Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstöðum - Í undirbúningi er gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á vegum rík- isstjórnarinnar. Markmið áætlunar- innar er að leggja mat á og flokka virkjunarkosti, þ.e. bæði vatnsafl og háhita. Verður það gert með tilliti til orkugetu, hagkvæmni, áhrifa á nátt- úrufar, náttúru- og menningarminja og hagsmuna allra þeirra sem nýta það sem að framan greinir. Starfandi eru fjórir hópar undir sérstakri verkefnisstjórn. Hlutverk þeirra er að fara yfir virkjunarkosti, hver frá sínum sjónarhóli, og senda tillögur til verkefnisstjórnar. Þessir hópar eru um náttúru- og minja- vernd, útivist og hlunnindi, þjóð- hagsmál, atvinnulíf, byggðaþróun og orkulindir og eru í þeim öllum sérfræðingar á viðkomandi fagsvið- um. Málstofa faghóps um útivist og hlunnindi var haldin samtímis á Eg- ilsstöðum, Akureyri og í Reykjavík með fjarfundabúnaði. Stefán Benediktsson hjá Náttúru- vernd ríkisins stjórnaði umræðum. Telja virkjunarmannvirki óæskileg á ferðamannastöðum Rögnvaldur Guðmundsson, ferða- málafræðingur hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar, greindi í upphafi frá niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum ferðamanna á hálendi Íslands. Að því er kemur fram í þeim telur meirihluti ferðamanna að virkjunarmannvirki séu óæskileg á ferðamannastöðum hálendisins. „Útlendingar og Íslendingar bera þó mismunandi hug til vega,“ sagði Stefán eftir að málstofunni lauk. „Íslendingar vilja betri vegi en út- lendingar gera aftur meiri kröfur til þjónustu, svo sem til þess að geta keypt helstu matvöru og bensín á hálendinu.“ Þorleifur Þ. Jónsson, hagfræðing- ur hjá Samtökum ferðaþjónustunn- ar, sagði frá vinnu við að meta fram- tíðargildi svæða fyrir ferðamennsku. Hann velti upp spurningunni um hversu margir ferðamenn verða hér hugsanlega eftir tuttugu ár. Þeir gætu orðið ein- hvers staðar á bilinu 700 þúsund til þrjár og hálf milljón talsins. Sagði Þorleifur mikilvægt að íhuga hve mörgum ferðamönnum við getum tekið við á hverju svæði fyrir sig og hvar við myndum setja þröskuld. Guðrún Helgadóttir frá ferða- málabraut Hólaskóla fjallaði um þýðingu niðurstaðna viðhorfskönn- unarinnar fyrir framtíðarstefnumót- un á hálendinu. „Þarna kemur fram á afgerandi hátt að aðspurðir eru ekki fylgjandi virkjanamannvirkjum og eru tiltölulega íhaldssamir hvað varðar allar framkvæmdir á hálend- inu,“ sagði Guðrún. „Vegna fyrirsjá- anlegrar fjölgunar ferðamanna á næstu árum, benti ég mjög ákveðið á að við þyrftum að sýna mikla að- gát. Hálendið er viðkvæmt og vant- ar mikið upp á að það geti tekið við þessari fjölgun ferðamanna miðað við óbreytt ástand. Með rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er ætlunin að leggja grunn að forgangsröðun virkjunarkosta. Ýmsar stofnanir koma að áætluninni, svo sem Byggðastofnun, Náttúrufræðistofn- un, Náttúruvernd ríksins, Orku- stofnun, RALA og Veiðimálastofn- un. Landvernd er samráðsvettvangur fyrir verkefnið. Upplýsingar um áætlunina voru fengnar á heimasíðu Landverndar; landvernd.is. Hálendið tekur ekki við stór- auknum fjölda að óbreyttu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ferðaþjónusta og fyrirhuguð mannvirkjagerð spyrt saman í upplýs- ingaskilti Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun. Skiltið stendur við Upplýsingamiðstöð ferðamála á Egilsstöðum. Íslendingar vilja betri vegi á hálendinu en útlendingar vilja kaupa þar mat og bensín 12 kepp- endur úr S-Þingeyj- arsýslu Húsavík - Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Safnahúsi Þingeyinga nú nýlega, þetta var síðasta upp- lestrarhátíðin af 26 sem haldnar voru víðsvegar um land í mars- mánuði. Keppnin í ár er helguð evrópska tungumálaárinu annars vegar og hins vegar minningu Tómasar Guðmundssonar í tilefni þess að hann hefði orðið 100 ára 6. janúar sl. Lesarar lásu þýdd ævintýri, ljóð eftir Tómas og ljóð að eigin vali, lesararnir, sem eru í 7. bekk, voru tólf talsins og komu frá barnaskól- anum á Skútustöðum, barnaskól- anum í Bárðardal, Hafralækjar- skóla í Aðaldal og Borgarhólsskóla á Húsavík. Eydís Lillý Egilsdóttir, Borgarhólsskóla, sigraði í keppn- inni, Steinunn Karlsdóttir, einnig í Borgarhólsskóla, varð í öðru sæti og Rán Guðmundsdóttir, Hafra- lækjarskóla, hafnaði í þriðja sæti. Þetta var hátíðleg samkoma sem var vel sótt, nemendur úr Hafra- lækjarskóla fluttu tónlistaratriði sem og nemendur úr Tónlistar- skóla Húsavíkur. Keppendurnir tólf fengu allir bókaverðlaun frá Eddu – miðlun og útgáfu auk þess sem sigurveg- ararnir fengu peningaverðlaun frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga. Stóru upplestrarkeppn- inni lauk á Húsavík Neskaupstað - Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað er fimm- tán ára á þessu ári og notuðu nem- endur og kennarar skólans sumar- daginn fyrsta til að gera sér dagamun í tilefni afmælisins, syngja og snæða kökur. Verkmenntaskóli Austurlands er byggður á grunni gamla Framhalds- skólans í Neskaupstað en árið 1986 var ákveðið að breyta fyrirkomulagi skólans og gera hann að verk- menntaskóla til að efla verkkennslu á Austurlandi. Um 180 nemendur stunda nú nám við Verkmenntaskólann, sem þjónar öllum Austfirðingum. Þar er hægt að leggja stund á margs konar verklegt og bóklegt nám og við skólann er rúmgóð heimavist. Verkmennta- skóli Austur- lands fimm- tán ára Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Helga Steinsson skólameistari (t.h.) sker kökusneiðar handa nemendum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Þýskunemendur sungu afmælissöng fyrir skólann á þýsku. Laugarvatni - Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni varð 20 ára á páskadag. Af því tilefni hélt sveitin opið hús á annan í páskum þar sem aðstaða, tól og tæki sveitarinnar voru til sýnis. Er- lendur Magnússon frá Línu-neti færði sveitinni Tetra-bílstöð í til- efni dagsins. Heppileg staðsetning Að sögn Pálma Hilmarssonar formanns eru 20 meðlimir í sveit- inni, sem sinnir um 10 útköllum á ári og milli 10 og 20 öðrum beiðnum um aðstoð. Staðsetning sveitarinnar á Laugarvatni gerir það að verkum að hún er oftast fyrst á staðinn þegar óhöpp verða á svæðinu kringum Hlöðu- fell og Skjaldbreið og því mjög áríðandi að vera vel útbúin. Sveitin hefur nú yfir að ráða þremur vélsleðum og stórum björgunarbíl auk tveggja björg- unarbáta. Mun nýja Tetra-stöðin verða mikilvægur búnaður í bíl sveit- arinnar. Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni 20 ára Fær Tetra-fjar- skiptastöð að gjöf Morgunblaðið/Kári Jónsson Erlendur Magnússon frá Línu.Net færði Pálma Hilmarssyni, formanni Ingunnar, Tetra-bílstöð í tilefni 20 ára afmælis björgunarsveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.