Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert íhugull og stundum skemmir það, að þú veltir hlutunum fyrir þér út í það óendanlega. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Reyndu frekar að koma eigin málum í lag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert sannkallaður gleði- gjafi. Láttu þér þó ekki koma á óvart öfund og illkvittni sumra. Hún á ekki að bíta á þér en er viðkomandi til skammar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þótt þú hafir lagt þig allan fram um að koma máli þínu til skila er einhver sem vill ekki hlusta. Hann verður þá bara að læra erfiðu leiðina. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það eru ýmsar spurningar á sveimi í kollinum á þér. Sum svörin liggja í augum uppi, en önnur þarftu að finna. Farðu eftir eðlisávísun þinni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í því máli, sem þú hugsar hvað mest um. En vertu viðbúinn því sem skoðunin leiðir í ljós. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er sóst eftir vináttu þinni og það svo að þú átt fullt í fangi með að stjórna aðsókn- inni. Farðu þér hægt, val á vini er mjög vandasamt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þér sýnist í fljótu bragði að ákveðin leið skili þér stundargróða skaltu líka reyna að sjá langtímaáhrifin fyrir. Þau gætu breytt mynd- inni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hættu að láta aðra eyða tíma þínum í tilgangslaust rugl. Þú átt að vera óhræddur við að velja og hafna og segja öðrum, hvað þú vilt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú skalt búa þig undir ein- hverjar breytingar á vinnu- stað þínum. Þær eru þér í hag svo þú skalt taka þeim opnum huga og sleppa því gamla óhræddur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er svo sem allt í lagi að endurtaka sig tvisvar, þrisv- ar sinnum. En það ætti að vera nóg og þú þarft að hafa þrek til þess að segja nei. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt það freisti að láta berast með straumnum skaltu íhuga hvað er í húfi hverju sinni. Gættu þess vel að mál gangi ekki þvert á samvisku þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt enginn sjái framtíðina fyrir er hægt að búa sig und- ir hana með margvíslegum hætti í smáu sem stóru. Kynntu þér menn og málefni vandlega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÞÚ EINA HJARTANS Þú eina hjartans yndið mitt í örmum villtra stranda, nú aðeins bjarta brosið þitt mig ber til draumalanda. Í þinni finn ég frjálsri brá svo fagrar innri kenndir, er seiða til sín traust og þrá í trú, sem hærra bendir. Guðm. E. Geirdal Árnað heilla Bxh6+! Kxh6 39. Hxe1 Hxe1 40.Hxf7 Hvítur hefur haft peð upp úr krafsinu og stendur með pálmann í höndunum í hróksendatafl- inu. Framhaldið varð: 40...b5 41. Ha7 bxc4 42. bxc4 Hc1 43. Hxa6 Hxc4 44. Hxd6 Hc2 45. a4 Ha2 46. Ha6 Kg5 47. a5 Kh5 48. Ha8 Kh6 49. a6 Kg7 50. Kg3 Kh7 51. Kf3 Ha3+ 52. Ke4 Hg3 53. Hb8 Ha3 54. Hb7+ Kh6 55. a7 og svartur gafst upp. Keppni í áskorendaflokki og opnum flokki á Skákþingi Íslandi hefst næstkomandi laugardag. Fyrir þá skák- menn sem ekki hafa ráðstaf- að páskafríinu er tilvalið að taka þátt í þinginu, enda til mikils að vinna. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STAÐAN kom upp á Ís- landsmóti skákfélaga er lauk fyrir stuttu. Hinn skeinuhætti Akureyringur Rúnar Sigurpálsson (2180) hafði hvítt gegn Arinbirni Gunnarssyni (2175). 38. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞAÐ eru tvær leiðir til vinn- ings – önnur einföld, hin flóknari. Þrjú grönd voru spiluð á nánast öllum borð- um í þessu spili Íslands- mótsins um síðustu helgi og skiptist nokkuð í tvö horn – spilið ýmist vannst eða tap- aðist. Þeir sem unnu spilið völdu flestir flóknari leiðina. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á102 ♥ K7 ♦ G8654 ♣ D87 Vestur Austur ♠ D975 ♠ G4 ♥ 10542 ♥ D86 ♦ – ♦ D10972 ♣ ÁK1065 ♣ 943 Suður ♠ K863 ♥ ÁG93 ♦ ÁK3 ♣ G2 Venjulega vakti suður á 15–17 punkta grandi og norður lauk sögnum með stökki í þrjú grönd. Og vest- ur kom út með smátt lauf. Sagnhafi fékk sinn fyrsta slag á laufgosa og lagði nið- ur tíglulás. Átta slagir eru fyrir hendi með svíningu í hjarta, en hin slæma tígul- lega útilokar að hægt sé að ná í viðbótarslag þar. Nú skiptir miklu máli að vestur hendi spaða, en ekki hjarta. Hann gefur samn- inginn strax með hjartaaf- kasti, því sagnhafi fær þá fjóra hjartaslagi. Víða þar sem vestur henti spaða rifj- aðist upp fyrir viðkomandi sagnhöfum þekkt stef úr bridsbókum sem gengur út á það að senda annan mót- herjann inn á litinn sinn og láta hann þjarma að makker sínum. Margir spiluðu sem sagt laufi í þriðja slag. Vest- ur tók fjóra slagi á lauf og spilaði hjarta. Heima átti sagnhafi Kx í spaða, ÁG9x í hjarta og einn hátígul. Í blindum var Á10x í spaða, Kx í hjarta og Gx í tígli. Austur var ekki í neinum til- takanlegum afkastsvand- ræðum – hann hékk á Gx í spaða, þremur hjörtum og tveimur tíglum. Eigi að síður vannst spilið þegar sagnhafi tók á hjarta- kóng og svínaði gosanum. Spilaði svo tígulkóng og þvingaði vestur í hálitunum. Þetta var flókna leiðin. Hin einfaldari felst í að taka báða tígulhámennina í upp- hafi. Vestur þvingast þá í þremur litum – ekki má hann henda hjarta eða spaða og ef hann fækkar við sig laufum getur sagnhafi spilað þrisvar spaða og búið þar til níunda slaginn. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5. apr- íl, verður sjötugur Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, Lauf- ásvegi 47, Reykjavík. Hann dvelur á afmælisdaginn ásamt eiginkonu sinni, Grímhildi Bragadóttur, í frumskógum Afríku. 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5. apr- íl, verður sjötugur Marinó Finnbogason frá Hóli í Bakkadal, Arnarfirði. Eig- inkona hans er Jóna Guð- mundsdóttir. Tvíburasystir Marinós, Sigríður Finn- bogadóttir, lést 1996. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Stefán Vilhelmsson flug- virki. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5. apr- íl, verður fimmtugur Bergur Jónsson Hjaltalín húsa- smiður, Tangagötu 9, Stykkishólmi. Eiginkona hans er Ásdís Herrý Ás- mundsdóttir. Þau verða á ferðalagi í Borgarfirði á af- mælisdaginn. Svo þú segir að ég sé ímyndunarveikur. Ég skal segja þér eitt, á legsteininum mínum mun standa: „Hvað sagði ég ekki.“ Ný sending af drögtum frá tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & glerjum. Útgáfusjóður Hauks Guðlaugssonar Í tilefni 70 ára afmælis Hauks Guðlaugssonar, söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar, þann 5. apríl 2001 hafa nokkrir vinir hans og velunnarar stofnað útgáfusjóð til að gefa út á geisla- diskum hljóðritanir á orgelverkum sem hann hefur leikið og á kórverkum sem hann hefur stjórnað. Þeim, sem vilja styrkja útgáfuna og senda Hauki heillaóskir í tilefni dagsins, er gef- inn kostur á að skrá sig á lista, „tabula gratulatoria“, sem birtur verður með útgáfunni. Hægt er að skrá sig á listann í símum 568 8611 (Guðleif), 552 3011 (Magni) og 898 9618 (Smári) eða á netfangi smariola@ismennt.is F.h. sjóðsins, Ingveldur Guðlaugsdóttir, Gunnar Kvaran, Smári Ólason. Lyf & heilsa Melhaga föstudaginn 6. apríl k. 14-18 Lyf & heilsa Fjarðarkaup Nýr útsölustaður fimmtudaginn 5. apríl kl. 12-18 og föstudag 6. apríl kl. 12-18 Snyrtivöru- kynning Förðunarfræðingur veitir ráðleggingar www.noname.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.