Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ið erum föst í Balkan- hugsunarhættinum; vilji einhver koma skilaboðum á fram- færi, þýðir ekkert að tala. Það er ekki fyrr en maður heldur á byssu að fólk fer að hlusta,“ sagði ágætur maður í Kosovo. Hann var að tala um hina vopnuðu baráttu Albana í Make- dóníu og að sjálfsögðu með vísan til átaka UCK-hreyfingarinnar við serbnesk yfirvöld í Kosovo. En hann var einnig að tala um aðra hluta gömlu Júgóslavíu; stríðið í Bosníu og Króatíu, tæplega viku bardaga í Slóveníu og á stundum ófriðleg samskipti í Serbíu sjálfri, þótt ekki hafi þar soðið upp úr. Það var dæmigert fyrir þennan hugsunarhátt að umsátrið um hús Slobodans Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, um síðustu helgi skyldi ekki síst einkennast af þeirri stað- reynd að for- setinn og menn hans hefðu vopn undir hönd- um, hversu mörgum skotum hefði verið hleypt af, hver hefði gert það og hvort einhver hefði heyrt skotin. Byssan í höndum forsetans fyrrverandi og síðar dóttur hans, sem vitað er að bæði eiga við al- varleg geðræn vandamál að stríða, varð að miðpunkti hinna dramatísku viðburða sem meiri- hluti Serba vonar að hafi bundið enda á langt og þrúgandi tímabil stjórnar Milosevic. Og þunga- vopnin sem vitað var að voru inn- andyra gerðu samningsstöðu for- setans að sjálfsögðu mögulega, þau komu í veg fyrir handtöku hans um allnokkurt skeið og gerðu það að verkum að honum tókst að setja skilyrði fyrir upp- gjöf sinni. Það er athyglisvert að eitt þeirra var að engir ljósmynd- arar yrðu viðstaddir handtökuna. Á uppgjafarstundu var það síð- asta hugsun Milosevic að engin mynd yrði til af niðurlægingu hans. Einræðisherrann fyrrverandi veit sem er hversu sterk slík ímynd myndi verða og með byssu í hönd tókst honum að knýja þetta fram. Niðurstaðan er sú að sumir efast enn um að hann hafi verið handtekinn, ekkert myndefni staðfestir fullyrðingar stjórn- valda. Þar með hefur honum enn einu sinni tekist að sá fræjum efa og tortryggni, nokkuð sem hann er sérfræðingur í. Vopn hafa verið og eru óaðskilj- anlegur hluti Balkanskagans og það tekur langan tíma að breyta þeim hugsunarhætti sem sprettur af mikilli vopnaeign. Átökin í Makedóníu eru til marks um það. Það eina sem menn vita með vissu um upphaf þeirra er að hópur manna hefur gripið til vopna. Allt annað er óljóst, sáralítið er vitað um þá sem standa að baki og enn minna um hinar raunverulegu ástæður þess að þeir gripu til vopna. En þeir eru með byssur og því hlusta allir. Kenningarnar um upphaf átak- anna í fjallshlíðunum fyrir ofan Tetovo eru margar og mismun- andi. Fáir efast um að fyrrverandi meðlimir UCK í Kosovo eiga þar stóran hlut að, einkum hvað varð- ar þjálfun, skipulagningu og vopn. Mánuðum saman hafa vopn streymt yfir landamærin og skæruliðar hafa sveimað um skógivaxnar fjallshlíðarnar, grafið skotgrafir, reist sér byrgi og und- irbúið átökin. Hvers vegna Albanar í Kosovo eru svo áfram um að aðstoða frændur sína í Kosovo er svo önn- ur saga. Tvær lífseigustu kenning- arnar eru þær að mafían standi á bak við allt saman, að hún vilji tryggja yfirráð sín yfir einni helstu smyglleiðinni í Evrópu eða að Kosovo-Albanar vilji enn einu sinni draga athyglina að ástandinu á Balkanskaga vegna þess að hún hafi farið minnkandi og þar með bæði fjárstuðningur og vonin um sjálfstæði. Svo er auðvitað þriðja kenningin sú að ekki séu allir fyrr- verandi skæruliðar Frelsishers Kosovo reiðubúnir að leggja niður vopn og sjái sér hag í því að ástandið sé sem óstöðugast. Líklega er eitthvað til í öllu þessu enda er hópurinn sem að baki stendur ekki einsleitur. Margir eiga hagsmuna að gæta og sjá sér hag í því að hreyfa við kyrrstöðunni sem virtist um tíma vera að taka yfir á Balkanskaga. Kyrrstöðunni sem vekur skelfingu með mörgum þar sem þeir óttast að hún sé til marks um að þeir nái ekki lokatakmarki sínu sem sé stórt ríki Albana á Balkanskaga. Það er nær útilokað að fá nokk- urn Albana til að viðurkenna op- inberlega að Stór-Albanía eða Stór-Kosovo sé takmarkið enda vita menn hversu mikil andstaða er við slíkt, bæði á Vesturlöndum og í Rússlandi. Engu að síður er ljóst að margir vona að nýtt ríki líti dagsins ljós vegna þess að Alb- anar eru búnir að fá nóg af að deila hjónasænginni með Slövum, sem eru heldur ekkert sérlega hrifnir af sambýlinu þótt þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að láta af hendi landsvæði í ríkjum sem fara æ minnkandi eftir því sem gamla Júgóslavía brotnar upp í smærri bita. Lýðræði á Balkanskaga er ungt fyrirbæri og ekki alltaf fyllilega í samræmi við þann vestræna hugs- unarhátt sem það er sprottið úr. Það vill á stundum snúast um að fólk telji að nú loksins geti það fengið það sem það vill, án þess að bera ábyrgð og án þess að leggja sitt af mörkum til þess. Og þegar óskalistinn er ekki uppfylltur vill brenna við að gripið sé til gamal- kunnugs ráðs, vopna, nú eða hót- ana. Vesturlönd hafa nefnilega kynnt nýjan hugsunarhátt fyrir Balkanskaganum, en það er hót- unin um að draga úr fjárstuðningi. Hún hefur ítrekað verið notuð til að þrýsta á pólitíska leiðtoga á Balkanskaga, með misjöfnum ár- angri reyndar, en hún er eitt af fáum vopnum sem menn búa yfir þegar ekki þykir lengur viðeig- andi að grípa til byssunnar. Hót- unin um að hætta fjárstuðningi er t.d. sögð liggja að baki áskorun pólitískra leiðtoga Kosovo-Albana á Albana í Makedóníu um að leggja niður vopn. Þeir hafi hrein- lega ekki átt annarra kosta völ en að skrifa undir, að öðrum kosti myndi erlent fjármagn hætta að flæða til Balkanskagans. Þannig kynna Vesturlönd lýð- ræði og góða hegðun fyrir Balk- anskaganum, ef ekki með góðu, þá með illu. Þó ekki með byssum. Það þykir ekki lengur við hæfi. Er einhver að hlusta? Það er ekki fyrr en maður heldur á byssu að fólk leggur við eyru. Að minnsta kosti á Balkanskaganum. VIÐHORF Eftir Urði Gunnarsdóttur urdur@mbl.is ÉG VIL byrja á að fagna því frumkvæði sem Samtök verslunar og þjónustu ásamt PricewaterhouseCoop- ers hf. hafa staðið að með undirbúningi og stofnun Félags um við- skiptasérleyfi (franch- ise). Í þeim greinum sem skrifaðar voru í Morg- unblaðinu fyrir stofnun félagsins var hlutur ís- lenskra fyrirtækja á þessu sviði þó vanmet- inn. Látið var að því liggja að íslensk fyrir- tæki hefðu aðallega verið þiggjendur, þ.e.a.s. sérleyfis- takar fremur en sérleyfisgjafar. Rétt er að benda á að nokkur íslensk fyr- irtæki hafa notfært sér sérleyfisleið- ina við að selja þekkingu og reynslu. Pizza 67 Europe hf. hefur t.d. um árabil gert sérleyfissamninga um rekstur Pizza 67-kerfisins á Íslandi og eru nú 17 veitingastaðir reknir á Íslandi undir merkjum félagsins. Veitingastað- irnir greiða mánaðar- lega sérleyfisgjöld fyr- ir afnot af merkinu og Pizza 67-kerfinu. Frá árinu 1996 hefur Pizza 67 Europe hf. einnig gert sérleyfissamninga um rekstur veitinga- staða í Danmörku, Færeyjum og á Spáni undir merkjum félags- ins og var Pizza 67 Eu- rope hf. fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá greidd sérleyfisgjöld frá erlendu fyrirtæki. Ljóst er að mörg ís- lensk fyrirtæki gætu átt mikla möguleika á að selja öðrum aðgang að þekkingu sinni og reynslu, bæði hérlendis og erlendis. Til að geta selt viðskiptasérleyfi þurfa fyrirtæki m.a. að byggja upp kerfi um rekst- urinn og staðla hann eins og hægt er, tryggja vernd vörumerkja og við- skiptaleyndarmála, veita sérleyfis- höfum góða þjónustu og hafa virkt eftirlit með að farið sé eftir stöðlum og þeim samningum sem gerðir hafa verið. Engin sérstök lög eru til á Íslandi um hið sérstaka samband sem skap- ast milli sérleyfisgjafa og sérleyfis- hafa og ætti það að vera eitt af fyrstu verkum hins nýja félags að beita sér fyrir lagasetningu á þessu sviði. Íslensk viðskiptasérleyfi Gísli Gíslason Verzlun Ljóst er að mörg íslensk fyrirtæki, segir Gísli Gíslason, gætu átt mikla möguleika á að selja öðrum aðgang að þekk- ingu sinni og reynslu. Höfundur er lögmaður Pizza 67 Europe hf. HEILSUGÆSLAN er í vanda eins og margoft hefur verið bent á í greinum nú síðustu mánuði. Látið er að því liggja að það sé vöntun á stöðu- gildum og heilugæslu- stöðvum í Rvk. sem sé höfuðvandinn. Miðað við 1.500 skjólstæð- inga á hvern heimilis- lækni hefur verið áætlað að u.þ.b. 30 heimilislækna vanti á Reykjavíkursvæðið. Er það vandinn í hnotskurn? Gott og vel. Segjum sem svo að í næstu viku yrði tekin pólitísk ákvörð- un og það yrðu aug- lýstar lausar stöður 30 heimilislækna í borginni á næstu tvemur árum og þar með gerð til- raun til að bæta úr ástandinu. Við gefum okkur í þessu dæmi að að- staðan verði fyrir hendi og skyndi- lega myndu opnast peningapyngj- ur fjármálaráðuneytis til að hrista fram úr erminni eins og 3–4 heilsu- gæslustöðvar á þessu tímabili. Hvað myndi gerast? Harla lítið, tel ég. Ráðstöfunin væri ófullnægj- andi, dýr og sumir myndu segja barnaleg. Það eru nú þegar lausar stöður á heilugæslustöðvum í Reykjavík og nokkrar þeirra á svo- kölluðum eftirsóttum stöðvum, eins og litið var á hér áður fyrr. Þessar stöður mannast með naum- indum, og vandinn er að umsókn- um um stöður hefur fækkað veru- lega. Sama gildir úti á landi, þar sem 20% stöðugilda eru laus, eins og áður hefur komið fram. Í versta falli flyttu nokkrir læknar frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, kannski til að losna frá vaktabyrði, kannski til að koma krakka í menntaskóla. Það gerði vanda landsbyggðarinnar enn meiri, svo lítil framtíð væri í slíkri ráðstöfun. Nýliðun Nauðsynlegt er að spyrja sig hvers vegna það hefur gerst og bregðast við því. Heimilislæknar hafa smám saman misst yfirráð og stjórn yfir starfsemi sinni og starfa undir stjórn annarra. Mörgum finnst úr takt við tím- ann að hafa slíka þjónustustarf- semi undir svo þungri stjórn. Minnir á Svíþjóð, anno 1970–80, en þaðan er kerfið einnig runnið. Þjóðfélagið tekur hröðum breyt- ingum og atvinnuveg- ir og þjónusta eru sí- fellt í aðlögun til að mæta kröfum tímans. Heilsugæslan eins og hún er rekin í dag ferðast á hraða snig- ilsins til að komast til móts við breytta tíma og hefur til þess lítið svigrúm. Stjórnkerfi hennar er stórt og svifaseint. Peninga- skortur hrjáir einnig og líklega hugmynda- fræðileg einsýni. Í framhaldi af því er ekki úr vegi að spyrja: Vilja læknar markaðshyggju? Heimilislæknar hafa engan áhuga á að veikja velferðarkerfi Íslendinga ellegar taka upp það sem andstæðingar breytinga kalla bandarískt kerfi eða hreina mark- aðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Þvert á móti held ég flestir sjái að það þarf framsýni og nýja hugsun til að viðhalda velferðarkerfinu – fleiri landsmenn sjá að það verður ekki gert með sama hætti og áður. Velferðin og samábyrgðin þarf í ríkara mæli að ganga til þeirra sem virkilega þurfa hennar við. Úr ótæmandi brunnum er ekki lengur að ausa. Hér er vert að bæta við að sú ábending um lausn vandans sem Félag íslenskra heimilislækna hef- ur barist fyrir, að leyfður verði stofurekstur heimilislækna með þátttöku TR, hefur víðtækan stuðning innan stéttarinnar. Sú ráðstöfun hefur ekkert með einka- spítala eða rándýrar einkastofur að gera, sem hefur verið í um- ræðunni undanfarið. Sérgreina- læknar hafa haft stofurekstur í Reykjavík í áratugi og veitt ágæta þjónustu og heimilislæknar eru til- búnir að gera það sama. Í höf- uðborgum Skandinavíu, svo dæmi sé tekið, hafa verið við lýði lækn- ingastofur og heilsugæslustöðvar samhliða í kerfinu. Reksturinn er fjölbreyttur, stofur og stöðvar af ýmsum stærðum og opnar á fjöl- breytilegum tímum. Slíkt kemur hinum almenna borgara til góða og sparar peninga í uppbyggingu heilsugæslunnar. Það er einnig vel þekkt staðreynd að virk frum- heilsugæsla sparar stórfé í sjúkra- húskerfinu. Annar þáttur sem stöðvar nýliðun er að fastlaunakjör heimilislækna standast illa saman- burð við sérgreinalækna. Standast þau einnig illa samanburð við norska, danska og sænska lækna. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á starfsval yngri lækna og yfirvöld geta stofnað til fleiri nýrra stöð- ugilda. En það mun ekki hafa nein áhrif á nýliðun heimilislækna. Það er miklivægt að stjórnvöld bregðist við meðan það er hægt. Að nokkrum árum liðnum verður það að öllum líkindum ógerlegt. Mér finnst líklegt að veiting stofu- leyfis gefi af sér 8–10 nýja heim- ilislækna ár hvert. Góð fjárfesting það. Nýtist ekki síst landsbyggð- inni er læknunum fjölgar. Verkföll og kjaranefndir minna á haftatímabil eftirstríðsáranna sem er sem betur fer gengið yfir á flestum sviðum þjóðfélagins. Því er nauðsynlegt að heimilislæknar losi sig undan ákvæðum kjaranefndar með formlegum hætti. Engu er að tapa, þvert á móti gefur það nýja möguleika. Læknar eru alþjóðlegur starfs- kraftur. Það sem mun virka er að læknarnir sjálfir lýsi sig reiðubúna að finna sér önnur atvinnusvæði og síðan starfssvið og greinar sem eru tilbúnar að nýta sér starfskrafta þeirra. Og byrja að vinna í því. Af nógu er að taka. Heilsugæsla í viðjum ein- sýnnar hugmyndafræði? Guðmundur Pálsson Læknar Heilsugæslan, segir Guðmundur Pálsson, ferðast á hraða snigils- ins til að komast til móts við breytta tíma. Höfundur er læknir í Noregi. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.