Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni Ingiberg-ur Sigfússon fæddist á Syðri- Brekkum í Blöndu- hlíð í Skagafirði 21. júní 1916. Hann and- aðist á Landsspítal- anum 29. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigfús Hansson, f. 23.7. 1874, d. 27.3. 1946, og kona hans Anna Jónína Jósafatsdótt- ir, f. 26.2. 1876, d. 12.4. 1941. Systkini Bjarna eru: Sigurð- ur, f. 1897, d. 1918, Jósafat, f. 1902, d. 1990, Ingibjörg Margrét, f. 1903, d. 1978, Jóhann, f. 1905, d. 1991, Guðrún, f. 1907, d. 1986, Svanhildur, f. 1908, d. 1996, Sig- urður, f. 1918, d. 1997. Fóstur- bróðir þeirra er Edvald Gunn- laugsson, f. 1923. Árið 1943 kvæntist Bjarni Gunnlaugu Margréti Stefánsdótt- ur frá Gautastöðum í Fljótum, f. 8.7. 1922. Börn þeirra eru: 1) Jón- ína Sigrún, f. 1944, m.h. var Stef- án Gunnarsson flugvirki, f. 1945, d. 1996, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Gunnar, f. 1963, verkfræðingur, kvæntur Helgu Ágústu Sigurjóns- dóttur lækni. Börn þeirra eru Íris Björk, Stefán Rafn og Agnes Ösp. b) Gunnlaug Margrét, f. 1965, d. 1969. Síð- ari maður Jónínu er Grétar H. Jónsson húsasmiður, f. 1947, en þau eru búsett á Selfossi. 2) Stefán Þór, f. 1957, bóndi á Neðra-Hóli, Staðar- sveit, k.h. Álfheiður Arnardóttir, f. 1960. Börn þeirra eru: a) Anita Dögg, f. 1979, m.h. er Ingi- björn Sigurðsson. Barn þeirra er Óðinn Már. b) Bjarni Þór, f. 1984, og c) Sigurbjörg Eva, f. 1989. Bjarni var bóndi í Gröf frá 1937–1947, er hann flutti til Sauð- árkróks, en þar var hann versl- unarmaður hjá Sigurði bróður sínum til ársins 1966. Þau hjón fluttu þá til Reykjavíkur þar sem Bjarni starfaði sem verslunar- maður, fyrst í Heimakjöri, en síð- ast í Breiðholtskjöri. Þar vann hann þar til hann fór á eftirlaun. Útför Bjarna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ég kveð þig, faðir kær, með margar góðar minningar í huga. Frá mörgu er að segja. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég geymi í hjarta mínu. Mig langar að minnast þess þegar ég flutti í sveitina. Þá hringdir þú að Hóli, oft á sumrin. Þú varst með veðurspána á hreinu. Þannig vissi ég alltaf hvernig spáin var. Þú sagðir: Stebbi, lokaðu nú öllu vel og vandlega, eða: Nú er að koma þurrkur. Þannig að nú verð ég að fylgjast sjálfur með spánni og mun sérstaklega sakna þessara símtala, pabbi minn. Þú hafðir áhuga á bú- skapnum, spurðir mikið um skepn- urnar, burð, nyt og fleira. Þegar þú komst var sama sagan, brenn- andi áhugi á búskapnum. Heiða segir að hún hafi séð stolt í augum þínum. Enda varst þú bóndi áður. Jæja, elsku pabbi minn, ég veit að þínu lífi er lokið hér á jörð. Ég er viss um að þér líður vel þar sem þú ert, því nú ertu hjá góðum Guði. Ég geymi minningu um góð- an föður. Elsku mamma, Guð styrki þig í þinni sorg. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Á náðarstundu ég návist þína finn. Leyf nöktu barni að snerta feldinn þinn, og dreyp á mínar varir þeirri veig, sem vekur líf og gerir orðin fleyg. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör Guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil engla börn. (Davíð Stef.) Hvíl þú í friði. Stefán Þór Bjarnason. Elsku afi, þá er kveðjustundin runnin upp. Margs er að minnast. Mamma segir að þegar þú komst á fæðingardeildina að sjá mig þá hafi hún séð tár læðast niður vanga þinn af stolti. Ég var varla komin heim af fæðingardeildinni þegar þú komst færandi hendi. Þú kenndir mér Stígur hann Lalli. Alltaf hafðir þú tíma til að keyra mig og þegar ég kom í heimsókn var alltaf hlaðið borð matar. Ég man líka þegar Óðinn fæddist, þá komst þú líka færandi hendi. Stolt- ið skein úr augum þínum. Síðan kenndir þú honum líka Stígur hann Lalli. Ég kveð þig í bili og veit að þjáningum þínum er lokið því þú ert kominn til guðs. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli . (Æðruleysisbænin.) Aníta Dögg Stefánsdóttir. Jæja, afi, ég veit að þjáningum þínum er lokið. Við áttum saman margar góðar stundir. Þegar ég var skírður í höfuðið á þér varstu bæði hissa og stoltur. Þegar ég var fimm ára bjó ég stutt frá þér. Þá komst þú oft að sækja mig til að fara út að spássera. En, afi, ég gleymi aldrei þegar þú dast í vatn- ið í veiðitúrnum. Ég var svo áhyggjufullur að amma myndi skamma þig og spurði oft á leiðinni heim: Hvað heldurðu að amma segi? Þegar ég flutti í sveitina og þurfti að fara til Reykjavíkur var gott að koma til þín í kaffi. Þá var alltaf hlaðið borð. Líf mitt er nú að falla í betri farveg og veit ég að það gladdi þig mikið. Jæja, elsku afi, það er gott að vita að þú ert í himnaríki. Bjarni Þór Stefánsson. Kæri afi, mig langar að rifja upp okkar góðu stundir, t.d. þegar við fórum út að spássera, þá fórum við út á róló. Við spjölluðum mikið saman og mest um það hvað krakkarnir skemmdu mikið. Oft lékstu við mig og ég man best eftir kóngulóaleiknum, Stígur hann Lalli og Epli og perur. Svo man ég vel þegar þú spilaðir á munnhörp- una fyrir mig og svo gafstu mér hana. Svo lærði ég að spila fyrir þig. Þá fannst mér stolt skína úr augum þínum. Þegar ég flutti í sveitina var gaman að fá þig í heimsókn. Alltaf gafstu mér eitt- hvað og það var mikið fjör þegar þú komst frá útlöndum. Við löbb- uðum fjöruna þegar þú komst í heimsókn og skoðuðum þar stein- ana, sáum selina og fundum alls konar fjörumuni. Við spiluðum oft ólsenólsen og það var mjög gaman. Þannig að það er margs að sakna, sérstaklega þín. En ég veit að þjáningum þínum er lokið og þér líður vel í himnaríki, elsku afi. Ég kveð þig með bæninni sem þú kenndir mér: Við skulum lesa bænir þá sofum við svo rótt því guð og góðu englarnir vaka hverja nótt. Sigurbjörg Eva Stefánsdóttir. Bjarni móðurbróðir minn er lát- inn nær áttatíu og fimm ára að aldri. Hann var næstyngstur átta systkinanna í Gröf en þau eru nú öll látin. Er Bjarni var fimm ára flutti afi frá Hofi inn í Gröf á Höfðaströnd, en afkomendur afa og ömmu kenna sig við þann bæ. Afi var fá- tækur leiguliði þar til hann hóf bú- skap í Gröf, en þar fór hagur hans að vænkast enda jörðin stór og kostajörð, með útræði. Afi var með útveg við Drangey, þ.e. flekauppi- stöður þar sem hann var við veiðar nokkur ár að vori til. Þaðan komu mikil matvæli bæði fugl og fiskur. Árið 1937 þegar Bjarni var rösk- lega tvítugur keyptu hann og faðir minn jörðina Gröf af Jóni Konráðs- syni í Bæ, en hún hafði verið í eigu Bæjarættarinnar í u.þ.b. tvö hundruð ár. Þeir mágar reistu fjós og hlöðu og myndarlegt steinhús. Þar var búið til ársins 1988, en skömmu síðar keypti Sigfús bróðir minn jörðina. Eftir það tóku sig saman nokkrir úr Grafarætt og hófu endurbætur með Sigfúsi á íbúðarhúsinu með það fyrir augum að geta dvalið þar að sumri til. Það er nú sumarsetur okkar. Bjarni var afburðaröskur til vinnu og svo hart lagði hann að sér við húsbyggingarnar að hann varð magaveikur upp frá því. Af þeim sökum varð hann að bregða búi tíu árum síðar og flytja til Sauðár- króks. Eins og flestir Skagfirðingar var Bjarni hestamaður og áttu hann og afi alltaf góða reiðhesta af Kolku- óskyni og þeir voru afbragðs tamningamenn. Nýlega eignaðist ég ljósmynd af Sigfúsi afa og þremur sonum hans á hestbaki á gullfallegum gæðingum. Bjarni var léttur á fæti og kvik- ur í hreyfingum. Hann var glaðvær og hafði góða léttlynda skapið sem var einkenni allra þeirra Grafar- systkina. Hann var söngelskur og hafði mikla og góða söngrödd eins og móðir mín og fleiri systkinanna. Ég minnist þess sem barn í Gröf, að oft var tekið lagið er gesti bar að garði. Bjarni söng síðan í kirkjukórnum á Króknum eftir að hann fluttist þangað. Er ég fór í gagnfræðaskóla á Króknum bjó ég hjá þeim hjónum í tvo vetur. Mér leið afskaplega vel hjá þeim enda Lauga frábærlega myndarleg húsmóðir. Á sunnudög- um var sýnd kvikmynd í Bifröst og það brást ekki að Bjarni rétti mér peninga fyrir bíóferð. Bjarni var aldrei ríkur af fé, en engu að síður var hann gjafmildur og afskaplega greiðvikinn. Sambúð þeirra hjóna var alla tíð með ágætum og bar þar aldrei skugga á, þau virtu hvort annað og var umhugað um heimilið og börnin sín. Þegar móðir mín Svanhildur flutti til Reykjavíkur og síðar í Kópavog voru bræður hennar Jó- hann og Bjarni og þeirra fjölskyld- ur hennar stoð og stytta. Þegar ég síðan sjálfur stofnaði heimili fyrir þrjátíu árum voru Bjarni og Lauga okkur hjónunum ómælanlega hjálpsöm varðandi ráð og greiðasemi, þá voru það ekki aðeins venslin heldur líka hin mikla vinátta sem við skynjuðum. Fyrir nokkrum árum fengum við loftmynd af jörðinni Gröf og merktum inn örnefni. Bjarni var þá sá eini úr ættinni sem mundi hvern hól og stein enda minnið til hins síðasta óskeikult. Nú í vetur rifjuðum við upp örnefnin á túninu og hvar útihús stóðu áður en ný- byggingarnar risu. Fyrir þetta stöndum við í mikilli þakkarskuld. Skagafjörðurinn er fagur, en hvergi er útsýnið fegurra en af Höfðaströndinni. Tindastóll, Drangey og Kerlingin í vestri og og Þórðarhöfði í norðri. Við feng- um að njóta þessa síðastliðið haust BJARNI INGIBERGUR SIGFÚSSON                                     ! !   !! "    #$!!  !%& "  ' (   )!   )! )"  *+  )"  , !$!! -. )! */+#0 ( !"   !! # )! 0 *.! !!  )"  12 #$+2!  3 & )"  4 !*#' +!! 52 )! 6 !#0+!3! / !/( !3/ !/ !/( !# "  % 7 -*89*:;* ).!3<= '+  3 *7 >; $%*->7 0  3 - )?@  +??  # $    %! ! &  '$ "  ( $  $ )! !%*!++! , -' $ 3+!" ++?).+"  !A8B+C8B+C  C+?).+" %/$? ++?).+" 6 !$? ++?).+"  C$? ++?).+" 3  .!"D+!!#              - $1  2 @'( "( D .!3EE *3( D ./ '/ 0 $   %! ! 1 $     0      2! !%3!++! @2  ' 2"  $!! D !"! .+!/ ( 3.+!/ ( !"  3   D !""  F3  !!  3+   D !""  !! 3!)! 3!) D !"! +!.( *! "  $! D !"! * 3  "    D !"! $! 3+ "  $!! D !""  ' (  ,3)! , D !""  0" !  !G D !""   D !" *! / !/( !3/ !/ !/( !#  4     4     >H # *> -1-1 > @ +D !!/ 3I ?.3 '/ '       3! ! 0 5!"#  !"  +!" ;#  !! *  *33+ "  $2    !"   !! #>!3. !      / !/( !3/ !/ !/( !#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.