Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 12

Morgunblaðið - 26.04.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segist í samtali við Morg- unblaðið vera ósáttur við þá um- ræðu sem átt hefur sér stað að und- anförnu um smásöluálagningu í stórmörkuðum. Í kjölfar skýrslu Samkeppnisstofnunar um grænmet- is- og ávaxtamarkaðinn hafi sá vöru- flokkur verið tekinn sérstaklega út úr annarri matvörusölu og margir haft stór orð uppi um háa álagn- ingu. „Við höfum lagt fram gögn varð- andi Hagkaup sem sýna að með- altali 47–48% álagningu fyrstu þrjá mánuði ársins á grænmeti og ávöxt- um. En við megum ekki gleyma heildarmyndinni, að horfa á þetta í heild í verslunum Baugs. Enginn hefur viljað horfa á Bónustölurnar, þær hafa ekki þótt nógu krassandi til að sýna fram á háa álagningu. Það segir sig sjálft að þær verslanir sem hafa hærra þjónustustig eru með meiri álagningu og vöruúrval og lengri afgreiðslutíma en til dæm- is Bónus. Kjarni málsins að okkar mati er sá að framlegð af sölu mat- vara er 28% í verslunum Baugs, miðað við síðasta ár. Við rekum okkar fyrirtæki á krónum en ekki prósentum og auðvitað koma dæmi þess að vörur þurfa að skila ákveð- inni krónutölu til að standa undir sér. Prósentutölur sýna ekki alla myndina. Ef við erum með ávaxta- borð sem kostar milljón í rekstri þá þarf að hafa upp í þann kostnað,“ segir Jón Ásgeir. Verð breytist oft yfir daginn Hann segir samkeppnina í sölu á grænmeti og ávöxtum mikla og meiri en margur haldi. Sem dæmi nefnir hann að starfsmenn Bónuss fari á hverjum einasta degi í alla stórmarkaði á höfuðborgarsvæðinu til að kanna verð á grænmeti og ávöxtum. Hinir stórmarkaðirnir geri þetta líka. „Verð breytist kannski margsinn- is yfir daginn, bæði í Bónusi og hjá keppinautum okkar. Þess eru dæmi að Bónus og Hagkaup bregðist við á miðjum degi með því að lækka verð á ákveðnum vörutegundum, bara til að standa sig í samkeppninni. Heild- salarnir sem hafa gagnrýnt okkur fyrir fákeppni og einokun vita bet- ur. Þeir vita hvernig þetta er og hvað samkeppnin er mikil. Fyrir þá sem vilja vita það þá er hér bullandi samkeppni. Við sem erum í þessari atvinnugrein hefðum varla verið að verja einum og hálfum milljarði króna í nýjar verslanir á síðasta ári ef við værum í engri samkeppni. Vöxturinn á markaðnum er ekki þess eðlis að það borgi sig að setja upp 11 nýjar verslanir, eins og gert var í fyrra. Þessa nýju verslanir munu taka af þeim eldri. Ef sam- keppnin væri engin þá myndum við líklega skipta þessu á milli okkar eins og grænmetisfyrirtækin. Þann- ig að við myndum þá hafa eina verslun í Breiðholti og eina úti á Seltjarnarnesi,“ segir Jón Ásgeir. Lítill hagnaður af matvöruverslun Hagnaður af sölu á matvöru hefur í gegnum tíðina verið afar lítill, að sögn Jóns Ásgeirs, og það sama gildir um grænmeti og ávexti. Sem dæmi nefnir hann að hagnaður af matvöru- versluninni, sem hlut- fall af heildarveltu Baugs í matvöru upp á 17–18 milljarða, sé á bilinu 1 til 1,5%, eða 170 til 270 milljónir króna. Jón Ásgeir seg- ir það 2% lægra en t.d. hjá versl- anakeðjunni Tesco á Englandi. Þá hafi KEA upplýst nýlega að hagn- aður af sölu matvara hafi verið 10 milljónir í fyrra í 4,9 milljarða veltu á matvöru. „Menn hafa uppi ásakanir um gegndarlausa álagningu í smásöl- unni og fákeppni. Þetta birtist alls ekki í niðurstöðutölum þessara fyr- irtækja vegna þess að samkeppnin er gríðarleg. Fólk hefur ekki viljað horfa á þessar staðreyndir sem liggja fyrir. Þingmenn fara í pontu og bilast vegna mikillar álagningar. Þeir vilja ekki horfa á það að ef álagningin er svona mikil þá hlýtur hún að eyðast upp í slæmum rekstri, sem ég tel ekki vera, eða þá að hún kemur út í heildarafkom- unnni. Hún kemur ekki fram þar heldur,“ segir Jón Ásgeir. Spurður um skýringar á lélegri afkomu af matvöruverslun, eins og hann heldur fram, segir Jón Ásgeir þær vera ýmsar. Ekki hafi náðst fram nægileg hagræðing og síðan sé mikil og virk samkeppni. „Þegar Baugur varð til skilaði það ákveðnum samlegðaráhrifum, sérstaklega í innkaupunum, sem hefur skipt miklu máli fyrir Baug og var kjarni þess að matvöruverð hækkaði mun minna en almennt verðlag á síðasta ári. Við nutum hagkvæmni þessarar stærðar,“ seg- ir Jón Ásgeir. Að hans sögn var framlegð á grænmeti og ávöxtum að meðal- tali 22,5% í verslunum Bónuss á síðasta ári, en um 32% í verslun- um Hagkaupa. Hann segir að þá sé eftir að draga frá rýrnun og afskurð sem sé stór liður í álagning- unni. „Oft og tíðum erum við búnir að flytja þessar vörur yfir hálfan hnöttinn og þær geta verið við- kvæmar, eins og til dæmis sveppir. Stundum þurfum við að skera af um fimmtung af sumu grænmeti til að gera það söluhæft.“ Jón Ásgeir bendir á að sam- kvæmt nýlegri skýrslu breskra samkeppnisyfirvalda hafi framlegð að meðaltali verið 26,2% í 29 versl- anakeðjum á Englandi. Sambærileg tala fyrir verslanir Hagkaupa fyrstu þrjá mánuðina á þessu ári hafi verið um 21% framlegð og þá sé eftir að taka tillit til rýrnunar í kælivörunni. Jón Ásgeir er ósáttur við þá tolla sem landbúnaðarráðuneytið hefur sett á innflutt grænmeti og ávexti. Þetta séu ekki verndartollar heldur ofurtollar. Sem dæmi nefnir hann græna papriku sem nýlega fékk 298 króna magntoll á hvert kíló og verð- toll upp á 22,5%. Að viðbættum 14% virðisaukaskatti sé þetta ekkert annað en ofurtollur. Hann tekur sem dæmi að ef Bónusi dytti í hug að hafa „hressilegt“ tilboð á grænni papriku í verslunum sínum um næstu helgi, og sleppa allri smásölu- álagningu, þyrfti um 450 kassa í tíu verslanir Bónuss. Sölufélag garð- yrkjumanna gæti aldrei afgreitt svo stóra pöntun með jafnskömmum fyrirvara, í mesta lagi væri hægt að fá 150 kassa. Jón Ásgeir segir inn- kaupsverð grænnar papriku, ásamt flutningskostnaði, vera 270 krónur kílóið og að viðbættum verðtolli, magntolli og virðisaukaskatti fari kílóverðið í 790 krónur. „Á þessari leið paprikunnar hefur varan farið úr 270 í 790 krónur og allt komið í vasa ríkisins, eða 520 krónur. Það versta við þetta er að ekki er verið að vernda neitt, fram- boð er ekki fyrir hendi á þessari vöru hér heima. Aldrei er heldur hringt í okkur og spurt um framboð á vörunni áður en tollar eru lagðir á hana. Það er hringt í bændur og heildsala en aldrei talað við smásal- ana,“ segir Jón Ásgeir. Hann telur tollakerfið hér á landi vera þess eðlis að það kalli á mis- notkun. Sem dæmi nefnir hann sveppi. Tollar á innflutta sveppi séu óeðlilega háir og ekki sé eðlilegt að íslenskir skattgreiðendur séu látnir halda uppi einum sveppaframleið- anda í landinu. Hann segir íslenska framleiðendur vera með gæðavöru sem standi sig vel í samanburði við innflutt grænmeti. Hann telur ís- lensku framleiðsluna geta staðið sig vel í samkeppni við það innflutta og að verndartolla þurfi þar ekki. Neytendur þurfi að hafa val og fáist varan á svipuðu verði muni þeir velja frekar innlenda framleiðslu. Óeðlilegir viðskiptahættir með mjólk og osta Jón Ásgeir er ósáttur við fyrir- komulag viðskipta á mjólk og ostum við Mjólkursamsöluna, MS og Osta- og smjörsöluna. Hann segir Bónus og aðrar verslanir Baugs hafa gagn- rýnt það í langan tíma að ekki sé hægt að kaupa mjólkurvörur á lægra verði en sá sem selur þær fyrir t.d. 20 milljónir á ári. Mjólkur- og osta- sala Baugsverslana nemi rúmum tveimur milljörðum króna yfir árið. Hann bendir á að mjólk og ostar vega 18% af innkaupakörfu neytenda á meðan hlutur grænmetis og ávaxta sé um 8%. „Okkur finnst þetta mjög óeðli- legt og þetta gerist í raun enn og aftur í skjóli hárra verndartolla. Verndartollar á þessum vörum kosta almenning í landinu tvöfalt á við það sem grænmeti og ávextir hafa búið til. Ef þessi tvö fyrirtæki væru í samkeppni við erlendan inn- flutning þá væri alveg ljóst að við myndum geta boðið betri kjör og lækkað þá verð á mjólkurafurðum til almennings. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru alveg gríðarlegir. Við höfum einnig bent á að fram- leiðni í mjólkuriðnaði hefur ekki verið til fyrirmyndar. Þarna erum við að tala um stóran lið í innkaup- um almennings sem skiptir meira máli en grænmeti og ávextir. Í raun tapar matvöruverslunin á þessum vörulið þar sem hún fær ekki að njóta hagkvæmni stærðarinnar, líkt og hjá öðrum birgjum. Ef við kaup- um einn gám með vörum þá njótum við betri kjara en ef við hefðum keypt aðeins eitt bretti,“ segir Jón Ásgeir. Hann bætir við að sumar vörur frá Osta- og smjörsölunni séu verð- merktar og þar með séu línurnar lagðar um útsöluverðið. Í raun sé Baugi skömmtuð álagningin á ost- um í þessum tilfellum. Erlend fjárfesting skilar sér heim í lægra vöruverði Baugur hefur að undanförnu fjár- fest gríðarlega í verslunarhúsnæði hér á landi en einnig fjárfest erlend- is, nú síðast í Bills Dollar Stores í Bandaríkjunum. Áður hafði Baugur sett upp Bonus Dollar Stores þar vestra og til stendur að sameina þessar verslanakeðjur og vöruhús þeirra síðar á árinu. Jón Ásgeir hef- ur orðið var við gagnrýni á þessar erlendu fjárfestingar Baugs um að nær hefði verið að verja hagnaðin- um í að lækka vöruverð til íslenskra neytenda enn frekar. Jón Ásgeir segir viðskiptavini Bónuss hafa sýnt mikla tryggð við fyrirtækið í gegnum árin en hann telur að kökunni hafi verið skipt með sanngjörnum hætti. Bónus hafi á sínum tíma stuðlað að lægra vöru- verði með hagstæðum innkaupum og með samstarfi síðar meir við er- lenda birgja og dreifingaraðila hafi tekist að lækka verðið enn meira. Gríðarleg hagræðing hafi átt sér stað í greininni. „Við höfum sagt að við ætlum að sækja þá 6 milljarða sem þarf í þessar fjárfestingar til okkar hlut- hafa auk lántöku hjá fjármálastofn- unum. Við teljum að þessar fjárfest- ingar séu hagkvæmar. Með innkaupasamstarfi við Bills Dollar Stores getur innkaupaafl Baugs í mörgum vöruflokkum allt að sex- faldast sem skilar sér í lægra vöru- verði til neytenda,“ segir Jón Ásgeir og telur að sumar vörutegundir geti lækkað um á annan tug prósenta. Lækkunin geti átti sér stað strax í haust þegar samstarfið við Bills Dollar Stores hefst. Hann segir að hið sama sé að gerast með fjárfest- ingum í verslanakeðjunni Arcaadia og með samstarfinu við Debenhams. Innkaup á fatnaði og öðrum sérvör- um skili sér hingað heim í hag- kvæmara vöruverði. „Ef við stöndum okkur ekki í þessari samkeppni þá er ég hand- viss um að einhver annar aðili mun koma á markaðinn og gera það. Við sættum okkur ekki við lakari rekst- ur á verslunum okkar en annars staðar erlendis. Við ætlum og viljum standa okkur,“ segir Jón Ásgeir. Fagfjárfestar vita betur Hann segir umræðuna að und- anförnu hafa skaðað ímynd smá- söluverslunar í landinu. Hún hafi ekki mátt við neikvæðri umræðu þar sem stórir aðilar á markaðnum hafi gjarnan átt undir högg að sækja. Hins vegar hafi hlutabréfamark- aðurinn ekki látið um- ræðuna villa sér sýn. Fagfjárfestar viti bet- ur og hvernig rekstur Baugs er uppbyggður. Þeir sjái að tugir prósenta í hagnaði af sölu grænmetis og ávaxta liggi ekki eftir í vösum eigendanna. Þá hvetur Jón Ásgeir aðra á markaðnum til að leggja fram sam- bærileg gögn og Baugur og Hag- kaup hafa gert að undanförnu, og m.a. hafa verið birt í Morgun- blaðinu. Heildsalar og framleiðend- ur þurfi að leggja fram sín gögn og landbúnaðarráðuneytið sömuleiðis varðandi áhrif tollanna. Jón Ásgeir Jóhannesson er ósáttur við umræðuna um smásöluálagningu stórmarkaðanna Samkeppnin er meiri en margur heldur Morgunblaðið/Þorkell Jón Ásgeir Jóhannesson gagnrýnir viðskiptahætti MS og Osta- og smjörsölunnar og telur óeðlilegt að Baugur, sem kaupir mjólkurafurðir fyrir rúma 2 milljarða á ári, njóti sömu kjara og sá er kaupir fyrir 20 milljónir. Hann bendir á að mjólk og ostar vega 18% af innkaupakörfu neytenda en hlutur grænmetis og ávaxta eru um 8%. Forstjóri Baugs segir ímynd smásöluverslunar í landinu hafa beðið hnekki í umræðunni að undanförnu um álagningu á grænmeti og ávexti. Í viðtali við Björn Jóhann Björnsson hvetur hann heildsala, framleiðendur og landbúnaðarráðuneytið til þess að leggja fram öll gögn líkt og Baugur og Hagkaup hafa gert. bjb@mbl.is Enginn hefur vilj- að horfa á Bón- ustölurnar, þær hafa ekki þótt nógu krassandi Aldrei er hringt í okkur og spurt um framboð áður en tollur er lagður á vöru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.