Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN ÓHÆTT er að segja að kosningarnar í Há- skóla Íslands hafi verið spennandi, enda skildu aðeins 57 atkvæði Vöku og Röskvu að. Röskva, samtök félags- hyggjufólks, vann nauman sigur og óska ég þeim til hamingju með sigurinn. Við í Vöku erum þó ánægð með kosning- arnar, enda standa fylkingarnar hnífjafnar að þeim loknum. Rúm- lega 3.000 stúdentar kusu sem er talsvert betri kjörsókn en venjulega. Má meðal annars þakka góða kjörsókn því að Vaka lagði fram tillögu þess efnis að kjördagar yrðu tveir í stað eins. Var það gert með það að leiðarljósi að sem flestir stúdentar hefðu tækifæri til að kjósa. Við í Vöku viljum þakka stúdent- um traustið og við ætlum sannar- lega ekki að láta okkar eftir liggja. Við munum reyna eftir fremsta megni að ná okkur stefnumálum fram og sýna þannig þakklæti til þeirra 1.500 stúdenta sem kusu Vöku. Þá þakkar Vaka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í kosninga- baráttunni. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir sitt starf. Ólýðræðisleg vinnu- brögð Röskvu Eftir málefnalega kosningabaráttu kom það okkur í Vöku veru- lega á óvart hvernig Röskva kaus að haga málum á fyrsta fundi Stúdentráðs. Þar var kosið í stjórn Stúd- entaráðs og hafði Röskva þann háttinn á að samþykkja aðeins að Vaka fengi tvo full- trúa en Röskva fimm af sjö manna stjórn. Þetta getur varla talist eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að aðeins 57 atkvæði skildu fylkingarnar að. Sigur Röskvu var mjög naumur, svo naumur að 1,8% munur er á fylkingunum auk þess sem Röskva hlaut innan við helming greiddra atkvæða. Það er mjög óeðlilegt að Röskva skuli ekki reyna að endurspegla vilja stúdenta við skipan í nefndir og ráð á vegum Stúdentaráðs. Erfitt er að rökstyðja það að þessi skipan sé í samræmi við úrslit kosninganna eða að þetta endurspegli vilja kjósenda. Þá fer Röskva með formennsku allra nefnda á vegum Stúdentaráðs, en eðlilegt hefði verið að Vaka hefði farið með formennsku í einhverri af þeim sex nefndum sem starfa á veg- um Stúdentaráðs. Eins og staða mála er mætti halda að Röskva hefði hlotið rússneska kosningu. Sannleikurinn er hins vegar sá að munurinn á fylkingun- um hefur sjaldan verið minni, Röskva er í meirihluta í skjóli 57 at- kvæða og staða Röskvu getur því seint talist sterk. Nýtt starfsár framundan Ég vil þakka þeim stúdentaráðs- liðum Vöku sem nú hafa lokið setu sinni í Stúdentaráði fyrir vel unnin störf undanfarin tvö ár. Nýtt starfs- ár Vöku hefst innan tíðar en aðal- fundur Vöku verður haldinn í byrjun apríl þar sem ný stjórn Vöku er kos- in. Rétt er að hvetja þá sem hafa áhuga á því að starfa með Vöku að hafa samband við formann Vöku, Soffíu K. Þórðardóttur. Vaka fagnar nýju fólki, enda fylgja nýju fólki jafnan ferskir straumar auk þess sem Vaka hefur alltaf leitast við að endurspegla há- skólasamfélagið sem best. Til þess þarf fólk úr sem flestum deildum. Vaka vinnur fyrir stúdenta Á næstu dögum heldur Stúdenta- ráð, að frumkvæði Vöku, fund um kjaradeilu kennara og þýðingu verk- falls fyrir stúdenta. Fundurinn verð- ur haldinn hinn 5. apríl næstkom- andi í Háskólabíói. Með því að halda fund sem þennan er ætlunin að opna umræðuna um hugsanlegt verkfall. Mikil óvissa er ríkjandi um stöðu stúdenta ef verkfall verður og því er mikilvægt að halda fund um málið, í því skyni að fræða nemendur um verkfallið og áhrif þess á stúdenta. Vaka hvetur alla stúdenta til að koma á fundinn og taka þátt í mál- efnalegri umræðu um hugsanlegt verkfall háskólakennara. Vaka þakkar stúdentum traustið Guðfinnur Sigurvinsson Höfundur skipaði 1. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs í nýafstöðnum kosningum. Stúdentar Það er mjög óeðlilegt, segir Guðfinnur Sigurvinsson, að Röskva skuli ekki reyna að endurspegla vilja stúdenta við skipan í nefndir og ráð á vegum Stúdentaráðs. Gól fe fn i á v innustað inn Ármúla 23, sími 533 5060 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Atvinna — mötuneyti Fyrirtæki í Hálsahverfi óskar eftir að ráða starfs- mann í mötuneyti fyrirtækisins (brauð, súpa o.þ.h.). Starfsmenn eru um 45 talsins. Áætlaður vinnutími er u.þ.b. 5 tímar á dag. Góð laun í boði. Þarf að geta byrjað fljótlega. Umsóknir, með upplýsingum um aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðviku- daginn 11. apríl nk., merktar: „3006“. Mötuneyti Starfsfólk óskast í mötuneyti Reykjalundar. Bæði er um að ræða sumarafleysingar og störf til lengri tíma. Möguleiki er á húsnæði á staðn- um fyrir einstakling. Upplýsingar gefur Geir Þorsteinsson í síma 566 6200. Bóksala stúdenta er eina bóka- verslun sinnar tegundar á landinu. Meginmarkmið hennar er að útvega háskóla- stúdentum náms- efni og önnur aðföng til náms. Auk þess býður hún háskólasam- félaginu, sérfræði- bókasöfnum, framhaldsskólum og öðrum skólum á háskólastigi marg- þætta þjónustu. Bóksalan er ein af rekstrareiningum Félagsstofnunar stúdenta sem er sjálfseignastofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. Að henni standa stúdentar innan Háskóla Íslands, HÍ og menntamála- ráðuneytið. Í starfinu felst m.a. afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina. Krafist er almennrar menntunar, þekkingar og áhuga á bókum auk góðrar tungumálakunnáttu. Starfskrafturinn þarf að vera dugmikill, fróðleiksfús, reiðubúinn að kynna sér háskólasamfélagið og þarfir þess og viljugur að leggja sig fram við að þjóna kröfuhörðum viðskiptavinum. Upplýsingar eru veittar hjá Atvinnumiðstöðinni í síma 5 700 888. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn til Atvinnumið- stöðvarinnar, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, 101 R., eða tölvupóst til atvinna@fs.is, fyrir 9. apríl n.k. Bóksala stúdenta óskar eftir starfskrafti í verslunina atvinna@fs.is ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is 2001 Heimsferðir selja nú síðustu sætin til Prag í vor, í einstaka vorferð, þar sem þú getur kynnst þessari stórkostlegu borg á fegursta tíma ársins, þar sem allur gróður er að springa út og ótrúlegt andrúmsloft er að finna í borginni. Beint flug, góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Kr. 29.320 Flugsæti til Prag, p. mann, m.v. hjón með 2 börn. Skattar innifaldir. Kr. 32.245 Flugsæti til Prag fyrir fullorðinn. Skattar innifaldir. Kr. 56.100 M.v. 2 í herbergi, Hótel Quality. Flug, gisting, morgunverður og skattar. Vorið í Prag 23. apríl frá 29.320 kr. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Aðeins 16 sæti síðustu sætin í vor MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.