Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum hefur samkeppnisráð sekt- að Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið bann sam- keppnislaga við verðsamráði og markaðsskiptingu á grænmetis- og ávaxtamarkaði. Þeir sem Morgun- blaðið ræddi við voru langflestir sammála um að verð á grænmeti væri of hátt. En hvað finnst fólki um umræddan úrskurð samkeppn- isráðs? Tinna Steindórsdóttir segist hafa minnkað verulega við sig kaup á grænmeti og því til staðfestingar segist hún ekki lengur kaupa fimm paprikur eins og venjulega í inn- kaupaferð heldur einungis tvær og þá frekar ódýrara grænmeti með. „Ég hef fylgst með úrskurði samkeppnisráðs. Hér er um sam- særi að ræða gagnvart neytendum sem veldur okkur tjóni þar sem við verðum að greiða hærra verð. Mér finnst að þessi þrjú fyrirtæki ættu að vera sektuð, þetta er ólöglegt. Það verður að gera eitthvað í þessu, setja fram betri lög til að forðast þetta. Þá finnst mér of- urtollar á innflutt grænmeti fyrir neðan allar hellur og þá þarf að af- nema,“ segir Tinna. Brynhildur Kristinsdóttir var að skoða grænmetisúrval Nýkaups í Kringlunni og sagði grænmeti vera allt of dýrt. „Ég hef dregið nokkuð úr grænmetisneyslu minni og mun gera meðan verðið er þetta hátt. Hvað varðar úrskurð samkeppn- isráðs þá treysti ég mér ekki til að leggja dóm á hann enn sem komið er,“ segir Brynhildur. Kristrún Magnúsdóttir var einn- ig að versla í Nýkaupi og sagðist sérstaklega finna fyrir háu verði á kartöflum. „Ég hef þó ekkert minnkað kaup á kartöflum enda nauðsynjavara. Eins og málin standa nú kýs ég að vera hlutlaus um úrskurð samkeppnisráðs en ljóst er að eitthvað þarf að gera,“ segir Kristrún. Hermann Bragason segir fjöl- skyldu sína ekki borða mikið græn- meti dags daglega en hátt verð á því hafi þó óneitanlega áhrif á þau. „Það er ljóst að samkeppni á þess- um markaði hefur verið útrýmt og hér er um ólögmætt verðsamráð að ræða. Eitthvað þarf að gera til að halda verðinu niðri, þetta gengur ekki svona upp til lengdar. Hvað best er að gera veit ég ekki,“ segir Hermann. Traust sett á land- búnaðarráðherra Hjónin Hilmar Pétursson og Guðrún Kristinsdóttir voru að versla í Nettó í Mjódd þegar blaða- mann og ljósmyndara bar að garði. „Mér finnst ekki nema sjálfsagt að betur verði farið í saumana á grænmetis- og ávaxtamarkaðnum. Ég hef trú á því að allt of mikið fari til milliliðanna og bændur fái ekki mikið fyrir sinn snúð þegar kemur að íslenskri framleiðslu,“ segir Guðrún. „Því til staðfestingar má geta þess að við hjónin þekkj- um til á bóndabýli þar sem er eggjarækt og eigandinn sagði okk- ur að það væru mikið til söluaðil- arnir sem hirtu gróðann og sjálfur hefði hann því ekki mikið upp úr þessu,“ segir Hilmar. Aðspurð hvort grænmetisneysla þeirra hjóna hefði eitthvað minnk- að vegna verðsins sögðu þau svo vera og sögðust vera viss um að ef það væri ódýrara myndu þau neyta fjölbreyttara grænmetisfæðis. „Það er fyrir neðan allar hellur að kíló- verð á papriku skuli vera í kring- um 700 krónur. Best er örugglega að láta Guðna Ágústsson landbún- aðarráðherra um þetta en það er greinilegur vilji hans að grípa til aðgerða og lækka verð,“ segir Guð- rún. Jón Ásmundsson var einnig að versla í Nettó í Mjódd og sagðist varla kaupa grænmeti lengur nema þegar einhver tilboð væru í gangi. „Það er útilokað að ég kaupi papr- iku í dag. Ef þetta sem samkeppn- isráð segir er satt þá er ljóst að það þarf að taka á því. Ef það er rétt að þetta sé samsæri til að halda verðinu uppi þá er þetta ekki góð aðferð.“ Bryndís Halldórsdóttir, sem var að versla í Hagkaupi í Skeifunni, sagði að til þess að Íslendingar myndu borða meira grænmeti yrði að lækka verðið. „Sjálf hef ég þó ekki minnkað neyslu á því og kaupi það því dýrum dómi en ég er viss um það að ég myndi borða enn meira ef það væri ódýrara.“ Bryn- dís hafði ekki kynnt sér úrskurð samkeppnisráðs en sagði að ef hann væri á rökum reistur væri auðsjáanlega um samsæri að ræða gagnvart neytendum. Hallveig Sigurbjörnsdóttir hafði ekki fylgst með úrskurðinum en hafði þó ákveðnar skoðanir á græn- metisverði og sagði það allt of hátt. „Ég hef þó ekki minnkað neyslu þess enda mikilvægur hluti í fæð- unni.“ Áshildur Linnet var að skoða grænmetisúrvalið í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og sagðist einfaldlega sleppa að kaupa papriku um þessar mundir enda hún bæði dýr og lé- leg. „Grænmeti er hollt og þess vegna kaupi ég það. Ég vel þó ódýrara grænmeti eins og tómata. Mér finnst úrskuður samkeppnis- ráðs jákvæður, það er ljóst að það gengur ekki að hafa verðsamráð. Þá vil ég líka fara að sjá erlenda samkeppni á þessum markaði.“ Ólafur Gíslason sagðist kaupa lítið grænmeti einfaldlega vegna verðsins. Ólafur sagðist ekki hafa kynnt sér þetta mál en úrskurð- urinn væri örugglega réttur, þ.e. að einokunarhringur hefði myndast á markaðnum. „Ég hef búið erlend- is í fjögur ár og finn greinilega fyr- ir því að grænmeti sem og öll mat- vara er mun dýrari hér á landi.“ Ásrún Þórhallsdóttir segist kaupa mikið grænmeti og ávexti eins og agúrkur, kál, perur og epli þrátt fyrir að verðið væri hátt enda væri það hollt. Hún hafði aðeins kynnt sér úrskuðrinn en vildi ekki láta hafa neitt eftir sér að svo stöddu. Anna Margrét Tómasdóttir var stödd í Krónunni í Skeifunni þegar blaðamaður náði tali af henni. Hún kom þó af fjöllum varðandi úrskurð samkeppnisráðs. Blaðamaður sagði henni þá í örfáum orðum frá nið- urstöðu hans. „Ef úrskurðurinn er réttur þá finnst mér réttlátt að sekta fyrirtækin. Verð á grænmeti á að vera lágt, það er engin spurn- ing. Ég hef búið í Danmörku í mörg ár og kaupi ekki næstum því eins mikið grænmeti hér eins og þar enda mikill verðmunur þar á.“ Mætti einnig fara ofan í saum- ana hjá olíufélögunum Jón Sigurðsson sagði Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata eiga þetta skilið, þau hefðu verið allt of gróf við neytendur. „Ég ætl- ast til að þeir borgi mér sem neyt- anda eitthvað til baka. Verð á grænmeti er allt of hátt. Hér er ég með einn banana í körfunni og það segir meira en mörg orð,“ segir Jón og bætir við að hann vonist til þess að Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra láti nú til skarar skríða. Anna Bragadóttir, sem var að versla í Bónusi í Skeifunni, sagðist láta hátt verð ganga yfir sig. „Ég hef þó minnkað að kaupa hinar margumtöluðu paprikur. Ég hef kynnt mér úrskurðinn og þetta er greinilega mikil samtrygging hjá fyrirtækjunum ef þetta er satt. Sumt í þessu er samt svolítið farsa- kennt. Það að menn skuli hittast í Öskjuhlíðinni og mega ekki segja fjölskyldu sinni frá hinu og þessu er ótrúlegt. Þetta er eins og léleg bíómynd. Ég vil mest lítið tjá mig um úrskurðinn að svo stöddu en í því samhengi finnst mér að það mætti einnig skoða starfshætti ol- íufélaganna. Er ekki svipað í gangi hjá þeim?“ Einar Jóhann Jóhannsson var ekki að kaupa grænmeti heldur var með annars konar matvæli í körf- unni hjá sér enda sagðist hann kaupa mjög lítið af grænmeti. „Ég velti mér lítið upp úr grænmet- isverði og finnst það ekkert of hátt.“ Að sögn hans hafði hann ekki kynnt sér úrskurð samkeppn- isráðs. Elín Magnúsdóttir sagðist ekki hafa minnkað grænmetisneyslu sína en hefði þó breytt um teg- undir og veldi ódýrara grænmeti framyfir það dýra. Úrskurðinn hafði hún ekki kynnt sér en ætlaði að skoða betur. Helga Jóhannsdóttir sagðist kaupa töluvert af grænmeti en verðið væri þó allt of hátt. Hún hafði heldur ekki kynnt sér úr- skurð samkeppnisráðs en sagði mikilvægt að samkeppni væri ríkjandi á markaðnum til að halda verði niðri. Almenningur gagnrýnir verðsamráð og styður ákvörðun samkeppnisráðs Fæstir hafa kynnt sér úrskurðinn Langflestir neytendur eru sammála um að verð á grænmeti sé of hátt. Sumir hafa minnkað neyslu á grænmeti og ávöxtum vegna verðsins en aðrir láta það yfir sig ganga í fullvissu þess að það sé hollt og þar með nauðsynlegur þáttur í fæðinu. Hrönn Indriðadóttir blaðamaður og Þorkell Þor- kelsson ljósmyndari tóku vegfarendur tali í helstu stórmörkuðum í gær. Morgunblaðið/Þorkell Elín Magnúsdóttir Anna Bragadóttir Einar Jóhann Jóhannsson Anna Margrét Tómasdóttir Jón Sigurðsson Helga Jóhannsdóttir Kristrún Magnúsdóttir Ásrún Þór- hallsdóttir Hermann Bragason Áshildur Linnet Bryndís Halldórsdóttir Jón Ásmundsson Hilmar Pétursson og Guðrún Krist- insdóttir. Ólafur Gíslason Brynhildur Kristinsdóttir Tinna Steindórsdóttir Hallveig Sigurbjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.