Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 35 KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur upp á 85 ára afmæli sitt um þessar mundir með fernum tónleik- um í Langholtskirkju. Fyrstu tón- leikar kórsins, á þriðjudagskvöldið, ollu nokkrum vonbrigðum þar sem kórinn var auðheyrilega að syngja talsvert undir getu og ekki af sama krafti og undanfarin misseri. Vera má að á fyrsta konsert af fjórum gæti meiri sviðsskrekks en ella, og að kór- inn sæki í sig veðrið næstu daga. Verkefnavalið á tónleikunum var líka „of“ fjölbreytt – fátt eitt sem batt efnið saman, þannig að prógrammið var samhengislaust og vantaði heild- arsvip. Þá var verkefnavalið enn- fremur dauft og litlaust, og fá veru- lega spennandi verk fyrr en undir lok tónleikanna. Þjóðlagaútsetning- ar Árna Harðarsonar, söngstjóra Fóstbræðra, í upphafi tónleikanna eru reyndar undantekning þar á. Þessi þrjú smálög, skínandi vel út- sett, voru mjög fallega sungin, þótt fyrsti tenór væri of lágur í fyrsta lag- inu, Ókindarkvæði. Húmar að mitt hinsta kvöld var mildilega sungið og afar músíkalskt mótað hjá Árna, og í þriðja laginu, Tíminn líður, trúðu mér, tók kórinn vel á og söng með rytmískri snerpu og krafti. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng næst fjögur lög með kórnum; Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, Áfram eftir Árna Thorsteinsson, Heimi eft- ir Sigvalda Kaldalóns og Tárið eftir Óliver Kentish. Jónas Ingimundar- son lék með kórnum í þessum lögum. Það var mikil upplifun að heyra í Jó- hanni Friðgeiri. Þessi ungi tenór hef- ur skínandi góða rödd og mikinn sviðssjarma. Eitthvað vantar upp á tæknilega hlið raddbeitingarinnar, til dæmis er samfella milli efsta og miðraddsviðs ekki alveg hnökralaus svo eitthvað sé tínt til. En músíkalsk- ur söngur og geislandi sönggleði glöddu mjög. Það sem best var hjá Jóhanni voru Sjá dagar koma og Heimir. Frumflutningurinn á Tárinu eftir Óliver Kentish tókst ekki sem skyldi; – ef til vill beitti Jóhann Frið- geir sér um of í þessu látlausa lagi. Einhvern tíma hefði það nú þótt höf- uðsynd hjá íslenskum karlsöngvara að kunna ekki Áfram eftir Árna Thorst., en þrátt fyrir seina innkomu og hnökra í byrjun náði Jóhann Frið- geir sér á strik og tókst að ljúka lag- inu með glæsibrag. Vögguvísa eftir Ragnar Björnsson og Á Sprengi- sandi eftir Kaldalóns komu næst, tvö saman í syrpu. Það var einkennilegt að þurfa að gefa tóninn með píanói eftir fyrra lagið, þar sem Vögguvísan endar á nákvæmlega sama tónbili og Sprengisandurinn hefst á. Almennt séð getur það verið mjög krítískt að gefa tóninn með píanói, sérstaklega þegar fyrsti tenór á erfitt með að koma hreint inn á háum tónum. Það myndi örugglega hjálpa tenórunum að fá tóninn sunginn inn, til að fá betri tilfinningu fyrir samhljómnum. Rannveig Fríða Bragadóttir söng næst þrjú lög með kórnum og Jónasi; Draumalandið eftir Sigfús Einars- son, Ständchen eftir Schubert og Um Mitternacht eftir Anton Bruckn- er. Draumalandið var sérdeilis fal- lega flutt, þótt Jónas væri aðeins á undan söngnum í upphafi. Hin draumkennda sumarsæla ljóðsins skilaði sér vel og enn einu sinni fékk maður sting í hjartað yfir fegurð þessa lags allra laga. Seinni tvö lögin sem Rannveig Fríða söng ollu von- brigðum, ekki fyrir slakan söng hennar eða kórsins, heldur fyrst og fremst fyrir það hve þetta eru óspennandi tónsmíðar. Ständchen var sungið með litlum kór, og þar áttu tenórar enn í vanda með hæð- ina, og sungu almennt flatt og dauf- lega. Óvandaður þýskuframburður kórsins var áberandi þegar Rann- veig Fríða söng á sinni fínu þýsku: Leise, leise, en kórinn tók undir: Læse, læse – svo hvein í rammís- lenskum essunum. Lögin Ave Maria eftir Bruckner, Bæn Frans frá Assisí eftir Poulenc, Kvöldljóð eftir Kodaly og Matona mia cara eftir Lasso mynduðu næstu syrpu. Ekkert í söng karlakórsins í þessum fjórum lögum var illa gert og söngurinn jafnan músíkalskt mótaður af söng- stjórans hálfu. Hins vegar var söng- urinn óvenju daufur og allt að því lit- laus, og allt öðru vísi en maður á að venjast hjá hinum kraftmiklu Fóst- bræðrum. Fyrst og fremst þarfnast fyrsti tenór fleiri ungra radda og fleiri skólaðra radda. Fyrsti tenór er óvenju daufur og slappur, og inn- komur eru of oft of lágar eins og í þjóðlagaútsetningunum í upphafi tónleika í Kvöldljóði Kodalys og í Matona mia cara eftir Lasso. Glansnúmer tónleikanna voru ein- söngs- og samsöngsatriði Rannveig- ar Fríðu og Jóhanns Friðgeirs með Jónasi Ingimundarsyni. Rannveig söng cavatinu Rosinu úr Rakaranum í Sevilla, Una voce poco fa, og gerði það feiknavel. Hún sveiflaði sér létti- lega upp og niður tónstigann í brillj- ant kóloratúr og túlkaði hina ást- föngnu Rosinu fjarska vel. Jóhann Friðgeir söng aríu Cavaradossis, E lucevan le stelle, úr Toscu. Jóhann Friðgeir sýndi sanna tenórtakta í þessum söng og gaf fyrirheit um að mikils verði af honum að vænta í framtíðinni. Saman sungu þau Lipp- en Schweigen úr Kátu ekkjunni og leystu það verkefni vel af hendi eins og hin fyrri. Loks var nú komið að því að kór- inn fengi að sýna sínar bestu hliðar. Fenja úhra eftir Hjálmar H. Ragn- arsson við ljóð Karls Einarssonar Dunganons hefur oft heyrst í útsetn- ingu fyrir blandaðan kór, en hér var frumflutt útsetning þess fyrir karla- kór. Ég er ekki frá því að lagið fari jafnvel betur í flutningi karla. Þarna fundu Fóstbræður sig og gáfu allt sitt í sérlega skemmtilegan flutning á þessari slungnu og rytmísku pólý- fóníu Hjálmars. Lokaatriði efnis- skrárinnar var frumflutningur Al- þingisrapps eftir Atla Heimi Sveinsson, samið fyrir kórinn. Atli hefur nú samið þónokkur verk í rapp-seríu sinni, en ég held að hér sé komið það alsmellnasta og skemmti- legasta. Alþingisrappið er samið við kvæði og kviðlinga nokkurra alþing- ismanna okkar og er eins og fyrri rappverk Atla samið í kringum takt- skiptamunstrið 1-2-3-4 1-2-3 1-2-3-4 1-2 eins og í Hani, krummi, hundur, svín. Fóstbræður nutu þess augljós- lega að láta gamminn geisa í þessu gleðiverki og sungu það með miklum ágætum. FóstbræðrarappTÓNLISTL a n g h o l t s k i r k j a Karlakórinn Fóstbræður og ein- söngvararnir Rannveig Fríða Bragadóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson fluttu íslensk og er- lend lög; píanóleikari var Jónas Ingimundarson og stjórnandi Árni Harðarson. Þriðjudagur kl. 20.30. KÓRTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Þorkell Karlakórinn Fóstbræður tekur lagið á æfingu fyrir tónleikana. Bergþóra Jónsdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.