Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN skortir á að framleiðendur fari eftir settum reglum um um- búðamerkingar, sér í lagi hvað varðar magnmerkingar en reglur um þær voru settar hér á landi í fyrra, sagði Svava Liv Edgarsdótt- ir, matvælafræðingur hjá Hollustu- vernd ríkisins, þegar við litum inn í stórmarkað og virtum fyrir okkur vörurnar. Margt hefur þó breyst til batn- aðar, vörur eru alla jafna geymslu- þolsmerktar og sjaldan kemur fyrir að útrunnar vörur séu á boðstólum. Við fundum þó útrunnar franskar vöfflur uppi í hillu sem áttu þar ber- sýnilega ekkert erindi. Svava Liv byrjar á því að tiltaka þær upplýsingar sem eiga að standa á umbúðum matvæla. „Fram skal koma heiti vöru, nafn og heim- ilisfang framleiðanda eða annars ábyrgs aðila, nettóþyngd, upplýs- ingar um geymsluskilyrði og geymsluþol, innihaldslýsing þar sem öll hráefni, aukefni og önnur efni eru skráð í röð eftir minnkandi magni og svo notkunarleiðbeining- ar.“ Einnig þarf að fylgja þessum reglum þegar vöru er dreift án um- búða eða pakkað á sölustað eins og t.d. í bakaríum eða í kjötborðum. „Þegar enginn starfsmaður er ná- lægur og gert er ráð fyrir að neyt- andinn hjálpi sér sjálfur, er mik- ilvægt að til staðar séu upplýsingar um innihald varanna. Þetta er ekki alltaf raunin í verslunum en má auðveldlega gera með því að setja upp möppur með þessum upplýs- ingum, eins og til dæmis er gert í bakaríinu í Nýkaup.“ Ekki farið eftir reglum um magnmerkingar Í vettvangsferð okkar kom fljót- lega upp úr kafinu að helst skortir á að framleiðendur uppfylli reglur um magnmerkingar. Magn innihalds- efna skal gefa upp eins og það er notað við framleiðslu vörunnar og á í flestum tilfellum að koma fram sem prósentutala. Svava Liv segir að neytandinn eigi að geta borið saman tvær vörur og séð hvort hann sé að gera góð kaup miðað við aðra samskonar vöru. Hann getur t.d. borið saman pítsu með peppe- róní og sveppum og athugað hvor þeirra sé með meira áleggi. Eins á neytandinn að geta séð t.d. hversu mikið af rækjum er í rækjusalati, jarðaberjum í jarðaberjajógúrt o.fl. Við fundum íslenskar vörur jafnt sem erlendar sem ekki uppfylltu þessi skilyrði, svo sem Fyrirtaks lasagna, Pascual-jógúrt, ýmsar til- búnar pítsur, aðallega íslenskar í kæli, Vilko- og Toro-súpur, sultur af ýmsum gerðum og alls kyns salöt svo sem með grænmeti, skinku og rækjum. „Magn innihaldsefna á að koma fram á umbúðum þegar innihalds- efni kemur fram í heiti vörunnar eða stendur með heiti vörunnar og ef umbúðir eru myndskreyttar með ákveðnum innihaldsefnum. Fallegar og glæsilegar myndir vekja oft meiri eftirtekt en innihaldslýsingar með smáu letri. Einnig á að fylgja settum reglum um magnmerkingar ef neytandinn væntir ákveðins inni- haldsefnis í vörunni, sem er ein- kennandi fyrir vöruna. Sem dæmi má nefna nautakjöt í gúllas eða kjöt í spægipylsu. Það sama gildir ef innihaldsefnið er mikilvægt til að aðgreina vöruna frá sambærilegri vöru, eins og til dæmis majónes sem er mjög breyti- legt eftir því hversu mikið af eggj- um er notað og í einhverjum til- vikum eru engin egg notuð í majónes. Þá má einnig nefna mars- ípan sem er hvort tveggja unnið úr möndlum og apríkósukjörnum, en apríkósukjarnar eru mun ódýrara hráefni.“ Hvenær þarf magnmerking ekki að koma fram? „Magnmerking þarf ekki að koma fram ef efnin sem koma fram í heiti vörunnar hafa ekki áhrif á fæðuval neytanda, þar sem magn þeirra er ekki mikilvægt til að auð- kenna vöruna eða aðgreina hana frá sambærilegum vörum,“ segir Svava Liv og nefnir sem dæmi þegar verið er að nota innihaldsefnið í litlum mæli sem bragðefni eins og t.d. í hvítlauksbrauði. Auk þess eru nokkur dæmi þar sem sú hefð hefur skapast að kalla vöru tekex eða ömmuböku eða eitthvað slíkt. Ekki má heldur blekkja neytend- ur með því að nefna vöru ávaxta- drykk/berjadrykk eða myndskreyta umbúðir með ávöxtum nema hlut- fall af hreinum safa í tilbúnum drykk sé 10% eða meira. Ekki fund- Skoðun á umbúðamerkingum á matvörum í stórmarkaði Magnmerkingum er ábótavant Bannað er að blekkja með því nefna vöru ávaxtadrykk eða berjasúpu eða skreyta umbúðir með ávöxtum nema hlutfall af hreinum safa í til- búnum drykk sé 10% eða meira. Þessar vörur voru leyfilega merktar. Neytandi á að geta séð hve mikið er af skinku á skinkupítsu, jarðarberj- um í jarðarberjajógúrt, appelsínum í marmelaði og rækjum í rækjusal- ati. Hrönn Marinós- dóttir skoðaði matvörur í stórmarkaði ásamt Svövu Liv Edgarsdóttur matvælafræðingi og varð margs vísari. Morgunblaðið/Þorkell Magn innihaldsefna á að koma fram á heiti vörunnar, eða stendur með heiti vörunnar og ef umbúðir eru skreyttar með ákveðnum innihaldsefnum. Svo var ekki á þeim vörutegundum sem hér eru sýndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.