Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 44
48 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í boði SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu og Viðskiptaháskólans Bifröst Fjarnám fyrir stjórnendur Fjarnám (netnám) hefur þá kosti að því má sinna þegar hverjum og einum hentar og þar sem henta þykir, t.d. á vinnustað eða heima. Skilyrði er venjulegur tölvubúnaður og nettenging. Námskeiðin hefjast 23. og 24. apríl og standa til loka maí. Skráningu lýkur 18. apríl. Greining á viðskiptavinum Flokkun viðskiptavina eftir mikilvægi, tryggð, arðsemi, langtímavirði og þjón- ustustigi. Notkun Exel við áætlanagerð Gerð margskonar áætlana, framsetning gagna og notkun gagnagrunna. Skráning og nánari upplýsingar hjá SVÞ. Sími 511 3000, emil@svth.is Garn: RONDO fæst í 11 frísklegum litum Stærðir: (2) 4 (6) 8 ára Yfirvídd:(71) 75 (80) 84 sm Sídd: (40) 44 (48) 52 sm Ermalengd: (25) 29 (32) 35 sm Garn í peysukjól: RONDO: Rautt nr. 4038: (5) 5 (6) 6 dokkur Upplýsingar um hvar garnið fæst er í síma 565-4610 Prjónar: 60–80 cm hringprjónar nr. 8 og 9. Sokkaprjónar nr. 8 og 9. Rauðar pallíettur og litlar glerperlur eða annað skraut. Gott að eiga: Merkihringi, prjónanælur og prjónamál. Prjónfesta: 9 lykkjur og u.þ.b. 12 umf. í sléttu prjóni á prjóna nr. 9 = 10 x 10 cm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. Bolur: Fitjið upp á hringprjón nr. 9 (128) 136 (144) 152 lykkjur. Prjónið (5) 6 (6) 7 cm í hring 4 lykkjur sléttar og 4 lykkjur brugðnar. Fellið af á næsta prjóni þannig: Prjónið *2 snúnar slétt saman, 2 sléttar saman, 2 brugðnar saman tvisvar sinnum*. Endurtakið frá * til * allan prjóninn = (64) 68 (72) 76 lykkjur eftir. Prjónið 2 prjóna slétt + 1 prjón brugðið. Setjið merki í hvora hlið með (32) 34 (36) 38 lykkjur á hvoru stykki. Prjónið áfram í hring eftir munstri, byrjið við örina sem sýnir rétta stærð og prjón- ið að næstu ör í réttri stærð = framstykki. Prjónið bakstykkið eins. Prjónið þar til allur bolurinn mælist (24) 27 (30) 33 cm. Skiptið við hliðarmerki og prjónið hvort stykki fyrir sig. Bakstykki: Prjónið munstur fram og til baka þar til handvegur mælist (14) 15 (16) 17 cm. Fellið af (8) 8 (10) 10 lykkjur í miðju = hálsmál. Prjónið hvora hlið fyrir sig og fellið jafnframt af 1 lykkju á hverjum prjóni 2 sinnum við hálsmál = (10) 11 (11) 12 lykkjur á hvorri öxl. Prjónið þar til handvegur mælist (16) 17 (18) 19 cm. Fellið af. Prjónið hina öxlina eins. Framstykki: Prjónið eins og bakstykki þar til handvegur mælist (11) 12 (12) 13 cm. Fellið af (6) 6 (6) 6 lykkjur í miðju = hálsmál. Prjónið hvora hlið fyrir sig og fellið jafnframt af (2, 1) 2, 1 (2, 1, 1) 2, 1, 1, lykkju í byrjun hvers prjóns við hálsmál. Prjónið þar til handvegur mælist (16) 17 (18) 19 sm. Fellið af. Prjónið hina öxlina eins. Ermar: Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 8 (17) 17 (19) 19 lykkjur. Prjónið 1 umf. brugðið í hring, 2 umf. slétt, 1 umf. brugðið. Skiptið yfir á sokka- prjóna nr. 9. Prjónið munstur eftir teikningu einu sinni = 12 prjónar, teljið út frá miðju hvar munstrið byrjar. Prjónið slétt eftir að munstri lýkur. Athugið: Síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báðum megin við hana með u.þ.b. (3) 3 (3,5) 3,5 cm millibili, (6) 7 (7) 8 sinnum = (29) 31 (33) 35 lykkjur. Prjónið þar til öll ermin mælist (25) 29 (32) 35 cm. Fellið af. Prjónið aðra ermi eins. Frágangur: Saumið axlir saman, kljúfið garnið til að sauma með. Hálslíning: Prjónið upp í hálsmáli, á lítinn hringprjón eða sokkaprjóna nr. 8, u.þ.b. 4–5 lykkjur á hverja 5 cm = 1 prjónn slétt. Prjónið 1 umf. brugðið + 2 umf. slétt. Fellið hæfilega laust af á röngunni með sléttum lykkjum. Saumið pallíettur og perlur í hvert munstur eða annað skraut. ,,Ég vildi að ég væri garn í þinni nál“ Ég vildi að ég væri vín á þinni skál, gneisti í þínum glæðum, garn í þinni nál, skeið þín eða skæri, skipið sem þig ber, gras við götu þína, gull á fingri þér, bók á borði þínu, band á þínum kjól, sæng þín eða svæfill, sessa í þínum stól, ár af ævi þinni, eitt þitt leyndarmál, blóm á brjósti þínu, bæn í þinni sál. Svo segir í yndislegu ljóði eftir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi sem nefnist ,,Ég vildi að ég væri“. Það hefði sjálfsagt engin kona neitt á móti því að heyra svona orðum hvíslað í eyra sér. Ljóðmælandinn hér er greinilega ástfanginn af þeirri konu sem hann yrkir til því hann óskar þess að verða allt það sem fyrir hana ber. Hann veit greinilega líka sitt af hverju um konur. Til dæmis það að það er einstaklega gáfuleg leið að nálgast konuna í gegnum það sem hún er að skapa, handleika eða fást við af hvaða tagi sem er. Ljóðmælandinn gerir sér nefnilega grein fyrir því í hversu nánu sambandi konan er við það sem hún er að fást við og með því að skilja og skynja það með öllum skiln- ingarvitum sínum sér hann að þar liggur taugin inn að hjarta- rótum. Í gegnum þessa vandfundnu taug getur ljóðmæland- inn náð markverðu sambandi við konuna og ef til vill kveikt sannan ástarneista við innstu kviku. Sennilega eru þær fáar konurnar sem myndu ekki falla kylli- flatar fyrir þessum orðum enda hafa þeir sem skáldmæltir eru löngum átt upp á pallborðið hjá konum þessa lands. Í Spuna aprílmánaðar er boðið uppá skemmtilegan peysukjól á allar stelpur úr sérstaklega spennandi grófu garni sem heit- ir RONDO og er prjónað á prjóna nr. 9. Peysukjólinn er því fljótlegt að prjóna og jafnframt þægilegt því garnið er renni- legt og mjúkt. Svo er bara að sjá hvort klingið í prjónunum veki ekki andann hjá fleiri skáldmæltum sjarmörum eins og Davíð og þeir sýni ljóðrænan áhuga og skilning á því sem við konur erum að skapa og fást við. Peysukjólinn er fljótlegt að prjóna á prjóna nr. 9 og jafnframt þægilegt því RONDO-garnið er rennilegt, gróft og mjúkt. SPUNI HANDMENNT Umsjón: Bergrós Kjartansdóttir Peysukjóll = Prjónið aðra lykkju á vinstri prjóni snúna slétt fyrir aftan fyrstu lykkju, prjónið síðan fyrstu lykkju slétt og flytjið báðar lykkj- urnar yfir á hægri prjón. = Prjónið aðra lykkju slétt fyrir framan fyrstu lykkju, prjónið síð- an fyrstu lykkju slétt og flytjið báðar lykkjurnar yfir á hægri prjón. = Slétt á réttu, brugðið á röngu. Miðja á framstykki, bakstykki og á ermi. Miðja á framstykki, bakstykki og á ermi. 8 ára. 8 ára. 2 ára. 4 ára. En du rt ek i ð En du rt ek ið Bridsfélag Hafnarfjarðar Fyrri hluti páskatvímennings félagsins var spilaður 2. apríl og urðu úrslit þannig: Guðni Ingvarss. – Sigurður Sigurjónss. 203 Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson189 Andrés Þórarinsson – Halldór Þórólfsson 183 Jón Gíslason – Júlíana Gísladóttir 172 Mótinu lýkur næsta mánudag og þá verða afhent páskaeggjaverð- laun. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Suðurnesja Árlegt einmenningsmót var spilað mánudaginn 2. apríl. Einmennings- meistari er Guðjón Svavar Jensen, í öðru sæti Svala Pálsdóttir og þriðji Þórir Hrafnkelsson. Næsta mánu- dag spilum við Páskatvímenning og hefur Nói Síríus styrkt félagið af því tilefni. Kunnum við þeim bestu þakkir. Hreppamönnum rangt raðað Í frétt frá Bridsfélagi Hreppa- manna sl. miðvikudag víxlaðist skor efstu sveita og verður hér með bætt úr því um leið og Sunnlendingar sem og aðrir eru beðnir atsökunar á flumbruganginum. Sveit Knúts Jóhannssonar 105 Sveit Guðmundar Böðvarss. 101 Sveit Karls Gunnlaugssonar 76 Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Það var hart barist um efstu sætin sl. mánudag en þá spiluðu 18 pör. Lokastaðan: N-S riðill: Hlíf Sigurðard. – Kristín Sigurbjarnad. 137 Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 135 Gerður Lúðvíksd. – Hrafnhildur Konr. 130 A-V riðill: Heiða H. Sigmundsd. – Hildur Eyst. 153 Magnús Waage – Benedikt Franklínss. 149 Þorsteinn Láruss – Eyþór Kristjánsson 129 Halldór Hjartarson – Dúfa Ólafsdóttir 129 Umsjónarmaður er Hjálmtýr Baldvinsson. Spilað er öll mánudags- kvöld í Þönglabakka 1, 3. hæð, og hefst spilamennskan kl. 20.00. Allir eru velkomnir. 6 ára. 6́ ára. 4 ára. 2 ára. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.