga nú fara allar undir raðhús og einbýlishús og segir Ell- ert marga hafa áhuga á slíkum lóð- um. Húsin verða við götur sem kall- ast Steinás og Lágseyla. Ellert telur að síðarnefnda nafnið megi rekja til sjávarútvegs fyrri alda. „Þá seyluðu menn aflann ef það var lágsjávar þegar árabátar komu að landi. Það var gert þannig að fiskurinn var þræddur upp á spotta og fleytt í land og var það kallað að seyla út.“ Fólksfjölgun í Reykjanesbæ Bolungarvík - Á árshátíð Grunn- skóla Bolungarvíkur, sem haldin var nýlega kvaddi sér hljóðs Jónas Guðmundsson, formaður Lions- klúbbs Bolungarvíkur, og færði skólanum að gjöf vandaðan skjá- varpa. Skjávarpinn er af gerðinni Sony og kostar rúmar 300 þúsund krónur. Guðbjörg Hafþórsdóttir, formað- ur nemendaráðs, og Halldóra Kristjánsdóttir skólastjóri veittu gjöfinni viðtöku. Halldóra færði Lionsklúbbnum bestu kveðjur frá skólanum og innilegar þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem kæmi að góð- um notum við skólastarfið í Grunn- skóla Bolungarvíkur. Lionsklúbbur Bolungarvíkur gefur skjávarpa Reykholti - Í sjö skipti undan- farnar vikur hafa konur í Kven- félagi Reykdæla setið daglangt saman við þjóðbúningasaum á Skáney í Reykholtsdal, undir handleiðslu Jófríðar Benedikts- dóttur kjólameistara og klæð- skera. Með viðbótarvinnu heima er afraksturinn nú að skila sér í upphlutum og peysufötum af þeim mismunandi gerðum sem til- heyra þjóðbúningi okkar. Jófríður sagði fréttaritara Mbl. að hún hefði byrjað að kenna þetta upp úr 1990 og hefði nú ekki undan, bæði við kennslu og saum. Síðan um 1994 hefur hún fundið fyrir auknum áhuga og telur það helst tengjast þjóðlegri vakningu sem fari af stað við mikil tímamót eins og aldamót. Kvenfélags- konur sauma þjóðbúninga Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Magnea Kristleifsdóttir og Kristín Gunnarsdóttir velta fyr- ir sér lögmálum upphlutsins. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.