Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ REIÐIR frétta- og dagskrárgerð- armenn óháðu rússnesku sjón- varpsstöðvarinnar NTV héldu áfram mótmælaaðgerðum í gær gegn yfirtökutilraun Gazprom – fyrirtækis sem að mestu er í rík- iseigu og einokar jarðgasmarkaðinn í Rússlandi og NTV-menn segja að sé verkfæri Kremlarvaldsins til að ritskoða fréttaflutning stöðvarinn- ar. Þá fréttist af því í gær, að Ted Turner, bandaríski auðkýfingurinn sem stofnaði alþjóðlegu fréttasjón- varpsstöðina CNN, væri reiðubúinn að kaupa mestan hluta þeirra hlutabréfa sem Vladimír Gúsinskí, stofnandi NTV, á enn í stöðinni. Samkvæmt frétt CNN hefðu Turn- er og Gúsinskí svo gott sem náð samningum um að sá fyrrnefndi keypti hlutabréfin. Washington Post sagðist hafa heimildir fyrir því að kaupverðið væri 225 milljónir Bandaríkjadollara, andvirði yfir 20 milljarða króna. Alexander Kazak- ov, háttsettur talsmaður Gazprom Media, fjölmiðladótturfyrirtækis Gazprom, sagði fyrirtækið fagna því að erlendur fjárfestir væri tilbúinn að kaupa stóran hlut í NTV, svo fremi að enginn einn aðili næði til sín meirihluta hlutabréf- anna. Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna sem er í for- svari fyrir óháðri gæðaeftirlits- nefnd NTV, tjáði blaðamönnum að hann hefði reynt að ná sambandi við Vladimír Pútín forseta vegna málsins, en það hefði ekki tekizt. Örlög NTV eru almennt álitin próf- steinn á umburðarlyndi Pútíns gagnvart gagnrýni á eigin stjórn- arhætti. Rödd sem sker sig úr Vægðarlaus fréttaflutningur af stríðinu í Tsjetsjníu, framsetning að fyrirmynd vestrænna fjölmiðla og vinsælir pólitískir háðsádeilu- þættir (með brúðum í aðalhlutverk- um) eru meðal þess helzta sem gef- ið hefur NTV, hinni umsetnu einkareknu sjónvarpsstöð í Rúss- landi, rödd sem sker sig úr. Hinn litríki athafnamaður Vlad- imír Gúsinskí stofnaði stöðina snemma á tíunda áratugnum og setti hún fljótlega ný viðmið í fag- legri, óháðri fréttamennsku, en það er einmitt sú arfleifð sem talin er í mestri hættu með yfirtökutilraun- um rússneska jarðgasrisans Gazpr- om. Frétta- og dagskrárgerðarmenn á NTV hafa neitað að taka mark á breytingum sem Gazprom þvingaði í gegn á yfirstjórn NTV á hluthafa- fundi á þriðjudag, fundi sem starfs- menn stöðvarinnar segja hafa verið ólöglegan. Segja þeir Kremlarvald- ið standa á bak við allt þetta brölt, í því skyni að þagga niður í opinberri gagnrýni NTV á stjórnarhætti Pút- íns forseta. Talsmenn stjórnarinnar hafa vísað þessu á bug. NTV er eina sjónvarpsstöðin, sem sendir út til alls Rússlands, sem ekki er beint eða óbeint stýrt af stjórnvöldum. Afturhvarf til Ríkissjónvarps Sovétríkjanna? „Það er erfitt að segja fyrir um hvað gerðist ef NTV nyti ekki leng- ur við,“ hefur Reuters eftir Oleg Panfilov, sem stýrir rannsókna- og ráðgjafarstofnuninni Centre for Journalism in Extreme Situations („Miðstöð fyrir blaðamennsku í neyðaraðstæðum“) í Moskvu. „Í Rússlandi má búast við að það þýddi afturhvarf til daga Ríkissjón- varps Sovétríkjanna, sem sýnir ekkert nema áróður, talar bara um forsetann og segir að allt sé í stak- asta lagi,“ segir Panfilov. Eftir að hafa fengið til liðs við sig metnaðarfyllstu fréttamennina af gömlu ríkismiðlunum skapaði NTV sér fljótt sess sem forystumiðill í fréttamennsku. Nýtti stöðin óspart ríkidæmi stofnandans til að brydda upp á nýjungum, bæði hvað varðar útsendingatækni og dagskrána sjálfa. Með gervihnattatengingum beint af vettvangi, beinum lýsingum frá stríðinu í Tsjetjsníu og öðrum stöð- um þar sem hrikalegir atburðir hafa átt sér stað í Rússlandi frá því Sovétríkin liðu undir lok, hefur NTV sýnt hraða og fagmennsku í vinnubrögðum, sem keppinautarnir hafa ekki átt nein svör við. NTV hefur ennfremur leitast við að taka sér vestræna fjölmiða til fyrirmyndar með því að lýsa fleiri en einni hlið á málum og gefa stjórnmálamönnum úr röðum stjórnarandstöðunnar tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram- færi, sem þeim er iðulega neitað um í ríkisfjölmiðlunum. Hinir verðlaunuðu fréttaskýr- ingaþættir Itogi (samantekt) brutu blað í rannsóknarblaðamennsku í Rússlandi og urðu fljótt þyrnir í augum embættis- og ráðamanna vegna vægðarlauss fréttaflutnings af spillingu, vanhæfni, sóun og póli- tískum klækjaleikjum. Hér má nefna, að fjölmiðlasamsteypa Gús- inskís, Media Most, gefur einnig út fréttavikurit undir sama titli, Itogi. Gazprom hefur yfirtekið stjórn- ina þar á bæ og búa blaðamenn Itogi sig nú undir verkfall í mót- mælaskyni gegn því að Gazprom- menn þvingi fram útskiptingu helztu stjórnenda og ritstjórnar- stefnu blaðsins, sem dreift hefur verið ásamt rússneskri útgáfu bandaríska vikuritsins Newsweek. Leikbrúðuþættirnir „Kukly“ öfl- uðu NTV vinsælda með hvössu háði, stjórnmálamönnunum sem teknir voru fyrir í þáttunum til ar- mæðu – þar á meðal, eftir því sem rússneskir fjölmiðar fullyrða, Pútín forseta. Það var þó fréttaflutningur NTV af stríðinu í Tsjetsjníu 1994–1996 sem framar öðru festi stöðina í sessi sem trúverðugan fjölmiðil sem hikaði ekki við að gefa aðra mynd af atburðum en þá sem stjórnvöld vildu að birtist almenn- ingi. „Óháða sálin seld“ Gagnrýnendur stöðvarinnar segja annars að hún hafi „selt sína óháðu sál“ árið 1996 og hafi síðan þá orðið í æ meiri mæli leiksoppur hins pólitíska hráskinnaleiks. Þegar virtist stefna í það að kommúnistar kæmust aftur til valda gengu Gús- inskí og fleiri viðskiptajöfrar Rúss- lands til liðs við Borís Jeltsín, þá- verandi forseta, og björguðu honum í kosningum frá því sem á tímabili virtist vonlaus staða. NTV var verðlaunuð fyrir stuðn- inginn með því að fá úthlutað ríku- legum útsendingarréttindum á öll- um tímum sólarhrings og milljónum dollara í lán á þægileg- um kjörum. Gúsinskí, sem þessa dagana berst gegn því að vera framseldur frá Spáni til Rússlands til að svara til saka fyrir meinta svikastarfsemi, viðurkennir nú að þetta tímabundna bræðralag með Jeltsín og samherjum hans hafi verið mistök. Þetta hafi sýnt mjög greinilega hve sjónarpsstöð eins og NTV væri áhrifamikið tæki við mótun almenningsálitsins og ýtt undir áhuga ráðamanna í Kreml á að ná óskoruðum yfirráðum yfir henni. Fjármálakreppan sem reið yfir rússneskt efnahagslíf haustið 1998 gerði að engu áform Gúsinskís um að setja hlutabréf í NTV á markað á Wall Street og nota ágóðann til að greiða upp lánin. Þetta skildi stöðina eftir berskjaldaða þegar hún studdi andstæðinga Kremlar- valdsins í þingkosningunum 1999. Þeir töpuðu. Gúsinskí fullyrðir að Pútín, minn- ugur þess hvernig fór fyrir Jeltsín í Tsjetsjníustríðinu 1994–1996, standi á bak við yfirtöku Gazprom á NTV í því skyni að binda hana á klafa Kremlar. Þessu neita tals- menn forsetans staðfastlega, en mörgum Rússum sýnist sem hér sé verið að teyma lamb til slátrunar sem hafi fengið að valsa frjálst sinn takmarkaða tíma. Framsækin fréttamennska NTV sögð í hættu Ted Turner, stofnandi CNN, sagður hafa boðið í stóran eign- arhlut AP Jevgení Kiseljov, sjónvarpsstjóri NTV sem var vikið frá á umdeildum hluthafafundi á þriðjudag, talar við fulltrúa annarra fréttamiðla, með frétta- og dagskrárgerðarmenn NTV að baki sér í höfuðstöðvum stöðv- arinnar í Moskvu í gær. „Það var Pútín forseti sem hóf stríðið gegn NTV og nú þykist hann ekki hafa neitt með það að gera,“ sagði Kiseljov. Moskvu. Reuters, AP, AFP. NÆR öruggt má nú telja að George Bush hefði sigrað Al Gore í forseta- kosningunum í fyrra jafnvel þótt end- urtalning, sem hæstiréttur Banda- ríkjanna stöðvaði í miðjum klíðum, hefði farið fram. Blaðið The Miami Herald lét í samvinnu við USA Today endurtelja öll umdeild atkvæði í öll- um 67 sýslum Flórída og voru þau 64.248. Jókst meirihluti Bush þá úr 537 atkvæðum í 1.665. Endurtalningin á vegum blaðanna var framkvæmd af endurskoðunar- fyrirtækinu BDO Seidman. Þegar úrskurðað var hvort atkvæði væru gild voru reglur sem Gore hafði mælt með notaðar en ýmsar aðferðir komu til greina við að meta vafaatkvæði. The Miami Herald, sem studdi Gore, segir að nú sé því búið að svara spurningunni sem klauf þjóðina: Næstum því allar aðferðir færi Bush sigurinn. Ein af þeim sem hefði fellt Bush er aðferð sem sumir repúblikanar mæltu með. Blaðið segir að enn megi deila um viðmiðanir sem notaðar voru í handtalningu í sýslunum Broward og Palm Beach. Þar voru hundruð atkvæðaseðla dæmdir ógild- ir vegna þess að óljóst þótti hvort kjósendurnir hefðu raunverulega sett merki sitt við einn reitanna. The Miami Herald segir að ef þeir hefðu verið taldir með hefði Gore sigrað. Einn af talsmönnum repúblikana, Marc Racicot, sem áður var ríkis- stjóri í Montana, vísaði í gær á bug að úrskurða hefði mátt fleiri atkvæði gild. Hann sagði að vandinn væri að svo margir einstaklingar á ýmsum stöðum hefðu oftar en einu sinni reynt að meta hvað umræddir kjós- endur hefðu ætlað sér að gera við kjörseðilinn. „Bandaríska þjóðin veit að litlu munaði í kosningunum. Hún viður- kenndi að ef beitt væri eðlilegum að- ferðum við talninguna myndi Bush sigra,“ sagði Racicot. Bush sigraði í Flórídaríki FAGNEFND Evrópuráðsins, sem hefur það hlutverk að fylgjast með kynþáttamisrétti í aðildarríkjum ráðsins og koma með tillögur að að- gerðum til að vinna gegn því, gagn- rýnir ýmis Evrópuríki fyrir margs konar mismunun fólks í viðamikilli skýrslu sem gefin var út í Strass- borg á þriðjudag. Dönsk stjórnvöld eru til dæmis gagnrýnd fyrir að beita múslima í Danmörku misrétti og kvartað er yfir meðhöndlun Dana á innflytjend- um, flóttamönnum og hælisleitend- um. Þá lýsir nefndin áhyggjum yfir því hve mikið sé um að kynþátta- hyggju og útlendingaandúð sé beitt í pólitískum áróðri í Austurríki. Kvartað er yfir því að gildandi lög- gjöf í Austurríki taki með ófullnægj- andi hætti á útlendingahatri og mis- munun fólks eftir uppruna og trúarskoðunum. Fullyrt er í skýrslunni, að kyn- þáttahyggja sé „sérstaklega skæð“ í Bretlandi gagnvart hælisleitendum og flóttamönnum. Nefndin lýsir í skýrslunni einnig áhyggjum af haturstengdu hátterni í samskiptum við minnihlutahópa og flóttamenn í Albaníu, Makedóníu og nokkrum öðrum hins 41 aðildarríkis stofnunarinnar. Danir vísa gagnrýni á bug Talsmenn Danmerkurstjórnar og danskra stjórnmálaflokka vísuðu gagnrýninni á ástandið í þessum málum þarlendis á bug. „Sem betur fer er þessi skýrsla úrelt. Fyrir ári hefði hún endurpeglað ástandið bet- ur. Síðan þá hefur margt breytzt til betri vegar,“ sagði utanríkisráð- herrann Mogens Lykketoft. „Meðal almennings gætir almennt jákvæð- ara viðhorfs til innflytjenda; þeir eru nú frekar álitnir ávinningur [fyrir danskt þjóðfélag] en vanda- mál,“ sagði hann. Margs kyns misrétti sagt viðgangast Strassborg. AP, AFP. Skýrsla Evrópuráðs um kynþáttamisrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.