Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 16

Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKSFJÖLGUN í Bessa- staðahreppi hefur verið um- talsverð á undanförnum árum og er búist við enn meiri fjölg- un í framtíðinni. Þannig voru íbúar hreppsins 1.355 talsins hinn fyrsta desember árið 1997 en gert er ráð fyrir að þeir verði um 1.850–1.900 manns í kringum áramót 2002 og 2003. Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaða- hreppi, segir að markvisst hafi verið stuðlað að uppbygg- ingu í hreppnum á undanförn- um þremur árum og að sú uppbygging muni standa í eitt ár í viðbót. „Við þurftum að fara út í mikla stækkun á Álftanesskóla og uppbygg- ingu á leikskóla. Þegar þessi uppbygging skólanna var í bí- gerð og lokið lá beint við að fá fleira fólk í hreppinn til að nýta skólann,“ segir hann. Verktaki skilar fullbúnu hverfi Biðlistar í leikskólum eru þekkt fyrirbrigði en Gunnar segir þá einnig geta myndast í grunnskólum. „Þess vegna stækkuðum við skólann okkar töluvert mikið og horfðum vel til framtíðar með það. Það gefur okkur aftur möguleika á að taka við fleiri íbúum vegna þess að skólinn ber vel þessa fólksfjölgun,“ segir Gunnar. Fleira fólk kallar á fleiri hús og á þessu fjögurra ára tímabili hefur verið og mun verða byggt á um 110 lóðum í hreppnum, við Hólmatún og Suðurtún. „Þetta eru einbýlishús, rað- hús og parhús sem eru byggð af verktökum en þeir keyptu jarðir á landi sem þegar var skipulagt. Við sömdum við þá um að ganga endanlega frá öllu sem fylgir slíkri íbúða- byggð og sjá þeir um gatna- gerð, göngustíga, leikvelli, umhverfi hverfanna og allar lóðir. Þannig taka verktak- arnir óhreyft land og skila okkur fullbúnu hverfi.“ En hvað er það sem laðar fólk í hreppinn? „Ég held að fólk vilji koma í hreppinn vegna þess að hér er gott að búa. Hér er náttúru- fegurð og mjög rólegt enda minni umferðarþungi og um- ferðarhávaði en víða á höfuð- borgarsvæðinu. Þannig að við höfum skilgreint okkur dálítið sem sveit á höfuðborgarsvæð- inu og það virðist falla mörg- um í geð að búa á svona stað,“ segir Gunnar að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Gunnar Valur í Suðurtúni þar sem byggingarnar rísa óðfluga. Bessastaðir eru í baksýn. Stækkun grunn- skólans kallaði á fleira fólk í sveitina Bessastaðahreppur MYNDLISTARSÝNINGU nemenda í bekk 62 í Húsa- skóla lauk á þriðjudag í Foldasafni sem er útibú Borgarbókasafnsins við Fjörgyn en sýningin hefur staðið frá 20. mars. Af því tilefni fengu krakkarnir viðurkenningar frá safninu fyrir góða sýn- ingu en viðfangsefni henn- ar voru umhverfið og manneskjan. Að sögn myndlistarkenn- ara þeirra, Öldu Ármönnu Sveinsdóttur, stóðu krakk- arnir sig einstaklega vel í undirbúningnum fyrir sýn- inguna en vinnan við hana var liður í viðleitni bekkjar- ins til að brjóta upp hefð- bundið skólastarf og lífga upp á kennsluna. Alda segir að til þess að þetta hafi mátt ganga upp hafi listamennirnir þurft að leggja hart að sér og vanda til vinnunnar. Krakkarnir hafi svo sannarlega sýnt að þeim væri treystandi fyrir svo viðamiklu verkefni og því hafi sýningin orðið að veruleika. Það voru því stoltir og ánægðir myndlistarmenn sem tóku við viðurkenningu á þriðjudag fyrir vel unnin störf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarsýning nemenda í bekk 62 í Húsaskóla vakti mikla hrifningu á Foldasafni. Listmálun lífgaði upp á skólastarfið Húsahverfi HUNDAR ógna fuglalífi á skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð í Mosfellsbæ á vorin og sumrin og vill Skóg- ræktarfélag Mosfellsbæjar að svæðið verði merkt sér- staklega á þann veg að lausa- ganga hunda sé bönnuð. Félagið vísar í því sambandi í samþykkt bæjarstjórnar um hundahald í Mosfellsbæ en þar segir að bæjarstjórn geti ákveðið að merkja ákveðin svæði þar sem ekki má vera með hunda. Einnig getur bæjarstjórn ákveðið að láta afmarka ákveðin svæði þar sem má sleppa hundum laus- um og skulu þessi svæði aug- lýst og kynnt sérstaklega fyrir hundaeigendum. Fuglar nánast horfnir úr skógræktinni Flutningsmaður tillögunn- ar var Guðjón Jensson, vara- maður í stjórn Skógræktar- félags Mosfellsbæjar. „Þetta var samþykkt á að- alfundi og við vísuðum í op- inber fyrirmæli um sam- þykkt um hundahald en þar er einmitt verið að opna þessa leið,“ sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið. „Fuglalífið þarna hefur minnkað mjög mikið og það er fyrst og fremst vegna þess að það eru svo margir sem koma þarna með hunda, bæði úr Reykjavík og Mosfells- bænum, og hleypa þeim út. Það eru margir sem fá sér hunda án þess að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa helst að labba með þá líka. Ég hef horft upp á það að oft er hundunum bara hleypt út úr bílunum og svo er sest aftur inn í og svo kannski eft- ir korter eða hálftíma nennir fólk ekki að vera að standa í þessu lengur og kallar þá á hundinn sinn og svo er ekið heim. Þá er hann búinn að valsa einn um skógarsvæðið allan tímann. Þetta er auðvit- að alveg hið versta mál.“ Að- spurður um hvaða fuglar yrpu þarna svaraði Guðjón að áður fyrr hafi þessir venjulegu mófuglar verpt þar og skógarfuglar, s.s. þröstur og auðnutittlingur, og eins hefði hann fundið þar spóahreiður og rjúpan hefði meira að segja orpið þarna þótt nýja fuglafræðin segði annað. „Nú og svo er fýllinn þarna á næstu grösum. Og það sem mér þótti nú eig- inlega furðulegast af öllu var að þarna verpti stokkönd ár- um saman en það er mjög óvenjulegt að endur verpi í skógum. En þetta er nánast bara horfið. Fuglinn líður ekki svona ónæði,“ segir Guðjón. Allt í lagi ef hundarnir eru í tjóðri „Ég vildi leggja þessa til- lögu fram af þessu tilefni og ég skýrði það út á fundinum. En þessi opinbera samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ gengur eiginlega miklu lengra en við ætluðumst til; hún bannar alfarið hunda en við höfum ekkert við því að segja þó að fólk hafi með sér hund, svo fremi að hann sé í tjóðri. Það er málið. Það kom fram breytingartillaga sem laut einmitt að því að banna alfarið umferð með hunda um svæðið en okkur fannst sú tillaga ganga of langt. Þá má nefnilega ekki vera að refsa þeim sem hafa þessi hundamál sín í góðu lagi,“ sagði Guðjón. Sjálfsagt að verða við þessu erindi Þegar Morgunblaðið hafði samband við bæjarstjórann í Mosfellsbæ, Jóhann Sigur- jónsson, til að spyrjast fyrir um afdrif tillögunnar, sagði hann að sér hefði ekki verið kunnugt um dvínandi fuglalíf í Hamrahlíðinni fyrr en er- indi skógræktarfélagsins hefði borist. Búið væri að taka erindið fyrir í bæjarráði sem hefði talið sjálfsagðan hlut að verða við beiðni félagsins um að setja upp nauðsynleg skilti í Hamra- hlíðinni. „Samkvæmt þeirri sam- þykkt um hundahald sem er í gildi hér er lausaganga hunda bönnuð, fólki ber að hafa þá í bandi þannig að þeim er óleyfilegt að valsa um lausir, en verði brögð að því er það algjörlega á ábyrgð eigendanna,“ sagði bæjarstjóri og vildi hvetja bæjarbúa til að vanda sig í þessum málum. Skógræktarmenn hafa áhyggjur af fuglalífi á skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð Vilja láta banna lausagöngu hunda þar á varptíma Morgunblaðið/Jim Smart Skógræktarsvæðið í Hamrahlíð undir Úlfarsfelli er vinsælt meðal hundaeigenda í Mosfellsbæ og Reykjavík og er það farið að ógna fuglalífi þar á vorin og sumrin. Mosfellsbær FYRIRHUGAÐ er að stækka Ártúnsskóla vegna einsetins skóla og því hefur Borgar- skipulag Reykjavíkur auglýst til kynningar tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi Ártúns- holts og safnasvæðis Árbæj- arsafns. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að stækka lóð Ártúnsskóla um um það bil 2.000 fermetra, minnka safn- asvæði Árbæjarsafns um 1.200 fermetra og grænt svæði á milli lóðanna um 800 fermetra. Ennfremur að heimilt verði að byggja á sunnanverðri lóðinni um 1.000 fermetra en viðbyggingar mega ekki rísa hærra en nú- verandi skólahús. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun bíla- stæða við skólann í samræmi við meiri byggingar. Ártúnsskóli stækkaður Ártúnsholt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.