Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 26

Morgunblaðið - 05.04.2001, Side 26
LOFTSLAGSMÁL og öryggi mat- væla var meðal þess helsta sem rætt var um á nýafstaðinni þemaráð- stefnu Norðurlandaráðs í Ósló, þar sem stefna Norrænu ráðherra- nefndarinnar, sem kemur fram í skýrslunni „Sjálfbær þróun – ný stefna fyrir Norðurlönd“ var til um- fjöllunar. Margir ráðherrar og aðrir sem töluðu á ráðstefnunni lýstu yfir von- brigðum vegna frétta af stefnu- breytingu Georges Bush, Bandaríkjaforseta, til málefna sem lúta að takmörkun á losun gróður- húsalofttegunda og í máli margra kom fram að nauðsynlegt væri að halda áfram viðræðum við Banda- ríkjastjórn um verndun andrúms- loftsins. Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, hvatti í ræðu sinni Bush forseta til þess að snúa ekki baki við framtíðinni með þessum hætti. Stoltenberg sagði ennfremur að tækniþekking Bandaríkjamanna og styrkur þeirra á alþjóðavettvangi væri nauðsynlegur til að halda áfram þeirri vinnu sem hófst í Kyoto. Á fundi með fréttamönnum á ráð- stefnunni kom m.a. fram í máli Siri Bjerke, norska umhverfisráðherr- ans, og Sivjar Friðleifsdóttur, um- hverfisráðherra Íslands, hversu Norðurlandasamstarfið væri mikil- vægt til að halda viðræðum um Kyoto-sáttmálann gangandi en þær neituðu því að hraða þyrfti staðfest- ingu bókunarinnar af hagkvæmnis- ástæðum. Á samningafundi Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður í Bonn í júlí á þessu ári vonast ráðherrarnir til að skriður komist á umræðuna um sáttmálann og að einhver nið- urstaða fáist og bentu á að þemaráð- stefna Norðurlandaráðs væri mik- ilvægur undirbúningur fyrir þann fund. Í stefnuskrá Norðurlandanna um sjálfbæra þróun er skýrt kveðið á um nauðsyn þess að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda til að við- halda vistkerfum í hafi og á landi fyrir komandi kynslóðir og hvatt til að Kyoto-bókunin verði staðfest sem fyrst. Þá er lagt til að Eystra- saltssvæðið verði nýtt sem heimstil- raunaverkefni um verslun með los- unarkvóta. Miklar umræður spunnust einnig um öryggi matvæla á ráðstefnunni enda umræðan um gin- og klaufa- veiki í hámarki. Jens Stoltenberg vakti athygli á því í ræðu sinni hversu mikilvægt samstarf Norður- landanna væri til að tryggja öryggi matvæla. Hann nefndi í því sam- bandi útbreiðslu gin- og klaufaveiki og sagði hana áminningu til allra um hversu samstarf og fyrirbyggjandi aðgerðir væru mikilvægar. Tak- markið sé því sjálfbær landbúnaður og fiskveiðar á Norðurlöndum til að tryggja öryggi og heilbrigði mat- væla frá framleiðanda til neytanda. Hann greindi ennfremur frá því að innflutningi á kjötvöru til Noregs væri nú að hluta til aflétt en Norð- menn voru gagngrýndir af öðrum Norðurlöndum fyrir harðar aðgerð- ir við stöðvun innflutnings á klaufdýraafurðum. Tillaga Norrænu ráðherranefnd- arinnar um sjálfbær Norðurlönd er til tuttugu ára og hefur verið sam- þykkt af ríkisstjórnum Norðurlanda og tekur hún gildi þegar í stað. Þemaráðstefnu Norðurlandaráðs í Ósló um sjálfbær Norðurlönd lokið Öryggi matvæla og loftslagsmál helsta umræðuefnið Ósló. Morgunblaðið. ERLENT 28 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JOHANNES Rau, forseti Þýzka- lands, lagði í gær til að Evrópusam- bandinu (ESB) yrði sett stjórnar- skrá sem gæti orðið grundvöllur að ríkjasambandi þjóðríkja frekar en því evrópska „ofurríki“ sem sumir óttist. „Hin evrópska stjórnarskrá ætti að taka af tvímæli um að Evrópa [les: Evrópusambandið] muni ekki verða að miðstýrðu ofurríki, heldur miklu frekar að við hyggjumst byggja upp traust ríkjasamband þjóðríkja,“ sagði Rau í ræðu sem hann flutti í Evr- ópuþinginu í Strassborg í gær. Sem forseti Þýzkalands gegn- ir Rau valdalitlu embætti en er oft álitinn eins konar málpípa „siðferði- legrar samvizku þjóðarinnar“. Hann sagði hugmynd- ina um ríkjasamband þjóðríkja ekki snúast um að þröngva þýzka sam- bandsríkis-„módelinu“ upp á ESB, heldur um það hvernig munur milli þjóða verður bezt virtur. Sagðist hann gera sér grein fyrir því, að orðin „stjórnarskrá“ (e. con- stitution) og „ríkjasamband“ eða „sambandsríki“ (e. federation) vektu tortryggni hjá sumum Evr- ópubúum. Mikilvægt væri að menn litu ekki á stjórnarskrá fyrir ESB sem áfanga í átt að því að safna miðstýringarvaldi til Brussel og að grafa undan þjóðríkjunum. „Við þurfum á stjórnarskrá að halda einmitt vegna þess að við vilj- um ekki að Evrópusambandið verði að miðstýrðu ríki,“ sagði Rau. Deilt um lokamarkmið Evrópusamrunans Þýzki utanríkisráðherrann Joschka Fischer hleypti fyrir tæpu ári af stað mikilli deilu um það hvert lokamarkmið Evrópusamrun- ans skyldi vera er hann lýsti í ræðu í Berlín sýn sinni á framtíðar-„sam- bandsríki þjóðríkja“ Evrópu, með stjórnarskrá, sameiginlegri ríkis- stjórn, löggjafarþingi og kjörnum forseta. Stuðn- ingur við „sam- bandsríkis- hyggju“ hefur farið minnkandi í aðildarríkjum ESB á síðustu misserum, sam- fara því að þjóð- ríkin hafa í aukn- um mæli sýnt viðleitni til að styrkja fullveldi sitt frekar en hitt. En margir þýzkir stjórnmála- menn eru þeirrar hyggju að í það stefni að samskipti milli ríkisstjórna aðildarríkjanna verði æ þyngri í vöfum eftir því sem aðildarlöndun- um fjölgar en stefnt er að því að allt að tólf ríki bætist á þessum áratug við þau fimmtán sem fyrir eru. Rau sagði framtíðarstjórnarskrá ESB eiga að innihalda þrjá meg- inhluta. Fyrsti hlutinn ætti að byggjast á borgararéttindaskránni sem leiðtogar ESB samþykktu í grundvallaratriðum í desember sl. Annar hlutinn ætti að kveða á um valda- og verkaskiptingu milli stjórnvalda aðildarríkjanna og hinna yfirþjóðlegu stofnana sam- bandsins. Í þriðja hlutanum ætti að vera kveðið á um að Evrópuþingið skyldi starfa í tveimur þingdeildum en sú ráðstöfun á að sögn Raus að bæta lýðræðislegt lögmæti ESB. Í ann- arri þingdeildinni skyldu sitja fulltrúar ríkisstjórna aðildarríkj- anna sem í núverandi skipulagi ráða ráðum sínum í ráðherraráði sam- bandsins. Hlutverk þessarar þing- deildar yrði að standa vörð um full- veldi þjóðríkjanna. Hið núverandi Evrópuþing, með fulltrúum kosnum beinni kosningu, yrði hin þingdeild- in og hún hefði jafnmikið um laga- setningu að segja og ríkisstjórnar- fulltrúarnir. Forseti Þýzkalands í ræðu á Evrópuþinginu ESB fái stjórnarskrá AP Johannes Rau flytur ræðu sína í Strassborg í gær. Strassborg. Reuters. FIMMTÁN manns, þ. á m. aðstoð- arvarnarmálaráðherra Súdans, lét- ust þegar flugvél sem þeir voru í fórst á flugvelli í Suður-Súdan í gær, að því er embættismenn greindu frá. Auk ráðherrans voru í vélinni þrett- án háttsettir menn í hernum og einn undirliðþjálfi. Í yfirlýsingu frá konungshöllinni, sem lesin var í sjónvarpi, sagði að slæmt veður hafi verið orsök slyssins og valdið því að flugvélin hafi farið út af flugbrautinni og rekist á hús. Slysið varð í bænum Adaryel, sem er utan þeirra svæða í landinu sem uppreisnarmenn í Alþýðufrelsisher Súdans segjast hafa á valdi sínu. Herinn sagðist í yfirlýsingu ekki bera ábyrgð á því að vélin fórst, en líkur væru á að islamskir hópar í Khartoum væru ábyrgir. Að sögn stjórnarerindreka er þetta mikið áfall fyrir ríkisstjórn Súdans því að aðstoðarvarnarmála- ráðherrann, Ibrahim Shams Eddin, stjórnaði aðgerðum stjórnvalda gegn uppreisnarmönnum í suður- hluta landsins. Ekki var ljóst hvort vélin var í flugtaki eða lendingu þegar hún fórst. Ekki hafa heldur borist fregnir af því hvernig veður geisaði á staðn- um, en sandstormar eru algengir á þessum slóðum. Fimmtán fórust Khartoum. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.