Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 26
LOFTSLAGSMÁL og öryggi mat- væla var meðal þess helsta sem rætt var um á nýafstaðinni þemaráð- stefnu Norðurlandaráðs í Ósló, þar sem stefna Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem kemur fram í skýrslunni „Sjálfbær þróun – ný stefna fyrir Norðurlönd“ var til um- fjöllunar. Margir ráðherrar og aðrir sem töluðu á ráðstefnunni lýstu yfir von- brigðum vegna frétta af stefnu- breytingu Georges Bush, Bandaríkjaforseta, til málefna sem lúta að takmörkun á losun gróður- húsalofttegunda og í máli margra kom fram að nauðsynlegt væri að halda áfram viðræðum við Banda- ríkjastjórn um verndun andrúms- loftsins. Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, hvatti í ræðu sinni Bush forseta til þess að snúa ekki baki við framtíðinni með þessum hætti. Stoltenberg sagði ennfremur að tækniþekking Bandaríkjamanna og styrkur þeirra á alþjóðavettvangi væri nauðsynlegur til að halda áfram þeirri vinnu sem hófst í Kyoto. Á fundi með fréttamönnum á ráð- stefnunni kom m.a. fram í máli Siri Bjerke, norska umhverfisráðherr- ans, og Sivjar Friðleifsdóttur, um- hverfisráðherra Íslands, hversu Norðurlandasamstarfið væri mikil- vægt til að halda viðræðum um Kyoto-sáttmálann gangandi en þær neituðu því að hraða þyrfti staðfest- ingu bókunarinnar af hagkvæmnis- ástæðum. Á samningafundi Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður í Bonn í júlí á þessu ári vonast ráðherrarnir til að skriður komist á umræðuna um sáttmálann og að einhver nið- urstaða fáist og bentu á að þemaráð- stefna Norðurlandaráðs væri mik- ilvægur undirbúningur fyrir þann fund. Í stefnuskrá Norðurlandanna um sjálfbæra þróun er skýrt kveðið á um nauðsyn þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda til að við- halda vistkerfum í hafi og á landi fyrir komandi kynslóðir og hvatt til að Kyoto-bókunin verði staðfest sem fyrst. Þá er lagt til að Eystra- saltssvæðið verði nýtt sem heimstil- raunaverkefni um verslun með los- unarkvóta. Miklar umræður spunnust einnig um öryggi matvæla á ráðstefnunni enda umræðan um gin- og klaufa- veiki í hámarki. Jens Stoltenberg vakti athygli á því í ræðu sinni hversu mikilvægt samstarf Norður- landanna væri til að tryggja öryggi matvæla. Hann nefndi í því sam- bandi útbreiðslu gin- og klaufaveiki og sagði hana áminningu til allra um hversu samstarf og fyrirbyggjandi aðgerðir væru mikilvægar. Tak- markið sé því sjálfbær landbúnaður og fiskveiðar á Norðurlöndum til að tryggja öryggi og heilbrigði mat- væla frá framleiðanda til neytanda. Hann greindi ennfremur frá því að innflutningi á kjötvöru til Noregs væri nú að hluta til aflétt en Norð- menn voru gagngrýndir af öðrum Norðurlöndum fyrir harðar aðgerð- ir við stöðvun innflutnings á klaufdýraafurðum. Tillaga Norrænu ráðherranefnd- arinnar um sjálfbær Norðurlönd er til tuttugu ára og hefur verið sam- þykkt af ríkisstjórnum Norðurlanda og tekur hún gildi þegar í stað. Þemaráðstefnu Norðurlandaráðs í Ósló um sjálfbær Norðurlönd lokið Öryggi matvæla og loftslagsmál helsta umræðuefnið Ósló. Morgunblaðið. ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JOHANNES Rau, forseti Þýzka- lands, lagði í gær til að Evrópusam- bandinu (ESB) yrði sett stjórnar- skrá sem gæti orðið grundvöllur að ríkjasambandi þjóðríkja frekar en því evrópska „ofurríki“ sem sumir óttist. „Hin evrópska stjórnarskrá ætti að taka af tvímæli um að Evrópa [les: Evrópusambandið] muni ekki verða að miðstýrðu ofurríki, heldur miklu frekar að við hyggjumst byggja upp traust ríkjasamband þjóðríkja,“ sagði Rau í ræðu sem hann flutti í Evr- ópuþinginu í Strassborg í gær. Sem forseti Þýzkalands gegn- ir Rau valdalitlu embætti en er oft álitinn eins konar málpípa „siðferði- legrar samvizku þjóðarinnar“. Hann sagði hugmynd- ina um ríkjasamband þjóðríkja ekki snúast um að þröngva þýzka sam- bandsríkis-„módelinu“ upp á ESB, heldur um það hvernig munur milli þjóða verður bezt virtur. Sagðist hann gera sér grein fyrir því, að orðin „stjórnarskrá“ (e. con- stitution) og „ríkjasamband“ eða „sambandsríki“ (e. federation) vektu tortryggni hjá sumum Evr- ópubúum. Mikilvægt væri að menn litu ekki á stjórnarskrá fyrir ESB sem áfanga í átt að því að safna miðstýringarvaldi til Brussel og að grafa undan þjóðríkjunum. „Við þurfum á stjórnarskrá að halda einmitt vegna þess að við vilj- um ekki að Evrópusambandið verði að miðstýrðu ríki,“ sagði Rau. Deilt um lokamarkmið Evrópusamrunans Þýzki utanríkisráðherrann Joschka Fischer hleypti fyrir tæpu ári af stað mikilli deilu um það hvert lokamarkmið Evrópusamrun- ans skyldi vera er hann lýsti í ræðu í Berlín sýn sinni á framtíðar-„sam- bandsríki þjóðríkja“ Evrópu, með stjórnarskrá, sameiginlegri ríkis- stjórn, löggjafarþingi og kjörnum forseta. Stuðn- ingur við „sam- bandsríkis- hyggju“ hefur farið minnkandi í aðildarríkjum ESB á síðustu misserum, sam- fara því að þjóð- ríkin hafa í aukn- um mæli sýnt viðleitni til að styrkja fullveldi sitt frekar en hitt. En margir þýzkir stjórnmála- menn eru þeirrar hyggju að í það stefni að samskipti milli ríkisstjórna aðildarríkjanna verði æ þyngri í vöfum eftir því sem aðildarlöndun- um fjölgar en stefnt er að því að allt að tólf ríki bætist á þessum áratug við þau fimmtán sem fyrir eru. Rau sagði framtíðarstjórnarskrá ESB eiga að innihalda þrjá meg- inhluta. Fyrsti hlutinn ætti að byggjast á borgararéttindaskránni sem leiðtogar ESB samþykktu í grundvallaratriðum í desember sl. Annar hlutinn ætti að kveða á um valda- og verkaskiptingu milli stjórnvalda aðildarríkjanna og hinna yfirþjóðlegu stofnana sam- bandsins. Í þriðja hlutanum ætti að vera kveðið á um að Evrópuþingið skyldi starfa í tveimur þingdeildum en sú ráðstöfun á að sögn Raus að bæta lýðræðislegt lögmæti ESB. Í ann- arri þingdeildinni skyldu sitja fulltrúar ríkisstjórna aðildarríkj- anna sem í núverandi skipulagi ráða ráðum sínum í ráðherraráði sam- bandsins. Hlutverk þessarar þing- deildar yrði að standa vörð um full- veldi þjóðríkjanna. Hið núverandi Evrópuþing, með fulltrúum kosnum beinni kosningu, yrði hin þingdeild- in og hún hefði jafnmikið um laga- setningu að segja og ríkisstjórnar- fulltrúarnir. Forseti Þýzkalands í ræðu á Evrópuþinginu ESB fái stjórnarskrá AP Johannes Rau flytur ræðu sína í Strassborg í gær. Strassborg. Reuters. FIMMTÁN manns, þ. á m. aðstoð- arvarnarmálaráðherra Súdans, lét- ust þegar flugvél sem þeir voru í fórst á flugvelli í Suður-Súdan í gær, að því er embættismenn greindu frá. Auk ráðherrans voru í vélinni þrett- án háttsettir menn í hernum og einn undirliðþjálfi. Í yfirlýsingu frá konungshöllinni, sem lesin var í sjónvarpi, sagði að slæmt veður hafi verið orsök slyssins og valdið því að flugvélin hafi farið út af flugbrautinni og rekist á hús. Slysið varð í bænum Adaryel, sem er utan þeirra svæða í landinu sem uppreisnarmenn í Alþýðufrelsisher Súdans segjast hafa á valdi sínu. Herinn sagðist í yfirlýsingu ekki bera ábyrgð á því að vélin fórst, en líkur væru á að islamskir hópar í Khartoum væru ábyrgir. Að sögn stjórnarerindreka er þetta mikið áfall fyrir ríkisstjórn Súdans því að aðstoðarvarnarmála- ráðherrann, Ibrahim Shams Eddin, stjórnaði aðgerðum stjórnvalda gegn uppreisnarmönnum í suður- hluta landsins. Ekki var ljóst hvort vélin var í flugtaki eða lendingu þegar hún fórst. Ekki hafa heldur borist fregnir af því hvernig veður geisaði á staðn- um, en sandstormar eru algengir á þessum slóðum. Fimmtán fórust Khartoum. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.