Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.04.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 31 FJALLAÐ verður um sönghefð Passíusálmanna á þjóðlagakvöldi sem haldið verður á vegum Þjóð- lagafélagsins annaðkvöld, föstudagskvöld, kl. 21 í Frið- rikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Smári Ólason tónlistarfræð- ingur fjallar um sönghefð Pass- íusálmanna, kynnir gömlu lögin við þá af hljóðritum og stjórnar almennum söng gesta. „Passíusálmar séra Hallgríms Péturssonar komu fyrst út á prenti árið 1666 og hafa þeir síð- an verið gefnir út oftar en nokkur önnur bók íslensk,“ segir Ólafur Þórðarson, formaður Þjóðlaga- félagsins. „Allt frá upphafi hafa Passíusálmarnir skipað sérstakan sess í trúarlífi og bókmenntum þjóðarinnar. Til marks um það er sú hefð að þeir eru árlega lesnir í Ríkisútvarpinu á föstunni að kvöldi hvers dags og hefur þeim sið verið haldið um rúmlega hálfr- ar aldar skeið. Fyrr á tíð voru Passíusálmarnir ævinlega sungnir með sérstökum gömlum lögum við húslestra á föstunni. Hélst sá siður á flestum íslenskum heimilum allt fram á 19. öld og sums staðar fram á 20. öld. Sunginn var einn sálmur á hverju kvöldi, fyrst fyrri hlutinn á undan hugvekjulestri en síðustu versin á eftir í lok húslestrar. Passíusálmasöng og öllu helgi- haldi við húslestra á föstu fylgdi mikill og sérstakur helgiblær. Eftir að þessi sönghefð hafði varðveist í munnlegri geymd og á vörum þjóðarinnar í rúm 200 ár fram á 20. öld hafði myndast hér á landi sérstakur söngstíll, stund- um kallaður grallarasöngur, og hér höfðu orðið til sérstæð sálma- lög sem nefnd hafa verið íslensk sálmalög, gömul sálmalög eða ein- faldlega gömlu lögin. Af þeim mynduðust fjölmörg afbrigði sem gátu verið mismunandi eftir landshlutum og byggðarlögum,“ segir Ólafur. Passíusálmasöngur á þjóðlagakvöldi Hallgrímur Pétursson SÖNGLEIKJADEILD Domus Vox verður með fjórar sýningar á söng- og leikdagskránni Þrek og tár, í sal skólans að Skúlagötu 30. Tvær sýn- ingar verða á morgun, föstudag, kl. 18 og kl. 20 og á laugardaginn kl. 14 og 20.Verkið er byggt á samnefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar. Þar segir frá fjölskyldu í vesturbæ Reykjavíkur á sjöunda áratugnum. Leikstjóri er Margrét Eir. Tónlistar- stjórn er í höndum Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Domus Vox er söng- og kórskóli þar sem einnig fer fram kennsla í leiklist og dansi. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Þrek og tár í Domus Vox VORTÓNLEIKAR blokkflautu- kvintetts nemenda Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar verða haldn- ir í Laugarneskirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Flutt verða verk frá endurreisnartímanum og 20. öld. Stjórnandi er Linda Hregg- viðsdóttir. Skólatón- leikar í Laug- arneskirkju ♦ ♦ ♦ STAN (Patrick Fontana), fyrrver- andi vistmaður á geðveikrahælinu Pontiac, er nýkominn út í umheiminn. Stan var grunaður um fjöldamorð og sat bak við luktar dyr í fimm ár. Nú hefur hann fengið vinnu, undir vökulu auga sálfræðingsins Olbeks (Féodor Atkine), sem annaðist Stan í Pontiac og komst að þeirri niðurstöðu að sjúklingurinn væri saklaus af morð- unum og sá til þess að hann fengi aft- ur frelsið. Hælismaðurinn fyrrverandi á að teljast nokkurn veginn frjáls maður, þó finnst honum sem einhver fylgist með hverri hans hreyfingu, auk þess ásækja hann martraðir, ofheyrnir og ofsjónir. Léon (Serge Blumental), vinnufélagi Stans, reynir að róa sálar- ástand hans með litlum árangri, líkt og daglegir fundir Stans og sálfræð- ingsins. Ekki líður á löngu uns morð- in hefjast að nýju og aftur berast böndin að Stan. Er hann sekur eða saklaus? Margtuggið og þvælt efnið fær heldur hvimleiða og einkar fráhrind- andi umfjöllun hjá handritshöfundin- um og leikstjóranum Olivier Mega- ton. Klipping, tónlist og kvikmyndataka er hröð og stundum nýstárleg en virkar yfirborðskennd, tilgerðarleg og endurtekningasöm þegar á líður. Tilgangslítill orða- flaumur og afturhvörf kæfa fram- vinduna í sífellu. Hvað er draumur og hvað er veruleiki; dragfornt og oftast mislukkað ferli í sálfræðitryllum, hjálpar alls ekki uppá sakirnar hér og eftirminnilega subbuleg atriði, að því er virðist einungis subbuskapsins vegna, gera myndina enn ósjálegri og drekkja lítilmótlegri sögufléttu. Þð eina sem gleður augað er þróttmikill leikur Blumentals og Atkine. Font- ana, sem lítur út einsog frönsk klónun á Tim Roth, er ekki heldur sem verst- ur í vandræðalegu hlutverki Stans. Hver á heima á hælinu? KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n F r a n s k i r b í ó d a g a r Leikstjóri og handritshöfundur: Olivier Megaton. Tónskáld: Nicolas Bikialo. Kvikmyndatökustjóri: Michel Taburiaux. Aðalleikendur: Patrick Fontana, Féodor Atkine, Clotilde Courau, Manuel Blanc, Serge Blumental, Frédéric Pellegeay. Sýningartími 110 mín. Frönsk. ARP Sélection. Árgerð 2000. ÚT – EXIT 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.