Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 14

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR breytingar hafa átt sér stað við Kópavogs- höfn undanfarin misseri. Bæði er um að ræða breyt- ingar vegna framkvæmda við höfnina sjálfa og hafnargarð- inn auk þess sem margar byggingar hafa verið reistar á svæðinu. Jóhannes Guðmundsson hafnarvörður segir að á und- anförnum tveimur árum hafi verið byggðar átta nýjar byggingar á svæðinu auk þess sem verið sé að ljúka við níu burstahús sem hafi verið hugsuð sem verbúðahús en útgerðaraðilar séu í þremur þeirra. Fyrir einu og hálfu ári hafi verið um 170 starfs- menn á svæðinu en nú séu töluvert yfir 200 manns í vinnu þarna sem segi margt um aukningu starfseminnar. Hann segir að unnið sé á fullu við að gera svæðið í heild stöðugt aðgengilegra og betra til allra hluta en unnið hafi verið að mikilli landfyllingu á undanförnum árum. Búið er að malbika að- keyrsluna að norðurgarðin- um og lýsa upp svæðið en um 20 ljósastaurar hafa verið settir þar upp á nýliðnum vikum. Þrír bátar hafa verið gerðir út frá Kópavogi en Jó- hannes segir að í janúar hafi ís gert þeim lífið leitt. Tveir þeirra hafi því verið gerðir út annars staðar síðan en stefnt sé að því að bátar verði gerð- ir í auknum mæli út frá Kópavogi. Norðurgarðurinn lengdur Á svæðinu eru nokkrar fiskvinnslur sem kaupa fisk af bátum og á fiskmörkuðum. „Hér er fjölbreytt vinnsla, þrjár nokkuð stórar vinnslur og svo nokkrar minni,“ segir Jóhannes. „Ein vinnur til dæmis grálúðu og steinbít, önnur er einkum í saltfiski og svo framvegis.“ Miklar hafnarframkvæmd- ir standa fyrir dyrum en lengja á norðurgarðinn og verður hann 170 metrar í stað 95 m eins og hann er nú. Í vetur hefur verið unnið við að hlaða upp grjótgarð með allri höfninni og er sú vinna langt komin auk þess sem skipt hefur verið um jarðveg við höfnina fyrir malbikun, en grjótið hefur komið úr Smáranum í Kópavogi. Í smábátahöfninni eru bás- ar fyrir 54 báta og segir Jó- hannes að í fyrra hafi höfnin átt viðskipti við um 90 manns vegna bátanna. Á skömmum tíma hafa ris- ið fjórar stórar skemmur á svæðinu, sú stærsta um 5.000 fermetrar að stærð, en Jó- hannes segir að hugmyndin sé að hafnvæn starfsemi verði í öllum byggingum á svæðinu. Í því sambandi nefnir hann aukna vöruflutn- inga og auknar landanir fiskiskipa, en átta metra dýpi er við hafnargarðinn á fjöru. „Augu manna hafa opnast mjög mikið fyrir ýmsum möguleikum sem hér eru til staðar,“ segir Jóhannes og bætir við að aldrei komi út- hafsbára inn frá Faxaflóa heldur aðeins vindbára. Því sé innsiglingin mjög góð. Gamall draumur verður að veruleika „Framsýnir menn sögðu fyrir áratugum að hér væri mjög góð aðstaða til hafna- framkvæmda og byrjað var að byggja vísi að höfn um miðja nýliðna öld,“ segir Jó- hannes, en lengi var höfnin ekkert nema lítill steingarð- ur. Hann er þarna enn en nú í skjóli og við hann er sjó- setningaraðstaða. „Þegar bú- ið er að byggja grunninn og fyrstu hæðina er ekki um annað að ræða en ljúka við húsið og hafnarsvæðið hérna er komið á álíka stig – það á bara eftir að ljúka byrjuðum framkvæmdum,“ segir Jó- hannes. Höfnin hefur tekið miklum breytingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhannes Guðmundsson, hafnarvörður í Kópavogi, á norðurgarðinum sem á að lengja. Í baksýn er grjótgarður í hleðslu framan við burstahúsin, sem hugsuð voru sem verbúðarhús. Kópavogur ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við Berg- brot ehf. vegna endurnýj- unar á umhverfi við Hall- grímskirkju á Skólavörðu- holti en ekki var hægt að taka tilboðum frá tveimur lægstbjóðendum í fram- kvæmdirnar. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 72 til 73 milljónir króna og skiptist hann á milli Reykjavíkurborgar, ríkisvaldsins og kirkjunnar, en framkvæmdum á að vera lokið um miðjan október nk. Fyrir nokkrum árum var gengið frá torginu fyrir framan Hallgrímskirkju, en að sögn Sigurðar I. Skarp- héðinssonar gatna- málastjóra hafa frekari framkvæmdir á umhverfinu legið niðri þar til nú vegna þess að fjárveitingar hafa ekki verið til staðar. Í þessum áfanga á að ganga frá lóðinni vestan kirkjunnar og bifreiðastæð- um milli hennar og Eiríks- götu. Áætlað er að um helm- ingur kostnaðar falli innan lóðar kirkjunnar og greiða ríki og kirkjan tvo þriðju hluta þess kostnaðar en Reykjavíkurborg þriðjung auk þess sem hún greiðir all- an kostnað utan lóðar, þ.e. á landi borgarinnar, eða sam- tals um 49 milljónir. Kostnaðaráætlun um- rædds verks í haust sem leið hljóðaði upp á 48,6 milljónir og var þá gert ráð fyrir 30 millj. kr. framlagi frá borg- inni og 16 milljónum frá rík- inu auk framlags frá kirkj- unni, en tilboð Bergbrots var um 45 milljónir eða um 92,7% kostnaðaráætlunar. Þá var verkið óhannað og kostnaður vanmetinn, að sögn Sigurðar, en til að brúa bilið verða einhverjar til- hliðranir og skorið niður í öðrum verkum ef með þarf. Sigurður segir að reynt sé að sjá til þess að ekki sé var- ið meiri fjármunum til gatna- og holræsagerðar heldur en áætlun segir til um en heimilt að hliðra til milli verka ef á þarf að halda. Með samþykkt borgarráðs í fyrradag var kominn á bindandi samningur við Bergbrot en gatnamálastjóri lagði til að tveimur lægstu tilboðunum yrði hafnað, stjórnendur Hallgrímskirkju voru sammála því og stjórn Innkaupastofnunar lagði til að tilboði Bergbrots yrði tekið. Átta tilboð bárust í verkið og átti Windsor hf. lægsta tilboðið, um 36 milljónir eða 73,15% kostnaðaráætlunar frá því á liðnu hausti. Sig- urður segir að gögn sýni m.a.mjög lítinn rekstur fyr- irtækisins árin 1999 og 2000 og varhugavert sé að láta það fá eins mikið verk og um ræðir. Artic verktakar ehf. voru með næstlægsta tilboðið, um 39 milljónir eða um 80% af kostnaðaráætlun. Sigurður segir að verktakinn hafi ekki skilað umbeðnum gögnum um fjárhagsstöðu og því hafi hann dæmt sjálfan sig úr leik. Framkvæmdir á lóð Hallgrímskirkju Áætlaður kostnað- ur um 73 milljónir Skólavörðuholt Morgunblaðið/Ásdís Frágangi við lóð og bílastæði við Hallgrímskirkju Eiríksgötumegin á að vera lokið um miðj- an október í haust, en ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Bergbrot um verkið. TILBOÐ í byggingu fjölnota íþróttahús sem reisa á í Smáranum á íþróttasvæði Breiðabliks voru opnuð á þriðjudag en gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 20. janúar árið 2002. Um svokall- að alútboð var að ræða en í því felst að verktaki sér um bæði hönnun og byggingu hússins sem verður yfir nú- verandi sandgrasvöll Breiða- bliks ásamt tengibyggingu að Smáranum. Einnig er gert ráð fyrir að nota megi húsið undir sýningar og samkomu- hald fyrir allt að 4.000 manns. Sex tilboð bárust í verkið og kom lægsta tilboðið frá Risi ehf og hljóðaði upp á rúmar 294 milljónir. Hæsta tilboðið var aftur á móti rúm- ar 710 milljónir og kom frá Vélsmiðjunni Gils ehf. Að sögn Þórarins Hjaltasonar, bæjarverkfræðings í Kópa- vogi, var ekki gerð formleg kostnaðaráætlun þar sem um alútboð var að ræða og því þurfi að taka tillit til fjölda annarra þátta en upphæð til- boðsins. Í framhaldinu mun tæknideild Kópavogsbæjar fara yfir tilboðin og bera þau saman. Grunnflötur knatthússins sem byggja á er áætlaður 9.204 fermetrar og gerir skipulag svæðisins ráð fyrir að núverandi sandgrasvöllur verði fluttur 10–15 metra til suðurs og húsið komi þar yf- ir. Tengibyggingin, sem á að tengja saman knatthúsið og Smárann, verður um 260 fer- metrar að grunnfleti og er því alls um tæplega 9.500 fer- metra byggingu að ræða. Tilboð opnuð í fjölnota íþrótta- hús á æfingasvæði Breiðabliks Rúmlega 400 milljóna mun- ur á tilboðum Smárinn OFANLEITI var lokað um stund vegna steypufram- kvæmda við Háskólann í Reykjavík nú í vikunni. Að sögn Þorgríms Guðmunds- sonar hjá umferðardeild lög- reglunnar í Reykjvík eru gefnar út svokallaðar fram- kvæmdaheimildir þegar um slíkar framkvæmdir er að ræða. Þar er tilgreint að leyfis- hafi þurfi að láta slökkvilið og Strætisvagna Reykjavíkur vita af lokuninni. Hins vegar er ekkert sem segir til um að verktakinn þurfi að láta íbúa í nágrenninu vita ef um skammtímaframkvæmd er að ræða. „Þó mælumst við til þess að verktakinn hafi samband við íbúana ef fyrirvari er til þess. Eins er gert ráð fyrir því að lokunin sé tilhlýðilega merkt og við reynum að stuðla að því að það verði ekki mikið rask fyrir íbúa þegar slíkar framkvæmda- heimildir eru gefnar út,“ seg- ir Þorgrímur. Morgunblaðið/Kristinn Lokað vegna framkvæmda Háaleitishverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.