Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 4

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LAUSAGANGA búfjár er almennt vandamál á Íslandi að sögn Stein- gríms Ingvarssonar, umdæmisverk- fræðings Vegagerðarinnar á Sel- fossi. Hann sagði að áætlaður kostnaður við að girða meðfram þjóðvegi 1, á þeim stöðum á landinu þar sem meira en 300 bílar færu um á hverjum degi að sumarlagi, og lagfæra núverandi girðingar væri um 550 milljónir króna, því væri ljóst að verkið í heild yrði unnið á töluvert löngum tíma. Steingrímur sagði að sveitar- stjórn Mýrdalshrepps hefði óskað eftir því við Vegagerðina að girt yrði meðfram þjóðvegi 1 í hreppn- um, en að lausaganga búfjár væri þó ekkert meira vandamál þar en annars staðar á landinu. Vegna þessa hefði sveitarstjórn Mýrdals- hrepps og búnaðarfélög Hvamms- og Dýrhólahrepps boðað til fundar með landeigendum á Hótel Dyr- hólaey. Steingrímur sagði að stefnt væri að því að eftir tvö ár yrði búið girða meðfram þjóðvegi 1 í hreppnum á þeim stöðum þar sem meira en 300 bílar færu um á hverjum degi að sumarlagi. Hann sagði að fundurinn hefði verið haldinn til þess að kynna bændum á svæðinu þessi áform og sagði hann að sér hefði fundist viðhorf þeirra gagnvart verkinu jákvætt. Steingrímur sagði að þegar væri girt meðfram hluta vegarins í Mýrdalshreppi, en þó ætti enn eftir að girða tiltölulega langan kafla, bæði yfir Reynisfjall og austur á Sólheimasandi. Hann sagði að til þess að ljúka verkinu þyrfti að girða samtals 21 kílómetra og að áætlaður kostnaður við verkið væri um 11 milljónir króna, eða um 500 þúsund krónur á hvern kíló- metra. Viðhaldsskyldan er í höndum Vegagerðarinnar Að sögn Steingríms er ekki búið að ganga frá verksamningum en hann sagðist hafa lofað að beita sér fyrir því að verkið yrði unnið á næstu tveimur árum. Ef það gengi eftir yrði Sólheimasandur girtur fyrst og síðan vegurinn yfir Reyn- isfjall. Að því loknu yrðu þær girð- ingar sem þegar væru meðfram veginum lagfærðar. Þegar verkinu yrði lokið yrði girt frá Vík og vest- ur að Jökulsá og þar með í gildi bann við lausagöngu búfjár við veg- inn. Steingrímur sagði að verkið yrði greitt af Vegagerðinni og að sam- kvæmt nýmæli í vegalögum væri viðhaldsskyldan einnig í hennar höndum gegn því að bann við lausa- göngu búfjár verði sett á. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps fundar um bann við lausagöngu búfjár Um 550 milljónir kostar að girða meðfram þjóðvegi 1 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rætt var um bann við lausagöngu búfjár og áform um að girða meðfram þjóðvegi 1 í Mýrdalshreppi á fundi með bændum á Hótel Dyrhólaey. ELSTU núlifandi Íslendingar verða 106 ára í haust. Elsti núlifandi Íslend- ingurinn er Helgi Símonarson, bóndi á Þverá, en hann fæddist 13. septem- ber árið 1895. Honum næst í aldri er Elín Magnúsdóttir, sem er elst kenna og tæpum tveimur mánuðum yngri en Helgi, fædd 4. nóvember 1895. Mun fleiri konur eru 100 ára eða eldri, en samkvæmt þjóðskránni eru 30 konur og 13 karlar á lífi í dag sem fædd eru 1901 eða fyrr og hafa íslenskt ríkis- fang. Talsverð breyting hefur orðið á fjölda manna sem ná því að verða 100 ára eða eldri frá fyrri tíð og varð breytingin mest á síðustu áratugum 20. aldar. Á 19. öld og langt fram eftir þeirri 20. náðu aðeins örfáir einstak- lingar því að verða aldargamlir en síð- ustu áratugina hafa sífellt fleiri náð því takmarki að verða 100 ára. Af þeim fjölda eru mun fleiri konur sem ná því að verða 100 ára og eldri. Hinn 1. desember 1991 voru 27 konur 100 ára og eldri samkvæmt mannfjölda- tölum Hagstofu Íslands en aðeins 4 karlar. Á síðasta áratug 20. aldar hafa á bilinu 22 til 27 konur verið eldri en 100 ára 1. desember á hverju ári og karlar á bilinu 4 til 8. Hinn 1. desem- ber 1999 voru 19 konur eldri en 100 ára og 7 karlar. Samkvæmt því sem fram kemur í manntölum allt frá árinu 1703 var býsna fátítt að landsmenn næðu því að verða aldargamlir. Í manntalinu 1703 er einn karl skráður 100 ára eða eldri, árið 1835 er líka einn karl skráð- ur aldargamall, tveir árið 1840 og einn árið 1850. Í manntölum sem tekin eru með tíu ára millibili á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar eru engir Íslendingar skráðir 100 ára eða eldri. Það er ekki fyrr en 1950 að fjórir ein- staklingar hafa samkvæmt manntali náð aldarafmæli, allt konur. Sama er uppi á teningnum árið 1960 en árið 1970 er einn karlmaður skráður 100 ára eða eldri og tvær konur. Árið 1980 eru konurnar orðnar 6 á móti einum karli og árið 1990 voru 22 einstakling- ar skráðir 100 ára eða eldri.                                                                                             33 Íslending- ar eldri en hundrað ára Elstu Íslendingarnir verða 106 ára í haust TÉKKNESKA skákkonan Lenka Ptacnikova heyr um þessar mundir einvígi við Pál Agnar Þórarinsson um sæti í landsliðsflokki og gæti þar af leiðandi orðið fyrsta konan sem keppir á Skákþingi Íslands. Þau tefla fjórar skákir og hefur Lenka unnið fyrstu tvær. Þriðju skákina tefla þau á föstudag. Lenka er 25 ára gömul og lauk hagfræðiprófi í heimalandi í sínu í fyrra. Sama ár flutti hún til Ís- lands en hún er sambýlis- kona Helga Áss Grét- arssonar stórmeistara og á með honum eins og hálfs árs gamla dóttur. Skákina stundar hún nú sem áhuga- mál en tími hennar fer einkum í að annast dóttur sína og læra smávegis í ís- lensku. Lenka er alþjóðlegur meistari og hefur teflt frá fimm ára aldri. Skáknám hóf hún síðan er hún var komin á unglingsaldur. „Í Tékk- landi er það fremur sjaldgæft að foreldrar láti ungar dætur sínar fara að tefla, en þeim mun algengara er það með stráka,“ segir Lenka í samtali við Morg- unblaðið. „Af þessum sökum hefja stúlkur skákferil sinn seinna en strákar og ferlinum lýkur að sama skapi fyrr ekki síst vegna þess að þeim gengur verr á mótum. Stúlkum í Tékk- landi er ekki ætlað að læra mik- ið í skák og því er hvatningin ekki mikil.“ Hún segist sjálf hafa verið heppin í æsku þar sem hún átti eldri bróður sem átti að fara í læri hjá skákkenn- ara. Kennarinn ákvað að kenna systkinunum báðum þegar til kom og síðar fékk hún frekari kennslu hjá kennara frá Hvíta- Rússlandi. Hún segir skákumhverfið mjög áhugavert á Íslandi og segir almenning mun fróðari um íþróttina en í Tékklandi. „Skákin hefur einhverra hluta vegna mun sterkari hefð hér en í Tékklandi,“segir hún og bætir við að það sé sjald- gæft að finna eins marga sterka skákmenn hjá fá- mennri þjóð og raun ber vitni hérlendis. En hvað segir Lenka um þriðju einvígisskákina við Pál Agnar á föstudag? „Ég held að staða mín gagnvart honum sé ekki svo slæm vegna þess að það er erfiðara fyrir hann að mæta til leiks vitandi það að hann verður að vinna. Engu að síður getur hann verið hættulegur þegar hann vill. Hann verður með hvítt á móti mér og það gerir mér erfiðara fyrir en ella. Ég verð því að vera varkár,“ segir Lenka Ptacnikova. Lenka Ptacnikova keppir að því að tefla í landsliðsflokki Lenka Ptacnikova. Skákumhverfið áhugavert á Íslandi SKIPSTJÓRINN á trillunni Kló RE-33, sem strandaði á grynningum við Grundarfjarðarhöfn í gær, segir að auglýsa hefði átt betur þær fram- kvæmdir sem unnið væri að við höfn- ina, en verið er að lengja norðurgarð hennar og hefur möl því verið dælt upp við endann á garðinum. Ellert Svavarsson, skipstjóri trill- unnar, sagðist hafa róið á svæðinu allt síðasta sumar og því væru stað- hæfingar hafnarvarðar um að hann væri ekki kunnugur á þessum slóð- um ekki réttar. Þá sagðist Ellert ekki telja að hann hefði verið á tals- verðri ferð eins og hafnarvörðurinn hefði haldið fram, trillan hefði gengið á 7 mílna hraða þegar atvikið hefði átt sér stað. Í samtali við Morgunblaðið, sem birtist í gær, sagði hafnarvörðurinn að bauja hefði verið sett út til að vara sjófarendur við hættunni, en skip- stjórinn ekki áttað sig á henni og því lent á rifinu á talsverðri ferð. Ellert sagði að baujan væri mjög lítil og í þeim aðstæðum sem hefðu verið í fyrradag hefði hún ekki sést. Þá hefði vitinn á staðnum verið grænn og því hefði hann siglt eftir honum. Hann sagði það vera sína skoðun að breiða hefði átt yfir vitann og auglýsa framkvæmdirnar og nýju baujuna betur t.d. í skiparadíói til þess að sjófarendur áttuðu sig á að- stæðum. Hann sagði að fyrir nokkr- um dögum hefði annar bátur lent í svipaðri reynslu en náð að losa sig. Auglýsa hefði átt framkvæmd- ir betur Skipstjórinn á Klónni RE-33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.