Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 60
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Goða- foss og Mánafoss koma í dag. Polaris kemur og fer í dag. Arnarfell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Flutningaskipið Lómur kom í gær. Hvítanes kemur í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofa, útsaumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handa- vinna og fótaaðgerð, kl. 14–17 glerskurður, kl. 14 dans. Ferð á Þingvelli þriðjudaginn 10. apríl, komið við í Eden, Hvera- gerði, á heimleið. Lagt af stað kl. 13, tilk. þátttöku fyrir 9. apríl. Skráning í síma 568-5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara, í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 9.30 dans- kennsla, gler og postu- línsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30, bingó kl. 13.30. Á morgun, föstudag, tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Myndmennt kl. 13. Brids kl. 13.30. Sigurbjörn Kristinsson verður með mál- verkasýningu í Hraun- seli fram í maí. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjár- mál og leiðbeiningar um þau á skrifstofu FEB í dag kl. 11–12. Panta þarf tíma. Brids í dag kl. 13. Dagana 27.–29. apríl verður 3ja daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæ- fellsjökul. Komið í Ólafs- vík, á Hellissand og Djúpalónssand. Einnig verður litið á slóðir Guð- ríðar Þorbjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silf- urlínan opin á mánud. og miðvikud. kl. 10–12. Ath., skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Uppl. í s. 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl.15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30. Helgistund fellur niður, minnt er á föstuguð- sþjónustu í Hjallakirkju kl. 14, sr. Íris Kristjáns- dóttir predikar, sr. Myako Þórðarson túlkar á táknmáli. Tónlist- arflutningur og kaffiveit- ingar í boði. Allir vel- komnir. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn. Laugardaginn 7. apríl kl. 15 verða tón- leikar þriggja kóra í Breiðholtskirkju, Gerðu- bergskórsins, M.R.60 og Þingeyingakórsins. Stjórnandi: Kári Frið- riksson. Allar veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun og klippi- myndir, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans, Sigvaldi kennir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Kl. 10.30 helgistund í um- sjón sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Kór félags aldraðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sig- urbjargar Hólmgríms- dóttur. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára. Brids í félagsheimilinu að Gullsmára 13 á mánu- dögum og fimmtudög- um. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Enginn fundur í dag. Munið kristniboðs- vikuna. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 19.30 tafl. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardag klukkan 10.30. Húnvetningafélagið, félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl. 20. Síðasta spilakvöld vetrarins. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. Kven- félag Hallgrímskirkju, fundur í kvöld kl. 20. Gestir fundarins verða Ingþór Indriðason, prestur í Kanada, og kona hans. Kvenfélag Grens- ássóknar. Fundur í safn- aðarheimilinu mánudag- inn 9. apríl kl. 20. Spilað verður páskaeggjabingó. Safnaðarfélag Áskirkju. Hið árlega páskaeggjab- ingó verður föstudaginn 6. apríl kl. 20 í safn- aðarheimili Áskirkju. Mætum vel og stundvís- lega og tökum börnin með. Hana-nú, Kópavogi. Fundur verður í tónlist- arklúbbi Hana-nú í félagsheimilinu Gull- smára kl. 20 í kvöld. Fólki er bent á að koma með uppáhaldsdiskinn sinn. Íslenskt vatn á boð- stólum. Allir velkomnir. Félag kennara á eft- irlaunum. Skemmti- fundur verður haldinn í Kennarahúsinu við Lauf- ásveg laugardaginn 7. apríl kl. 14. Dagskrá: Félagsvist, kaffiveit- ingar, frásögn, söngur. Fjölmennið. Hittið gamla félaga og vini. Í dag er fimmtudagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni að sérhver, sem á hann trúir, fái fyr- ir hans nafn fyrirgefningu syndanna. (Post. 10. 43.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... ÞVÍ er stöðugt haldið að fólki aðenginn sé maður með mönnum nema hann stundi líkamsrækt á lík- amsræktarstöðvum. Því er haldið fram að þeir sem ekki stunda „rækt- ina“ lifi óheilsusamlegu lífi. Víkverji er einn þeirra sem ekki hafa heimsótt líkamsræktarstöðvar og hefur, ef satt skal segja, haft af því nokkrar áhyggjur. Flestir vilja jú lifa heilsu- samlegu lífi og fara eftir ráðlegging- um þeirra sem vit hafa á málum. Vík- verji varð því nokkuð undrandi þegar hann rak augun í stutta frétt í Morg- unblaðinu um síðustu helgi. Fyrir- sögn fréttarinnar var „Almenn hreyfing betri en puð í „ræktinni““, en þar var sagt frá nýrri rannsókn, sem birtist í tímaritinu Nature. Nið- urstaða rannsóknarinnar er að stundarpuð á líkamsræktarstöðvum sé ekki besta leiðin til að léttast. Regluleg almenn hreyfing á borð við göngu eða hjólreiðar er líklegri til ár- angurs. Í fréttinni sagði: „Klaas Werster- terp, prófessor við Maastricht-há- skóla í Hollandi, stjórnaði rannsókn- inni, en 30 karlar og konur voru þátttakendur. Að sögn Wersterterps getur brennsla líkamans aukist ef fólk hreyfir sig mátulega mikið í dag- legu lífi og forðast að liggja í leti. Þannig fjúka kílóin og auk þess minnkar hættan á hjartasjúkdómum og óinsúlínháðri sykursýki. Samkvæmt rannsókninni eru líkur á að verulegur hluti þeirra sem sækja líkamsræktarstöðvar lifi letilífi þess utan, sem þeir reyni að bæta fyrir með stundarpuði í „ræktinni“. Í rannsókninni fundust engin tengsl milli hraða efnaskipta í líkamanum og ákafrar þjálfunar í skamman tíma. Hins vegar reyndist brennslan helm- ingi hraðari hjá þeim sem gengu eða hjóluðu í hlutfallslega lengri tíma en hjá þeim sem voru í kyrrstöðu. Wersterterp mælir með því að þeir sem vilja auka hraða efnaskipta í lík- amanum skipti átakalitlu athæfi, eins og að horfa á sjónvarpið, út fyrir at- hafnir sem krefjast mátulegrar hreyfingar.“ x x x TALSVERÐAR umræður hafaskapast um Atkinsmegrunark- úrinn í framhaldi af því að Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því í sjónvarpsviðtali hvað hann hefði náð miklum árangri með þessum megr- unarkúr. Næringarráðgjafar hafa lýst miklum efasemdum um þennan megrunarkúr. Þeir hafa greinilega áhyggjur af því að þjóðin fari að dæmi forsætisráðherra og reyni kúr- inn, en hann gengur út á að fólk borði fyrst og fremst fituríkan mat og prót- ein, en engin kolvetni. Víkverji hefur vissan skilning á áhyggjum næring- arráðgjafanna sem vilja að sjálfsögðu að þjóðin neyti hollrar og góðrar fæðu. Fyrst og fremst telur Víkverji þó að þjóðinni komi ekkert við hvað forsætisráðherra borðar. Það er hans einkamál sem fjölmiðlamenn eiga ekkert að vera að spyrja hann um. x x x VÍKVERJI var einn þeirra semfylgdust spenntir með spurn- ingakeppninni „Gettu betur“ sl. föstudagskvöld, en þar rétt náði MR að knýja fram sigur á liði Borgar- holtsskóla. Keppnin var afar spenn- andi, en Borgarholtsskóli náði að jafna í síðustu spurningunni þannig að grípa þurfti til bráðabana. Þar marði MR sigur eftir að Borgarholts- skóli hafði um tíma forystu í keppn- inni. MR hefur sýnt ótrúlega þraut- seigju í þessari keppni og hefur sigrað níu ár í röð. Víkverji var í hópi þeirra sem héldu ákaft með liði Borg- arholtsskóla, enda stóð liðið sig frá- bærlega vel. Það er ljóst að Borg- arholtsskóli kemur sterkur inn í keppnina á næsta ári. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Vont er að leysa úr vand- anum vandi að skrifa á þetta blað. Ekki að spyrja að andanum aldrei er hann á réttum stað. (Höf. ók.) Eins og venjulega les ég alltaf pistla sem eru sendir til blaðsins sem oft eru góð- ir og benda á margt þarft sem betur mætti fara í lífi og starfi okkar. Ég vil geta skrifa Guð- rúnar Veru Hjartardóttur í Morgunblaðinu 1. apríl sl. þar sem hún ræðir um sorphirðu. Ég er henni sammála því um helgina þurfti ég að fara á gámastöð (afsakið endur- vinnslustöð) í Mosfellsbæ með dagblöð, dósir og pappakassa. Þegar þangað kom voru nokkrar bifreiðar að bíða eftir að geta losað. Þar sem ég var með lítið magn ákvað ég að ganga með þetta inn á svæðið og losa, að því ég taldi, í viðeig- andi gáma. Pappakassana setti ég í gám sem ég hélt að væri fyrir pappa, en í því að ég hendi þessu frá mér sé ég að í gámnum er annað en pappi. Þarna var maður sem einnig var að henda pappa í sama gám og taldi hann að þarna væri pappa- gámur. Mér er spurn, hvar var sá eða sú sem leiðbeina á fólki sem þarna kemur? Jú mikið rétt, viðkomandi horfði út um gluggann á skýlinu. Vera má að það skipti ekki neinu máli hvert ruslið fer, en til hvers er þá auglýst með miklum tilkosnaði aft- ur og aftur (flokkið og skil- ið) þegar það er til einskis? Hvar er endurvinnslan? Úr því ég er að pára þetta get ég ekki látið hjá líða að geta um umhverfi þessar- argámastöðvar (endur- vinnslustöðvar) en það er til skammar, eins og þetta er nú á góðum stað. Þarna er ruslið bæði utan og innan girðingar og hefði ég haldið að ekki væri svo mikið að gera á virkum dögum að starfsmenn gætu ekki farið út í þurru veðri og tekið mesta ruslið svo ég tali nú ekki um jarðspjöllin utan við hliðið. Það er eins og um torfærubraut sé að ræða. Öldruð húsmóðir í Mosfellsbæ. Þakkir til Versl- unarskólans KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þökkum til Versl- unarskólans fyrir frábæra nemendasýningu, Wake me up before you go go. Söng- urinn, dansinn og leikurinn voru alveg frábær. Einnig langar hana að vita hvar er hægt að fá lagið Hello með Védísi. Hafið mínar bestu þakkir fyrir frábæra sýn- ingu. Þakkir fyrir stórgóð skrif ÉG undirrituð sendi mínar bestu þakkir fyrir stórgóð skrif í Morgunblaðinu í Bréfi til blaðsins 23. mars sl. Greinin er um hirðisbréf biskups og er eftir Rúnar Kristjánsson frá Skaga- strönd. Blessun Guðs er með öllum þeim, sem virða orð hans og halda því fast fram. Bestu kveðjur, Sóley Jónsdóttir, Sjónarhæð, Hafnar- stræti 63, Ak. Tapað/fundið Grásvört hliðartaska hvarf úr bíl GRÁSVÖRT hliðartaska hvarf úr hvítri Mözdu fyrir um það bil tveim vikum, á milli Hæstaréttar við Lind- argötu og menntamála- ráðuneytisins. Taskan var full af tónlistarnótum og sumar þeirra voru merktar Villa. Fundarlaun. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 897-7111. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst á Arnarnesi, mánudaginn 2. apríl sl. Upplýsingar í síma 564-1509. Gamalt íslenskt hálsmen tapaðist GAMALT íslenskt hálsmen úr silfri með svörtum steini tapaðist fyrir um það bil mánuði. Hálsmenið tapað- ist annaðhvort í kringum Borgarbókasafnið í Tryggvagötu eða í kringum svæði Háskóla Íslands. Hálsmenið hefur mikið til- finningalegt gildi fyrir eig- andann. Fundarlaun. Upp- lýsingar í síma 551-5216. Lopapeysa í óskilum SVÖRT og grá hneppt lopapeysa fannst fyrir utan Dísaborgir í Grafarvogi fyrir stuttu. Upplýsingar í síma 586-1045. Loðhúfa tapaðist FORLÁTA loðhúfa tapað- ist í Mosfellsbæ sunnudag- inn 1. apríl sl. Upplýsingar í síma 862-4144. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sorphirða í Mosfellsbæ LÁRÉTT: 1 sjávarbakkar, 8 fuglar, 9 kvendýr, 10 gljúfur, 11 kvenguð, 13 vesælar, 15 ýldir, 18 dulin gremja, 21 eldstæði, 22 hneisa, 23 matarbiti, 24 mikill þjóf- ur. LÓÐRÉTT: 2 ímugustur, 3 greiða, 4 hrópa, 5 tómum, 6 klett- ur, 7 ósoðinn, 12 gælu- nafn, 14 kyrr, 15 úrræði, 16 fisks, 17 lofum, 18 sigruð, 19 náttuðu, 20 sleit. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rimar, 4 seldu, 7 maður, 8 liðug, 9 tám, 11 arra, 13 ánar, 14 nefið, 15 senn, 17 illt, 20 brá, 22 gunga, 23 lokar, 24 reiða, 25 Agnar. Lóðrétt: 1 rimpa, 2 móður, 3 rýrt, 4 sálm, 5 liðin, 6 ugg- ur, 10 álfar, 12 ann, 13 áði, 15 sægur, 16 nenni, 18 lúkan, 19 tærar, 20 bana, 21 álka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.