Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 51 er ég fór fór norður í Gröf með þeim Bjarna og Laugu í berjaferð. Þar dvöldum við í þrjá yndislega daga í sól og blíðu. Bjarni rifjaði upp sögur af veiðiskap á firðinum, en bátur var alltaf til í Gröf. Einn- ig komu upp í huga hans sögur úr heyskap frá því á búskaparárum sínum. Þarna var hann kominn á heimaslóðir með Laugu sem ráðs- konu. Bjarni var þá orðinn veikur af krabbameini í ristli sem leiddi hann nú til dauða. Um leið og ég, kona mín og dóttir þökkum Bjarna samfylgdina vottum við Laugu og ættlegg þeirra dýpstu samúð okkar. Jón Ólafsson. Það er mér einkar ljúft að skrifa fáein kveðjuorð til Bjarna föður- bróður míns, svo náin voru sam- skiptin milli fjölskyldna okkar alla tíð. Allt frá því að ég man eftir mér, sem ungur drengur á leið í sveitina mína í Gröf á Höfðaströnd, minnist ég Bjarna frænda. Hann bjó þá á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu sinni en við Jónína dóttir hans, sem er á svipuðum aldri og ég, vorum á sama tíma í sveit hjá Svanhildi föð- ursystur okkar og Ólafi manni hennar. Bjarni var þá hættur búskap nokkrum árum áður og orðinn verslunarmaður. Manni þótti á þessum tíma ekki amalegt að eiga frænda sem var innanbúðar í al- vöruverslun, enda var það umtals- verð upplifun að fá að heimsækja hann í búðina. Á þessum árum, um og eftir miðja síðustu öld, var faðir minn með talsverða útgerð og þurfti hennar vegna ævinlega að fara til Siglufjarðar þegar haustaði og sinna málum þar. Þá var ætíð komið við á Krókn- um og þvílíkir höfðingjar heim að sækja, þau Lauga og Bjarni. Mað- ur gleymir seint bláberjunum og rjómanum sem Lauga bar á borð. Mér finnst reyndar ég aldrei hafa bragðað eins góð bláber, eða ást- arpungarnir, maður lifandi, þeir voru nú aldeilis soldið pínu góðir. Eftir að Bjarni og Lauga fluttu til Reykjavíkur varð samgangur milli fjölskyldnanna enn meiri. Þeir bræður, pabbi og Bjarni, voru einstaklega samrýndir þrátt fyrir 11 ára aldursmun. Gagnkvæm virðing og væntumþykja og hjálp- semi, svo að af bar. Þær voru ófáar ferðirnar sem þeir fóru í „Ósinn“ til að veiða sil- ung. Ekki var alltaf mikil veiðin enda held ég, eftir á að hyggja, að það hafi kannski ekki skipt höf- uðmáli, heldur hitt að þeir nutu þess að vera saman. Oftar en ekki fengu barnabörnin að koma með og fátt var meira tilhlökkunarefni eldri börnum mínum en að mega fara með afa og Bjarna frænda í veiði. Nú er sá árstími að koma þegar kartöfluræktendur fara að hugsa sér til hreyfings og minnist ég þess að hvorugur vildi vera eft- irbátur hins þegar kartöflurækt var annars vegar. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða hvor yrði á undan að setja niður eða fengi betri uppskeru að hausti. Ég á svo sannarlega eftir að sakna Bjarna frænda míns, sakna þess að heyra hann ekki heilsa á sinn sérstaka og einlæga hátt með tilheyrandi handahreyfingu sem var engu lík. Eflaust hafa orðið fagnaðarfund- ir hjá þeim bræðrum og hver veit nema það sé hægt að skreppa í einhvern ós þarna hinum megin. Við Svanhvít og fjölskylda okkar sendum Laugu og börnum hennar, Jónínu og Stefáni, svo og öllum ástvinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar Guðs. Blessuð sé minning föðurbróður míns, Bjarna Sigfússonar. Garðar Jóhannsson. ✝ Júlíana IngibjörgEðvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1927. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eðvald Jónsson frá Skrapatungu í Lax- árdal, Austur-Húna- vatnssýslu, f. 19.1. 1898, d. 1.5. 1954, og Margrét Magnús- dóttir frá Elliðaey á Breiðafirði, f. 2.6. 1893, d. 22.1. 1961. Ingibörg átti einn bróður, Magnús Einarsson, sjómann, f. 25.12. 1912, d. 4.9. 1985. Ingibjörg giftist 12.9. 1959 Skúla Hallssyni, f. 27.1. 1918, d. 21.8. 1992, og eignuðust þau fjög- ur börn. Fyrir átti Skúli tvö börn: 1) Amalíu H.H., f. 11.7. 1944. 2) Hall, f. 20.8.1947. Einnig átti Ingi- björg tvö börn áður: 1) Margréti Eðvalds, f. 24.4. 1949, gifta Bent Bryde, f. 3.5. 1938. Börn Margrét- ar eru Eðvald Ingi, f. 1967, Ragn- heiður, f. 1969, Guðmundur Geir, f. 1970, Sylvía Margrét, f. 1972, og Róbert Gils, f. 1977. 2) Eðvald Karl Eðvalds, f. 10.1. 1954, kvænt- ur Rögnu Valdi- marsdóttur, f. 10.1. 1958, dætur þeirra eru Ingibjörg, f. 1979, og Valdís Ragna, f. 1988. Börn Ingibjargar og Skúla eru: 1) Grétar Rún- ar, f. 28.12. 1960, sambýliskona Ásta Júlía Arnardóttir, f. 15.9. 1961, börn þeirra eru Jóhanna Margrét, f. 1989, og Rúnar Örn, f. 1992. 2) Skúli Skúlason, f. 25.5. 1963, kvæntur Ásthildi Erlu Gunnarsdóttur, f. 24.11. 1966, dætur þeirra eru Inga Kristín, f. 1987, og Ágústa Rut, f. 1990. 3) Inga Gunnjóna, f. 10.7. 1966, d. 14.4. 1967. 4) Ásta Val- gerður, f. 6.9. 1968. Langömmu- börnin eru orðin sex. Ingibjörg ólst upp í Reykjavík, hún útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík sem hárgreiðslukona 1947 og frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1949. Ingibjörg vann í 17 ár hjá Sláturfélagi Suðurlands í Austurveri en síðustu árin vann hún við umönnun á Skjóli. Útför Ingibjargar fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Nú er mamma horfin úr jarðnesku lífi okkar. Mamma hefur í gegnum árin orðið að berjast fyrir hlutunum til að ná markmiðum sínum en hennar helstu markmið og sigrar snerust um börnin hennar og ömmubörn. Þótt oft hafi verið sigrar og stórir áfangar blés oft á móti í lífi mömmu. Alltaf reyndi hún að standa eins og klettur við hlið barna sinna, þó að víst sé að innst inni hefur hún oft liðið angist og þurft á styrk að halda þótt við höfum ekki alltaf áttað okkur á því. Því hefur hún oftar en hollt er átt erfitt til þess að okkur liði vel. Mamma átti sex börn á 19 árum. Eins og gefur að skilja voru aðstæður misjafnar og oft ekki auðvelt að vera með stóran hóp barna á svo breiðu aldursskeiði. Ekki gerðum við börnin henni heldur lífið auðvelt. Við strák- arnir sífellt með skammarstrik og meiri hrakfallabálkar hafa örugglega verið vandfundnir. Missir hennar varð þó mestur þegar mamma missti dóttur sína sem var níu mánaða að aldri. Hún jafnaði sig aldrei á þessum missi og söknuður hennar var mikill. Á seinni árum setti hún allt sitt stolt og metnað í börnin og var aldrei stoltari eða ánægðari en þegar við náðum árangri í því sem við vorum að fást við. Alveg sama hvað við feng- umst við eða hvaða farveg við völdum okkur í lífinu, alltaf studdi hún okkur heils hugar og gladdist með okkur þegar vel gekk. Þegar komið var að því að við skyldum yfirgefa öryggið í skjóli mömmu og leita okkur maka hafði mamma vakandi auga með þeim kost- um sem við færðum heim. Hún vildi vera viss um að okkar makar yrðu okkur góðir lífsförunautar. Þegar hún sá að um alvöru var að ræða tók hún tengdabörnum sínum opnum örmum. Mamma var dugleg að heimsækja börnin sín og fylgjast með uppvexti ömmubarnanna sem fjölgaði reglu- lega í fjölskyldunni. Hún eignaðist sinn stað á hverju heimili og er talað um stólinn hennar ömmu og staðinn hennar ömmu. Henni leið best í eld- húsinu á spjalli við tengdadæturnar þar sem hún gat sagt nýjustu fréttir og sögur úr fortíðinni. Mamma virti heimili barnanna sinna og aldrei sagði hún til um það hvernig ætti að haga hlutum eða hvernig við ættum að fara að hinu eða þessu. Hún skreytti heimili okkar með fallegum munum sem hún vann með glerskurði, perlusaum og málun. Þessir hlutir eru nú með okkar dýr- mætustu hlutum og er ein besta minningin um mömmu. Börnin eru stolt af því að eiga fallega hluti eftir ömmu sína sem gefa þeim dýrmæta minningu. Eftir að þú varðst veik í janúar þéttist fjölskyldan saman og allir ein- settu sér að gera allt sem þeir gætu til að þér liði sem allra best. Stundum reyndum við kannski of mikið á þig, en aldrei kvartaðir þú. Það er okkur afar dýrmætt að hafa fengið að hafa þig hjá okkur þann tíma sem þú sóttir geislameðferð og vonandi að það hafi líka gefið þér góðar minningar. Þú áttir að flytjast í nýja íbúð í lok mars og var öll fjölskyldan með þér að pakka og undirbúa flutninginn helgina áður en þú kvaddir. Sú sam- vera sem við áttum þá er öllum dýr- mæt eign í minningunni. Mamma, þú ert mér gimsteinn sem ég hafði hlakkað til að fá að hlúa að og varðveita. Þú ert mér hetja sem aldr- ei hverfur úr huga mér. Við ætluðum að gera svo margt þegar þér myndi batna og þú áttir að eiga svo góða daga í nýju íbúðinni. Þar áttir þú að fá það besta útsýni sem völ er á, en nú ert þú farin til nýrra vídda þar sem þú hefur allt það útsýni sem þú þráir. Reitur þinn í minningu okkar mun verða vel varðveittur og þar eigum við nú kost á að hlúa að þér og varð- veita innra með okkur. Skúli og Ásthildur. Það er svo skrýtið þegar maður er að kveðja einhvern nákominn og minningarnar streyma fram. Þá er oft erfitt að raða þeim í heildstæða mynd fyrir þá sem ekki þekkja til. Ég var bara 16 ára þegar ég kynntist Ingu fyrst, sem síðan er búin að vera tengdamóðir mín í yfir 25 ár. Inga var Reykvíkingur í húð og hár, fædd þar og uppalin, en var þó stolt af uppruna sínum sem var í Elliðaey í Breiðafirði í móðurætt og Skrapatungu Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu í föðurætt. Inga var mjög fróð um ætt sína og gat vel rakið hana en fyrir mér var þetta sem hebreska þegar hún talaði um áa sína í báðar ættir. Núna hugsa ég að gaman hefði verið að festa svolítið meira af þessum fróðleik í minni sér- en ég hugsaði sem svo Inga veit þetta og það er auðvelt að fletta upp í henni. Inga var víðlesin og las allt það sem hún komst í tæri við og gaman var að hlusta á hana segja frá því sem hún hafði lesið. Það var ótrúlegt traust sem Inga bar alltaf til mín þótt ég væri bara unglingur þegar ég varð tengdadóttir hennar. Ég var 17 ára þegar hún og Skúli fóru í tvær vikur til útlanda og hún lét heimilið alfarið í mínar hendur og ekki minnist ég þess að hún hafi sett mér neinar sérstakar lífsreglur til að fara eftir og þó var Ásta bara sjö ára en strákarnir eitthvað eldri. Heimilishaldið var nú eitthvað öðru- vísi en hjá fullorðnu fólki en Inga var ekkert nema ánægjan með frammi- stöðu mína. Lífið lék ekki alltaf við Ingu, ein mesta sorgin í lífi hennar var þegar Inga litla dóttir hennar dó og talaði hún oft um hversu mikilvægir mán- uðirnir sem hún átti þó með henni voru. Hún sagði jafnframt að sorgin væri alltaf í hjartanu en maður lærði að lifa með henni. Mikið var hún alltaf þakklát og ánægð á vorin þegar við vorum búnar að fara í kirkjugarðinn og setja niður sumarblómin. Þarna kom berlega í ljós hversu lítið þurfti til að gleðja Ingu og ekki vildi hún láta hafa mikið fyrir sér í gegnum tíð- ina. Hún fann aldrei til og leið aldrei illa ef hún var spurð. Mikið var Inga stolt amma þegar eldri dóttir okkar Kalla fæddist og ekki varð það minna þegar hún fékk þar nöfnu. Oft var farið í Völvufellið meðan nafnan var lítil og tætt hjá ömmu sinni en amma sagði bara að hún væri að hjálpa sér að þurrka af eða taka til. Inga amma fylgdist vel með öllu sem nafna hennar tók sér fyrir hendur og var hún ákaflega stolt þegar nafna hennar tók við stúdents- skírteininu í Víðistaðakirkju 1999. Amma var líka farin að hlakka til þeg- ar Inga fengi sína fyrstu íbúð. Hún lifði ekki að sjá hana en var þó búin að skoða staðsetninguna og sá hvað út- sýnið þar var gott og ákvað að vera þar um næstu áramót til þess að sjá flugeldana. Eftir að Valdís fæddist var Inga mikið hjá okkur og var að- stoð hennar ómetanleg því ef Valdís veiktist þá var amma alltaf tilbúin að fá vaktaskipti í vinnunni til þess að sinna heimilinu fyrir mig. Þegar við fórum til útlanda tók hún margar vaktir í röð til þess að ná sem flestum frídögum fyrir okkur. Oft hugsar maður eftir á að þetta var kona sem komin var á sjötugsaldur og vann stundum myrkranna á milli og tók jafnvel tvöfaldar vaktir en aldrei var hún þreytt. Eftir að við fluttum á Smyrla- hraunið og Inga fór á eftirlaun var hún enn meira með okkur, kom nán- ast um hverja helgi annan hvorn dag- inn og á sumrin á góðviðrisdögum átt- um við margar ánægjustundir á veröndinni. Við vorum oft bara einar og sátum þá og spjölluðum um alla heima og geima. Talaði Inga þá gjarnan um gamla daga og hvað Reykjavík hefði breyst mikið frá því hún mundi eftir sér og oft voru þær skemmtilegar sögurnar sem hún sagði af mönnum og málefnum. Ingu fannst alltaf gaman að koma til Hafn- arfjarðar og oft fór hún í gönguferð þegar hún var að passa fyrir okkur og talaði um að þar vildi hún bera beinin. Þegar Inga greindist með illvígan sjúkdóm í janúar sl. grunaði mig ekki að stríðið yrði svona stutt og að ég þyrfti að kveðja hana átta árum upp á dag eftir að ég kvaddi móður mína. Síðustu helgina sem hún lifði vorum við að pakka niður öllum hlutunum hennar því til stóð að flytja í nýja íbúð en forlögin tóku í taumana og heim- kynnin verða önnur en til stóð. Elsku Inga, hafðu þakkir fyrir allt og allt. Guð geymi góða konu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ragna. Elsku amma mín. Þú varst svo góð, en nú ertu svo hljóð. Það koma marg- ar hugsanir upp í litla kollinn minn sem vekja athygli mína. Þú varst alltaf að tala um fjöl- skyldu þína, og hvað þú gast sagt manni margt. Ég lærði svo margt af þér. Þú varst alltaf að tala um hvað þú ætlaðir að gera næst, en það gerir þú ekki núna. Núna ertu í hvíld, elsku amma mín. Mundu að þú verður alltaf besta amma mín. Þín Ágústa Rut. Elsku amma. Þar sem mér finnst erfitt að horfa á eftir þér ætla ég að minnast þín með örfáum orðum og þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar. Hjá þér var ég fyrstu fjögur árin mín og leitaði oft til þín eftir það. Þar sem stutt var á milli okkar í mörg ár hafði ég greiðan aðgang að þér. Þá voru manni lagðar lífsreglurnar, en kannski ekki alltaf farið eftir þeim. Oft sátum við og töluðum saman. Mér verður alltaf í fersku minni síð- asta samtalið okkar daginn áður en þú kvaddir. Mikið er ég feginn að hafa komist til þín og fengið að halda í höndina á þér. Kveð ég einstaka ömmu og bið Guð að geyma hana. Þinn Eðvald Ingi. Elsku besta amma mín, ég sakna þín voðalega mikið og ég býst við því að allir sem þekktu þig sakni þín líka. Ég man að oft varstu að passa mig þegar ég var lítil og einu sinni var svo vont veður þegar þú sóttir mig á leik- skólann og þú varst í síðum pels og settir mig inn í hann hjá þér og hélst á mér alla leiðina heim. Ég man líka þegar Fjóla fugl var að kroppa í höf- uðið á þér og þér var alveg sama. Ég man vel eftir því, þegar ég, þú, mamma, Anna, Inga Kristín og Ágústa vorum í bústaðnum saman og ég man vel hvað þér þótti gaman í heita pottinum og líka bara að vera með okkur konunum. Ég man líka vel eftir stúdentsveislunni hennar Ingu systur. Þú varst búin að punta þig svo fínt upp og þér fannst svo gaman. Og þegar við Inga Kristín vorum að tala um hvað þú yrðir gömul þegar þú kæmir í okkar stúdentsveislu, en því miður geturðu ekki verið viðstödd þá og ekki heldur þegar við fermumst. Elsku amma mín, ég gleymi þér aldr- ei. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Valdís Ragna. Elsku amma mín, ég trúi því ekki ennþá að þú sért farin frá okkur. Ég bíð eftir því að þú hringir og spyrjir frétta af okkur. En ég þakka Guði fyr- ir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Ein af mínum fyrstu minningum um þig er þegar ég kom í heimsókn til þín í Völvufellið og það voru servíettur á borðum. Þær voru í allskyns stærðum og gerðum. Amma vissi auðvitað að nafna væri að safna þeim og sá alltaf til þess að ný tegund væri á borðum þegar hún kom í heim- sókn. Enda er helmingurinn af safn- inu frá þér, elsku amma mín. Þegar við vorum svo búnar að koma sevíett- unum vandlega fyrir í veskinu hjá mömmu hófst fjörið. Þá dró nafna fram krulluburstann og hóf að greiða ömmu sinni. Það voru ófá skiptin sem mamma hélt að hún þyrfti að klippa burstann úr hárinu á þér, eftir að mín var búin að rúlla hárinu vandlega upp á burstann. Þú varst nú ekkert að kippa þér upp við það, það var alveg sama hvað ég rykkti og kippti, alltaf var amma jafn róleg og ánægð með hárgreiðslumeistarann sinn. Amma mín, þú hafðir lifað tímana tvenna og ég hafði alltaf jafn gaman að því þegar við sátum saman tvær í eldhúsinu og þú sagðir mér sögur frá þínum yngri árum. Þessar stundir mun ég ávallt varðveita í hjarta mínu. Stuttu áður en þú lést sagðirðu við mig: „Inga, ég ætla að vera hjá þér í nýju íbúðinni um áramótin og sjá alla flugeldana í Reykjavík.“ Og það verð- ur þú svo sannarlega, þar sem leiðið þitt verður beint fyrir neðan húsið mitt, enda stóðst þú alltaf við orð þín og þú ætlar greinilega ekki að hætta því núna. Elsku besta amma mín, ég mun ávallt sakna þín en ég veit að þú fylg- ist með okkur af himnum ofan og það veitir mér huggun og hugrekki á þessum erfiðu tímum. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Þín Inga. JÚLÍANA INGIBJÖRG EÐVALDSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Bjarna Ingiberg Sigfússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.