Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 68
72 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ STANDA sem hæst Norður- botnsdagar í Norræna húsinu og í dag verður áhersla lögð á kvikmynda- gerð frá Norðurbotni. Sýndar verða stuttmyndir og heimildarmyndir og ein mynd í fullri lengd, Vingar av glas, verður sýnd í Háskólabíói í sam- vinnu við Filmund. Allar koma mynd- irnar frá Filmpool Nord í Norður- botni en dagskráin í dag hefst í Norræna húsinu á fyrirlestri fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Per- Erik Svensson, um starfsemi og þró- un kvikmyndagerðar í Norðurbotni. Á milli kl. 16 og 18 verða sýndar mjög athyglisverðar heimildar- og stutt- myndir í Norræna húsinu. (Sjá dag- skrá á heimasíðu Norræna hússins, www.nordice.is) Maður og náttúra Alls verður boðið upp á sex stutt- myndir og heimildarmyndir sem allar rekja rætur sínar til Norðurbotns. Bera þær allar sterk einkenni upp- runa síns sem endurspeglast í áber- andi togstreitu milli manns og nátt- úru og nærveru nágrannanna í austri. Heimildarmyndin Bloodroad er margverðlaunuð en hún segir á átak- anlegan hátt frá örlögum rússneskra stríðsfanga í Norður-Noregi í seinni heimsstyrjöldinni og hvernig þýska hernámsliðið níddist miskunnarlaust á þeim. Barentsverkefnið, „4 Young Bar- ents Dox“: Filmpool Nord veitti fjór- um ungum kvikmyndahópum á Bar- entssvæðinu tækifæri til að vinna saman að heimildarmynd um líf ungs fólks og viðhorf til síns nánasta um- hverfis og umheimsins. Sýndur verð- ur afrakstur vinnu tveggja hópanna. Anton er stuttmynd um ungan listamann sem vinnur fyrir sér með því að húðflúra vini sína. Hann er kvaddur í rússneska herinn og hafa vinir hans miklar áhyggjur af því hvernig sú reynsla muni leika hann því þeir vita að þótt hann sé harður á yfirborðinu er hann viðkvæm tilfinn- ingavera undir niðri. Fyrir flóðið er umhverfisvæn mynd um átök um Vuoto-stífluna en Veikko og Impi eiga land í nágrenni við hana og hafa háð baráttu við stóra bróður hálfa ævi sína um hvor skuli víkja. „Og verði vatninu hleypt á skul- um við sitja á tröppunum. Látum þá drekkja okkur. Við förum hvergi.“ Isko-Matti och kärleken er róman- tísk lítil draugasaga um vélsleðavið- gerðarmanninn Isko-Matti sem er yf- ir sig ástfanginn af Alettu, dóttur auðugs hreindýrabónda, og Rack- elhane er önnur umhverfisverndar- stúdían en hún fjallar um baráttu skógarhöggsmannsins Toivo við stórt raforkufyrirtæki sem hyggst þurrka upp síðustu ósnortnu ána. Aðgangur að myndunum í Norræna húsinu er ókeypis. Sænsk kvikmynda- gerð í blóma Vingar av glas hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu og er óhætt að segja að metnaðarfull kvikmynda- gerð standi í miklum blóma í Svíþjóð um þessar mundir. Skemmst er að minnast vinsælda Fucking Åmål eftir Lukas Moodysson og einnig hefur nýjasta mynd hans, Tillsammans, hlotið afspyrnugóðar viðtökur en Fil- mundur sýndi hana fyrir stuttu við frábærar undirtektir. Vingar av glas er fyrsta mynd leikstjórans Reza Bagher í fullri lengd en hann hefur vakið mikla athygli fyrir stuttmyndir sínar. Hún á það sameiginlegt með Fucking Åmål að vera unglingamynd sem nær jafnframt að brjóta alla múra milli kynslóða sem gjarnan eru reistir til að flokka myndir og skil- greina. Nýbúi eða ekki? Vingar av glas fjallar um hina átján ára gömlu Nazli, sem er fædd og upp- alin í Svíþjóð. Fjölskylda hennar er frá Íran en hún lítur á sjálfa sig sem Svía enda þekkir hún ekkert annað og henni er mikið í mun að falla inn í samfélagið sem hún er uppalin í. Fað- ir hennar vill halda í hefðirnar og tel- ur að það sé Nazli og systur hennar fyrir bestu að eignast íranska eigin- menn. Hann var leikari í Íran en er atvinnulaus í Svíþjóð og það má segja að hefðir heimalandsins og stoltið sé það eina sem hann á eftir; hann hefur enga möguleika á því að fá vinnu við það sem hann kann. Um það leyti sem hann finnur rétta eiginmanninn handa Nazli verður hún ástfangin af ungum, sænskum manni. Þetta leiðir til mikilla árekstra og deilna innan fjölskyldunnar og er óhætt að segja að ólíkir menningarheimar mætist með látum og lúðrablæstri í þessari mynd. Íranskur innflytjandi Leikstjórinn Reza Bagher er sjálf- ur innflytjandi frá Íran, fluttist til Svíþjóðar sautján ára gamall og hefur því góða innsýn í þann heim sem birt- ist í myndinni. Hann lærði verkfræði en komst að raun um að hann hefði engan áhuga á því að vinna við hana og fór því að læra kvikmyndafræði og vann á næturvöktum á sjúkrahúsi til að sjá fyrir sér. Hann komst fljótlega að því að hann hafði ekki áhuga á að gera kvikmyndir sem byggjast á hetjudýrkun; hann hefur sagt í viðtali að Harrison Ford í hlutverki Banda- ríkjaforseta sé um það bil það bjána- legasta sem hann hafi nokkurn tíma séð. Hann segist hafa meiri áhuga á að fjalla um hversdagsleg vandamál venjulegs fólks og margvíslegar að- stæður þess og hefur bent á að inn- flytjendur þurfi að kljást við fordóma á mörgum sviðum og að það sé ekki nóg að komast til fyrirheitna lands- ins, þar bíði mörg vandamál, bæði menningarbundin og persónuleg, sem þarf að kljást við. Bagher sýnir einnig hvernig einstaklingar sem alast upp á mörkum tveggja heima verða sterkir og sjálfbjarga og öðlast einstaka sýn á umhverfi sitt og menn- ingu. Vingar av glas er í senn per- sónuleg og pólitísk. Hún fjallar bæði um erfiðleika persónanna við að að- lagast umhverfinu og ná sáttum við sjálfar sig. Með aðalhlutverk fara Sara Somm- erfeld, Alexander Skarsgård og Said Oveissi. Vingar av glas verður sýnd fimmtudagskvöldið 5. apríl kl. 22.30 (ótextuð) og mánudagskvöldið 9. apríl á sama tíma (með enskum texta). Filmundur sýnir Gler- vængi Vingar av glas verður sýnd í Háskólabíói í dag og á mánudag. Fyrir flóðið: Hjónin Veikko og Impi hafa barist gegn stórstíflunni í fjóra áratugi. Þótt Anton sé reffilegur og pönkaður í útliti er hann viðkvæmur undir skelinni. Kvikmyndir í forgrunni Norðurbotnsdaga í dag NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 3.45Ísl tal. Vit nr. 183. Sýnd kl. 3.50. Vit nr. 210. Sýnd kl. 8.30 og 10.15. Vit nr. 197. Sýnd kl. 3.40, 5.50,8 og10.15. Vit nr. 207. Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að uppgötva þá.  Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Good Will Hunting. Vinsælasta Stúlkan Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 217. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. vit nr. 213 kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Vit nr. 214 „Sprenghlægileg ævintýramynd“ „Frábær mynd úr smiðju Disney þar sem nornin Isma rænir völdum og breytir Keisaranum í lamadýr. Nú þarf Keisarinn að breyta um stíl!“ "Brjáluð Gamanmynd" Rocky & Bullwinkle "Sandra Bullock þarf að hafa sig alla við til að geta brugðið sér í gervi fegurðardrottningar og komast að því hver er að eyði- leggja keppnina. Frábær grínmynd sem sló öll met í USA." " r ll rf f i ll vi til t r i r í rvi f r r r tt i r t ví v r r y i- l j i . r r rí y l ll t í ." Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.35. B. i. 16. Vit nr. 201. www.sambioin.is HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.45 og 10.15. B.i.16 ára. Sýnd kl. 5.30.  AI Mbl  Tvíhöfði Kvikmyndir.is Tilnefnd til 2 Óskarsverðlauna Joan Allen, besti kvenleikari í aðalhlutverki Jeff Bridges, besti karlleikari í aukahlutverki Gary Oldman, Christian Slater FRAMBJÓÐANDINN Stundum getur þú tekið leiðtoga af lífi án þess að skjóta einu einasta skoti  Kvikmyndir.com  HL Mbl Lalli Johns eftir ÞorfinnGuðnason. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Vinsælasta Stúlkan "Brjáluð Gamanmynd" sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Boðsýning kl.8 sýnd kl. 10.30.  HK DV Strik.is Ó.H.T Rás2  Ó.H.T Rás2 "Sandra Bullock þarf að hafa sig alla við til að geta brugðið sér í gervi fegurðardrottningar og komast að því hver er að eyðileggja keppnina. Frábær grínmynd sem sló öll met í USA." SV Mbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.