Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 33

Morgunblaðið - 05.04.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2001 35 KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur upp á 85 ára afmæli sitt um þessar mundir með fernum tónleik- um í Langholtskirkju. Fyrstu tón- leikar kórsins, á þriðjudagskvöldið, ollu nokkrum vonbrigðum þar sem kórinn var auðheyrilega að syngja talsvert undir getu og ekki af sama krafti og undanfarin misseri. Vera má að á fyrsta konsert af fjórum gæti meiri sviðsskrekks en ella, og að kór- inn sæki í sig veðrið næstu daga. Verkefnavalið á tónleikunum var líka „of“ fjölbreytt – fátt eitt sem batt efnið saman, þannig að prógrammið var samhengislaust og vantaði heild- arsvip. Þá var verkefnavalið enn- fremur dauft og litlaust, og fá veru- lega spennandi verk fyrr en undir lok tónleikanna. Þjóðlagaútsetning- ar Árna Harðarsonar, söngstjóra Fóstbræðra, í upphafi tónleikanna eru reyndar undantekning þar á. Þessi þrjú smálög, skínandi vel út- sett, voru mjög fallega sungin, þótt fyrsti tenór væri of lágur í fyrsta lag- inu, Ókindarkvæði. Húmar að mitt hinsta kvöld var mildilega sungið og afar músíkalskt mótað hjá Árna, og í þriðja laginu, Tíminn líður, trúðu mér, tók kórinn vel á og söng með rytmískri snerpu og krafti. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng næst fjögur lög með kórnum; Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson, Áfram eftir Árna Thorsteinsson, Heimi eft- ir Sigvalda Kaldalóns og Tárið eftir Óliver Kentish. Jónas Ingimundar- son lék með kórnum í þessum lögum. Það var mikil upplifun að heyra í Jó- hanni Friðgeiri. Þessi ungi tenór hef- ur skínandi góða rödd og mikinn sviðssjarma. Eitthvað vantar upp á tæknilega hlið raddbeitingarinnar, til dæmis er samfella milli efsta og miðraddsviðs ekki alveg hnökralaus svo eitthvað sé tínt til. En músíkalsk- ur söngur og geislandi sönggleði glöddu mjög. Það sem best var hjá Jóhanni voru Sjá dagar koma og Heimir. Frumflutningurinn á Tárinu eftir Óliver Kentish tókst ekki sem skyldi; – ef til vill beitti Jóhann Frið- geir sér um of í þessu látlausa lagi. Einhvern tíma hefði það nú þótt höf- uðsynd hjá íslenskum karlsöngvara að kunna ekki Áfram eftir Árna Thorst., en þrátt fyrir seina innkomu og hnökra í byrjun náði Jóhann Frið- geir sér á strik og tókst að ljúka lag- inu með glæsibrag. Vögguvísa eftir Ragnar Björnsson og Á Sprengi- sandi eftir Kaldalóns komu næst, tvö saman í syrpu. Það var einkennilegt að þurfa að gefa tóninn með píanói eftir fyrra lagið, þar sem Vögguvísan endar á nákvæmlega sama tónbili og Sprengisandurinn hefst á. Almennt séð getur það verið mjög krítískt að gefa tóninn með píanói, sérstaklega þegar fyrsti tenór á erfitt með að koma hreint inn á háum tónum. Það myndi örugglega hjálpa tenórunum að fá tóninn sunginn inn, til að fá betri tilfinningu fyrir samhljómnum. Rannveig Fríða Bragadóttir söng næst þrjú lög með kórnum og Jónasi; Draumalandið eftir Sigfús Einars- son, Ständchen eftir Schubert og Um Mitternacht eftir Anton Bruckn- er. Draumalandið var sérdeilis fal- lega flutt, þótt Jónas væri aðeins á undan söngnum í upphafi. Hin draumkennda sumarsæla ljóðsins skilaði sér vel og enn einu sinni fékk maður sting í hjartað yfir fegurð þessa lags allra laga. Seinni tvö lögin sem Rannveig Fríða söng ollu von- brigðum, ekki fyrir slakan söng hennar eða kórsins, heldur fyrst og fremst fyrir það hve þetta eru óspennandi tónsmíðar. Ständchen var sungið með litlum kór, og þar áttu tenórar enn í vanda með hæð- ina, og sungu almennt flatt og dauf- lega. Óvandaður þýskuframburður kórsins var áberandi þegar Rann- veig Fríða söng á sinni fínu þýsku: Leise, leise, en kórinn tók undir: Læse, læse – svo hvein í rammís- lenskum essunum. Lögin Ave Maria eftir Bruckner, Bæn Frans frá Assisí eftir Poulenc, Kvöldljóð eftir Kodaly og Matona mia cara eftir Lasso mynduðu næstu syrpu. Ekkert í söng karlakórsins í þessum fjórum lögum var illa gert og söngurinn jafnan músíkalskt mótaður af söng- stjórans hálfu. Hins vegar var söng- urinn óvenju daufur og allt að því lit- laus, og allt öðru vísi en maður á að venjast hjá hinum kraftmiklu Fóst- bræðrum. Fyrst og fremst þarfnast fyrsti tenór fleiri ungra radda og fleiri skólaðra radda. Fyrsti tenór er óvenju daufur og slappur, og inn- komur eru of oft of lágar eins og í þjóðlagaútsetningunum í upphafi tónleika í Kvöldljóði Kodalys og í Matona mia cara eftir Lasso. Glansnúmer tónleikanna voru ein- söngs- og samsöngsatriði Rannveig- ar Fríðu og Jóhanns Friðgeirs með Jónasi Ingimundarsyni. Rannveig söng cavatinu Rosinu úr Rakaranum í Sevilla, Una voce poco fa, og gerði það feiknavel. Hún sveiflaði sér létti- lega upp og niður tónstigann í brillj- ant kóloratúr og túlkaði hina ást- föngnu Rosinu fjarska vel. Jóhann Friðgeir söng aríu Cavaradossis, E lucevan le stelle, úr Toscu. Jóhann Friðgeir sýndi sanna tenórtakta í þessum söng og gaf fyrirheit um að mikils verði af honum að vænta í framtíðinni. Saman sungu þau Lipp- en Schweigen úr Kátu ekkjunni og leystu það verkefni vel af hendi eins og hin fyrri. Loks var nú komið að því að kór- inn fengi að sýna sínar bestu hliðar. Fenja úhra eftir Hjálmar H. Ragn- arsson við ljóð Karls Einarssonar Dunganons hefur oft heyrst í útsetn- ingu fyrir blandaðan kór, en hér var frumflutt útsetning þess fyrir karla- kór. Ég er ekki frá því að lagið fari jafnvel betur í flutningi karla. Þarna fundu Fóstbræður sig og gáfu allt sitt í sérlega skemmtilegan flutning á þessari slungnu og rytmísku pólý- fóníu Hjálmars. Lokaatriði efnis- skrárinnar var frumflutningur Al- þingisrapps eftir Atla Heimi Sveinsson, samið fyrir kórinn. Atli hefur nú samið þónokkur verk í rapp-seríu sinni, en ég held að hér sé komið það alsmellnasta og skemmti- legasta. Alþingisrappið er samið við kvæði og kviðlinga nokkurra alþing- ismanna okkar og er eins og fyrri rappverk Atla samið í kringum takt- skiptamunstrið 1-2-3-4 1-2-3 1-2-3-4 1-2 eins og í Hani, krummi, hundur, svín. Fóstbræður nutu þess augljós- lega að láta gamminn geisa í þessu gleðiverki og sungu það með miklum ágætum. FóstbræðrarappTÓNLISTL a n g h o l t s k i r k j a Karlakórinn Fóstbræður og ein- söngvararnir Rannveig Fríða Bragadóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson fluttu íslensk og er- lend lög; píanóleikari var Jónas Ingimundarson og stjórnandi Árni Harðarson. Þriðjudagur kl. 20.30. KÓRTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Þorkell Karlakórinn Fóstbræður tekur lagið á æfingu fyrir tónleikana. Bergþóra Jónsdótt ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.