Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 30
SKOÐANAKANNANIR benda til þess að mið- og vinstriflokkarnir á Ítalíu hafi saxað verulega á forskot mið- og hægriflokkanna undir forystu Silvios Berlusconis á síðustu dögum. Forskot mið- og hægriflokkanna hefur hingað til verið um 4-9 pró- sentustig eða meira, en allar skoðana- kannanir benda nú til þess að það hafi snarminnkað. Hefur þetta orðið til þess að ráðgjafar Berlusconis leggja nú fast að honum að etja kappi við keppinaut sinn, Francesco Rutelli, fyrrverandi borgarstjóra Rómar, í sjónvarpskappræðum. Þeir segja að hafi Berlusconi betur í kappræðunum geti það ráðið úrslitum í þingkosning- unum 13. maí. „Berlusconi gæti orðið Berlusconi að falli“ Margir rekja minnkandi fylgi mið- og hægriflokkanna til þess að þeir hafi lagt of mikla áherslu á að hampa Berlusconi í kosningabaráttunni og hann hafi skyggt á stefnuskrá þeirra, sem byggist m.a. á loforðum um að lækka skatta og harðri afstöðu gegn ólöglegum innflytjendum. Berlusconi hefur einnig verið gagnrýndur fyrir ýmis axarsköft í kosningabaráttunni. Hann sakaði t.a.m. vinstrimenn um að „breiða út hatursáróður“ sem hefði orðið til þess að hann væri nú í lífs- hættu. Sú ásökun virðist hafa komið honum sjálfum í koll því jafnvel stuðn- ingsmenn hans telja hann hafa gengið of langt. „Berlusconi gæti orðið Berlusconi að falli,“ sagði Giuliano Ferrara, sem var áður talsmaður fjölmiðlajöfursins og forsætisráðherrans fyrrverandi. Hallar undan fæti fyrir Berlusconi AP Silvio Berlusconi Róm. The Daily Telegraph, AFP. ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVÖRÐUN Georges W. Bush Bandaríkjaforseta að selja Taívan tundurspilla, kafbáta og annan búnað olli hörðum orðaskiptum milli Kín- verja og Bandaríkjamanna í gær. Nokkur blæmunur var þó á ummæl- um kínverskra embættismanna. Í op- inberri yfirlýsingu var lýst „miklum áhyggjum“ vegna málsins og segja heimildarmenn að ekki sé hægt að flokka orðalagið undir harkaleg við- brögð. En utanríkisráðherra lands- ins, Tang Jiaxuan, notaði sterkari orð þegar hann fordæmdi söluna og í dagblaði kínverska heraflans var sagt að tilraunir Taívana til að fá um- rædd vopn væru „sjálfsmorðstil- raun“ fyrir eyjarskeggja. Háttsettir embættismenn í Wash- ington segja að Kínverjar beini að staðaldri um 300 eldflaugum að Taív- an. Stjórn kommúnista í Peking lítur á Taívan sem uppreisnarhérað en Taívanar hafa ávallt vísað hugmynd- um um sameiningu við Kína á bug nema komið verði á lýðræði í landinu öllu. Fyrir nokkrum árum var bund- inn endi á flokkseinræðið á Taívan og tekin upp lýðræðisskipan. Kínverjar ógna oft Taívönum og segja fullum fetum að ekki sé hægt að útiloka hernaðarinnrás á eyjuna ef íbúarnir lýsi yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Hafa þeir meðal annars skotið nokkr- um eldflaugum á hafsvæði rétt hjá Taívan til að minna á þessar hótanir. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að selja Taívan ekki tundurspilla með háþróðuðu Aegis-ratsjárkerfi heldur herskip af Kidd-gerð, sem eru ekki jafn fullkomin. Heimildarmenn telja að Kínverjar hafi hins vegar reiðst mjög þeirri ákvörðun að Taívanar fái að kaupa átta dísilkafbáta sem gætu orðið mikil ógn við innrásarflota frá meginlandinu ef til slíkra aðgerða kæmi. Kínverjar segja að kafbátar séu árásarvopn og í samningi Taív- ana við Bandaríkjamenn árið 1979 hafi aðeins verið sagt að Taívanar mættu kaupa vopn til að verjast, ekki árásarvopn. Hafa fyrri ríkisstjórnir í Washington einnig túlkað samning- inn með þessum hætti og ekki viljað selja Taívan kafbáta. Bæði Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bush, og Colin Powell, utanríkisráðherra, voru sammála um að mæla ekki með sölu á Aegis-bún- aði. Rumsfeld er yfirleitt talinn stuðningsmaður harðari stefnu gagnvart Kínverjum en fylgt hefur verið. Hinn hægrisinnaði Jesse Helms, repúblikani og öldungadeild- arþingmaður, hefur verið einn at- kvæðamesti harðlínumaðurinn í Bandaríkjunum í málum er snerta samskipti við Kína. Hann hefur fagn- að ákvörðun Bush um vopnasöluna. Hvaðan eiga kafbátarnir að koma? Margt er enn óljóst um þessi vopnaviðskipti. Sjálfir smíða Banda- ríkjamenn ekki lengur dísilkafbáta og eiga ekki lengur slík skip í flot- anum. Varnarmálaráðuneytið banda- ríska, Pentagon, segir að til greina komi að kaupa umrædda kafbáta frá Hollandi eða Þýskalandi. En tals- maður stjórnvalda í Haag sagði í gær að Hollendingar myndu áfram standa við samning við Kína frá 1984 um að selja ekki Taívönum vopn. Þjóðverjar hafa áður sagt að þeir muni ekki smíða kafbátana um- deildu. Embættismenn í Washington segja að þeir muni endurskoða stefn- una varðandi Aegis-tundurspillana ef kommúnistastjórnin haldi áfram að auka vígbúnað sinn. Ekki er hægt að koma Aegis-búnaði fyrir á Kidd- tundurspillum en búist er við því að smíðaðir verði átta skipskrokkar sem geti borið Aegis-ratsjárbúnaðinn og verði þá hægt að ljúka við smíðina ef stefnan breytist. Framlög til varnarmála hafa auk- ist hratt í Kína síðustu árin eins og víðar í Asíu. Áhyggjur Taívana og sókn þeirra í fullkomin vopn er því skiljanleg. Kínverjar eiga í hörðum deilum við nágrannaríki sín, auk Taívan-málsins er talið að deilur um yfirráð Spratley-eyjaklasans og fleiri umdeildra eyja og svæða geti komið af stað stríðsátökum við Víetnama, Filippseyinga og jafnvel fleiri þjóðir sem ólíkt Kínverjum ráða ekki yfir kjarnorkuvopnum. Miklar olíulindir eru á hafsbotni á þessum slóðum og olían getur skipt sköpum fyrir upp- byggingu iðnaðar í Kína. Bandaríkjamenn segjast ætla að íhuga síðar sölu á Aegis-tundurspillum til Taívans Reuters Taívanskt herskip á æfingu skýtur á loft flugskeyti sem ætlað er að granda skipi. Æfingin fór fram fyrr í mán- uðinum og var markmiðið að þjálfa viðbrögð við hugsanlegri innrás frá Kína. Kína beinir hundruðum eldflauga að Taívan Washington, Peking. The Daily Telegraph, Reuters, AP, AFP. BJÖRGUNARLIÐ frá Bandaríkjun- um og Kanada tókst á þriðjudag á hendur áhættusamt flug til suður- skautsins til að bjarga veikum lækni frá Amundsen-Scott-rannsóknarstöð- inni. Er þetta í fyrsta sinn sem flugvél tekst að lenda á pólnum um hávetur. Átta sæta Twin Otter-flugvél lenti við rannsóknarstöðina á þriðjudags- kvöld með tvo flugmenn, verkfræð- ing, lækni og hjúkrunarfræðing inn- anborðs, eftir tæplega tíu klukku- stunda flug frá Rothera-búðunum við mörk Suðurskautslandsins, en þang- að hafði vélin komið frá Chile. Á póln- um var þá 68 gráðu frost og töluverð- ur vindur. Leiðangurinn var farinn til að bjarga 59 ára gömlum bandarískum lækni, Ronald Shemenski, en hann er eini læknirinn í Amundsen-Scott-búð- unum, þar sem um 50 vísindamenn eru við rannsóknir. Shemenski hefur þjáðst af gallsteinum og var greindur með lífshættulegt afbrigði, sem getur komið upp ef gallsteinn fer niður í gallveginn og veldur bólgum í bris- kirtlinum. Til stóð að flugvélin sneri til baka með Shemenski í gærmorgun, en brottförinni var frestað vegna mikill- ar snjókomu og vinds. Heimferðin er talin nánast jafn áhættusöm og að- koman. Vetur ríkir nú á suðurskautinu. Yf- irleitt er ekki reynt að fljúga á pólinn frá lokum febrúar og fram í nóvember vegna vinds og kulda og Twin Otter- vélin er sú fyrsta sem tekst að lenda þar á þessum árstíma. Annað björgunarflugið á einum sólarhring Þetta var annað björgunarflugið á Suðurskautslandinu á einum sólar- hring, en nýsjálensk herflugvél sótti ellefu Bandaríkjamenn á þriðjudag frá McMurdo-búðunum, á þeirri strönd heimsálfunnar sem er and- stæð búðunum í Rothera. Fjórir mannanna höfðu veikst og hinir sjö vildu einnig komast heim. Suðurskautslandið er fimmta stærsta heimsálfan, en til viðmiðunar má nefna að það er 1½ sinnum stærra en Bandaríkin. Frækilegt björg- unarflug til suðurskautsins Punta Arenas í Chile, Washington. AFP, AP. STARFSMENN náttúrusögusafns- ins í New York sýndu í gær 130 milljóna ára gamlan steingerving af risaeðlu, sem frá toppi til táar hefur verið þakin eins konar dún og frum- stæðum fjöðrum. Steingerving- urinn, sem vísindamenn hafa fundið út að sé af af tegundinni dromae- saurus, var smávaxin, spretthörð og náskyld tegundinni velociraptor. Bændur í NA-Kína fundu þessar vel varðveittu leifar í fyrravor. Hálffiðruð risaeðla AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.