Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 23

Morgunblaðið - 26.04.2001, Síða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 23 Selfossi - Nemendur í rekstrarhagfræði 103 í Fjölbrautaskóla Suðurlands taka þátt í keppn- inni Nýsköpun 2001. Um er að ræða samkeppni um gerð viðskiptaáætlana. Þessi keppni er nú haldin í þriðja sinn en þetta er í fyrsta skipti sem framhaldsskólanemum er gert kleift að taka þátt í keppninni. Einnig taka nemendurnir þátt í Evrópukeppni um áhugaverðustu evrópsku hug- myndina og munu fjórir hópar sem til verðlauna vinna fara til Brussel í desember 2001. Verkefnisstjóri samkeppninnar, G. Ágúst Pét- ursson, heimsótti skólann þriðjudaginn 10. apríl og leiðbeindi nemendum. Að sögn G. Ágústar Péturssonar hefur enn sem komið er enginn skóli slegið Fjölbrautaskóla Suðurlands við hvað varðar aðsókn og áhuga. Einnig sagði hann að sumar hugmyndirnar sem nemendur settu fram væru mjög góðar. Agnes Elva Guðmundsdóttir viðskiptagreina- kennari er ábyrg fyrir framkvæmd keppninnar í skólanum. Að Nýsköpun 2001 standa Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Morgunblaðið, KPMG, Háskólinn í Reykjavík, Sparisjóðirnir og Skjár einn. Nýsköpun 2001 Góðar hugmyndir koma fram hjá nemendum Sýslumót í skák Hvolsvelli - Nýverið var sýslumót Rangárvallasýslu í skólaskák haldið í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Keppt var í tveimur flokkum 1.–7. bekk og 8.–10. bekk. Í 1.–7. bekk varð Stefán Jón Hrafnkelsson, Grunnskóla Austur- Landeyja, hlutskarpastur, en Páll Jó- hannsson í Hvolsskóla í 2. sæti og Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, einnig í Grunnskóla Austur-Landeyja, varð í 3. sæti, en hún er systir Stefáns Jóns. Í eldri flokknum varð Tómas Jens- son hlutskarpastur og Jakob Hin- riksson í 2. sæti. Þeir eru báðir nem- endur í Hvolsskóla, í þriðja sæti varð Andri Björnsson frá Grunnskólanum á Hellu. Efstu keppendur í sýslumót- um fara síðan á kjördæmismót sem haldið verður á næstunni. Að sögn Einars Grétars Magnússonar, sem hefur séð um mótshaldið í skólaskák, hefur keppendum á þessum mótum farið mjög fækkandi undanfarin ár og er nú full ástæða til að efla skákina í grunnskólunum. Ungur kylf- ingur íþrótta- maður Bol- ungarvíkur BIRGIR Olgeirsson, sextán ára kylf- ingur, félagi í Golfklúbbi Bolungar- víkur, hefur verið kjörinn íþróttamað- ur ársins 2000 í hófi sem Íþróttaráð Bolungarvíkur efndi til af þessu til- efni auk þess sem íþróttafólki voru veittar viðurkenningar fyrir góða ástundun og árangur í sínum íþrótta- greinum. Birgir Olgeirsson hefur stundað golfíþróttina af miklu kappi undanfar- in ár. Segja má að hann hafi að miklu leyti haldið til á golfvellinum yfir sum- armánuðina við keppni og æfingar. Í upphafi sl. sumars var Birgir við æf- ingar hjá Golfklúbbnum Keili í Hafn- arfirði en Golfklúbbur Bolungarvíkur kostaði hann til þeirra æfinga. Síðast- liðið sumar var Birgir yfirumsjónar- maður með barna- og unglingaþjálfun á vegum Golfklúbbs Bolungarvíkur. Pilturinn var ekki gamall þegar afi hans Birgir Valdimarsson, sem er mikill golfáhugamaður, fór að taka hann með sér á golfvöllinn, en að öðr- um ólöstuðum hefur hann veitt hinum unga nafna sínum mikinn stuðning og verið honum hvatning til að ná ár- angri í íþrótt sinni. Af árangri hans á mótum á síðasta ári má nefna að hann varð í fyrsta sæti á Bjarnabúðarmótinu í Bolung- arvík, JOD mótinu á Ísafirði, Íslands- sagamótinu á Ísafirði og Vestfjarða- mótinu í 3 flokki sem haldið var á Bíldudal. Þá varð hann í 2. sæti á Sparisjóðsmótinu á Þingeyri, í 3. sæti á Meistaramóti GBO í Bolungarvík og 3. sæti á Haustmótinu á Þingeyri. Auk þess sem íþróttamaður ársins var heiðraður voru þeim Bjarna Pétri Jónssyni, Gunnari Má Elíassyni , Kristínu Grímsdóttur, Óttari Bjarna- syni og Stefáni Karlssyni veittar við- urkenningar fyrir góðan árangur í knattspyrnu. Svölu Sif Sigurgeirs- dóttur fyrir árangur í sundi og Guð- mundi Daðasyni fyrir árangur í skák. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Birgir Olgeirsson, íþróttamaður ársins 2000 í Bolungarvík. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.