Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 21 Ársfundur verður haldinn á morgun, föstudaginn 27. apríl, í funda- og ráðstefnusölum ríkisstofnana í Borgartúni 6, Reykjavík, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: · Fundarsetning Hilmar Kristjánsson, formaður stjórnar Vinnueftirlitsins · Ávarp Páll Pétursson, félagsmálaráðherra. · Starf Vinnueftirlitsins á árinu 2000 Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins. · Breyttir tímar - breyttar aðferðir í eftirliti Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri þróunar- og eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. · Mismunandi heilsufar starfs- og þjóðfélagshópa Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins. · Afhending viðurkenningar til fyrirtækis fyrir vinnuverndarstarf Páll Pétursson, félagsmálaráðherra. · Opnun nýrrar heimasíðu Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, ræsir heimasíðuna. Inghildur Einarsdóttir, fræðslufulltrúi, kynnir síðuna. · Veitingar Fundarmenn eru hvattir til að koma með fyrirspurnir til fyrirlesara. VINNUEFTIRLITIÐ FRAMKVÆMDIR við byggingu húss með 25 félagslegum leiguíbúðum fyrir aldraða að Kirkjuvegi 5 í Reykjanesbæ eru hafn- ar. Samningar við verktaka og eftirlitsaðila voru und- irritaðir í gær og fyrsta skóflustungan tekin. Skóflustunguna tók Ástríður Sigurðardóttir. Hún er áttatíu ára gömul og hefur verið búsett í Keflavík í 70 ár, þar á með- al í húsi sem stóð á um- ræddri lóð fram yfir miðja öldina. Reykjanesbær samdi við Hjalta Guðmundsson ehf. um byggingu hússins eftir að alútboð hafði farið fram. Ellert Eiríksson bæjar- stjóri og Hjalti Guðmunds- son undirrituðu byggingar- samninga og Ellert og Helgi S. Gunnarsson fyrir hönd VSÓ-ráðgjafar undir- rituðu samning um eftirlit með byggingunni. Íbúðirnar eiga að vera tilbúnar að ári, fullbúnar með öllum innréttingum. Einnig verður húsinu skilað með fullfrágenginni lóð og upphituðum bílastæðum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aðalheiður Sigurðardóttir tók fyrstu skóflustunguna að félagslegum leigu- íbúðum fyrir aldraða. Ellert Eiríksson bæjarstjóri fylgdist með. Fram- kvæmdir hafnar við Kirkju- veg 5 Reykjanesbær ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.