Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 52
AFMÆLI 56 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vinur minn Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri þjóðkirkj- unnar, er sjötugur í dag. Þegar ég fyrst kynntist Hauki per- sónulega bar fundum okkar saman í Hvammstangakirkju í Vestur-Húnavatns- sýslu 1982. Ég var þar á ferðalagi á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar eins og hún hét þá og Haukur var beðinn að koma til Hvammstanga og leika með mér nokkur lög á tónleikum til styrktar Hjálparstofnun. Það sem ég tók strax eftir í fari þessa manns var einlægnin, elskusemin og ótrúlega unglegt útlit. Auk hæfileika Hauks sem listamanns, sem eru óvenjulegir, voru það fyrrnefnd einkenni hans sem hafa í mínum huga verið hvað mest áberandi í fari hans þau ár sem ég hef notið vináttu hans. Starf söng- málastjóra er mjög umfangsmikið og krefjandi og þegar þar við bætist rekstur og ábyrgð á Tónskóla þjóð- kirkjunnar gefur augaleið að álagið er oft mikið. En Hauki er það einkar lagið að slá á létta strengi í miðri al- vöru lífsins og það hefur áreiðanlega fleygt honum honum í gegnun mörg boðaföllin. Ég minnist þátttöku í org- anistanámskeiðum í Skálholti á veg- um söngmálastjóraembættisins. Fyr- ir mér mynduðu þessi námskeið kjarnann í starfi Hauks fyrir lands- byggðina. Þessi námskeið voru geysi- lega vinsæl. Á þau komu organistar og söngfólk víðsvegar af landinu og það var mikil gleði, eftirvænting og þakklæti sem geislaði af þessu fólki. Í þessari starfsemi sýndi Haukur einstaka hæfileika til að ná til fólks- ins, hrífa það og virkja. Haukur má ekkert aumt sjá, hjálpsemi hans, greiðvikni og hvatningu er við brugð- ið. Okkur hjónin langar að óska hon- um og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þessi tímamót. Við þykjumst þess fullviss að þegar hann nú bráðlega lætur af störfum sem söngmálstjóri eftir langan og farsæl- an feril muni taka við frjótt tímabil þar sem honum gefst tækifæri til að sinna fjölmörgum áhugamálum auk þess að hafa meiri tíma fyrir hljóð- færi sitt, orgelið. Gunnar Kvaran sellóleikari. Ég leyfi mér að efast stórlega um það, að margir núlifandi menn hafi unnið þjóðkirkju Íslands öllu meira HAUKUR GUÐLAUGSSON til þarfa en vinur minn, Haukur söngmála- stjóri, sem á afmæli í dag. Það er þó alltént satt, sem þýðverskir segja: Das Evangelium muss man singen, það þarf að láta gleðiboð- skapinn hljóma í söng. Og er ekki haft eftir Lúther, að músíkin geti auk heldur orðið fram- hrindingarafl góðra prédikana? Haukur tók við emb- ætti söngmálastjóra ár- ið 1974. Í hans tíð voru sett lög um Tónskóla þjóðkirkjunnar, sem hann hefur stjórnað með glæsi- brag síðan, en meginverkefni skólans er menntun kirkjuorganista, er jafn- framt hafa kórstjórn á hendi. Þá hef- ur útgáfa á náms- og tónlistarefni handa organistum og kirkjukórum stóraukist á vegum embættisins und- ir forystu hans, svo og námskeiðahald víða um land. Meðal ánægjulegra nýjunga má nefna, að fleiri barnakór- ar hafa verið stofnaðir á vegum safn- aða. Þá er ónefnt það afrek Hauks, sem lengi mun halda nafni hans á loft, en það er orgelskóli sem hann hefur samið, kennslubók í þremur bindum, mikið og gott þarfaverk og brýtur raunar blað í tónlistarsögu landsins. Hann er einn þeirra gæfumanna, sem hefur auðnast að sjá áhugamál og ævistarf verða eina heild, og virð- ist aukheldur á stundum vera á eins konar sérsamningi við Allífið. Gesturinn hefur ekki fyrr stigið fæti sínum inn fyrir þröskuldinn á söngmálakontórnum við Sölvhóls- götu en brosleitur og kankvís húsráð- andinn skellir plötu á grammófóninn (hvað sem hann annars kann að hafa átt annríkt) og er í sama vetfangi orð- inn Sixten okkar Nordström í tónlist- argetraunaþættinum Kontrapúnkti, en komumaður hálfgert einsmanns- keppnislið, og hvaða stykki skyldi þetta vera og hver ætli sé nú að spila? Er það Rakmanínoff? Ellegar kannski Hóróvítsj? Eða jafnvel Schnabel? „Það verður nú ekki vandalaust fyrir strákinn hans Lauga á Bakk- anum að taka við af sjálfum dr. Ró- bert Abraham,“ heyrðust gömlu prestarnir muldra ofaní barminn með þýðingarmiklum augngotum, þegar kvisaðist, að Haukur Guðlaugsson yrði söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Þeir gátu varla ímyndað sér að hinn nýbakaði yfir-kantór evangelísk- lútherskrar kristni á Íslandi væri nema rétt nýlega fermdur, svo ung- legur sem Haukur hefur ávallt verið í sjón og gæddur ríkum æskuþokka. En engan þeirra gat grunað, að undir sakleysislegu yfirborði persónunnar, hógværri framkomunni og á stundum lítið eitt óræðu brosi leyndist óþrot- leg kunnátta, stórfenglegir skaps- munir og óhemju ýtni, og það því fremur sem hinum síðast talda eig- inleika Hauks fylgir jafnvel enn þá meiri ljúfmennska. Barn að aldri vildi Haukur verða listmálari og lét koma trönur og liti úr höndluninni syðra. En Guðlaugur faðir hans kaupmaður á Eyrarbakka hafði ótrú á að hægt væri að lifa af þessu og áhyggjur af því að slíkur starfi hefði óhjákvæmilega í för með sér sára fátækt; þeir sem hrötuðu útá þessa braut myndu búa við takfæð fullkomna það sem eftir lifði ævidags- ins, svo að enginn hefði heyrt um aðra slíka, aldrei, hvergi nokkurs staðar, aldrei nokkurn tíma. Má ég skjóta því hér inn, að maður frá dagblaði spurði Guðlaug að því níræðan, hverju hann þakkaði háan aldur og góða heilsu og Guðlaugur leit eina andrá upp úr ann- ríkinu í búðinni, kíkti á manninn yfir gleraugun og svaraði því til að langlífi sitt og líkamshreysti mætti helst þakka því, að hann hefði einlægt tekið sér í staupi og forðast líkamsrækt. Haukur venti nú sínu kvæði í kross, útskrifaðist frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík og hélt stálpaður maður til Hamborgar með Mána Sig- urjónssyni að nema organslátt. Mun faðir hans þá hafa haft tvíefldar áhyggjur af því að drengurinn myndi hafa lítið sem ekki fyrir sig að leggja er stundir liðu fram. Ytra hittu þeir félagar einn landa sinn, stúlku, sem spurði þá öldungis forviða hvers vegna svona ungir menn ætluðu að fara að læra á orgel og opinberaði þar með þá útbreiddu skoðun Íslendinga lengi að organistar gætu þeir einir verið, eða að minnsta kosti valdið því hlutverki skammlaust, sem komnir væru að fótum fram. Frá 1951 var Haukur um nokkurra ára skeið skólastjóri Tónlistarskólans í Siglufirði. Hann er fæddur kennari, óþreytandi að finna upp nýjar aðferð- ir til þess að útskýra leyndardóma tónfræði og hljóðfæraleiks, sívakandi áhugamaður um nýjungar í aðferð, vinnubrögðum og tækni og ber mikla og föðurlega umhyggju fyrir nem- endum sínum, er auk þess ávallt glað- ur, jákvæður og bjartsýnn, og því góður sálusorgari. „Maður verður að trúa á það, sem maður er að gera,“ segir hann. „Sjálfur hefi ég meira að segja hlaupið á eftir járnbrautarlest, sem var komin af stað!“ Þegar Haukur sleit Tónskóla þjóð- kirkjunnar vorið 1986, hafði ég, sem hér held á penna, þá hamingju að vera þar nær. Hann lagði í ræðu sinni ríkt á við nemendurna að kappkosta að nýta litlu stundirnar til þess að fækka feilnótunum. Með ívitnun til margra merklegra höfunda sannaði Haukur, að í rauninni væri ekkert því til fyrirstöðu, að menn næðu árangri í tónlist, þótt þeir æfðu sig ekki á hljóð- færið nema sem svaraði hálftíma á dag, því ekki væri síður mikilvægt, ef svo bæri undir, að leggja sig með nót- urnar upp á dívan, hugleiða táknin á pappírnum og efla þannig með sér al- mennt tónlistarskyn, vakna til vísvit- undar um það inni fyrir, hvað tónlist- in er í raun og veru. Að skilnaði fékk hann nemendum sínum í hendur töflu um hverja stund íhöndfarandi sum- ars og bað þá merkja við þá daga, þegar þeim lánaðist að leika á orgelið í stundarfjórðung eða meir. Haukur lærði hjá meistaranum próf. Martin Günther Försteman í Hamborg á árunum 1955–60, orð- lögðum snillingi og eftirsóttum kenn- ara, var þar til húsa hjá gamalli ekkjufrú og skrifaði síðar eftirminni- lega frásögn af kynnum sínum við hana og fyrstu jólin að heiman og birtist í bæjarblaðinu á Akranesi, þar sem hann réðst kirkjuorganisti og skólastjóri Tónlistarskólans. Kennslu-orgel Förstemans, af gerð- inni Sauer-Walcker frá Frankfurt am Oder, fékk Haukur keypt hingað til lands, og skartar það nú í húsakynn- um Tónskóla þjóðkirkjunnar. Skagamönnum varð starsýnt á þennan hvatlega músíkant, sem gekk í frakka með axlaspælum og belti eins og Þjóðverji og vingsaði mjólkur- brúsanum í kringum sig á göngu og var eitthvað svo frjálslegur og dálítið öðruvísi en fólk hafði vanist. Haukur sló náttúrulega í gegn á orgelloftinu og þó hætti að minnsta kosti einn söngfélagi og bað kórsöng þaðanífrá aldrei þrífast, en annar mun hafa sagt aðspurður um þennan nýja organista, orðagrannt: „Hann er svo flínkur, að hann gæti drepið mann!“ Haukur var að vísu nær alveg frábitinn knatt- spyrnu, sem þarna er þjóðaríþrótt, en teiknaði stundum tölustafinn 8 með reiðhjólinu sínu í sementsteyptar göturnar á Akranesi, og enn þann dag í dag hefur hann ekki sé ástæðu til þess að taka bílpróf. Sóknarbörn í Garðasókn eru kunn að ljúfmennsku og góðum þegnskap, hlýðni og tilláts- semi við yfirvöld og eru þó trúlega enn betri við presta sína en organist- ana. Hlaut Haukur að vonum miklar vinsældir, verðskuldað lof, hjarta- gróna þökk og vandað silfurlíkan af orgelinu í kirkjunni að gjöf, þegar hann lét af störfum 1982. Að öðrum ólöstuðum mun og óhætt að fullyrða, að Kirkjukór Akraness hafi verið í allrafremstu röð á meðan Haukur stjórnaði honum, eins og glöggt má skilja af hljómplötunni „Heyrirðu ei?“, sem þrykkt var á öndverðum ní- unda áratugnum. Sumir þeir, sem hafa gott vit á tón- list, hafa sagt mér að þeir álíti Hauk ókrýndan konung íslenskra organ- leikara fyrr og síðar. Sé það rétt, læt ég mér til hugar koma að skýringin sé meðal annars sú, að honum er við tónlistaræfingar sínar gefin náðar- gjöf fyrirhafnarinnar í ríkum mæli, óþreytandi nákvæmni án málamiðl- unar og glöggt auga fyrir smáatrið- um sem kölluð eru. Eða horfðu á hendurnar á honum, þegar hann er að spila. Þær virðast varla hreyfast, heldur svífa einhvern veginn erfiðis- laust um hljómborðið, með lausum úlnlið. Og samt er hverri nótu þrýst í botn, þó að vísu eigi ávallt í ofurhröð- um köflum. Eða sjáðu hvernig hann læðir löppunum (eins og hann tekur sjálfur gjarnan til orða) hljóðlega eft- ir pedölunum með hæl-og-tá-aðferð- inni. Þegar Haukur syngur á orgelið, verður maður aldrei hræddur um að hljóðfærið taki völdin. Til þess er hann of frekur. Það er eins og skórnir hans hafi tvo vængi hvor, ekki ólíkt því sem sagt hefur verið um Hermes, sendiboða grísku guðanna og vernd- ara tónlistar. Þetta sést líka þegar hann gengur, og gott ef Alexander- tæknin er þar ekki lifandi komin. Stundum hefur verið látið að því liggja, að Haukur hefði gefið sig enn meira við organslættinum, ef hann hefði ekki verið svona önnum kafinn að halda frið við músíkalska organ- ista uppi í sveit og koma þeim til nokkurs þroska í listinni. Maðurinn brýtur sig einfaldlega í mola fyrir mesta blábyrjandann í veröld tónlist- arinnar, hvort heldur er á nóttu eða degi, enda hringja skjólstæðingar hann hiklaust upp í símanum á hvaða tíma sólarhrings sem er, bæði sýknt og heilagt, og ekkert síður í sumar- leyfum hans en endranær. Engin fyr- irhöfn getur verið of mikil, engir þeir framkrókar að hann leggi sig ekki í þá, ef smám saman kynni að lánast að koma því til leiðar, að í hugskoti reynds organista kviknaði meira ljós. Eins leggur Haukur nótt við dag ef takast mætti að nudda einkennileg- um og sérsinna unglingi til þess að fara að pota svolítið á orgel. Af sjálfu leiðir, að organistanámskeið hans í Skálholti hafa í aldarfjórðung lánast mjög vel, enda er varla nokkur svo harðbrjósta að fara að særa þennan eldheita hugsjónamann með því að leggja sig ekki allan fram. Efnisskrá- in er við allra hæfi, bæði tilaðmynda „Aus tiefer Not“, „Sjá þann hinn mikla flokk sem fjöll“ og „Yes- terday“. Enginn er svo kaldrifjaður að vaka ekki heldur heilu næturnar að glöggva sig á svörtu nótunum en styggja Hauk. Hann er skipuleggjari af Guðs náð, með einkar vandvirkn- islega rithönd, skreytta margvísleg- um krúsindúllum í ýmsar áttir og stjórnandi með þeirri sérmerkilegu hliðarverkun, að oft sýnist svo sem Haukur leiki flesta hluti af fingrum fram. Þess vegna finnur hann líka öll- um kirkjusöngvurum Íslands gisti- rými á námskeiðunum í Skálholti, en sefur sjálfur úti í hlöðu. Á 26. og jafnframt síðasta kóra- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.