Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 1

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 1
93. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 26. APRÍL 2001 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti vonar að Taívanar lýsi ekki ein- hliða yfir sjálfstæði frá Kína og segir að Bandaríkin vilji eindregið að Kína sé eitt og óskipt land. Á hinn bóginn muni Bandaríkjamenn verja Taívana ef gerð verði árás á eyjuna. „Ég hef tjáð mig mjög skýrt um afstöðu mína ... ég hef sagt að ég muni gera það sem nauðsyn krefur til að aðstoða Taívana við að verja sig,“ sagði Bush í viðtali við sjón- varpsstöðina CNN í gær. Fyrr um daginn hafði hann verið spurður í þætti ABC-stöðvarinnar hvort Bandaríkjamönnum bæri skylda til að verja Taívana ef Kín- verjar réðust á eyjuna. „Já og Kín- verjar verða að skilja það,“ svaraði forsetinn. Á þriðjudag var skýrt frá þeirri ákvörðun stjórnar Bush að selja Taívan tundurspilla og kafbáta þrátt fyrir áköf mótmæli stjórnvalda í Peking. Utanríkisráðherra Kína, Tang Jiaxuan, sagði í gær að ákvörð- unin væri „afskipti af innanríkismál- um Kína“ og aðstoðarráðherra hans, Li Zhaoxing, var enn skorinorðari er hann kallaði sendiherra Bandaríkj- anna í Peking á sinn fund vegna málsins. Li sagði að vopnasalan myndi valda „óbætanlegu tjóni“ á samskiptum ríkjanna tveggja. Bush sagði að ekki væri um neina stefnubreytingu að ræða. Banda- rískir forsetar hafa á undanförnum áratugum hliðrað sér við að tjá sig skýrt um það hver viðbrögðin yrðu ef Kínverjar gerðu alvöru úr hótun- um sínum og reyndu að leggja Taív- an undir sig með hervaldi. Banda- ríkjamenn hafa ekki viljað styggja Kínastjórn með því að ýta óbeint undir sjálfstæðisóskir Taívana. Bush heitir að koma Taívan til varnar Washington, Peking. AFP, Reuters, AP.  Kína beinir/30 GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í fyrradag, að „hreint loft og hreint vatn“ væru meðal helstu baráttumála hans en ákvarð- anir í umhverfismálum yrði að byggja á „traustum vísindum en ekki á tísku- stefnum eða því, sem léti vel í eyrum“. Bush lét þessi orð falla er ungu fólki voru veitt verðlaun fyrir starf að umhverfismálum en hann og stjórn hans hafa verið sökuð um að ganga erinda landeigenda og orkufyrir- tækja. Ítrekaði hann þau síðan í sjón- varpsviðtölum í gær. „Sumir öfgamenn í þessu landi munu aldrei verða mér sammála vegna þess, að ég tel, að hagvöxtur og umhyggja fyrir umhverfinu geti farið saman,“ sagði Bush. Á síðustu vikum hefur hann und- irritað alþjóðlegan samning um að hætt verði notkun ýmissa hættulegra efna og hann hefur staðfest ýmsar ákvarðanir fyrri stjórnar í umhverf- ismálum. Á hinn bóginn hefur hann dregið til baka loforð um að takmarka koltvísýring frá orkuverum og snúist gegn Kyoto-bókuninni. Skilningur erlendis Washington Post birti í gær viðtal við Bush um fyrstu 100 daga hans í embætti og þar er hann meðal annars spurður um umhverfismálin. Segir hann, að frammámenn víða um lönd, til dæmis í Kanada og Ástralíu, hafi lýst yfir skilningi á afstöðu Banda- ríkjastjórnar til Kyoto-bókunarinnar. Allir séu sammála um, að tilgangur- inn með bókuninni sé góður en öðru máli gegni um ákvæðin, þær leiðir, sem fara eigi til að ná honum. Bush um umhverfismálin Traust vísindi en ekki tíska Washington. AP. ORÐRÓMUR um að ungfrú Frakkland sé í raun karlmaður hefur valdið miklum vangaveltum í Frakklandi og stefnir nú keppn- inni um ungfrú Alheim í uppnám, en þar verður Elodie Gossuin fulltrúi síns lands í næsta mánuði. Gossuin, sem er síður en svo karlmannleg í útliti, er opinber- lega kynnt sem 19 ára hjúkrunar- fræðinemi frá Picardy. Á Netinu hafa hins vegar verið í gangi sögu- sagnir um að fegurðardrottningin sé í raun 27 ára gamall karlmaður sem beri nafnið Nicolas Levan- neur og hafi atvinnu af kabarett- söng. Þegar Gossuin mætti til æfinga fyrir alheimskeppnina í Puerto Rico á mánudag kröfðust for- svarsmenn keppninnar að hún sýndi fram á að hún væri hvorki klæðskiptingur né kynskiptingur og kölluðu á lækni til að ganga úr skugga um kynferði ungfrú Gossuin. „Ef í ljós kemur að hún er karlmaður verður hún send aft- ur til Frakklands,“ segir talsmað- ur keppninnar. Ruglingur við keppnina um „Miss Trans“ Frakkar taka þessum efasemd- um sem móðgun við frönsku kven- þjóðina. „Ég er yfir mig hneyksl- uð,“ sagði Genevieve de Font- enay, umsjónarmaður keppninnar um ungfrú Frakkland, við The Daily Telegraph. Kvað hún málið allt vera á misskilningi byggt. Bandaríska slúðurblaðið New York Daily News hefði birt frétt sem byggðist á orðrómnum en hann hefði komið til af ruglingi við aðra keppni – „Miss Trans“ – þar sem þátttakendurnir væru kyn- skiptingar. Er ungfrú Frakk- land herra? París. AFP, The Daily Telegraph. Reuters Ungfrú Frakkland, Elodie Gossuin, á Puerto Rico. FULLTRÚAR Grænlendinga á danska þjóðþinginu hafa lýst þeirri skoðun sinni, að Græn- lendingar eigi að færa efnahags- lögsöguna út í 350 mílur til að komast yfir hugsanlegar auð- lindir á norðurpólnum. Kemur þetta fram í netútgáfu Norden i veckan en haft er eftir þjóðréttar- og hafréttarsér- fræðingum, að ósk af þessu tagi yrði seint samþykkt. Sam- kvæmt hafréttarsáttmála Sam- einuðu þjóðanna má efnahags- lögsagan ekki vera stærri en 200 mílur. Grænlensku þingmenn- irnir hafa hvatt dönsk stjórn- völd til að huga að málinu en þau hafa ekkert tjáð sig um það enn. Vilja 350 mílna lögsögu Ósló. Morgunblaðið. HEITAR umræður urðu um endur- skoðun á sameiginlegri sjávarút- vegsstefnu Evrópusambandsins á fundi sjávarútvegsráðherra aðildar- ríkjanna í Lúxemborg í gær. Franski ráðherrann Jean Glavany brást reiður við þeirri tillögu, að floti ESB-ríkjanna yrði skorinn niður um þriðjung til að stöðva ofveiði en þessi tillaga er ein af mörgum, sem fram koma í grænbók framkvæmda- stjórnar ESB um framtíð sjávarút- vegsstefnunnar. „Ég ætla að segja þetta tæpitungulaust. Ég er ekki tilbúinn til að samþykkja að 40% franskra fiskiskipa verði lagt,“ sagði Glavany. Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, kvaðst vona, að ný sjávarút- vegsstefna gæti gengið í gildi fyrir árslok 2002 en spænski ráðherrann var jafn óhress og sá franski með til- lögurnar. Ráðherrarnir viðurkenndu hins vegar allir, að gera yrði meira til að vernda fiskstofnana. Sjávarútvegsráðherrar ESB Deilt um niðurskurð Lúxemborg. AP. FIMMTÁN ár eru í dag liðin í frá slysinu í Tsjernobyl- kjarnorkuverinu í Úkraínu 1986 er sprenging varð í einum kjarnakljúfanna. Var geislunin frá henni 500 sinnum meiri en frá kjarnorkusprengjunni, sem varpað var á Hiroshima 1945. Talið er, að allt að 30.000 manns hafi látið lífið af völdum hennar. Stjórnvöld í Sovétríkj- unum, sem þá voru, sögðu, að aðeins 31 maður hefði látist vegna slyssins en upplýsingar frá úkraínskum sjúkrahúsum og læknum benda til hinnar tölunnar. Þá er talið, að geislunin hafi valdið sjúkdómum eða öðrum meinum í þremur milljónum manna, þar af er þriðjung- urinn börn. Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, ætlaði að vera við minningarathöfn um hina látnu í dag en mynd- in er frá athöfn, sem fram fór í gær til minningar um þá, sem létust í baráttunni við eldinn í kjarnorku- verinu. Reuters Fimmtán ár frá Tsjernobyl-slysinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.