Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífutrjáa - Yngri húð á 8 dögum. sími 568 5170 Kynning í dag fimmtudag, föstudag og laugardag. Kynnum m.a. Age Fitness, nýtt krem sem eykur teygjanleika húðarinnar og verndar hana gegn utanaðkomandi áreiti. Age Fitness inniheldur hreint efni unnið úr laufblöðum ólífutrjáa. Áferðin og ilmurinn er frábær. Líttu við og fáðu ráðgjöf og sýnishorn. úr akrýli! • Níðsterkir, auðveldir að þrífa • Fást með loki eða öryggishlíf • Nuddkerfi fáanlegt • Margir litir, 10 gerðir, rúma 4-12 TREFJAR Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Sími: 555 1027 Fax: 565 2227 pottar Heitir Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, eða hringið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Verð frá aðeins kr. 94.860,- ALLT frá fyrstu dögum SORPU hafa samskipti milli fyrirtækisins og íbúa og fyrirtækja á svæðinu verið veigamikill þáttur í starfsemi fyrir- tækisins. Starfsmenn SORPU hafa oftar en ekki verið ráðgefandi aðilar í verkefnum á sviði sorphirðumála og er óhætt að segja að SORPA hafi á margan hátt rutt veginn til betri veg- ar í umhverfismálum á Íslandi. Góð samvinna er oftar en ekki lyk- illinn að góðum árangri. SORPA hef- ur komið að mörgum samvinnuverk- efnum sem og kynningarátökum og hefur það verið gert á skipulegan hátt allt frá árinu 1996, þegar fyrsti kynningar- og fræðslufulltrúinn tók til starfa hjá SORPU. Skólahópum, almenningi, nefndum, fyrirtækjum og fleirum hefur verið boðið að koma og kynna sér fyrirtækið og þá starf- semi sem þar fer fram. Þar er fræðsla um þá möguleika sem bjóð- ast við flokkun úrgangs og hverjir séu endurnýtingarfarvegir flokk- anna, stór þáttur. Án kynningar og fræðslu næst lítill árangur í endur- nýtingu og endurvinnslu og hefur SORPA átt ánægjulegt samstarf við þessa hópa í gegnum árin. SORPA hefur því sinnt vel því markmiði í stofnsamningi SORPU ,,að sinna kynningu á verkefnum SORPU og gildi umhverfissjónarmiða við með- höndlun sorps“. Í sambandi Í kynningar- og fræðslumálum fyrirtækisins felast m.a. dagleg sam- skipti við almenning og fyrirtæki þar sem upplýsingar eru veittar varð- andi meðhöndlun úrgangs, flokkun og annað það er snýr að almenningi og atvinnulífi. Allar helstu upplýs- ingar um þá þjónustu sem SORPA veitir, endurvinnslu úrgangs, fræðslu og fréttir er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.sorpa- .is . Þar má jafnframt nálgast fund- argerðir stjórnar, ársskýrslur og upplýsingar um þau verkefni sem SORPA tekur þátt í með öðrum að- ilum á sviði umhverfis- og vistvernd- ar. SORPA gefur einnig út upplýs- ingarit um flokkun úrgangs til endurvinnslu og umhverfismál al- mennt. Í nóvember sl. var sendur bæklingur inná öll heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Flokkunartafla – flokkum til framtíðar, en hlutverk hennar er að aðstoða þá sem vilja flokka úrgang til endurvinnslu og taka þátt í að bæta umhverfi sitt. Í töflunni eru taldir upp allir endur- vinnsluflokkarnir sem SORPA tekur á móti og m.a. greint frá farvegum þeirra, þ.e. 25 leiðir til að bæta um- hverfið. Hvað ungur nemur, gamall temur SORPA sinnir fræðsluhlutverki sínu með ýmsum hætti og er ekki síst lögð áhersla á ungdóminn. Máltækið Hvað ungur nemur, gamall temur á vel við þegar leitað er leiða til að koma skilaboðum okkar áleiðis til al- mennings. Tekið er á móti nemenda- hópum allt frá elstu börnunum í leik- skóla til háskólanema sem eru að vinna að ýmsum verkefnum sem varða úrgang og endurvinnslu eða umhverfismál almennt. Boðið er uppá skipulagðar vett- vangsferðir fyrir grunnskólanema og er markhópur SORPU grunn- skólanemendur á aldrinum 10 og 12 ára, þó heimsækja nemendur allt frá fyrsta til tíunda bekkjar. Unnið hef- ur verið kennsluefni fyrir grunn- skólanemendur í samvinnu við um- hverfisráðuneytið og Námsgagnastofnun sem kallast Sorpið okkar og er það miðað við fyrrgreindan aldurshóp, 10 og 12 ára. Kennsluefnið er í formi kennslu- forrits ásamt verkefnabók, kennslu- leiðbeininga og myndbandsins ,,Fjögur í rusli“. Einnig er gaman að segja frá að á hverju sumri sl. 5 ár, hafa um 1.100 14 ára nemendur vinnuskóla sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæðinu komið í fræðsluferðir til SORPU. Allir eru velkomnir í heimsókn til að fræðast um starfsemina, ungir sem aldnir. Starfsmenn og nemendur leik- skóla hafa verið duglegir að heim- sækja SORPU og margir hverjir til- einkað sér vistvænt skólahald m.a. með flokkun úrgangs og jarðgerð líf- ræns úrgangs. Eitt af því sem sérstök áhersla hefur verið lögð á í fræðslu nemenda er flokkun og skil spilliefna. Öllum er skylt samkvæmt lögum að skila spilliefnum inn til eyðingar og eru spilliefnin sá flokkur úrgangs sem má ekki fara með almennum úrgangi og verður því að flokka frá því sem annars fer í ruslatunnuna. Það er von okkar hjá SORPU að þið ykkar sem hafið fylgst með greinaskrifum okkar undanfarnar vikur hafið haft gagn og gaman af. Við hjá SORPU höldum ótrauð áfram að sinna umhverfismálunum í samvinnu við íbúa höfuðborgarsvæð- isins. Kynningar- og fræðslumál eru stór þáttur í því og eru allar tillögur og ábendingar í kynningar- og fræðslumálum SORPU ávallt vel þegnar og fögnum við þeim. Hægt er að senda til okkar tölvupóst á net- fangið sorpa@sorpa.is eða hringja til okkar. Í lokin viljum við minna aftur á heimasíðu SORPU www.sorpa.is en þar má finna ýmsan fróðleik og leiðbeiningar sem gagn má hafa af. Fræðsluhlutverk SORPU – í samvinnu við íbúa svæðisins Endurvinnsla Góð samvinna er oftar en ekki lykillinn að góðum árangri, segja Ragna Halldórsdóttir og Sif Svavarsdóttir í lokagrein sinni um endurvinnslu og umhverfismál. Sif er kynningar- og fræðslufulltrúi SORPU. Ragna er deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs SORPU.  + / 2   + / 2   D8/0D81 D810D82 D820D88 D880D  !  MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.