Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefj- andi í umræðu um skýrslu sam- keppnisráðs utan dagskrár, og sagði hann hana vera ótrúlega harðan áfellisdóm yfir þeim viðskiptahátt- um sem hafi verið hafðir í frammi á grænmetismarkaðnum. Samkeppn- isráð fullyrði beinlínis að þrjú dreif- ingarfyrirtæki hafi gerst sek um samsæri gegn hagsmunum neyt- enda, sem fyrir vikið þurfi að greiða hærra verð en ella. „Upplýsingarnar sem samkeppn- isráð hefur birt úr fundargerðum fyrirtækjanna eru miklu líkari sögu- þræði í útlendri B-mynd en íslensk- um veruleika. Gönguferðir í Öskju- hlíð sem ekki má segja frá, fundir þar sem lagt er á ráðin um að kaupa út samkeppnina, og loks ótrúlegar fullyrðingar um allt skuli gert til að hysja upp verðið, eins og það er svo smekklega orðað, segja í raun allt sem segja þarf,“ sagði Össur. Áfellisdómur yfir stjórnvöldum og landbúnaðarráðuneyti Hann beindi spjótum þvínæst að stjórnvöldum og sagði skýrsluna einnig áfellisdóm yfir þeim, ekki síst landbúnaðarráðuneytinu. Ráðið segi hreint út að framkvæmd ráðuneyt- isins á tollaákvæðum hafi auðveldað umræddum fyrirtækjum að hafa með sér ólögmætt samráð í því skyni að halda uppi grænmetisverði. Þá sagði Össur að bændur fengju ekki meira í sinn hlut en áður, þótt verð á grænmeti hefði hækkað, heldur væru það dreifingarfyrir- tækin sem högnuðust á þessu ólög- mæta samráði. Því bæri ráðherra að lækka eða afnema óhóflega vernd- artolla og spurði Össur hvenær mætti eiga von á að það yrði gert. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagðist harma þær reyf- arakenndu lýsingar sem fram kæmu í skýrslu samkeppnisráðs og lýstu gjörðum fyrirtækjanna. Sagði að þær minntu á skáldsögu eftir eitt- hvert stórskáldið og hittu sig fyrir eins og aðra. Sagði Guðni ólíðandi að fyrirtæki eða einstaklingar geri með sér samsæri gegn hagsmunum almennings í landinu. Fordæmdi hann það ólöglega samráð sem lýst er í skýrslu samkeppnisráðs en gerði greinarmun á því og þeim tollalögum sem í gildi væru. Lagði ráðherra á það áherslu, að á sínu vinnuborði hefði um nokkra hríð verið að reyna að koma þessum málum í fast horf í fullri sátt í rík- isstjórninni og leitað væri leiða til þess. Vilji í ríkisstjórn til að lækka verð á grænmeti „Það er vilji í ríkisstjórninni til þess að lækka verð á grænmeti og koma í veg fyrir þau miklu átök sem jafnan gjósa upp um þetta leyti árs og lúta að grænmeti. Ég vil sjá tolla lækkaða og sjá annars konar kerfi hvað þetta varðar,“ sagði hann. Athygli vakti að landbúnaðarráð- herra talaði með fyrirvara um brot þau sem lýst er í skýrslunni. Vildi hann ekki staðhæfa að lög hafi verið brotin, slíkt væri ekki tímabært fyrr en endanlegur dómur væri fallinn. Þeir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni voru á einu máli um al- vöru þeirra brota sem greint er frá í skýrslunni. Gilti það bæði um þing- menn stjórnar og stjórnarandstöðu. Þannig sagði Einar Oddur Krist- jánsson, Sjálfstæðisflokki, að niður- stöðurnar væru áfall fyrir alla þá sem staðið hefðu að því kerfi sem nú væri í gildi varðandi verðlag á græn- meti. Sjálfstæðisflokkurinn væri þar ekki undanskilinn. Tollarnir verða að fara „Það liggur fyrir að þessir menn sem hafa vélað um þessi mál hafa al- gjörlega brugðist því trausti sem á þá var lagt. Það er enginn stuðn- ingur á Alþingi Íslendinga og eng- inn stuðningur í Sjálfstæðisflokkn- um til þess að viðhalda þessum háu tollum. Þeir verða að fara,“ sagði hann. Einar Oddur benti hins vegar á að þá stæðu eftir garðyrkubændur sem talið hafi verið rétt að styrkja. Ekki megi láta heila búgrein líða fyrir mistök og skammsýni örfárra manna og því verði að styðja þessa búgrein, t.d. með niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem bæði geti og vilji auka framleiðslu sína. Þær Kolbrún Halldórsdóttir og Þuríður Backmann, Vinstri græn- um, sögðu skýrsluna áfall fyrir neyt- endur og um leið garðyrkjubændur. Vildi Þuríður enn frekari rannsókn- ir á umhverfi garðyrkjubúskapar og verðmyndunar á afurðum. Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslyndum, sagðist hins vegar velta því fyrir sér hvort ekki væri réttast að leyfa bændum að selja vörur sínar beint á markaði, eins og gert væri víða er- lendis. Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur þingflokks Framsóknarflokksins, sagði ekki hægt að beita verndar- tollum sem skálkaskjóli til þess að okra á neytendum og slíkt væri al- gjörlega ólíðandi. Sagði hann land- búnaðarráðherra hafa mikinn stuðn- ing meðal stjórnarliða í þeim áformum að gera breytingar á að þessu leyti. Undir lok umræðunnar ítrekaði Össur spurningar til landbúnaðar- ráðherra um tímasetningar við- bragða hans vegna skýrslu sam- keppnisráðs. Áður hafði Guðmund- ur Árni Stefánsson, samflokks- maður hans, gagnrýnt ráðherra fyrir loðin svör. Guðni svaraði því til að í athugun væri að leggja niður verndartolla á innflutt grænmeti gegn því að teknir yrðu upp fram- leiðslustyrkir til greinarinnar í stað- inn. Kvaðst hann vona að þessi mál kæmust í höfn á næstu vikum, en benti á miklar annir í ráðuneytinu vegna dýrasjúkdóma sem geisað hafa. Utandagskrárumræða um skýrslu samkeppnisráðs um grænmetismarkaðinn Framleiðslu- styrkir í stað verndartolla Morgunblaðið/Ásdís Össur Skarphéðinsson sagði skýrslu samkeppnisráðs vera áfellisdóm yfir stefnu stjórnvalda. Morgunblaðið/Ásdís Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðar afnám verndartolla og upptöku framleiðslustyrkja. Hart var gengið eftir viðbrögðum landbún- aðarráðherra á Alþingi í gær við skýrslu samkeppnisráðs um ólögmætt samráð og samkeppnishömlur á grænmetismarkaði. Voru þingmenn á einu máli um að endur- skoða þurfi verndartolla á innfluttu græn- meti og ráðherra boðaði breytingar í þá átt á næstu vikum. ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði á Alþingi að engin áform væru um að setja ný lög á verkfall sjómanna. Hann sagði ljóst að deiluaðilar þyrftu tíma til að útkljá kjaradeiluna og hann myndu þeir fá, en þeir fengju ekki endalausan tíma, slíkt þyldi íslenskt þjóðarbú eða efna- hagslífið hreinlega ekki. Verkfall sjómanna var rætt utan dagskrár á Alþingi í gær að beiðni Svanfríðar Jónasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Ráðherra á að gera hreint fyrir sínum dyrum Svanfríður og fleiri stjórnarand- stæðingar hvöttu til þess að sjávarút- vegsráðherra talaði hreint út hvort til stæði af hálfu stjórnvalda að grípa inn í deiluna á ný. Sagði Svanfríður að ráðherra ætti að gera hreint fyrir sínum dyrum og treysta þannig for- sendur fyrir því að deiluaðilar axli ábyrgð á því að semja. „Eftir tvo daga fara þingmenn í páskaleyfi. Þingið gerir þá kröfu til sjávarútvegsráðherra að hann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar tali skýrar en hann hefur gert, að það sé alveg afdráttarlaust að nú verði aðilum gef- ið það svigrúm sem þeir telji sig þurfa til að ljúka samningum sínum,“ sagði Svanfríður ennfremur. Hún bætti því við að vegna ábyrgð- ar stjórnvalda á starfsumhverfinu og þeirri sérkennilegu stöðu sem verið hafi í samningum sjómanna og út- vegsmanna um langt árabil, sé líka nauðsynlegt að það sé gert alveg skýrt hvort stjórnvöld mæta þeim kröfum sem gerðar hafi verið um breytingar á frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra skipa, en í þeim séu ákvæði sem stjórnvöld vita að standi eins og fleinn í holdi viðkomandi stéttarfélaga. Lengsta verkfall sjómanna stóð í þrjár vikur Árni sagði að sjómannadeilan yrði ekki leyst á Alþingi; einungis deiluað- ilar væru færir um að semja. Hins vegar væri það svo að verkfall sjó- manna á Íslandi gæti ekki staðið endalaust. Þetta sagðist Árni hafa sagt deiluaðilum. „Þeir vilja tíma og fá hann, en hafa ekki endalausan tíma. Það þolir íslenskt þjóðarbú ekki,“ sagði Árni. Hann sagði að lengsta verkfall sjómanna hefði stað- ið í þrjár vikur. Deiluaðilar hefðu sjálfir nefnt að þeir vonuðust til að geta leyst málið á styttri tíma eða jafnvel viku. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, sagði mikið vanta upp á að svör sjávarútvegsráðherra væru nægilega afdráttarlaus. Hins vegar hafði verið athyglisvert hversu ráð- herra hefði verið kominn nærri því að hóta lagasetningu eftir viku, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Sjómenn árum saman reynt að knýja fram samninga Ögmundur benti á að sjómenn hafi árum saman reynt að knýja fram samninga án árangurs og nú sé kom- ið að því að deiluaðilar, ekki síst út- gerðarmenn, heyri það beint frá rík- isstjórninni að ekki verði gripið til lagasetningar. Ráðherra þurfi því að tala mun skýrar í þessum efnum. Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki, benti á að megindeilan snerist ekki síst um verðlagningu á sjávarafla og sagðist vænta þess af deiluaðilum að ná sáttum á næstu dögum. Fjölmargir fleiri þingmenn tóku til máls í umræðunni. Þannig sagði Guð- jón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, að mikið ólánsverk hafi verið unnið þegar ríkisstjórnin greip inn í verkfall sjómanna fyrir skemmstu, enda hefði það skemmt samningsstöðu sjómanna og tafið lausn deilunnar. Aðeins sjómönnum kosin örlög Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði yfirlýsing- ar ráðherra helst benda til þess, að hann liti á sjálfan sig sem drottin alls- herjar. Sagði hann ljóst af svari sjáv- arútvegsráðherra, að hann hygðist enn setja lög á sjómannadeiluna eftir viku eða svo, og kjósa mönnum þann- ig örlög. Það væri hins vegar ljóst að aðeins ætti að kjósa sjómönnum ör- lög, en ekki útvegsmönnum. Deiluaðilar fá ekki endalausan tíma til að semja Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir engin áform uppi um að setja ný lög á verkfall sjómanna. Hann segir hins vegar að íslenskt efnahagslíf þoli ekki mjög langt verkfall. 107. fundur á Alþingi hefst í dag, fimmtudaginn 5. apríl 2001, kl. 10:30. Fyrst á dagskrá er fyrsta um- ræða um sex tillögur til þingsálykt- unar um breytingu á viðauka við EES-samninginn. Varða tillögur þessar fjarskipta- og fjármálaþjón- ustu. Önnur dagskrá: 7. Samningur um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum milli aðildarríkja Evrópusambands- ins. 8. Samningar um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum 2001. 9. Samningur milli Íslands og Fær- eyja um fiskveiðar innan ís- lenskrar og færeyskrar lögsögu. 10. Samningur um Alþjóðastofnun um notkun gervitungla í sigling- um (INMARSAT). 11. Vextir og verðtrygging. 12. Viðskiptabankar og sparisjóðir. 13. Móttaka flóttamannhópa. 14. Húsnæðismál. 15. Atvinnuréttindi útlendinga. 16. Sala kristfjárjarðanna Arnheið- arstaða og Droplaugarstaða. 17. Húsaleigubætur. 18. Erfðaefnisskrá lögreglu. 19. Persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga. 20. Mörk Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma suður og norður. 21. Umferðarlög. 22. Landhelgisgæsla Íslands. 23. Suðurlandsskógar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.